Fótbolti

Réðust að fjöl­­­skyldu­­­með­limum og vinum leik­manna eftir tap

Aron Guðmundsson skrifar
Jarrod Bowen, leikmaður West Ham United, reynir að skerast í leikinn
Jarrod Bowen, leikmaður West Ham United, reynir að skerast í leikinn Vísir/Getty

Leik­menn West Ham United reyndu að grípa til varna fyrir fjöl­skyldu­með­limi og vini sína í gær­kvöldi þegar að of­beldis­fullir stuðnings­menn hollenska liðsins AZ Alk­maar brutust inn á lokað svæði AFAS leik­vangsins þar sem þau sátu.

Greint er frá mála­vendingunum á vef Sky Sports en West Ham United tryggði sér í gær sæti í úr­slita­leik Sam­bands­deildar UEFA með sigri á AZ Alk­maar í undan­úr­slita­ein­vígi liðanna.

Pablo Fornals, tryggði West Ham United sigur í leik gær­dagsins með marki í upp­bóta­tíma en saman­lagt komst Lundúna­liðið á­fram á 3-1 sigri í ein­víginu.

Það varð allt vit­laust á meðal á­kveðins hóps stuðnings­manna AZ Alk­maar eftir leik. Hann braut sér leið í gegnum girðingu og gerði at­lögu að hópi stuðnings­manna West Ham United, sem inni­hélt meðal annars fjöl­skyldu­með­limi leik­manna.

Leik­menn West Ham United reyndu hvað þeir gátu að skerast í leikinn, þá voru lög­regla og öryggis­verðir leik­vangsins fljótir á svæðið. Ró náðist á mann­skapinn á innan við tíu mínútum að sögn Sky Sports.

David Moyes, knatt­spyrnu­stjóri West Ham United, tjáði sig um málið eftir leik

„Við þurfum að sjá til hvernig að­stæður eru þegar rykið fellur en stærsta vanda­málið er náttúru­lega að þetta gerðist á svæði þar sem fjöl­skyldu­með­limir og vinir leik­manna sátu.

Margir af leik­mönnum mínum voru reiðir eftir þetta vegna þess að þeir gátu ekki komist að því hvort fjöl­skyldu­með­limir þeirra væri hólpnir.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×