Yfirlýsing vegna MA málsins Ólöf Tara Harðardóttir, Þórhildur Gyða Arnarsdóttir, Hulda Hrund Guðrúnar Sigmundsdóttir og Tanja Ísfjörð Magnúsdóttir skrifa 24. maí 2023 07:30 Þann 11. maí síðastliðin gaf Menntaskólinn á Akureyri út yfirlýsingu og bað þar geranda afsökunar á að hafa trúað því sem þau kalla „sögusögn“. Sögusögnin sneri að kynferðisbroti nemanda sem stundaði nám við Menntaskólann á Akureyri.Umræddur gerandi var hins vegar kærður eftir að málið fór á borð barnaverndar. Barnavernd kærði kynferðisbrotin til lögreglu. Niðurstöður úr því máli eru afgerandi þar sem gerandi játaði brot sitt en sökum ungs aldurs var málið ekki ákært en hann var vissulega á skilorði í tvö ár eftir að niðurstaða komst í málið. Sú ákvörðun skólameistara Menntaskólans á Akureyri virðist hafa verið tekin á grundvelli þess að ráðgjafahópur á vegum Mennta- og Barnamálaráðuneytisins komst að þeirri niðurstöðu að enginn fótur lægi fyrir umræddum sögusögnum. En ekki er allt sem sýnist: Ráðgjafahópurinn talaði ekki við þolanda umrædds geranda. Ráðgjafahópurinn hafði ekki samskipti við barnavernd. Ráðgjafahópurinn skipaði réttarsálfræðing, starfsmann á vegum Ríkislögreglustjóra sem og skólasálfræðing Menntaskólans við Hamrahlíð. Við teljum nauðsynlegt að leiðrétta að ekki var um nauðgun að ræða heldur annars konar kynferðisbrot, kynferðisbrot gegn 13 ára barni. Í fullkomnum heimi þurfa börn og ungmenni ekki að þekkja muninn á nauðgun og annars konar kynferðisbrotum en því miður búum við ekki í þeim heimi. Ungmennin fengu í hendurnar myndband sem sýndi geranda beita þolanda kynferðisofbeldi og drógu ranga ályktun út af því, þau þekktu ekki muninn á nauðgun og kynferðisbroti. Það var svo í menntaskóla byltingunni sem þetta tiltekna mál fór í hámæli. Aðkoma þolanda var aftur á móti engin enda ekki nemandi við Menntaskólann við Hamrahlíð. Þegar Öfgar athuguðu málið enn frekar kom í ljós að ástæða þess að nafn geranda endaði á speglinum var að fleiri þolendur en þessi eina stelpa höfðu tjáð sig um meint brot. Einungis eitt mál hafði farið sína leið í kerfinu og af öllum líkindum þótti það sterkasta leiðin til að vekja athygli á því að gerandi væri í skólanum án þess að þolandi í málinu sem hér um ræðir hafi fengið val. En eftir situr skaðinn, fjölmiðlar hlupu af stað með meiðandi og ranga umfjöllun og tóku með því allt frásagnarvald af barni. Fullorðið fólk hóf að ausa hatri yfir barn undir öllum fréttum sem voru kolrangar. Menntaskólinn á Akureyri bað geranda afsökunar og með því athæfi skrifaði sig í sögubækurnar fyrir ömurlegt bakslag fyrir alla unga þolendur. Til að bæta gráu ofan á svart fór Ráðgjafahópur Mennta- og Barnamálaráðuneytisins með vald til að dæma mál sem hafði þegar farið sinn farveg í kerfinu, sekt geranda hafði verið sönnuð! Öfgar fordæma afsökunarbeiðni Menntaskólans á Akureyri, við fordæmum þessi vinnubrögð ráðgjafahópsins og við fordæmum fyrri fjölmiðlaumfjöllun. Við förum fram á að ráðgjafahópurinn og Menntaskólinn á Akureyri axli ábyrgð á þeim skaða sem þau hafa valdið og biðjist afsökunar á þessu framferði. Við förum fram á að fjölmiðlar hætti að birta falsfréttir um þetta mál og sýni börnum sem hafa orðið fyrir ofbeldi meiri virðingu en gjörðir þeirra sýna. Að lokum fordæmum við getuleysi kerfisins til að styðja geranda til ábyrgðar. Það hefði verið hægt að koma í veg fyrir að meint brot væru fleiri hefði kerfið sinnt eftirliti með ungum manni sem játaði að hafa framið kynferðisbrot. Vegna viðkvæmrar stöðu þolanda hefur fjölskyldan ákveðið að tjá sig ekki í fjölmiðlum og kosið að málið hefði ekki verið til umfjöllunar yfirhöfuð. Greinahöfundar fengu samþykki til að varpa ljósi á vitneskju sína um málið eftir að heimildarmanneskja tengd málinu setti sig í samband við samtökin. Við biðjum fólk um að leyfa fjölskyldunni að græða sár sín í ró og næði. Höfundar eru meðlimir Öfga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Framhaldsskólar Kynferðisofbeldi Mest lesið „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Betri er auðmjúkur syndari en drambsamur dýrlingur Stefanía Arnardóttir Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Skoðun Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins á meðal fólks Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Er sjávarútvegurinn bara aukaleikari? Kristófer Máni Sigursveinsson skrifar Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson skrifar Skoðun Kennarar – sanngjörn laun? Ólöf P. Úlfarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfsvígstíðni - Gerum betur Þórarinn Guðni Helgason skrifar Skoðun Kæru kennarar Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni á dagskrá, takk! Hafdís Hanna Ægisdóttir,Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kynslóðasáttmálann má ekki rjúfa Finnbjörn A. Hermannsson,Eyjólfur Árni Rafnsson skrifar Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar Skoðun Fyrirhyggjan tryggir lágt og stöðugt verð Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gerum betur – breytum þessu Arnar Páll Guðmundsson skrifar Skoðun Það eiga allir séns Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Andleg þrautseigja: Að vaxa í gegnum áskoranir Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Sköpun og paradísarmissir Dr. Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Samfylkingin er með plan um að lögfesta leikskólastigið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir skrifar Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Ákall um jákvæða hvata til grænna fjárfestinga Kristín Þöll Skagfjörð skrifar Skoðun Fatlað fólk á betra skilið Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Sjá meira
Þann 11. maí síðastliðin gaf Menntaskólinn á Akureyri út yfirlýsingu og bað þar geranda afsökunar á að hafa trúað því sem þau kalla „sögusögn“. Sögusögnin sneri að kynferðisbroti nemanda sem stundaði nám við Menntaskólann á Akureyri.Umræddur gerandi var hins vegar kærður eftir að málið fór á borð barnaverndar. Barnavernd kærði kynferðisbrotin til lögreglu. Niðurstöður úr því máli eru afgerandi þar sem gerandi játaði brot sitt en sökum ungs aldurs var málið ekki ákært en hann var vissulega á skilorði í tvö ár eftir að niðurstaða komst í málið. Sú ákvörðun skólameistara Menntaskólans á Akureyri virðist hafa verið tekin á grundvelli þess að ráðgjafahópur á vegum Mennta- og Barnamálaráðuneytisins komst að þeirri niðurstöðu að enginn fótur lægi fyrir umræddum sögusögnum. En ekki er allt sem sýnist: Ráðgjafahópurinn talaði ekki við þolanda umrædds geranda. Ráðgjafahópurinn hafði ekki samskipti við barnavernd. Ráðgjafahópurinn skipaði réttarsálfræðing, starfsmann á vegum Ríkislögreglustjóra sem og skólasálfræðing Menntaskólans við Hamrahlíð. Við teljum nauðsynlegt að leiðrétta að ekki var um nauðgun að ræða heldur annars konar kynferðisbrot, kynferðisbrot gegn 13 ára barni. Í fullkomnum heimi þurfa börn og ungmenni ekki að þekkja muninn á nauðgun og annars konar kynferðisbrotum en því miður búum við ekki í þeim heimi. Ungmennin fengu í hendurnar myndband sem sýndi geranda beita þolanda kynferðisofbeldi og drógu ranga ályktun út af því, þau þekktu ekki muninn á nauðgun og kynferðisbroti. Það var svo í menntaskóla byltingunni sem þetta tiltekna mál fór í hámæli. Aðkoma þolanda var aftur á móti engin enda ekki nemandi við Menntaskólann við Hamrahlíð. Þegar Öfgar athuguðu málið enn frekar kom í ljós að ástæða þess að nafn geranda endaði á speglinum var að fleiri þolendur en þessi eina stelpa höfðu tjáð sig um meint brot. Einungis eitt mál hafði farið sína leið í kerfinu og af öllum líkindum þótti það sterkasta leiðin til að vekja athygli á því að gerandi væri í skólanum án þess að þolandi í málinu sem hér um ræðir hafi fengið val. En eftir situr skaðinn, fjölmiðlar hlupu af stað með meiðandi og ranga umfjöllun og tóku með því allt frásagnarvald af barni. Fullorðið fólk hóf að ausa hatri yfir barn undir öllum fréttum sem voru kolrangar. Menntaskólinn á Akureyri bað geranda afsökunar og með því athæfi skrifaði sig í sögubækurnar fyrir ömurlegt bakslag fyrir alla unga þolendur. Til að bæta gráu ofan á svart fór Ráðgjafahópur Mennta- og Barnamálaráðuneytisins með vald til að dæma mál sem hafði þegar farið sinn farveg í kerfinu, sekt geranda hafði verið sönnuð! Öfgar fordæma afsökunarbeiðni Menntaskólans á Akureyri, við fordæmum þessi vinnubrögð ráðgjafahópsins og við fordæmum fyrri fjölmiðlaumfjöllun. Við förum fram á að ráðgjafahópurinn og Menntaskólinn á Akureyri axli ábyrgð á þeim skaða sem þau hafa valdið og biðjist afsökunar á þessu framferði. Við förum fram á að fjölmiðlar hætti að birta falsfréttir um þetta mál og sýni börnum sem hafa orðið fyrir ofbeldi meiri virðingu en gjörðir þeirra sýna. Að lokum fordæmum við getuleysi kerfisins til að styðja geranda til ábyrgðar. Það hefði verið hægt að koma í veg fyrir að meint brot væru fleiri hefði kerfið sinnt eftirliti með ungum manni sem játaði að hafa framið kynferðisbrot. Vegna viðkvæmrar stöðu þolanda hefur fjölskyldan ákveðið að tjá sig ekki í fjölmiðlum og kosið að málið hefði ekki verið til umfjöllunar yfirhöfuð. Greinahöfundar fengu samþykki til að varpa ljósi á vitneskju sína um málið eftir að heimildarmanneskja tengd málinu setti sig í samband við samtökin. Við biðjum fólk um að leyfa fjölskyldunni að græða sár sín í ró og næði. Höfundar eru meðlimir Öfga.
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar
Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar
Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar
Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun