Umfjöllun og viðtöl: Tindastóll - Stjarnan 1-0 | Stólarnir komnir á blað Arnar Skúli Atlason skrifar 24. maí 2023 21:10 Murielle Tiernan skoraði sigurmark Tindastóls. VÍSIR/HULDA MARGRÉT Í kvöld á Sauðárkróksvelli mættust lið Tindastól og Stjörnunnar í Bestu deild kvenna. Tindastóll fyrir leikinn í neðsta sæti deildarinnar með 2 stig, en mótherjar þeirra úr Garðabænum í 4. sæti með 7 stig. Leikurinn hófst frekar rólega og báðum liðum gekk illa að finna taktinn og boltinn gekk hægt á milli leikmanna. Stjarnan átti fyrsta skot leiksins en þar var að verki Úlfa Dís með skot af löngu færi en Monica sá við henni og sló boltann yfir. Nokkrum mínútum seinna slapp Snædís María inn fyrir en aftur varði Monica. Stjarnan herti tökin og náðu að tengja saman sendingar og flæði leiksins hjá þeim var mjög gott. Hins vegar voru leikmenn Tindastóls í talsverðum vandræðum að tengja saman fleiri en þrjár sendingar, virkaði eins og Stjarnan væri manni fleiri inná vellinum. Fyrsta alvöru tækifæri heimamanna kom þegar fyrri hálfleikur var hálfnaður þegar Hugrún Pálsdóttir braust upp vinstri vænginn og setti boltann inn á teig á Murielle sem lagði boltann út á Hannah Cade sem átti skot að marki sem fór rétt framhjá stönginni og þar með markinu, því var staðan enn 0-0. Stjörnukonur hertu enn tökin og Gunnhildur Yrsa fyrirliði stjórnaði spilinu á miðjunni og mataði liðsfélagana, Úlfa Dís og Snædís náði að láta reyna á Monica í markinu hjá Stólunum en boltinn rataði ekki framhjá henni. Þegar fyrri hálfleikurinn var að fjara út, átti Monica misheppnað útspark og boltinn barst á Jasmín Erlu, hún reyndi skot á markið því Monica var ekki í markinu en boltinn í varnarmann og barst á Snædísi sem var í frábæru færi en hún skaut einnig í varnarmann, fljótlega eftir það flautaði Birgir dómari til hálfleiks og staðan 0-0 þrátt fyrir mikla yfirburði Stjörnunnar. Seinni hálfleikur hófst eins og sá fyrri, enginn flugelda sýning og leikmenn áttu erfitt með að halda í boltann. En það voru samt sem áður gestirnir sem áttu fyrstu tilraun seinni hálfleiksins en skot Andreu Mist Pálsdóttir fór framhja. Stjarnan kom boltanum í netið þegar tíu mínútur voru búnar af seinni hálfleik, Jasmín kom boltanum í netið eftir sendingu frá Gunnhildi Yrsu sem hafði laumað sér inná teiginn en flaggið fór réttilega á loft því Gunnhildur hafi verið rangstæð og Stólarnir sluppu með skrekkinn. Það var í næstu sókn sem dróg til tíðinda í leiknum, Tindastóll hóf þá sókn og boltinn barst á Rakel Sjöfn hægri bakvörð, hún sendi boltann á Murielle sem snerti boltann framhjá varnarmanninum og skaut boltanum í fjærhornið óverjandi fyrir Auði og Tindastóll allt í einu komnar yfir 1-0 upp úr nánast engu. Á þessum kafla í leiknum tók Tindasóll völdinn og Murielle losnaði úr góðir gæslu Stjörnumanna og hún bjó til næsta færi fyrir Melissa sem skalla boltann framhjá í teig Stjörnukvenna. Eftir þetta fjaraði leikurinn út og Tindastóll hélt út leikinn og landaði sínum fyrsta sigri í Bestu deildinni í ár. Stjörnukonur sitja eftir með sárt ennið eftir öll þau færi sem fóru í vaskinn í fyrri hálfleik. Leikplanið hjá Tindastól gekk upp og verskuldaður sigur í höfn. Af hverju vann Tindastóll? Leikplanið gekk upp, Monica varði í markinu í fyrri hálfleik, Gwen og Bryndís vörðu hjartað vel og Murielle datt í gírinn í seinni hálfleik og skoraði gott mark sem vann þennan leik. Hverjir stóðu upp úr? Monica varði og hélt Tindastól á floti í fyrri hálfleik með hjálp Gwen og Bryndísar. Í seinni hálfleik var Murielle erfið fyrir varnarmenn Stjörnunnar og hélt boltanum vel. Hannah Cade var líka mjög öflug á miðjunni, en heilt yfir frábær liðsigur. Hvað gekk illa? Stjarnan fékk urmull af færum í fyrri hálfleik og voru hreinlega klaufar að vera ekki með forustu í hálfleik, þeim gekk mjög illa að skapa færi í seinni hálfleik og ákvörðunartakan var ekki góð á sóknarhelming og það fór með leikinn. Hvað gerist næst? Það er bikarhelgi hjá báðum liðum Tindastóll fær Selfoss í heimsókn á laugardaginn á meðan Stjarnan fer á Vivaldi völlinn á Seltjarnarnesinu. Yfir mig hamingjusamur Donni var sáttur.Vísir/Bára Dröfn Hvað tekur þú út úr þessum leik ? „Ég er yfir mig hamingjusamur með leik liðsins í dag við þorðum að halda boltanum eins og við ætluðum að gera. Gerðum vel á móti sterku liðið Stjörnunnar og heldum skipurlagi og vörðumst vel í föstum leikatriðum.