Hrækti á leikmann Fjölnis: „Óafsakanlegt á alla vegu“ Sindri Sverrisson skrifar 26. maí 2023 08:01 Rauða spjaldið fór á loft í þriðja sinn í leiknum, seint í uppbótartíma, eftir að Gonzalo Zamorano hrækti á mótherja. Skjáskot/youtube/@Lengjudeildin Gonzalo Zamorano, sóknarmaður Selfoss, var einn af þremur sem fengu rautt spjald í leik gegn Fjölni í Lengjudeildinni í fótbolta á dögunum. Ástæðan var óvenjuleg en Zamorano varð uppvís að því að hrækja á andstæðing. Samkvæmt niðurstöðu aga- og úrskurðarnefndar KSÍ á þriðjudaginn fékk Zamorano eins leiks bann fyrir brot sitt, rétt eins og liðsfélagi hans Þorlákur Breki Baxter sem samkvæmt Fótbolta.net fékk gult spjald fyrir leikaraskap og svo annað fyrir brot. Hér að neðan má sjá þegar Zamorano hrækti á andstæðing sinn, Dag Inga Axelsson sem aðeins rétt áður hafði komið inn á sem varamaður. Atvikið átti sér stað seint í uppbótartíma, þegar leikurinn var stopp vegna brots Selfyssinga í vítateig Fjölnis. Heimamenn í Selfossi voru 2-1 undir og því að flýta sér til að reyna að jafna metin. Zamorano fór til að sækja boltann en Dagur spyrnti honum framhjá honum, í átt að brotsvæðinu, og brást sá fyrrnefndi við með því að hrækja. Dómari leiksins virtist ekki sjá það en leitaði til aðstoðardómara og gaf svo beint rautt spjald. Selfyssingurinn Gary Martin tjáði sig um rauðu spjöldin sem liðsfélagar hans fengu, í hlaðvarpsþætti 433.is. „Rauða spjaldið á Breka var fótboltalegs eðlis. Það sem Gonzalo gerði var óafsakanlegt á alla vegu og hann veit það. Við erum heppnir að þeir fengu báðir einn leik í bann,“ sagði Martin. Zamorano, sem er 27 ára, hefur leikið á Íslandi frá árinu 2017 með Hugin, Víkingi Ó., ÍA, ÍBV og svo Selfossi síðan í fyrra. Hann skoraði ellefu mörk í Lengjudeildinni á síðustu leiktíð. Þriðji leikmaðurinn til að fá rautt spjald í leiknum á Selfossi á sunnudaginn var Sigurvin Reynisson, leikmaður Fjölnis. Fjölnismenn unnu eins og fyrr segir 2-1 sigur, þar sem öll mörkin komu í fyrri hálfleik, og eru eitt þriggja liða sem eru efst í deildinni með sjö stig hvert. Selfoss er með þrjú stig, eftir þrjár umferðir. Lengjudeild karla UMF Selfoss Fjölnir Mest lesið Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Golf Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Fótbolti Fleiri fréttir Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Fernukonan komin heim og áritar í Smáralind í dag Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Emelíu sýnt mikið traust og samningurinn framlengdur: „Við sáum gæðin í sumar“ Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Meiðslalistinn lengist í Mílanó Tvö mörk skoruð fyrstu tvær mínúturnar í sigri Bayern Mourinho heldur áfram að hella sér yfir dómara: „Þetta var skelfilegt. Hversu lengi var boltinn í leik?“ „Svekkjandi fyrir Víkinga“ ef leikurinn fer fram erlendis Sjá meira
Samkvæmt niðurstöðu aga- og úrskurðarnefndar KSÍ á þriðjudaginn fékk Zamorano eins leiks bann fyrir brot sitt, rétt eins og liðsfélagi hans Þorlákur Breki Baxter sem samkvæmt Fótbolta.net fékk gult spjald fyrir leikaraskap og svo annað fyrir brot. Hér að neðan má sjá þegar Zamorano hrækti á andstæðing sinn, Dag Inga Axelsson sem aðeins rétt áður hafði komið inn á sem varamaður. Atvikið átti sér stað seint í uppbótartíma, þegar leikurinn var stopp vegna brots Selfyssinga í vítateig Fjölnis. Heimamenn í Selfossi voru 2-1 undir og því að flýta sér til að reyna að jafna metin. Zamorano fór til að sækja boltann en Dagur spyrnti honum framhjá honum, í átt að brotsvæðinu, og brást sá fyrrnefndi við með því að hrækja. Dómari leiksins virtist ekki sjá það en leitaði til aðstoðardómara og gaf svo beint rautt spjald. Selfyssingurinn Gary Martin tjáði sig um rauðu spjöldin sem liðsfélagar hans fengu, í hlaðvarpsþætti 433.is. „Rauða spjaldið á Breka var fótboltalegs eðlis. Það sem Gonzalo gerði var óafsakanlegt á alla vegu og hann veit það. Við erum heppnir að þeir fengu báðir einn leik í bann,“ sagði Martin. Zamorano, sem er 27 ára, hefur leikið á Íslandi frá árinu 2017 með Hugin, Víkingi Ó., ÍA, ÍBV og svo Selfossi síðan í fyrra. Hann skoraði ellefu mörk í Lengjudeildinni á síðustu leiktíð. Þriðji leikmaðurinn til að fá rautt spjald í leiknum á Selfossi á sunnudaginn var Sigurvin Reynisson, leikmaður Fjölnis. Fjölnismenn unnu eins og fyrr segir 2-1 sigur, þar sem öll mörkin komu í fyrri hálfleik, og eru eitt þriggja liða sem eru efst í deildinni með sjö stig hvert. Selfoss er með þrjú stig, eftir þrjár umferðir.
Lengjudeild karla UMF Selfoss Fjölnir Mest lesið Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Golf Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Fótbolti Fleiri fréttir Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Fernukonan komin heim og áritar í Smáralind í dag Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Emelíu sýnt mikið traust og samningurinn framlengdur: „Við sáum gæðin í sumar“ Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Meiðslalistinn lengist í Mílanó Tvö mörk skoruð fyrstu tvær mínúturnar í sigri Bayern Mourinho heldur áfram að hella sér yfir dómara: „Þetta var skelfilegt. Hversu lengi var boltinn í leik?“ „Svekkjandi fyrir Víkinga“ ef leikurinn fer fram erlendis Sjá meira
Mourinho heldur áfram að hella sér yfir dómara: „Þetta var skelfilegt. Hversu lengi var boltinn í leik?“