Réðust að fjölskyldumeðlimum og vinum leikmanna eftir tap Aron Guðmundsson skrifar 19. maí 2023 11:32 Jarrod Bowen, leikmaður West Ham United, reynir að skerast í leikinn Vísir/Getty Leikmenn West Ham United reyndu að grípa til varna fyrir fjölskyldumeðlimi og vini sína í gærkvöldi þegar að ofbeldisfullir stuðningsmenn hollenska liðsins AZ Alkmaar brutust inn á lokað svæði AFAS leikvangsins þar sem þau sátu. Greint er frá málavendingunum á vef Sky Sports en West Ham United tryggði sér í gær sæti í úrslitaleik Sambandsdeildar UEFA með sigri á AZ Alkmaar í undanúrslitaeinvígi liðanna. Pablo Fornals, tryggði West Ham United sigur í leik gærdagsins með marki í uppbótatíma en samanlagt komst Lundúnaliðið áfram á 3-1 sigri í einvíginu. Það varð allt vitlaust á meðal ákveðins hóps stuðningsmanna AZ Alkmaar eftir leik. Hann braut sér leið í gegnum girðingu og gerði atlögu að hópi stuðningsmanna West Ham United, sem innihélt meðal annars fjölskyldumeðlimi leikmanna. Incredible this, AZ Alkmaar fans storming into the section where the West Ham players families and friends are to attack them.If this was an English club causing the trouble, they d be banned from European football for years.pic.twitter.com/luMhzNwDK9— Football Away Days (@FBAwayDays) May 18, 2023 Leikmenn West Ham United reyndu hvað þeir gátu að skerast í leikinn, þá voru lögregla og öryggisverðir leikvangsins fljótir á svæðið. Ró náðist á mannskapinn á innan við tíu mínútum að sögn Sky Sports. David Moyes, knattspyrnustjóri West Ham United, tjáði sig um málið eftir leik „Við þurfum að sjá til hvernig aðstæður eru þegar rykið fellur en stærsta vandamálið er náttúrulega að þetta gerðist á svæði þar sem fjölskyldumeðlimir og vinir leikmanna sátu. Margir af leikmönnum mínum voru reiðir eftir þetta vegna þess að þeir gátu ekki komist að því hvort fjölskyldumeðlimir þeirra væri hólpnir.“ Sambandsdeild Evrópu Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Fótbolti Fleiri fréttir Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Forseta FIFA boðið á innsetningu Donald Trump Solskjær: Lét mig vinna launalaust Þróttur fær aðra úr Árbænum Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Sjá meira
Greint er frá málavendingunum á vef Sky Sports en West Ham United tryggði sér í gær sæti í úrslitaleik Sambandsdeildar UEFA með sigri á AZ Alkmaar í undanúrslitaeinvígi liðanna. Pablo Fornals, tryggði West Ham United sigur í leik gærdagsins með marki í uppbótatíma en samanlagt komst Lundúnaliðið áfram á 3-1 sigri í einvíginu. Það varð allt vitlaust á meðal ákveðins hóps stuðningsmanna AZ Alkmaar eftir leik. Hann braut sér leið í gegnum girðingu og gerði atlögu að hópi stuðningsmanna West Ham United, sem innihélt meðal annars fjölskyldumeðlimi leikmanna. Incredible this, AZ Alkmaar fans storming into the section where the West Ham players families and friends are to attack them.If this was an English club causing the trouble, they d be banned from European football for years.pic.twitter.com/luMhzNwDK9— Football Away Days (@FBAwayDays) May 18, 2023 Leikmenn West Ham United reyndu hvað þeir gátu að skerast í leikinn, þá voru lögregla og öryggisverðir leikvangsins fljótir á svæðið. Ró náðist á mannskapinn á innan við tíu mínútum að sögn Sky Sports. David Moyes, knattspyrnustjóri West Ham United, tjáði sig um málið eftir leik „Við þurfum að sjá til hvernig aðstæður eru þegar rykið fellur en stærsta vandamálið er náttúrulega að þetta gerðist á svæði þar sem fjölskyldumeðlimir og vinir leikmanna sátu. Margir af leikmönnum mínum voru reiðir eftir þetta vegna þess að þeir gátu ekki komist að því hvort fjölskyldumeðlimir þeirra væri hólpnir.“
Sambandsdeild Evrópu Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Fótbolti Fleiri fréttir Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Forseta FIFA boðið á innsetningu Donald Trump Solskjær: Lét mig vinna launalaust Þróttur fær aðra úr Árbænum Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Sjá meira