“ Breyttu þið einhverju í hálfleik? „Við sáum pláss og tækifæri til að spila ákveðnum stöðum og sáum möguleika að leysa fyrstu pressuna betur í seinni hálfleik. En svo í lokin þegar við erum að verja markið og hitt liðið kemur fram þá eigum við erfiðara að halda í boltann, en ég er gríðarlega ánægður að hafa klárað þetta.“ Höfum ekki verið að nýta færin Murielle Tiernan í baráttunni fyrir Stólana.Vísir/Hulda Margrét Fyrsti sigurinn, hvað taki þið úr leiknum í dag? „Við erum mjög ánægðar að vinna leikinn, okkur finnst að frammistaðan hefur verið góð í sumar en við höfum ekki verið að nýta tækifærin, við vörðumst vel allan leikinn og allir lögðu mikið á sig á móti einu af bestu liðum deildarinnar.“ Við eigum tvo leiki eftir í þessari viku, núna er bara endurheimt og við þurfum bara að mæta og leggja allt á okkur til að vinna alla leiki.“ Markið breytir leiknum Kristján Guðmundsson, þjálfari Stjörnunnar, á hliðarlínunni í leik kvöldsinsVísir/Hulda Margrét Fór ekki eins og þetta átti að fara ,hvað taki þið út úr þessum leik? „Held að það sé enginn leikur ákveðinn fyrir fram. Við nýtum ekki færi í byrjun í þessum leik og það er að kosta okkur og við komumst ekki yfir þegar við áttum möguleika á því, heilt yfir í leiknum vorum við að taka rangar ákvarðanir.“ Þið missið tökin í seinnihálfleik. „Markið breytir leiknum og við förum að flýta okkur að gera hlutina og villt kannski sjálf vill bara bjarga og redda leiknum, það koma alltaf upp svona móment í leiknum. Við vorum að hlaupa inn í boxið og það var ekki að skila neinu, en fyrst og fremst að klár ekki færinn í byrjun.“ Besta deild kvenna Tindastóll Stjarnan
Í kvöld á Sauðárkróksvelli mættust lið Tindastól og Stjörnunnar í Bestu deild kvenna. Tindastóll fyrir leikinn í neðsta sæti deildarinnar með 2 stig, en mótherjar þeirra úr Garðabænum í 4. sæti með 7 stig. Leikurinn hófst frekar rólega og báðum liðum gekk illa að finna taktinn og boltinn gekk hægt á milli leikmanna. Stjarnan átti fyrsta skot leiksins en þar var að verki Úlfa Dís með skot af löngu færi en Monica sá við henni og sló boltann yfir. Nokkrum mínútum seinna slapp Snædís María inn fyrir en aftur varði Monica. Stjarnan herti tökin og náðu að tengja saman sendingar og flæði leiksins hjá þeim var mjög gott. Hins vegar voru leikmenn Tindastóls í talsverðum vandræðum að tengja saman fleiri en þrjár sendingar, virkaði eins og Stjarnan væri manni fleiri inná vellinum. Fyrsta alvöru tækifæri heimamanna kom þegar fyrri hálfleikur var hálfnaður þegar Hugrún Pálsdóttir braust upp vinstri vænginn og setti boltann inn á teig á Murielle sem lagði boltann út á Hannah Cade sem átti skot að marki sem fór rétt framhjá stönginni og þar með markinu, því var staðan enn 0-0. Stjörnukonur hertu enn tökin og Gunnhildur Yrsa fyrirliði stjórnaði spilinu á miðjunni og mataði liðsfélagana, Úlfa Dís og Snædís náði að láta reyna á Monica í markinu hjá Stólunum en boltinn rataði ekki framhjá henni. Þegar fyrri hálfleikurinn var að fjara út, átti Monica misheppnað útspark og boltinn barst á Jasmín Erlu, hún reyndi skot á markið því Monica var ekki í markinu en boltinn í varnarmann og barst á Snædísi sem var í frábæru færi en hún skaut einnig í varnarmann, fljótlega eftir það flautaði Birgir dómari til hálfleiks og staðan 0-0 þrátt fyrir mikla yfirburði Stjörnunnar. Seinni hálfleikur hófst eins og sá fyrri, enginn flugelda sýning og leikmenn áttu erfitt með að halda í boltann. En það voru samt sem áður gestirnir sem áttu fyrstu tilraun seinni hálfleiksins en skot Andreu Mist Pálsdóttir fór framhja. Stjarnan kom boltanum í netið þegar tíu mínútur voru búnar af seinni hálfleik, Jasmín kom boltanum í netið eftir sendingu frá Gunnhildi Yrsu sem hafði laumað sér inná teiginn en flaggið fór réttilega á loft því Gunnhildur hafi verið rangstæð og Stólarnir sluppu með skrekkinn. Það var í næstu sókn sem dróg til tíðinda í leiknum, Tindastóll hóf þá sókn og boltinn barst á Rakel Sjöfn hægri bakvörð, hún sendi boltann á Murielle sem snerti boltann framhjá varnarmanninum og skaut boltanum í fjærhornið óverjandi fyrir Auði og Tindastóll allt í einu komnar yfir 1-0 upp úr nánast engu. Á þessum kafla í leiknum tók Tindasóll völdinn og Murielle losnaði úr góðir gæslu Stjörnumanna og hún bjó til næsta færi fyrir Melissa sem skalla boltann framhjá í teig Stjörnukvenna. Eftir þetta fjaraði leikurinn út og Tindastóll hélt út leikinn og landaði sínum fyrsta sigri í Bestu deildinni í ár. Stjörnukonur sitja eftir með sárt ennið eftir öll þau færi sem fóru í vaskinn í fyrri hálfleik. Leikplanið hjá Tindastól gekk upp og verskuldaður sigur í höfn. Af hverju vann Tindastóll? Leikplanið gekk upp, Monica varði í markinu í fyrri hálfleik, Gwen og Bryndís vörðu hjartað vel og Murielle datt í gírinn í seinni hálfleik og skoraði gott mark sem vann þennan leik. Hverjir stóðu upp úr? Monica varði og hélt Tindastól á floti í fyrri hálfleik með hjálp Gwen og Bryndísar. Í seinni hálfleik var Murielle erfið fyrir varnarmenn Stjörnunnar og hélt boltanum vel. Hannah Cade var líka mjög öflug á miðjunni, en heilt yfir frábær liðsigur. Hvað gekk illa? Stjarnan fékk urmull af færum í fyrri hálfleik og voru hreinlega klaufar að vera ekki með forustu í hálfleik, þeim gekk mjög illa að skapa færi í seinni hálfleik og ákvörðunartakan var ekki góð á sóknarhelming og það fór með leikinn. Hvað gerist næst? Það er bikarhelgi hjá báðum liðum Tindastóll fær Selfoss í heimsókn á laugardaginn á meðan Stjarnan fer á Vivaldi völlinn á Seltjarnarnesinu. Yfir mig hamingjusamur Donni var sáttur.Vísir/Bára Dröfn Hvað tekur þú út úr þessum leik ? „Ég er yfir mig hamingjusamur með leik liðsins í dag við þorðum að halda boltanum eins og við ætluðum að gera. Gerðum vel á móti sterku liðið Stjörnunnar og heldum skipurlagi og vörðumst vel í föstum leikatriðum.“ Breyttu þið einhverju í hálfleik? „Við sáum pláss og tækifæri til að spila ákveðnum stöðum og sáum möguleika að leysa fyrstu pressuna betur í seinni hálfleik. En svo í lokin þegar við erum að verja markið og hitt liðið kemur fram þá eigum við erfiðara að halda í boltann, en ég er gríðarlega ánægður að hafa klárað þetta.“ Höfum ekki verið að nýta færin Murielle Tiernan í baráttunni fyrir Stólana.Vísir/Hulda Margrét Fyrsti sigurinn, hvað taki þið úr leiknum í dag? „Við erum mjög ánægðar að vinna leikinn, okkur finnst að frammistaðan hefur verið góð í sumar en við höfum ekki verið að nýta tækifærin, við vörðumst vel allan leikinn og allir lögðu mikið á sig á móti einu af bestu liðum deildarinnar.“ Við eigum tvo leiki eftir í þessari viku, núna er bara endurheimt og við þurfum bara að mæta og leggja allt á okkur til að vinna alla leiki.“ Markið breytir leiknum Kristján Guðmundsson, þjálfari Stjörnunnar, á hliðarlínunni í leik kvöldsinsVísir/Hulda Margrét Fór ekki eins og þetta átti að fara ,hvað taki þið út úr þessum leik? „Held að það sé enginn leikur ákveðinn fyrir fram. Við nýtum ekki færi í byrjun í þessum leik og það er að kosta okkur og við komumst ekki yfir þegar við áttum möguleika á því, heilt yfir í leiknum vorum við að taka rangar ákvarðanir.“ Þið missið tökin í seinnihálfleik. „Markið breytir leiknum og við förum að flýta okkur að gera hlutina og villt kannski sjálf vill bara bjarga og redda leiknum, það koma alltaf upp svona móment í leiknum. Við vorum að hlaupa inn í boxið og það var ekki að skila neinu, en fyrst og fremst að klár ekki færinn í byrjun.“
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti