Náttúra, söfn og sjálfbærni Helga Aradóttir skrifar 18. maí 2023 07:01 Í dag, 18. maí er Alþjóðlegur dagur safna. Dagurinn er haldinn hátíðlegur ár hvert og leitast er við að tengja starf safna við valin heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna hverju sinni. Þema dagsins þetta árið er „Söfn, sjálfbærni og vellíðan“ og tengt er við eftirfarandi heimsmarkmið: Heilsu og vellíðan, Aðgerðir í loftslagsmálum og Líf á landi. Á þessum degi bjóða mörg söfn ókeypis aðgang að sínum sýningum auk þess að standa fyrir fjölbreyttum viðburðum. Söfn og sjálfbærni Sjálfbærni er einfalt hugtak en veigamikið og snýst um að við skilum jörðinni til komandi kynslóða í góðu ástandi. Sjálfbærni snýst um samspil og jafnvægi samfélags, náttúru og efnahags og mikilvægt er að huga að aðgerðum gegn loftslagsbreytingum í samvinnu við verndun líffræðilegrar fjölbreytni. Sjálfbærni fléttast inn í starf þeirra margvíslegu safna sem við erum svo lánsöm að hafa aðgang að á Íslandi. Á söfnum er gögnum og munum safnað, stundaðar rannsóknir, safnkostur varðveittur og upplýsingum og fróðleik miðlað með sýningum og öðrum hætti. Söfn bjóða upp á opið samtal um náttúru- og menningararfinn og eru mikilvægur félagslegur vettvangur þar sem fjölbreyttir hópar koma saman. Þau eru því frábær vettvangur til þess að koma jákvæðum og uppbyggilegum skilaboðum til leiðar til samfélagsins. Náttúruminjasafnið og líffræðileg fjölbreytni Náttúruminjasafn Íslands vinnur með náttúruna í öllu sínu veldi og viðfangsefnin eru fjölbreytt eftir því. Við leiðum hugann að stöðu mannfólksins í náttúrunni, stækkum upp það sem okkur er hulið sjónum, köfum ofan í vistkerfi og fylgjumst með ferlum og samspili ólíkra lífvera og lífvana þátta auk þess að hvetja til eflingar tengsla við náttúruna. Það má því með sanni segja að þemað ,,Söfn, sjálfbærni og vellíðan‘‘ eigi vel við kjarnastarfsemi Náttúruminjasafnsins. Líffræðileg fjölbreytni hefur verið í brennidepli í miðlun Náttúruminjasafnsins í vetur og fléttast inn í fjölbreytt og þverfagleg verkefni safnsins enda er hún grundvallarundirstaða fyrir tilveru mannkyns og allra annarra lífvera. Þar ber hæst að nefna samstarfsvettvanginn BIODICE (biodice.is) – samtök um eflingu vitundar um líffræðilega fjölbreytni á Íslandi m.a. með verkefnunum Hátíð líffræðilegrar fjölbreytni sem stendur út árið 2023 og verkefnið List og lífbreytileiki sem unnið var með breiðum hópi listafólks og skólum víðs vegar um landið með styrk frá Barnamenningarsjóði Íslands. Menningin byggir á náttúrunni Lega Íslands sem úthafseyja lengst norður í höfum og sá stutti tími sem liðinn er frá síðasta jökulskeiði þegar landið var hulið jöklum skýrir sérstöðu náttúru Íslands að miklu leyti. Hér eru fáar tegundir á alþjóðakvarða, en mikill fjölbreytileiki í vistkerfum og innan tegunda sem okkur ber að vernda. Menningararfurinn byggir að miklu leiti á náttúrunni og því er sérstaða náttúru Íslands mikilvæg til að skilja fortíðina og stefna að sjálfbærari framtíð. Í gegnum tíðina hefur náttúran verið einn helsti innblástur mannsins, hvort sem er í myndlist, handverki, hönnun, ritlist, kvikmyndum eða tónlist sem endurspeglast í sýningum og safnkosti safnanna. Söfn eru frábær vettvangur fyrir þekkingarsköpun, rökræður, stefnumót, innblástur, nýsköpun og þátttöku í samfélaginu. Við finnum ekki lausnirnar við flóknum verkefnum nema með öflugum rannsóknum á náttúrunni, miðlun og samvinnu. Við þurfum vettvang til að rannsaka fortíðina, í jarð- og mannsögulegu samhengi. Þar gegna söfnin lykilhlutverki. Heimsækjum söfnin og njótum þeirra í dag sem og aðra daga! Höfundur er safnkennari hjá Náttúruminjasafni Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Söfn Mest lesið „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Betri er auðmjúkur syndari en drambsamur dýrlingur Stefanía Arnardóttir Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson Skoðun Veistu þitt skýjaspor? Hólmfríður Rut Einarsdóttir,Þóra Rut Jónsdóttir Skoðun Er sjávarútvegurinn bara aukaleikari? Kristófer Máni Sigursveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins á meðal fólks Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Er sjávarútvegurinn bara aukaleikari? Kristófer Máni Sigursveinsson skrifar Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson skrifar Skoðun Kennarar – sanngjörn laun? Ólöf P. Úlfarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfsvígstíðni - Gerum betur Þórarinn Guðni Helgason skrifar Skoðun Kæru kennarar Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni á dagskrá, takk! Hafdís Hanna Ægisdóttir,Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kynslóðasáttmálann má ekki rjúfa Finnbjörn A. Hermannsson,Eyjólfur Árni Rafnsson skrifar Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar Skoðun Fyrirhyggjan tryggir lágt og stöðugt verð Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gerum betur – breytum þessu Arnar Páll Guðmundsson skrifar Skoðun Það eiga allir séns Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Andleg þrautseigja: Að vaxa í gegnum áskoranir Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Sköpun og paradísarmissir Dr. Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Samfylkingin er með plan um að lögfesta leikskólastigið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir skrifar Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Ákall um jákvæða hvata til grænna fjárfestinga Kristín Þöll Skagfjörð skrifar Skoðun Fatlað fólk á betra skilið Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Sjá meira
Í dag, 18. maí er Alþjóðlegur dagur safna. Dagurinn er haldinn hátíðlegur ár hvert og leitast er við að tengja starf safna við valin heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna hverju sinni. Þema dagsins þetta árið er „Söfn, sjálfbærni og vellíðan“ og tengt er við eftirfarandi heimsmarkmið: Heilsu og vellíðan, Aðgerðir í loftslagsmálum og Líf á landi. Á þessum degi bjóða mörg söfn ókeypis aðgang að sínum sýningum auk þess að standa fyrir fjölbreyttum viðburðum. Söfn og sjálfbærni Sjálfbærni er einfalt hugtak en veigamikið og snýst um að við skilum jörðinni til komandi kynslóða í góðu ástandi. Sjálfbærni snýst um samspil og jafnvægi samfélags, náttúru og efnahags og mikilvægt er að huga að aðgerðum gegn loftslagsbreytingum í samvinnu við verndun líffræðilegrar fjölbreytni. Sjálfbærni fléttast inn í starf þeirra margvíslegu safna sem við erum svo lánsöm að hafa aðgang að á Íslandi. Á söfnum er gögnum og munum safnað, stundaðar rannsóknir, safnkostur varðveittur og upplýsingum og fróðleik miðlað með sýningum og öðrum hætti. Söfn bjóða upp á opið samtal um náttúru- og menningararfinn og eru mikilvægur félagslegur vettvangur þar sem fjölbreyttir hópar koma saman. Þau eru því frábær vettvangur til þess að koma jákvæðum og uppbyggilegum skilaboðum til leiðar til samfélagsins. Náttúruminjasafnið og líffræðileg fjölbreytni Náttúruminjasafn Íslands vinnur með náttúruna í öllu sínu veldi og viðfangsefnin eru fjölbreytt eftir því. Við leiðum hugann að stöðu mannfólksins í náttúrunni, stækkum upp það sem okkur er hulið sjónum, köfum ofan í vistkerfi og fylgjumst með ferlum og samspili ólíkra lífvera og lífvana þátta auk þess að hvetja til eflingar tengsla við náttúruna. Það má því með sanni segja að þemað ,,Söfn, sjálfbærni og vellíðan‘‘ eigi vel við kjarnastarfsemi Náttúruminjasafnsins. Líffræðileg fjölbreytni hefur verið í brennidepli í miðlun Náttúruminjasafnsins í vetur og fléttast inn í fjölbreytt og þverfagleg verkefni safnsins enda er hún grundvallarundirstaða fyrir tilveru mannkyns og allra annarra lífvera. Þar ber hæst að nefna samstarfsvettvanginn BIODICE (biodice.is) – samtök um eflingu vitundar um líffræðilega fjölbreytni á Íslandi m.a. með verkefnunum Hátíð líffræðilegrar fjölbreytni sem stendur út árið 2023 og verkefnið List og lífbreytileiki sem unnið var með breiðum hópi listafólks og skólum víðs vegar um landið með styrk frá Barnamenningarsjóði Íslands. Menningin byggir á náttúrunni Lega Íslands sem úthafseyja lengst norður í höfum og sá stutti tími sem liðinn er frá síðasta jökulskeiði þegar landið var hulið jöklum skýrir sérstöðu náttúru Íslands að miklu leyti. Hér eru fáar tegundir á alþjóðakvarða, en mikill fjölbreytileiki í vistkerfum og innan tegunda sem okkur ber að vernda. Menningararfurinn byggir að miklu leiti á náttúrunni og því er sérstaða náttúru Íslands mikilvæg til að skilja fortíðina og stefna að sjálfbærari framtíð. Í gegnum tíðina hefur náttúran verið einn helsti innblástur mannsins, hvort sem er í myndlist, handverki, hönnun, ritlist, kvikmyndum eða tónlist sem endurspeglast í sýningum og safnkosti safnanna. Söfn eru frábær vettvangur fyrir þekkingarsköpun, rökræður, stefnumót, innblástur, nýsköpun og þátttöku í samfélaginu. Við finnum ekki lausnirnar við flóknum verkefnum nema með öflugum rannsóknum á náttúrunni, miðlun og samvinnu. Við þurfum vettvang til að rannsaka fortíðina, í jarð- og mannsögulegu samhengi. Þar gegna söfnin lykilhlutverki. Heimsækjum söfnin og njótum þeirra í dag sem og aðra daga! Höfundur er safnkennari hjá Náttúruminjasafni Íslands.
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar
Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar
Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar
Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun