Fótbolti

Vann tvo titla á fyrsta tímabilinu með PSV en er hættur vegna innanbúðar vandræða

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Ruud van Nistelrooy með hollenska bikarinn sem PSV Eindhoven vann í vor.
Ruud van Nistelrooy með hollenska bikarinn sem PSV Eindhoven vann í vor. getty/Photo Prestige

Ruud van Nistelrooy er hættur sem þjálfari PSV Eindhoven þrátt fyrir að tímabilinu sé ekki lokið.

Van Nistelrooy tók við PSV fyrir þetta tímabil og stýrði liðinu til sigurs í hollensku bikarkeppninni og hollenska ofurbikarnum.

Honum fannst hann hins vegar ekki fá nægan stuðning frá félaginu og er því hættur hjá því.

PSV mætir AZ Alkmaar í lokaumferð hollensku úrvalsdeildarinnar um hlegina. Fred Rutten stýrir liðinu í þeim leik. PSV er í 2. sæti hollensku deildarinnar en Ajax getur stolið því í lokaumferðinni.

Samkvæmt hollenskum fjölmiðlum var samstarf Van Nistelrooys við leikmenn PSV stirt sem og sambandið við aðstoðarþjálfarana Rutten og Andre Ooijer.

Van Nistelrooy stýrði PSV í fimmtíu leikjum; 34 þeirra unnust, átta enduðu með jafntefli og átta töpuðust.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×