Náttúra, söfn og sjálfbærni Helga Aradóttir skrifar 18. maí 2023 07:01 Í dag, 18. maí er Alþjóðlegur dagur safna. Dagurinn er haldinn hátíðlegur ár hvert og leitast er við að tengja starf safna við valin heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna hverju sinni. Þema dagsins þetta árið er „Söfn, sjálfbærni og vellíðan“ og tengt er við eftirfarandi heimsmarkmið: Heilsu og vellíðan, Aðgerðir í loftslagsmálum og Líf á landi. Á þessum degi bjóða mörg söfn ókeypis aðgang að sínum sýningum auk þess að standa fyrir fjölbreyttum viðburðum. Söfn og sjálfbærni Sjálfbærni er einfalt hugtak en veigamikið og snýst um að við skilum jörðinni til komandi kynslóða í góðu ástandi. Sjálfbærni snýst um samspil og jafnvægi samfélags, náttúru og efnahags og mikilvægt er að huga að aðgerðum gegn loftslagsbreytingum í samvinnu við verndun líffræðilegrar fjölbreytni. Sjálfbærni fléttast inn í starf þeirra margvíslegu safna sem við erum svo lánsöm að hafa aðgang að á Íslandi. Á söfnum er gögnum og munum safnað, stundaðar rannsóknir, safnkostur varðveittur og upplýsingum og fróðleik miðlað með sýningum og öðrum hætti. Söfn bjóða upp á opið samtal um náttúru- og menningararfinn og eru mikilvægur félagslegur vettvangur þar sem fjölbreyttir hópar koma saman. Þau eru því frábær vettvangur til þess að koma jákvæðum og uppbyggilegum skilaboðum til leiðar til samfélagsins. Náttúruminjasafnið og líffræðileg fjölbreytni Náttúruminjasafn Íslands vinnur með náttúruna í öllu sínu veldi og viðfangsefnin eru fjölbreytt eftir því. Við leiðum hugann að stöðu mannfólksins í náttúrunni, stækkum upp það sem okkur er hulið sjónum, köfum ofan í vistkerfi og fylgjumst með ferlum og samspili ólíkra lífvera og lífvana þátta auk þess að hvetja til eflingar tengsla við náttúruna. Það má því með sanni segja að þemað ,,Söfn, sjálfbærni og vellíðan‘‘ eigi vel við kjarnastarfsemi Náttúruminjasafnsins. Líffræðileg fjölbreytni hefur verið í brennidepli í miðlun Náttúruminjasafnsins í vetur og fléttast inn í fjölbreytt og þverfagleg verkefni safnsins enda er hún grundvallarundirstaða fyrir tilveru mannkyns og allra annarra lífvera. Þar ber hæst að nefna samstarfsvettvanginn BIODICE (biodice.is) – samtök um eflingu vitundar um líffræðilega fjölbreytni á Íslandi m.a. með verkefnunum Hátíð líffræðilegrar fjölbreytni sem stendur út árið 2023 og verkefnið List og lífbreytileiki sem unnið var með breiðum hópi listafólks og skólum víðs vegar um landið með styrk frá Barnamenningarsjóði Íslands. Menningin byggir á náttúrunni Lega Íslands sem úthafseyja lengst norður í höfum og sá stutti tími sem liðinn er frá síðasta jökulskeiði þegar landið var hulið jöklum skýrir sérstöðu náttúru Íslands að miklu leyti. Hér eru fáar tegundir á alþjóðakvarða, en mikill fjölbreytileiki í vistkerfum og innan tegunda sem okkur ber að vernda. Menningararfurinn byggir að miklu leiti á náttúrunni og því er sérstaða náttúru Íslands mikilvæg til að skilja fortíðina og stefna að sjálfbærari framtíð. Í gegnum tíðina hefur náttúran verið einn helsti innblástur mannsins, hvort sem er í myndlist, handverki, hönnun, ritlist, kvikmyndum eða tónlist sem endurspeglast í sýningum og safnkosti safnanna. Söfn eru frábær vettvangur fyrir þekkingarsköpun, rökræður, stefnumót, innblástur, nýsköpun og þátttöku í samfélaginu. Við finnum ekki lausnirnar við flóknum verkefnum nema með öflugum rannsóknum á náttúrunni, miðlun og samvinnu. Við þurfum vettvang til að rannsaka fortíðina, í jarð- og mannsögulegu samhengi. Þar gegna söfnin lykilhlutverki. Heimsækjum söfnin og njótum þeirra í dag sem og aðra daga! Höfundur er safnkennari hjá Náttúruminjasafni Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Söfn Mest lesið Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal Skoðun Mega bara íslenskir karlmenn nauðga konum á Íslandi? Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Sjá meira
