„Þessi staðsetning kemur ekki til greina“ Máni Snær Þorláksson skrifar 30. maí 2023 12:11 Ásdís Kristjánsdóttir, bæjarstjóri Kópavogs, segir að það komi ekki til greina að byggja endurvinnslustöð við Kópavogskirkjugarð. Vísir/Vilhelm Bæjarstjóri Kópavogs segir það ekki koma til greina að endurvinnslustöð Sorpu verði byggð á landi Kópavogskirkjugarðs. Þörf sé á þarfa- og valkostagreiningu til að finna nýja staðsetningu endurvinnslustöðvar fyrir Kópavog og Garðabæ. „Þetta mál kom okkur, sem og fleirum, svolítið eins og þruma úr heiðskýru lofti ef svo má segja,“ segir Ásdís Kristjánsdóttir, bæjarstjóri Kópavogs, í Bítinu á Bylgjunni. Ásdís segir Sorpu hafa sett af stað starfshóp með það hlutverk að finna nýja staðsetningu fyrir endurvinnslustöð. Fyrir liggur að stöð Sorpu við Dalveg mun víkja í september á næsta ári. Í skýrslu starfshópsins hafi svo komið fram að einhugur væri um að reisa nýja endurvinnslustöð á landi Kópavogskirkjugarðar. „Það kom okkur hins vegar svolítið í opna skjöldu vegna þess að fulltrúar okkar í Kópavogsbæ voru búnir að segja að þessi staðsetning kæmi ekki til greina. Þá var því líka haldið fram í skýrslunni að það hefði verið óformlegt samráð við forsvarsmenn Kópavogskirkjugarðsins en þeir voru svolítið undrandi þegar þeir lásu fréttir þess efnis.“ Útilokar þessa staðsetningu Ásdís segir að hún hafi verið á móti hugmyndinni um þessa staðsetningu frá upphafi. „Það fyrsta sem ég hugsaði var: Þessi staðsetning er aldrei að fara að ganga,“ segir hún. „Við í meirihlutanum höfum verið mjög skýr með það að við teljum að þessi staðsetning sé ekki heppileg og við sjáum það líka út frá viðbrögðum bæjarbúa sem og Kópavogskirkjugarðarins, forsvarsmenn Kópavogskirkjugarðarins hafa líka sagt að þessi staðsetning komi ekki til greina.“ Þannig hún kemur ekki til greina, þetta verður ekki þarna? „Nei, ekki eins og sakir standa. Við höfum í raun bara verið mjög skýr með að það þurfi að huga að annarri staðsetningu.“ Þú segir ekki eins og sakir standa, þú útilokar það ekki alveg eða? „Jú ég get alveg sagt það hér og nú að þessi staðsetning kemur ekki til greina. Við tókum það fyrir í bæjarráði þar sem við bókuðum líka það að við teljum þessi vinnubrögð vera verulega ámælisverð. Við þurfum auðvitað að vanda til verka og það þarf að fara í ítarlega og góða þarfa- og valkostagreiningu.“ Ekki með staðsetningu í huga Ásdís segist ekki vera með neina ákveðna staðsetningu fyrir endurvinnslustöðina í huga. „Við höfum bara verið að skoða þetta. Við erum í góðu samtali við nágranna okkar í Garðabæ og höfum verið að ræða þetta okkar á milli. En nú vænti ég bara þess að við þurfum að skoða þetta heildstætt.“ Hafa þurfi í huga að endurvinnslustöð sem þessi sé afskaplega óheppileg í miðri íbúabyggð. „Því það skapast mjög mikil umferð, einkum þungaflutningabílar, og þá höfum við séð til dæmis á Dalvegi að það hefur verið talsverð slysahætta.“ Ásdís segir að ákall hafi verið frá íbúum sem búa í grennd við endurvinnslustöðina á Dalvegi að þarna verði annars konar þjónusta. Nefnir hún sem dæmi veitingastaði, kaffihús og svo framvegis. Kópavogur Kirkjugarðar Sorpa Bítið Skipulag Tengdar fréttir Kópavogsbúar bálreiðir vegna hugmynda um endurvinnslu við kirkjugarð Hugmyndir um að byggja nýja endurvinnslustöð við kirkjugarð í Kópavogi hefur kallað fram mikla reiði og mótmæli sem birtast á netinu. Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri hefur séð ástæðu til að stíga fram og vekja athygli á því að þau í meirihluta bæjarstjórnar telji aðra staði heppilegri. 19. maí 2023 15:32 Mest lesið Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Björguðu dreng úr gjótu Innlent Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Innlent Friðrik Ólafsson er látinn Innlent Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Innlent „Það eru ekki skattahækkanir“ Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Fleiri fréttir Stjórnarandstaðan gekk út þegar Inga tók til máls Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög „Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Friðrik Ólafsson er látinn Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Sjá meira
„Þetta mál kom okkur, sem og fleirum, svolítið eins og þruma úr heiðskýru lofti ef svo má segja,“ segir Ásdís Kristjánsdóttir, bæjarstjóri Kópavogs, í Bítinu á Bylgjunni. Ásdís segir Sorpu hafa sett af stað starfshóp með það hlutverk að finna nýja staðsetningu fyrir endurvinnslustöð. Fyrir liggur að stöð Sorpu við Dalveg mun víkja í september á næsta ári. Í skýrslu starfshópsins hafi svo komið fram að einhugur væri um að reisa nýja endurvinnslustöð á landi Kópavogskirkjugarðar. „Það kom okkur hins vegar svolítið í opna skjöldu vegna þess að fulltrúar okkar í Kópavogsbæ voru búnir að segja að þessi staðsetning kæmi ekki til greina. Þá var því líka haldið fram í skýrslunni að það hefði verið óformlegt samráð við forsvarsmenn Kópavogskirkjugarðsins en þeir voru svolítið undrandi þegar þeir lásu fréttir þess efnis.“ Útilokar þessa staðsetningu Ásdís segir að hún hafi verið á móti hugmyndinni um þessa staðsetningu frá upphafi. „Það fyrsta sem ég hugsaði var: Þessi staðsetning er aldrei að fara að ganga,“ segir hún. „Við í meirihlutanum höfum verið mjög skýr með það að við teljum að þessi staðsetning sé ekki heppileg og við sjáum það líka út frá viðbrögðum bæjarbúa sem og Kópavogskirkjugarðarins, forsvarsmenn Kópavogskirkjugarðarins hafa líka sagt að þessi staðsetning komi ekki til greina.“ Þannig hún kemur ekki til greina, þetta verður ekki þarna? „Nei, ekki eins og sakir standa. Við höfum í raun bara verið mjög skýr með að það þurfi að huga að annarri staðsetningu.“ Þú segir ekki eins og sakir standa, þú útilokar það ekki alveg eða? „Jú ég get alveg sagt það hér og nú að þessi staðsetning kemur ekki til greina. Við tókum það fyrir í bæjarráði þar sem við bókuðum líka það að við teljum þessi vinnubrögð vera verulega ámælisverð. Við þurfum auðvitað að vanda til verka og það þarf að fara í ítarlega og góða þarfa- og valkostagreiningu.“ Ekki með staðsetningu í huga Ásdís segist ekki vera með neina ákveðna staðsetningu fyrir endurvinnslustöðina í huga. „Við höfum bara verið að skoða þetta. Við erum í góðu samtali við nágranna okkar í Garðabæ og höfum verið að ræða þetta okkar á milli. En nú vænti ég bara þess að við þurfum að skoða þetta heildstætt.“ Hafa þurfi í huga að endurvinnslustöð sem þessi sé afskaplega óheppileg í miðri íbúabyggð. „Því það skapast mjög mikil umferð, einkum þungaflutningabílar, og þá höfum við séð til dæmis á Dalvegi að það hefur verið talsverð slysahætta.“ Ásdís segir að ákall hafi verið frá íbúum sem búa í grennd við endurvinnslustöðina á Dalvegi að þarna verði annars konar þjónusta. Nefnir hún sem dæmi veitingastaði, kaffihús og svo framvegis.
Kópavogur Kirkjugarðar Sorpa Bítið Skipulag Tengdar fréttir Kópavogsbúar bálreiðir vegna hugmynda um endurvinnslu við kirkjugarð Hugmyndir um að byggja nýja endurvinnslustöð við kirkjugarð í Kópavogi hefur kallað fram mikla reiði og mótmæli sem birtast á netinu. Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri hefur séð ástæðu til að stíga fram og vekja athygli á því að þau í meirihluta bæjarstjórnar telji aðra staði heppilegri. 19. maí 2023 15:32 Mest lesið Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Björguðu dreng úr gjótu Innlent Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Innlent Friðrik Ólafsson er látinn Innlent Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Innlent „Það eru ekki skattahækkanir“ Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Fleiri fréttir Stjórnarandstaðan gekk út þegar Inga tók til máls Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög „Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Friðrik Ólafsson er látinn Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Sjá meira
Kópavogsbúar bálreiðir vegna hugmynda um endurvinnslu við kirkjugarð Hugmyndir um að byggja nýja endurvinnslustöð við kirkjugarð í Kópavogi hefur kallað fram mikla reiði og mótmæli sem birtast á netinu. Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri hefur séð ástæðu til að stíga fram og vekja athygli á því að þau í meirihluta bæjarstjórnar telji aðra staði heppilegri. 19. maí 2023 15:32