Eru lögfræðingar sérfræðingar í sársaukaskyni dýra? Ólafur Valsson skrifar 25. maí 2023 07:31 Matvælaráðherra og MAST hafa að undanförnu átt bágt með að réttlæta hvaladráp fyrir almenningi sem stendur agndofa yfir þeirri grimmd sem skín í gegn við dráp á langreyðum sem stundað er af einu fyrirtæki. Hvalir eru drepnir á vægðarlausan hátt og virðist sem ekkert geti stöðvað tilgangslaust dýraníðið. Matvælaráðherra og MAST vísa til ákvæða laga og bera fyrir sig lögfræðinga sem telja sig ekki þess búna að kveða á um hvenær dauðastríð langreyða sé innan marka laga sem segja að veiðar skuli valda villltum dýrum sem minnstum sársauka og aflífun þeirra taka sem skemmstan tíma. Ljóst er að dýrin sem um ræðir eru með jafn þróað sársaukaskyn og við mannfólkið. Þetta vita flestir. Það liggur alveg ljóst fyrir að dýrin kveljast svona álíka einsog ef spjóti væri skutlað í okkur og svo togað í af afli. Vel kann að vera að lögfræðingarnir sem vitnað er til hafi einmitt áttað sig á að það er ekki þeirra að setja tímamörk á hvenær „sem skemmstur tími“ er nógu stuttur og hafi þessvegna ekki viljað eða getað sett fram ákveðin tímamörk sem eigi að gilda um langreyði. Það er nefnilega þeirra sem fagþekkinguna hafa að meta, að setja mörkin. Margra klukkutíma dauðastríð, og reyndar þó ekki væri nema nokkurra mínútna dauðastríð, er algjörlega óásættanlegt og það vitum við öll sem eitthvað þekkjum til sársaukaskyns dýra. Dýrið á að drepast samstundis og aðferðin verður að ná því í nánast öllum tilfellum, ella er hún ekki tæk. Ef aðferðir sem notaðar eru drepa ekki öll dýr sem skotin eru því sem næst samstundis þá uppfylla þær einfaldlega ekki skilyrði laga um dýravelferð og af því einu leiðir að drápin ætti að banna tafarlaust. Það er kominn tími til að sérfræðingar í dýrum setji mörkin um hve lengi og mikið veiddur hvalur má þjást. Við sem sérfræðingar verðum að slá í borðið. Ég geri það hér með. Margra klukkutíma dauðastríð rúmast vitaskuld alls ekki innan þess sem kallað er „sem skemmstur tími“. Drápsaðferðin uppfyllir á engan hátt ákvæði um að valda sem minnstum sársauka og er með öllu óásættanleg. Ég skora á ráðherra Svandísi Svavarsdóttur að banna veiðar strax. Það er ósómi af því dýraníði sem hér viðgengst. Hræðsla virðist við skaðabótamál. Kanski, en það má ekki verða til þess að murkað sé lífið úr tugum ef ekki hundruðum hvala á villimannslegan hátt. Tapist slíkt skaðabótamál er það fórnarkostnaður sem ráðherra mætti vera stolt af að hafa stofnað til. Hvernig væri að láta hvalina njóta vafans! Höfundur er dýralæknir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hvalveiðar Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Er húmanismi komin úr tísku? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Við þurfum þjóðarstefnu Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Fögnum umræðunni um skólamál Hjördís B. Gestsdóttir skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar Sjá meira
Matvælaráðherra og MAST hafa að undanförnu átt bágt með að réttlæta hvaladráp fyrir almenningi sem stendur agndofa yfir þeirri grimmd sem skín í gegn við dráp á langreyðum sem stundað er af einu fyrirtæki. Hvalir eru drepnir á vægðarlausan hátt og virðist sem ekkert geti stöðvað tilgangslaust dýraníðið. Matvælaráðherra og MAST vísa til ákvæða laga og bera fyrir sig lögfræðinga sem telja sig ekki þess búna að kveða á um hvenær dauðastríð langreyða sé innan marka laga sem segja að veiðar skuli valda villltum dýrum sem minnstum sársauka og aflífun þeirra taka sem skemmstan tíma. Ljóst er að dýrin sem um ræðir eru með jafn þróað sársaukaskyn og við mannfólkið. Þetta vita flestir. Það liggur alveg ljóst fyrir að dýrin kveljast svona álíka einsog ef spjóti væri skutlað í okkur og svo togað í af afli. Vel kann að vera að lögfræðingarnir sem vitnað er til hafi einmitt áttað sig á að það er ekki þeirra að setja tímamörk á hvenær „sem skemmstur tími“ er nógu stuttur og hafi þessvegna ekki viljað eða getað sett fram ákveðin tímamörk sem eigi að gilda um langreyði. Það er nefnilega þeirra sem fagþekkinguna hafa að meta, að setja mörkin. Margra klukkutíma dauðastríð, og reyndar þó ekki væri nema nokkurra mínútna dauðastríð, er algjörlega óásættanlegt og það vitum við öll sem eitthvað þekkjum til sársaukaskyns dýra. Dýrið á að drepast samstundis og aðferðin verður að ná því í nánast öllum tilfellum, ella er hún ekki tæk. Ef aðferðir sem notaðar eru drepa ekki öll dýr sem skotin eru því sem næst samstundis þá uppfylla þær einfaldlega ekki skilyrði laga um dýravelferð og af því einu leiðir að drápin ætti að banna tafarlaust. Það er kominn tími til að sérfræðingar í dýrum setji mörkin um hve lengi og mikið veiddur hvalur má þjást. Við sem sérfræðingar verðum að slá í borðið. Ég geri það hér með. Margra klukkutíma dauðastríð rúmast vitaskuld alls ekki innan þess sem kallað er „sem skemmstur tími“. Drápsaðferðin uppfyllir á engan hátt ákvæði um að valda sem minnstum sársauka og er með öllu óásættanleg. Ég skora á ráðherra Svandísi Svavarsdóttur að banna veiðar strax. Það er ósómi af því dýraníði sem hér viðgengst. Hræðsla virðist við skaðabótamál. Kanski, en það má ekki verða til þess að murkað sé lífið úr tugum ef ekki hundruðum hvala á villimannslegan hátt. Tapist slíkt skaðabótamál er það fórnarkostnaður sem ráðherra mætti vera stolt af að hafa stofnað til. Hvernig væri að láta hvalina njóta vafans! Höfundur er dýralæknir.
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun
Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun