Ferrari undirbýr tugmilljóna tilboð í Hamilton Aron Guðmundsson skrifar 23. maí 2023 23:15 Mun Hamilton aka við hlið Charles Leclerc hjá Ferrari á næsta tímabili? Vísir/Getty Svo gæti farið að sjöfaldi Formúlu 1 heimsmeistarinn Lewis Hamilton, ökumaður Mercedes skipti yfir til keppinautanna í Ferrari fyrir næsta tímabil. Daily Mail segist hafa heimildir fyrir því að Ferrari sé nú að undirbúa tilboð að virði 40 milljóna punda í Hamilton en samningur hans við Mercedes rennur út eftir yfirstandandi tímabil. Liðsstjóri Mercedes, Þjóðverjinn Toto Wolff, hefur áður látið hafa það eftir sér að samningur Mercedes við Hamilton verði framlengdur og að liðið sé ekki með plan B fari svo að Bretinn sigursæli ákveði að söðla um. Hins vegar virðist lítið hafa þokast í viðræðum Mercedes við Hamilton undanfarið. Að sama skapi hefur frammistaða liðsins hingað til á tímabilinu ekki lofað góðu en von er á uppfærslum á bíl liðsins á komandi keppnishelgi Formúlu 1 í Mónakó. Heimildir Daily Mail herma að samtöl innan herbúða Ferrari, þess efnis að fá Hamilton til liðsins, séu komnar á efsta stig innan liðsins. Foresti Ferrari, Johan Elkann, hafi meira að segja átt samtöl við Hamilton.Hamilton hefur áður verið orðaður við Ferrari. Árið 2019 flugu hátt sögusagnir um að Bretinn myndi ganga til liðs við Ítalska risann. Báðir ökumenn Ferrari, þeir Charles Leclerc og Carlos Sainz, eru með samning við liðið fyrir næsta tímabil. Hugmyndir Ferrari snúa hins vegar að því að Hamilton muni koma inn í stað Carlos Sainz og mynda ökumannsteymi með Leclerc á næsta tímabili. Hins vegar eru stjórnendur Ferrari einnig með þann möguleika í kollinum að bjóða Leclerc til Mercedes í skiptum fyrir Hamilton. Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fótbolti Fleiri fréttir Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Daily Mail segist hafa heimildir fyrir því að Ferrari sé nú að undirbúa tilboð að virði 40 milljóna punda í Hamilton en samningur hans við Mercedes rennur út eftir yfirstandandi tímabil. Liðsstjóri Mercedes, Þjóðverjinn Toto Wolff, hefur áður látið hafa það eftir sér að samningur Mercedes við Hamilton verði framlengdur og að liðið sé ekki með plan B fari svo að Bretinn sigursæli ákveði að söðla um. Hins vegar virðist lítið hafa þokast í viðræðum Mercedes við Hamilton undanfarið. Að sama skapi hefur frammistaða liðsins hingað til á tímabilinu ekki lofað góðu en von er á uppfærslum á bíl liðsins á komandi keppnishelgi Formúlu 1 í Mónakó. Heimildir Daily Mail herma að samtöl innan herbúða Ferrari, þess efnis að fá Hamilton til liðsins, séu komnar á efsta stig innan liðsins. Foresti Ferrari, Johan Elkann, hafi meira að segja átt samtöl við Hamilton.Hamilton hefur áður verið orðaður við Ferrari. Árið 2019 flugu hátt sögusagnir um að Bretinn myndi ganga til liðs við Ítalska risann. Báðir ökumenn Ferrari, þeir Charles Leclerc og Carlos Sainz, eru með samning við liðið fyrir næsta tímabil. Hugmyndir Ferrari snúa hins vegar að því að Hamilton muni koma inn í stað Carlos Sainz og mynda ökumannsteymi með Leclerc á næsta tímabili. Hins vegar eru stjórnendur Ferrari einnig með þann möguleika í kollinum að bjóða Leclerc til Mercedes í skiptum fyrir Hamilton.
Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fótbolti Fleiri fréttir Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira