Luton Town í ensku úrvalsdeildina eftir sigur í vító Aron Guðmundsson skrifar 27. maí 2023 18:50 Jordan Clark fagnar marki sínu fyrir Luton í dag Vísir/Getty Luton Town tryggði sér í dag sæti í ensku úrvalsdeildinni á næsta tímabili með sigri á Coventry City í úrslitaleik umspils ensku B-deildarinnar sem fór alla leið í vítaspyrnukeppni og bráðabana. Það var mikið undir á Wembley, þjóðarleikvangi Englendinga í dag. Ekki bara sæti í ensku úrvalsdeildinni á næsta tímabili heldur myndi sigurvegari úrslitaleiksins einnig tryggja sér því sem nemur rúmlega 170 milljónum punda. Fyrir aðeins fimm árum síðan mættust Luton Town og Coventry City í leik í ensku D-deildinni en í dag áttust þau við í einum stærsta leik enskrar knattspyrnu á ári hverju. Það var Luton Town sem byrjaði leikinn af meiri krafti og á 23. mínútu kom Jordan Clark, leikmaður liðsins, boltanum í netið eftir stoðsendingu frá Elijah Adebayo. Reyndist þetta eina mark fyrri hálfleiksins. Leikmenn Coventry City mættu mun ákveðnari til leiks í seinni hálfleik og á endanum skilaði það sér í marki. Gustavo Hamer skoraði það mark og jafnaði metin fyrir Coventry eftir stoðsendingu frá Viktor Gyökeres. Fleiri mörk voru ekki skoruð í venjulegum leiktíma og því þurfti að grípa til framlengingar. Þar var ekkert löglegt mark skorað. Varamaðurinn Joe Taylor kom boltanum í netið á 117. mínútu en í aðdraganda marksins hafði knötturinn farið í hendi hans og því markið réttilega dæmt af. Leiktími framlengingarinnar rann út og því þurfti að grípa til vítaspyrnukeppni. Bæði lið skoruðu úr öllum fimm spyrnum sínum og var því gripið til bráðabana. Dan Potts skoraði úr sinni spyrnu í bráðabananum fyrir Luton Town og því fór pressan öll yfir á Coventry City. Fankaty Dabo tók spyrnu liðsins og skaut yfir markið. Luton Town hafði þar með tryggt sér sæti í ensku úrvalsdeildinni. LUTON TOWN ARE IN THE WHAT A JOURNEY FOR THE CLUB pic.twitter.com/L1CPx77Gly— Football Daily (@footballdaily) May 27, 2023 Enski boltinn Mest lesið Ákváðu að deila gullinu: „Skákheimurinn er opinberlega orðinn að brandara“ Sport Skýtur fast á Wright og segir Littler vonbrigði mótsins Sport Mætir Arsenal næst og kallar eftir skýrum reglum í hornspyrnum Enski boltinn Zlatan biðst afsökunar eftir brottrekstur Fonseca Fótbolti Carragher skammar Alexander-Arnold Enski boltinn Barðist við brjóstakrabbamein allt tímabilið en lét það ekki stoppa sig Sport Þessir mega byrja að ræða við önnur félög Enski boltinn Lauk árinu með fjörutíu stiga leik Körfubolti Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Enski boltinn Dagskráin: Pílan hefst aftur í dag Sport Fleiri fréttir Í beinni: Brentford - Arsenal | Hákon Rafn aftur á bekkinn hjá Brentford Fjölmargir leikmenn orðaðir við Arsenal Þessir mega byrja að ræða við önnur félög Carragher skammar Alexander-Arnold Mætir Arsenal næst og kallar eftir skýrum reglum í hornspyrnum Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Dæmdur í tveggja leikja bann fyrir að ýta öryggisverði „Við erum ekki að einbeita okkur að titilbaráttu“ Rooney hættur að þjálfa Guðlaug Victor Viðurkennir að Man. Utd sogist í fallbaráttu: „Mjög erfiðir tímar“ Newcastle bætti við martröð Man. Utd Skelltu Chelsea í þriðja sigri sínum á leiktíðinni Dómarar tilkynna áhorfendum ákvörðun sína Rashford laus úr útlegð Yfirgnæfandi líkur á að Liverpool verði Englandsmeistari Skoraði í ensku og dreif sig síðan í Ally Pally Í stormi innan vallar en vann góðverk utan hans Veltir því fyrir sér hvort nýja Liverpool þríeykið sé betra Cristiano Ronaldo: Ef ég ætti Man. United þá myndi ég leysa vandann Guardiola var á undan Haaland með stóru fréttirnar Ófarir Spurs halda áfram Enduðu árið með stæl Kærkominn sigur City Ratcliffe áfram með niðurskurðarhnífinn á lofti Stefán Teitur og félagar kvöddu árið með sigri Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ „Ég var að skjóta“ Sjá meira
Það var mikið undir á Wembley, þjóðarleikvangi Englendinga í dag. Ekki bara sæti í ensku úrvalsdeildinni á næsta tímabili heldur myndi sigurvegari úrslitaleiksins einnig tryggja sér því sem nemur rúmlega 170 milljónum punda. Fyrir aðeins fimm árum síðan mættust Luton Town og Coventry City í leik í ensku D-deildinni en í dag áttust þau við í einum stærsta leik enskrar knattspyrnu á ári hverju. Það var Luton Town sem byrjaði leikinn af meiri krafti og á 23. mínútu kom Jordan Clark, leikmaður liðsins, boltanum í netið eftir stoðsendingu frá Elijah Adebayo. Reyndist þetta eina mark fyrri hálfleiksins. Leikmenn Coventry City mættu mun ákveðnari til leiks í seinni hálfleik og á endanum skilaði það sér í marki. Gustavo Hamer skoraði það mark og jafnaði metin fyrir Coventry eftir stoðsendingu frá Viktor Gyökeres. Fleiri mörk voru ekki skoruð í venjulegum leiktíma og því þurfti að grípa til framlengingar. Þar var ekkert löglegt mark skorað. Varamaðurinn Joe Taylor kom boltanum í netið á 117. mínútu en í aðdraganda marksins hafði knötturinn farið í hendi hans og því markið réttilega dæmt af. Leiktími framlengingarinnar rann út og því þurfti að grípa til vítaspyrnukeppni. Bæði lið skoruðu úr öllum fimm spyrnum sínum og var því gripið til bráðabana. Dan Potts skoraði úr sinni spyrnu í bráðabananum fyrir Luton Town og því fór pressan öll yfir á Coventry City. Fankaty Dabo tók spyrnu liðsins og skaut yfir markið. Luton Town hafði þar með tryggt sér sæti í ensku úrvalsdeildinni. LUTON TOWN ARE IN THE WHAT A JOURNEY FOR THE CLUB pic.twitter.com/L1CPx77Gly— Football Daily (@footballdaily) May 27, 2023
Enski boltinn Mest lesið Ákváðu að deila gullinu: „Skákheimurinn er opinberlega orðinn að brandara“ Sport Skýtur fast á Wright og segir Littler vonbrigði mótsins Sport Mætir Arsenal næst og kallar eftir skýrum reglum í hornspyrnum Enski boltinn Zlatan biðst afsökunar eftir brottrekstur Fonseca Fótbolti Carragher skammar Alexander-Arnold Enski boltinn Barðist við brjóstakrabbamein allt tímabilið en lét það ekki stoppa sig Sport Þessir mega byrja að ræða við önnur félög Enski boltinn Lauk árinu með fjörutíu stiga leik Körfubolti Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Enski boltinn Dagskráin: Pílan hefst aftur í dag Sport Fleiri fréttir Í beinni: Brentford - Arsenal | Hákon Rafn aftur á bekkinn hjá Brentford Fjölmargir leikmenn orðaðir við Arsenal Þessir mega byrja að ræða við önnur félög Carragher skammar Alexander-Arnold Mætir Arsenal næst og kallar eftir skýrum reglum í hornspyrnum Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Dæmdur í tveggja leikja bann fyrir að ýta öryggisverði „Við erum ekki að einbeita okkur að titilbaráttu“ Rooney hættur að þjálfa Guðlaug Victor Viðurkennir að Man. Utd sogist í fallbaráttu: „Mjög erfiðir tímar“ Newcastle bætti við martröð Man. Utd Skelltu Chelsea í þriðja sigri sínum á leiktíðinni Dómarar tilkynna áhorfendum ákvörðun sína Rashford laus úr útlegð Yfirgnæfandi líkur á að Liverpool verði Englandsmeistari Skoraði í ensku og dreif sig síðan í Ally Pally Í stormi innan vallar en vann góðverk utan hans Veltir því fyrir sér hvort nýja Liverpool þríeykið sé betra Cristiano Ronaldo: Ef ég ætti Man. United þá myndi ég leysa vandann Guardiola var á undan Haaland með stóru fréttirnar Ófarir Spurs halda áfram Enduðu árið með stæl Kærkominn sigur City Ratcliffe áfram með niðurskurðarhnífinn á lofti Stefán Teitur og félagar kvöddu árið með sigri Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ „Ég var að skjóta“ Sjá meira