Fótbolti

Biðst af­­sökunar eftir að mynd­band af honum fór í dreifingu

Aron Guðmundsson skrifar
Berghuis fyrir leik Ajax og Twente í gær
Berghuis fyrir leik Ajax og Twente í gær Vísir/Getty

Ste­ven Berg­huis, leik­maður hollenska úr­vals­deildar­fé­lagsins Ajax, hefur beðist af­sökunar eftir að mynd­band, sem sýndi hann slá til manns fyrir utan heima­völl Ajax, leit dagsins ljós.

Ajax tapaði í gær 3-1 fyrir Twente á heima­velli. Um var að ræða leik í loka­um­ferð hollensku úr­vals­deildarinnar en Ajax hefur ekki gengið nægi­lega vel á tíma­bilinu og endaði liðið að lokum í 3. sæti deildarinnar, þrettán stigum á eftir meisturum Feyenoord.

Eftir leikinn gegn Twente í gær var Berg­huis að yfir­gefa heima­völl Ajax er allt í einu mátti sjá hann slá til manns sem að stöð við öryggis­girðingu við hlið leik­vangsins.

Mynd­bandið fór í dreifingu á sam­fé­lags­miðlum og nú hefur Berg­huis beðist af­sökunar á at­hæfi sínu.

„Ég sé eftir þessu, hefði ekki átt að gera þetta,“ sagði meðal annars í yfir­lýsingu Berg­huis.

Hann var ekki sáttur með það sem um­ræddur maður hrópaði í áttina að sér.

„Ég er orðinn vanur svona hátta­lagi frá öðrum, fólk heldur að það geti bara kallað hverju sem er í áttina að manni.“

Engu að síður hafi við­brögð ekki verið til þess að leysa málið.

„Sem leik­maður Ajax hef ég á­kveðnu hlut­verki að gegna og verð að standa mig í stykkinu.“

Talið er að Berg­huis hafi verið í þessum að­stæðum að grípa til varna fyrir liðs­fé­laga sinn Brian Bobbey.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×