Táningar gáfu sig fram við lögreglu vegna eldsins í Sidney Samúel Karl Ólason skrifar 26. maí 2023 15:29 Eldurinn var mjög umfangsmikill um tíma og þúsundir íbúa Sidney-borgar fylgdust með slökkvistarfinu. EPA/DEAN LEWINS Tveir þrettán ára táningar hafa gefið sig fram við lögreglu í Sidney í Ástralíu vegna sögufrægs húss sem varð eld að bráð í gær. Lögreglan hafði áður sagt að hópur ungmenna hefði sést hlaupa frá byggingunni skömmu áður en hún stóð í ljósum logum. Á blaðamannafundi í dag sagði einn yfirmaður lögreglunnar í Nýja Suður-Wales, að vitað væri að fleiri ungmenni en þeir tveir sem hefðu gefið sig fram hefðu verið í húsinu og voru þau beðin um að gefa sig einnig fram. Eldurinn kviknaði í sjö hæða húsi sem reist var árið 1912. Þar var áður þekkt hattaverksmiðja en til stóð að breyta húsinu í hótel. Húsið hrundi að mestu vegna eldsins í gær. Sjá einnig: Óðagot þegar alelda hús hrundi Fleiri en 120 slökkviliðsmenn á þrjátíu slökkviliðsbílum börðust gegn eldinum og voru lögregluþjónar og sjúkraflutningamenn einnig að störfum á svæðinu. Búið er að ná tökum á eldinum. Engan sakaði í eldinum eða vegna hans. Aðrar nærliggjandi byggingar voru einnig rýmdar en fólki var leyft að snúa aftur um tíma í dag til að ná í mikilvægar eigur. Óttast er að hitinn frá eldinum í gær hafi gert dregið úr burðarþoli veggja bygginganna. Þá loga enn glóð í rústunum sem slökkviliðsmenn óttast að geti kviknað aftur. Byggingin var yfirgefin. Ytri veggir hennar voru hlaðnir en að innan var hún úr timbri sem var gamalt og illa farið. Þegar eldurinn kviknaði dreifðist hann mjög hratt. Ástralía Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Fleiri fréttir Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Sjá meira
Á blaðamannafundi í dag sagði einn yfirmaður lögreglunnar í Nýja Suður-Wales, að vitað væri að fleiri ungmenni en þeir tveir sem hefðu gefið sig fram hefðu verið í húsinu og voru þau beðin um að gefa sig einnig fram. Eldurinn kviknaði í sjö hæða húsi sem reist var árið 1912. Þar var áður þekkt hattaverksmiðja en til stóð að breyta húsinu í hótel. Húsið hrundi að mestu vegna eldsins í gær. Sjá einnig: Óðagot þegar alelda hús hrundi Fleiri en 120 slökkviliðsmenn á þrjátíu slökkviliðsbílum börðust gegn eldinum og voru lögregluþjónar og sjúkraflutningamenn einnig að störfum á svæðinu. Búið er að ná tökum á eldinum. Engan sakaði í eldinum eða vegna hans. Aðrar nærliggjandi byggingar voru einnig rýmdar en fólki var leyft að snúa aftur um tíma í dag til að ná í mikilvægar eigur. Óttast er að hitinn frá eldinum í gær hafi gert dregið úr burðarþoli veggja bygginganna. Þá loga enn glóð í rústunum sem slökkviliðsmenn óttast að geti kviknað aftur. Byggingin var yfirgefin. Ytri veggir hennar voru hlaðnir en að innan var hún úr timbri sem var gamalt og illa farið. Þegar eldurinn kviknaði dreifðist hann mjög hratt.
Ástralía Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Fleiri fréttir Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Sjá meira