Í dag, 18. maí er Alþjóðlegur dagur safna. Dagurinn er haldinn hátíðlegur ár hvert og leitast er við að tengja starf safna við valin heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna hverju sinni. Þema dagsins þetta árið er „Söfn, sjálfbærni og vellíðan“ og tengt er við eftirfarandi heimsmarkmið: Heilsu og vellíðan, Aðgerðir í loftslagsmálum og Líf á landi. Á þessum degi bjóða mörg söfn ókeypis aðgang að sínum sýningum auk þess að standa fyrir fjölbreyttum viðburðum. Söfn og sjálfbærni Sjálfbærni er einfalt hugtak en veigamikið og snýst um að við skilum jörðinni til komandi kynslóða í góðu ástandi. Sjálfbærni snýst um samspil og jafnvægi samfélags, náttúru og efnahags og mikilvægt er að huga að aðgerðum gegn loftslagsbreytingum í samvinnu við verndun líffræðilegrar fjölbreytni. Sjálfbærni fléttast inn í starf þeirra margvíslegu safna sem við erum svo lánsöm að hafa aðgang að á Íslandi. Á söfnum er gögnum og munum safnað, stundaðar rannsóknir, safnkostur varðveittur og upplýsingum og fróðleik miðlað með sýningum og öðrum hætti. Söfn bjóða upp á opið samtal um náttúru- og menningararfinn og eru mikilvægur félagslegur vettvangur þar sem fjölbreyttir hópar koma saman. Þau eru því frábær vettvangur til þess að koma jákvæðum og uppbyggilegum skilaboðum til leiðar til samfélagsins. Náttúruminjasafnið og líffræðileg fjölbreytni Náttúruminjasafn Íslands vinnur með náttúruna í öllu sínu veldi og viðfangsefnin eru fjölbreytt eftir því. Við leiðum hugann að stöðu mannfólksins í náttúrunni, stækkum upp það sem okkur er hulið sjónum, köfum ofan í vistkerfi og fylgjumst með ferlum og samspili ólíkra lífvera og lífvana þátta auk þess að hvetja til eflingar tengsla við náttúruna. Það má því með sanni segja að þemað ,,Söfn, sjálfbærni og vellíðan‘‘ eigi vel við kjarnastarfsemi Náttúruminjasafnsins. Líffræðileg fjölbreytni hefur verið í brennidepli í miðlun Náttúruminjasafnsins í vetur og fléttast inn í fjölbreytt og þverfagleg verkefni safnsins enda er hún grundvallarundirstaða fyrir tilveru mannkyns og allra annarra lífvera. Þar ber hæst að nefna samstarfsvettvanginn BIODICE (biodice.is) – samtök um eflingu vitundar um líffræðilega fjölbreytni á Íslandi m.a. með verkefnunum Hátíð líffræðilegrar fjölbreytni sem stendur út árið 2023 og verkefnið List og lífbreytileiki sem unnið var með breiðum hópi listafólks og skólum víðs vegar um landið með styrk frá Barnamenningarsjóði Íslands. Menningin byggir á náttúrunni Lega Íslands sem úthafseyja lengst norður í höfum og sá stutti tími sem liðinn er frá síðasta jökulskeiði þegar landið var hulið jöklum skýrir sérstöðu náttúru Íslands að miklu leyti. Hér eru fáar tegundir á alþjóðakvarða, en mikill fjölbreytileiki í vistkerfum og innan tegunda sem okkur ber að vernda. Menningararfurinn byggir að miklu leiti á náttúrunni og því er sérstaða náttúru Íslands mikilvæg til að skilja fortíðina og stefna að sjálfbærari framtíð. Í gegnum tíðina hefur náttúran verið einn helsti innblástur mannsins, hvort sem er í myndlist, handverki, hönnun, ritlist, kvikmyndum eða tónlist sem endurspeglast í sýningum og safnkosti safnanna. Söfn eru frábær vettvangur fyrir þekkingarsköpun, rökræður, stefnumót, innblástur, nýsköpun og þátttöku í samfélaginu. Við finnum ekki lausnirnar við flóknum verkefnum nema með öflugum rannsóknum á náttúrunni, miðlun og samvinnu. Við þurfum vettvang til að rannsaka fortíðina, í jarð- og mannsögulegu samhengi. Þar gegna söfnin lykilhlutverki. Heimsækjum söfnin og njótum þeirra í dag sem og aðra daga! Höfundur er safnkennari hjá Náttúruminjasafni Íslands.
Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir Skoðun
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir Skoðun