Starfsmenn og nemendur mótmæla fyrirhugaðri sameiningu Kvennó og MS Helena Rós Sturludóttir skrifar 19. maí 2023 13:16 Kolfinna Jóhannesdóttir, skólameistari Kvennaskólans í Reykjavík, hyggst mæta á mótmælin sem boðað hefur verið til vegna fyrirhugaðrar sameiningar Kvennaskólans og Menntaskólans við Sund. stjórnarráðið Nemendur og kennarar við Kvennaskólann í Reykjavík og Menntaskólann við Sund mótmæla fyrirhuguðum samruna skólanna og segja mennta- og barnamálaráðuneytið taka stór skref án samráðs og aðkomu nemenda og starfsmanna. Samband íslenskra framhaldsskólanema, nemendur skólanna beggja og kennarar hafa boðið til mótmæla í dag sem hefjast klukkan eitt í dag fyrir utan mennta- og barnamálaráðuneytið. Skólameistari Kvennaskólans segir alveg ljóst að mikil andstaða sé við hugmyndina. Hugmyndir stýrihóps á vegum mennta- og barnamálaráðherra vegna sameiningar Kvennaskólans í Reykjavík og Menntaskólans við Sund hafa verið harðlega gagnrýndar. Kolfinna Jóhannesdóttir skólameistari Kvennaskólans segir andstöðuna einna helst snúa að menningarverðmætum skólanna tveggja og ótta um að þau muni glatast við samruna. Menningarverðmæti glatist „Það liggur alveg ljóst fyrir að mínu mati að það liggur alveg ljóst fyrir að mínu mati að það er mikil andstaða vegna fyrirhugaðrar sameiningar Kvennaskólans í Reykjavík og Menntaskólans við Sund. Hún er bæði innan og utan skólans hvað okkur varðar. Mín upplifun er sú að þetta tengist almennt hugmyndinni um sameiningunni við aðra skóla og þá hugmyndinni um að menningarverðmæti skólastarfsins glatist,“ segir Kolfinna. Það taki tíma að byggja upp ákveðinn skólabrag og menningarverðmæti. „Í hverjum skóla verða til samskipti og gildi og skólastarf speglast líka í náttúrulegu umhverfi. Í tilfelli Kvennaskólans þá eru mjög rík tengsl við sögu jafnréttisbaráttu kvenna og hvernig þeim gildum hefur verið haldið í gegnum tíðina. Þannig ég held að þetta sé að speglast í þessum mótmælum sem við erum að fara sjá í dag,“ segir Kolfinna jafnframt. Slæm tímasetning stjórnvalda Þá hefur tímasetningin á fýsileikakönnun vegna fyrirhugaðrar sameiningu einnig verið gagnrýnd. „Að mínu mati er þetta eitthvað til að draga lærdóm af. Tímasetningin hún er erfið. Það er mikið álag í skólanum á þessum tíma. Auðvitað er alltaf álag en það er alveg sérstaklega mikið álag á skólunum á vorin. Það var líka stuttur tími gefinn til að skila gögnum inn en við náttúrulega bara bregðumst við því og gerum okkar besta eins og alltaf. Við höfum verið að vinna núna í því að taka niður sjónarmið starfsfólks og nemenda. Auðvitað hefðum við viljað hafa tíma fyrir víðtækara samráð til dæmis við foreldra og hollvini skólans,“ segir Kolfinna. Skólastjórnendur stefni að því að skila af sér greinargerð um málið í næstu viku. Kolfinna segir breytingaröfl innan Kvennaskólans og að skólinn sé tilbúinn í samstarf um innleiðingu þeirra áherslna sem birtist í menntastefnu stjórnvalda um aukna farsæld og skólaþróun. „Það er líka rétt að halda því til haga að eins og málið var kynnt í upphafi þá er einnig verið að skoða hvort að aukið samstarf skóla sé kostur með hliðsjón af framtíðaráskorunum.“ Framhaldsskólar Skóla - og menntamál Reykjavík Tengdar fréttir Allar raddir muni heyrast og ekkert borðfast um sameiningu Til stendur að skoða mögulega sameiningu eða aukið samstarf sem nær til átta framhaldsskóla á landinu. Ráðherra segir samtal eftir að eiga sér stað, mál sem þessu séu viðkvæm og ekkert verið ákveðið. Sameining Kvennaskóla Reykjavíkur og Menntaskólans við Sund í nýju húsnæði hefur þó vakið hörð viðbrögð. Kvenskælingar sem fréttastofa ræddi við kvörtuðu ekki mikið en kennarar vara við slæmum áhrifum. 28. apríl 2023 21:28 Sameining yrði móðgun við kvenréttindabaráttu Íslands Hugmyndir um sameiningu Kvennaskólans og Menntaskólans við Sund mælast ekki aðeins illa fyrir hjá fjölmörgum núverandi kennurum og nemendum heldur einnig þeim sem námu við skólann á sínum tíma. Fyrrverandi nemandi segir að sameining yrði vitnisburður um hugsunarleysi og tómlæti gagnvart sögu skólahalds og ekki síst kvenréttindabaráttu Íslands. 4. maí 2023 14:22 Mest lesið Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Leita enn sönnunargagna og rannsaka bílinn sem var notaður Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Erlent Tollar Trump á stál og ál taka gildi Erlent Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Erlent Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Innlent Fleiri fréttir Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Leita enn sönnunargagna og rannsaka bílinn sem var notaður Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Stórfelldur laxadauði í Berufirði Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Vinna hafin við nýja göngubrú í Vogahverfinu „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Manndráp, varnardrónar og umferðaröngþveiti við Látrabjarg Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Rúmmál kviku ekki verið meira frá því goshrinan hófst 2023 Skoða að taka í notkun ómannaðan eftirlitskafbát Níu af þrettán styrkjum fara í kjördæmi ráðherra Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Telur tillögu um afnám áminningar á leið í ruslið Á batavegi eftir slysið í Akraneshöfn Starfsmenn á tveimur stöðum veikst vegna myglu Ekki þverfótað fyrir erlendum blaðamönnum í Nuuk Stúlkan er fundin Langhæsti húsafriðunarstyrkurinn til Landakotskirkju Sjá meira
Hugmyndir stýrihóps á vegum mennta- og barnamálaráðherra vegna sameiningar Kvennaskólans í Reykjavík og Menntaskólans við Sund hafa verið harðlega gagnrýndar. Kolfinna Jóhannesdóttir skólameistari Kvennaskólans segir andstöðuna einna helst snúa að menningarverðmætum skólanna tveggja og ótta um að þau muni glatast við samruna. Menningarverðmæti glatist „Það liggur alveg ljóst fyrir að mínu mati að það liggur alveg ljóst fyrir að mínu mati að það er mikil andstaða vegna fyrirhugaðrar sameiningar Kvennaskólans í Reykjavík og Menntaskólans við Sund. Hún er bæði innan og utan skólans hvað okkur varðar. Mín upplifun er sú að þetta tengist almennt hugmyndinni um sameiningunni við aðra skóla og þá hugmyndinni um að menningarverðmæti skólastarfsins glatist,“ segir Kolfinna. Það taki tíma að byggja upp ákveðinn skólabrag og menningarverðmæti. „Í hverjum skóla verða til samskipti og gildi og skólastarf speglast líka í náttúrulegu umhverfi. Í tilfelli Kvennaskólans þá eru mjög rík tengsl við sögu jafnréttisbaráttu kvenna og hvernig þeim gildum hefur verið haldið í gegnum tíðina. Þannig ég held að þetta sé að speglast í þessum mótmælum sem við erum að fara sjá í dag,“ segir Kolfinna jafnframt. Slæm tímasetning stjórnvalda Þá hefur tímasetningin á fýsileikakönnun vegna fyrirhugaðrar sameiningu einnig verið gagnrýnd. „Að mínu mati er þetta eitthvað til að draga lærdóm af. Tímasetningin hún er erfið. Það er mikið álag í skólanum á þessum tíma. Auðvitað er alltaf álag en það er alveg sérstaklega mikið álag á skólunum á vorin. Það var líka stuttur tími gefinn til að skila gögnum inn en við náttúrulega bara bregðumst við því og gerum okkar besta eins og alltaf. Við höfum verið að vinna núna í því að taka niður sjónarmið starfsfólks og nemenda. Auðvitað hefðum við viljað hafa tíma fyrir víðtækara samráð til dæmis við foreldra og hollvini skólans,“ segir Kolfinna. Skólastjórnendur stefni að því að skila af sér greinargerð um málið í næstu viku. Kolfinna segir breytingaröfl innan Kvennaskólans og að skólinn sé tilbúinn í samstarf um innleiðingu þeirra áherslna sem birtist í menntastefnu stjórnvalda um aukna farsæld og skólaþróun. „Það er líka rétt að halda því til haga að eins og málið var kynnt í upphafi þá er einnig verið að skoða hvort að aukið samstarf skóla sé kostur með hliðsjón af framtíðaráskorunum.“
