Fær Erlingur refsingu fyrir viðtalið? „Þetta er ljótur leikur“ Hjörtur Leó Guðjónsson og Einar Kárason skrifa 26. maí 2023 22:32 Erlingur Richardsson var langt frá því að vera sáttur við dómgæsluna í kvöld. Vísir/Hulda Margrét Erlingur Richardsson, þjálfari ÍBV, var allt annað en sáttur eftir sex marka tap liðsins gegn Haukum í þriðju viðureign liðanna í úrslitaeinvígi Olís-deildar karla í handbolta í kvöld. Erlingur var stuttorður í viðtali eftir leik, en virtist senda dómurum leiksins nokkrar pillur. „Við gerðum allt. Mótlætið náttúrulega er bara svolítið mikið í þessum leik,“ sagði Erlingur að leik loknum. „Ég vildi svo sannarlega að Kristinn Óskarsson væri handboltadómari,“ bætti Erlingur við og vísar þá í körfuboltadómarann Kristinn Óskarsson. Erlingur var líflegur á hliðarlínunni hjá ÍBV í kvöld, enda þótti honum, eins og mörgum Eyjamönnum í húsinu, halla á sína menn í dómgæslu. Til að mynda fengu liðsmenn ÍBV tíu tveggja mínútna brottvísanir, en Haukar fengu sína fyrstu eftir 45 mínútna leik. Hann vildi þó ekki tjá sig um hvaða atvik í leiknum hann væri að tala um. „Það er ykkar hlutverk,“ sagði Erlingur einfaldlega. „Mér finnst þetta bara ljótur leikur. Ekki handboltanum til sóma.“ Þeir Henry Birgir Gunnarsson og Arnar Daði Arnarsson lýstu leik ÍBV og Hauka í kvöld og þeir virtust slegnir yfir ummælum Erlings. „Jahérna hér. Þetta var stórfurðulegt viðtal Arnar Daði. Maður er bara hálf sleginn eftir þetta viðtal,“ sagði Henry. Arnar gekk þó lengra og velti fyrir sér hvort Erlingur gæti mögulega verið á leið í bann. „Hann er brjálaður og ég skil hann mæta vel, en hann verður að halda haus og mér finnst ekki ólíklegt að þessi ummæli hans gætu farið fyrir borð aganefndar. Hann talar um að þetta sé ljótur leikur og er þá í raun að tala um að dómararnir hafi reynt að hafa áhrif á það hvernig leikurinn fór,“ sagði Arnar Daði, en viðtalið og umræðuna eftir það má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Erlingur Richardsson eftir ÍBV-Haukar Olís-deild karla ÍBV Haukar Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtal og myndir: ÍBV - Haukar 28-34 | Haukar skemmdu partýið í Eyjum Haukar unnu lífsnauðsynlegan sex marka sigur er liðið heimsótti ÍBV í þriðju viðureign liðanna í úrslitaeinvígi Olís-deildar karla í handbolta í kvöld. Lokatölur 28-34 og Haukar komu þar með í veg fyrir að Eyjamenn fögnuðu Íslandsmeistaratitlinum í kvöld. 26. maí 2023 21:57 Mest lesið Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Viggó færir sig um set á nýju ári Handbolti Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Fleiri fréttir Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Sjá meira
„Við gerðum allt. Mótlætið náttúrulega er bara svolítið mikið í þessum leik,“ sagði Erlingur að leik loknum. „Ég vildi svo sannarlega að Kristinn Óskarsson væri handboltadómari,“ bætti Erlingur við og vísar þá í körfuboltadómarann Kristinn Óskarsson. Erlingur var líflegur á hliðarlínunni hjá ÍBV í kvöld, enda þótti honum, eins og mörgum Eyjamönnum í húsinu, halla á sína menn í dómgæslu. Til að mynda fengu liðsmenn ÍBV tíu tveggja mínútna brottvísanir, en Haukar fengu sína fyrstu eftir 45 mínútna leik. Hann vildi þó ekki tjá sig um hvaða atvik í leiknum hann væri að tala um. „Það er ykkar hlutverk,“ sagði Erlingur einfaldlega. „Mér finnst þetta bara ljótur leikur. Ekki handboltanum til sóma.“ Þeir Henry Birgir Gunnarsson og Arnar Daði Arnarsson lýstu leik ÍBV og Hauka í kvöld og þeir virtust slegnir yfir ummælum Erlings. „Jahérna hér. Þetta var stórfurðulegt viðtal Arnar Daði. Maður er bara hálf sleginn eftir þetta viðtal,“ sagði Henry. Arnar gekk þó lengra og velti fyrir sér hvort Erlingur gæti mögulega verið á leið í bann. „Hann er brjálaður og ég skil hann mæta vel, en hann verður að halda haus og mér finnst ekki ólíklegt að þessi ummæli hans gætu farið fyrir borð aganefndar. Hann talar um að þetta sé ljótur leikur og er þá í raun að tala um að dómararnir hafi reynt að hafa áhrif á það hvernig leikurinn fór,“ sagði Arnar Daði, en viðtalið og umræðuna eftir það má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Erlingur Richardsson eftir ÍBV-Haukar
Olís-deild karla ÍBV Haukar Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtal og myndir: ÍBV - Haukar 28-34 | Haukar skemmdu partýið í Eyjum Haukar unnu lífsnauðsynlegan sex marka sigur er liðið heimsótti ÍBV í þriðju viðureign liðanna í úrslitaeinvígi Olís-deildar karla í handbolta í kvöld. Lokatölur 28-34 og Haukar komu þar með í veg fyrir að Eyjamenn fögnuðu Íslandsmeistaratitlinum í kvöld. 26. maí 2023 21:57 Mest lesið Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Viggó færir sig um set á nýju ári Handbolti Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Fleiri fréttir Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Sjá meira
Umfjöllun, viðtal og myndir: ÍBV - Haukar 28-34 | Haukar skemmdu partýið í Eyjum Haukar unnu lífsnauðsynlegan sex marka sigur er liðið heimsótti ÍBV í þriðju viðureign liðanna í úrslitaeinvígi Olís-deildar karla í handbolta í kvöld. Lokatölur 28-34 og Haukar komu þar með í veg fyrir að Eyjamenn fögnuðu Íslandsmeistaratitlinum í kvöld. 26. maí 2023 21:57