Öllum rútum hjá GTS á Selfossi verður skipt yfir í rafmagnsrútur Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 28. maí 2023 20:05 Fyrsta lúxus rafmagnsrúta landsins, hefur verið tekin í notkun hjá GTS á Selfossi. Drægni er 350-400 km á hverri hleðslu. Áætlaður akstur á ári er 60.000 til 100.000 km og því er um talsverðan sparnað að ræða í CO2. Þessi rúta er eingöngu með rafmagns hita (og/eða kælingu) þannig að hér er um verulega spennandi umhverfisvænan valkost að ræða. Farþegasæti eru öll með hallanlegum bökum, hliðarfærslu, fótskemlum, sætisborðum, USB tengjum fyrir alla farþega auk salernisaðstöðu. Magnús Hlynur Hreiðarsson Grænu rúturnar hjá Guðmundi Tyrfingssyni á Selfossi eru nú að verða enn grænni því fyrirtækið ætlar að vera búið að skipta út öllum rútunum fjörutíu fyrir rafmagnsrútur á næstu fimm árum. Í vikunni var lúxus rafmagnsrúta tekin í notkun en innviðaráðherra var fyrstur til að keyra hana formlega. Guðmundur Tyrfingsson ehf., (GTS) er rótgróið fjölskyldufyrirtæki sem var stofnað 1969. Fyrirtækið er rútufyrirtæki, ferðaskrifstofa og skipuleggjandi ferða á Íslandi. Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra mætti á verkstæði Guðmundar Tyrfingssonar í vikunni til að taka formlega í notkun nýjustu rútu fyrirtækisins, lúxus rafmagnsrútu með 49 leðursætum, USB hleðslu við öll sæti og salerni. Ráðherrann keyrði um plan fyrirtækisins og fórst það verk vel úr hendi. „Þetta er náttúrulega fullkomin rafmagnsrúta, sem er með rafmagnskyndingu og rafmagnskælingu, þannig að hún er alveg 100% rafmagn. Það er gefin upp drægni 350 til 400 kílómetrar, þannig að það er svona við bestur aðstæður,“ segir Tyrfingur Guðmundsson, framkvæmdastjóri fyrirtækisins. En hvað tekur langan tíma að hlaða rútuna? „Það fer eftir hleðslustöðinni en við erum að fara að gera stóra hleðslustöð , sem getur tekið allt að 600 kílóawatta hleðslu, þá eigum við að vera innan við klukkutíma að hlaða bílinn“, segir Tyrfingur. GTS hefur pantað 1440 kw hleðslustöð sem verður sett upp að Fossnesi 7 sem er við hlið höfuðstöðva fyrirtækisins á Selfossi. Framkvæmdir eru hafnar á lóðinni fyrir uppsetningu á hleðslustöðinni sem er áætlað að verði tilbúin síðar á árinu. Þar verður hægt að hlaða allt að 30 bíla, stóra sem smáa og verður stöðin öllum opin. Hleðslutenglar verða 90 kw, 180 kw, 300 kw og 600 kw. Þetta verður öflugasta hleðslustöð landsins til þessa með hraðari hleðslu en þær sem fyrir eru. Hleðslustöð þessi er hönnuð af starfsmönnum YES-EU AS í Noregi og á Íslandi og sérstaklega hugsuð sem blandaða notkun á köldum svæðum. Hægt er að forgangsraða hleðslum og stýra raforkunni með hugbúnaði til að nýta orkuna sem best. Magnús Hlynur Hreiðarsson Og svo á að reisa á athafnasvæði Guðmundar Tyrfingssonar stóra hleðslustöð fyrir stóra og smá bíla en þangað verða allir velkomnir með farartækin sín, sem ganga fyrir rafmagni. „Já, við ætlum að gera gríðarlega stórt verkefni þar en þar getum við hlaðið allt að 28 til 30 bíla með öflugri hleðslu opið öllum. Þetta er það sem vantar og þetta er það sem okkur vantar svo víða tl að geta notað svona bíl með góðu móti,“ segir Tyrfingur. Markmið GTS er að sýna fram á að rafmagnsvæðing er raunhæfur kostur fyrir hópferðafyrirtæki á Íslandi. Fyrirtækið stefnir á að vera leiðandi í orkuskiptum hér á landi í hópferðarekstri enda leggur fyrirtækið áherslu á græna orku, minnka mengun og umhverfisvænan rekstur. Svona mun nýja hleðslusvæði GTS líta út.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og Sigurður Ingi stóð sig vel þegar hann var að prófa rútuna eða hvað? „Já, já, hann stóð sig virkilega vel. Við ættum að ráða hann, sem bílstjóra þegar hann er hættur í ráðherrastólnum," segir Tyrfingur kampakátur með ráðherrann og nýju rútuna. Tyrfingur og Sigurður Ingi rétt áður en hann keyrði af stað á rútunni. Fyrirtækið hefur einnig fest kaup á fleiri minni rafmangsrútum, frá 20-35 farþega sem verða afhentar á næstu mánuðum en fyrir á GTS ehf einn rafmangsvagn sem kom til landsins 2015 og hefur verið nýttur í blönduð verkefni. Markmið GTS ehf er að verða áfram leiðandi í umhverfismálum og stefna félagsins er að rafmagnsvæða flotann á næstu 5 árum. Magnús Hlynur Hreiðarsson Heimasíða GTS Árborg Hleðslustöðvar Vistvænir bílar Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Fleiri fréttir Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Sjá meira
Guðmundur Tyrfingsson ehf., (GTS) er rótgróið fjölskyldufyrirtæki sem var stofnað 1969. Fyrirtækið er rútufyrirtæki, ferðaskrifstofa og skipuleggjandi ferða á Íslandi. Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra mætti á verkstæði Guðmundar Tyrfingssonar í vikunni til að taka formlega í notkun nýjustu rútu fyrirtækisins, lúxus rafmagnsrútu með 49 leðursætum, USB hleðslu við öll sæti og salerni. Ráðherrann keyrði um plan fyrirtækisins og fórst það verk vel úr hendi. „Þetta er náttúrulega fullkomin rafmagnsrúta, sem er með rafmagnskyndingu og rafmagnskælingu, þannig að hún er alveg 100% rafmagn. Það er gefin upp drægni 350 til 400 kílómetrar, þannig að það er svona við bestur aðstæður,“ segir Tyrfingur Guðmundsson, framkvæmdastjóri fyrirtækisins. En hvað tekur langan tíma að hlaða rútuna? „Það fer eftir hleðslustöðinni en við erum að fara að gera stóra hleðslustöð , sem getur tekið allt að 600 kílóawatta hleðslu, þá eigum við að vera innan við klukkutíma að hlaða bílinn“, segir Tyrfingur. GTS hefur pantað 1440 kw hleðslustöð sem verður sett upp að Fossnesi 7 sem er við hlið höfuðstöðva fyrirtækisins á Selfossi. Framkvæmdir eru hafnar á lóðinni fyrir uppsetningu á hleðslustöðinni sem er áætlað að verði tilbúin síðar á árinu. Þar verður hægt að hlaða allt að 30 bíla, stóra sem smáa og verður stöðin öllum opin. Hleðslutenglar verða 90 kw, 180 kw, 300 kw og 600 kw. Þetta verður öflugasta hleðslustöð landsins til þessa með hraðari hleðslu en þær sem fyrir eru. Hleðslustöð þessi er hönnuð af starfsmönnum YES-EU AS í Noregi og á Íslandi og sérstaklega hugsuð sem blandaða notkun á köldum svæðum. Hægt er að forgangsraða hleðslum og stýra raforkunni með hugbúnaði til að nýta orkuna sem best. Magnús Hlynur Hreiðarsson Og svo á að reisa á athafnasvæði Guðmundar Tyrfingssonar stóra hleðslustöð fyrir stóra og smá bíla en þangað verða allir velkomnir með farartækin sín, sem ganga fyrir rafmagni. „Já, við ætlum að gera gríðarlega stórt verkefni þar en þar getum við hlaðið allt að 28 til 30 bíla með öflugri hleðslu opið öllum. Þetta er það sem vantar og þetta er það sem okkur vantar svo víða tl að geta notað svona bíl með góðu móti,“ segir Tyrfingur. Markmið GTS er að sýna fram á að rafmagnsvæðing er raunhæfur kostur fyrir hópferðafyrirtæki á Íslandi. Fyrirtækið stefnir á að vera leiðandi í orkuskiptum hér á landi í hópferðarekstri enda leggur fyrirtækið áherslu á græna orku, minnka mengun og umhverfisvænan rekstur. Svona mun nýja hleðslusvæði GTS líta út.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og Sigurður Ingi stóð sig vel þegar hann var að prófa rútuna eða hvað? „Já, já, hann stóð sig virkilega vel. Við ættum að ráða hann, sem bílstjóra þegar hann er hættur í ráðherrastólnum," segir Tyrfingur kampakátur með ráðherrann og nýju rútuna. Tyrfingur og Sigurður Ingi rétt áður en hann keyrði af stað á rútunni. Fyrirtækið hefur einnig fest kaup á fleiri minni rafmangsrútum, frá 20-35 farþega sem verða afhentar á næstu mánuðum en fyrir á GTS ehf einn rafmangsvagn sem kom til landsins 2015 og hefur verið nýttur í blönduð verkefni. Markmið GTS ehf er að verða áfram leiðandi í umhverfismálum og stefna félagsins er að rafmagnsvæða flotann á næstu 5 árum. Magnús Hlynur Hreiðarsson Heimasíða GTS
Árborg Hleðslustöðvar Vistvænir bílar Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Fleiri fréttir Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Sjá meira