Framhaldsskólar Skóla - og menntamál Reykjavík Tengdar fréttir Allar raddir muni heyrast og ekkert borðfast um sameiningu Til stendur að skoða mögulega sameiningu eða aukið samstarf sem nær til átta framhaldsskóla á landinu. Ráðherra segir samtal eftir að eiga sér stað, mál sem þessu séu viðkvæm og ekkert verið ákveðið. Sameining Kvennaskóla Reykjavíkur og Menntaskólans við Sund í nýju húsnæði hefur þó vakið hörð viðbrögð. Kvenskælingar sem fréttastofa ræddi við kvörtuðu ekki mikið en kennarar vara við slæmum áhrifum. 28. apríl 2023 21:28 Sameining yrði móðgun við kvenréttindabaráttu Íslands Hugmyndir um sameiningu Kvennaskólans og Menntaskólans við Sund mælast ekki aðeins illa fyrir hjá fjölmörgum núverandi kennurum og nemendum heldur einnig þeim sem námu við skólann á sínum tíma. Fyrrverandi nemandi segir að sameining yrði vitnisburður um hugsunarleysi og tómlæti gagnvart sögu skólahalds og ekki síst kvenréttindabaráttu Íslands. 4. maí 2023 14:22 Mest lesið Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Leita enn sönnunargagna og rannsaka bílinn sem var notaður Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Erlent Tollar Trump á stál og ál taka gildi Erlent Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Erlent Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Innlent Fleiri fréttir Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Leita enn sönnunargagna og rannsaka bílinn sem var notaður Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Stórfelldur laxadauði í Berufirði Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Vinna hafin við nýja göngubrú í Vogahverfinu „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Manndráp, varnardrónar og umferðaröngþveiti við Látrabjarg Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Rúmmál kviku ekki verið meira frá því goshrinan hófst 2023 Skoða að taka í notkun ómannaðan eftirlitskafbát Níu af þrettán styrkjum fara í kjördæmi ráðherra Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Telur tillögu um afnám áminningar á leið í ruslið Á batavegi eftir slysið í Akraneshöfn Starfsmenn á tveimur stöðum veikst vegna myglu Ekki þverfótað fyrir erlendum blaðamönnum í Nuuk Stúlkan er fundin Langhæsti húsafriðunarstyrkurinn til Landakotskirkju Sjá meira
Allar raddir muni heyrast og ekkert borðfast um sameiningu Til stendur að skoða mögulega sameiningu eða aukið samstarf sem nær til átta framhaldsskóla á landinu. Ráðherra segir samtal eftir að eiga sér stað, mál sem þessu séu viðkvæm og ekkert verið ákveðið. Sameining Kvennaskóla Reykjavíkur og Menntaskólans við Sund í nýju húsnæði hefur þó vakið hörð viðbrögð. Kvenskælingar sem fréttastofa ræddi við kvörtuðu ekki mikið en kennarar vara við slæmum áhrifum. 28. apríl 2023 21:28
Sameining yrði móðgun við kvenréttindabaráttu Íslands Hugmyndir um sameiningu Kvennaskólans og Menntaskólans við Sund mælast ekki aðeins illa fyrir hjá fjölmörgum núverandi kennurum og nemendum heldur einnig þeim sem námu við skólann á sínum tíma. Fyrrverandi nemandi segir að sameining yrði vitnisburður um hugsunarleysi og tómlæti gagnvart sögu skólahalds og ekki síst kvenréttindabaráttu Íslands. 4. maí 2023 14:22