Katla: Erum með góðan og breiðan hóp Ágúst Orri Arnarson skrifar 16. maí 2023 22:19 Katla María og Íris Una Þórðardætur sömdu við Selfoss fyrir seinasta tímabil. Selfoss Katla María Þórðardóttir skoraði tvö mörk í 3-1 sigri Selfoss á Tindastól. Leikurinn var hluti af fjórðu umferð Bestu deildar kvenna og fór fram fyrr í kvöld á JÁVERK-vellinum á Selfossi. Þetta var fyrsti sigur Selfoss það sem af er tímabils. „Bara geggjuð tilfinning að ná inn þremur stigum, geggjað á heimavelli og bara já, geggjað.“ Selfoss byrjaði leikinn illa og voru lentar marki undir eftir aðeins þrettán mínútna leik. Markið skoraði Melissa Alison Garcia í liði Tindastóls eftir hornspyrnu Laufeyjar Hörpu Halldórsdóttur. „Bara léleg dekkning inni í teig, það gerist en óþarfi að fá á sig þetta mark.“ En Selfyssingar voru fljótir að snúa leiknum sér í hag og fóru með verðskuldaða forystu til búningsherbergja í hálfleik. Katla María setti fyrra markið af tveimur í fyrri hálfleik. Þar virtist hún reyna fyrirgjöf en boltinn skoppaði framhjá öllum sóknar- og varnarmönnum inni í teignum og lak í netið á fjærstönginni. Eva Lind Elíasdóttir stækkaði forystu heimakvenna áður en Katla gekk endanlega frá þeim í byrjun seinni háfleiks. Seinna mark Kötlu kom eftir að dómari leiksins dæmdi óbeina aukaspyrnu fyrir Selfoss inni í markteig Tindastóls. Dómurinn var mikið vafaatriði en það skipti Kötlu engu máli sem skoraði af öryggi eftir sendingu frá Barbáru Sól. „Fyrsta markið var nátturulega bara algjörlega fyrirgjöf sko. Heppinn að liggja inni. En já, svo fáum við þessa óbeinu aukaspyrnu og ég bara set hann þar. Ekkert flóknara en það“ Selfoss heimsækir Keflavík næsta mánudag áður en þær mæta Tindastól aftur í Mjólkurbikarnum. „Við erum með mjög góðan og breiðan hóp þannig að ég hef engar áhyggjur af því.“ Besta deild kvenna UMF Selfoss Tindastóll Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Selfoss-Tindastóll 3-1 | Fyrsti sigur Selfyssinga Selfoss vann sinn fyrsta sigur á tímabilinu er liðið tók á móti nýliðum Tindastóls í fjórðu umferð Bestu-deildar kvenna í knattspyrnu í kvöld, 3-1. 16. maí 2023 21:56 Mest lesið „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Handbolti Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Handbolti Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Fótbolti Vann þrátt fyrir að vera búin að gera í brækurnar Sport Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Handbolti Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Sport Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Formúla 1 Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja Fótbolti Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Handbolti Fleiri fréttir Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Systur sömdu á sama tíma Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Svíar tapa á því að Rúmenum var dæmdur sigur á móti Kósóvó Messi kominn í frí fram í febrúar Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Katrín áfram í Kópavogi Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Þjálfari Messi hættir Tók fram úr Haaland og varð markahæstur Bjarni áfram hjá KA Genoa ljáð Vieira Gekk út eftir afar vandræðalegan tuttugu sekúndna blaðamannafund Sjá meira
„Bara geggjuð tilfinning að ná inn þremur stigum, geggjað á heimavelli og bara já, geggjað.“ Selfoss byrjaði leikinn illa og voru lentar marki undir eftir aðeins þrettán mínútna leik. Markið skoraði Melissa Alison Garcia í liði Tindastóls eftir hornspyrnu Laufeyjar Hörpu Halldórsdóttur. „Bara léleg dekkning inni í teig, það gerist en óþarfi að fá á sig þetta mark.“ En Selfyssingar voru fljótir að snúa leiknum sér í hag og fóru með verðskuldaða forystu til búningsherbergja í hálfleik. Katla María setti fyrra markið af tveimur í fyrri hálfleik. Þar virtist hún reyna fyrirgjöf en boltinn skoppaði framhjá öllum sóknar- og varnarmönnum inni í teignum og lak í netið á fjærstönginni. Eva Lind Elíasdóttir stækkaði forystu heimakvenna áður en Katla gekk endanlega frá þeim í byrjun seinni háfleiks. Seinna mark Kötlu kom eftir að dómari leiksins dæmdi óbeina aukaspyrnu fyrir Selfoss inni í markteig Tindastóls. Dómurinn var mikið vafaatriði en það skipti Kötlu engu máli sem skoraði af öryggi eftir sendingu frá Barbáru Sól. „Fyrsta markið var nátturulega bara algjörlega fyrirgjöf sko. Heppinn að liggja inni. En já, svo fáum við þessa óbeinu aukaspyrnu og ég bara set hann þar. Ekkert flóknara en það“ Selfoss heimsækir Keflavík næsta mánudag áður en þær mæta Tindastól aftur í Mjólkurbikarnum. „Við erum með mjög góðan og breiðan hóp þannig að ég hef engar áhyggjur af því.“
Besta deild kvenna UMF Selfoss Tindastóll Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Selfoss-Tindastóll 3-1 | Fyrsti sigur Selfyssinga Selfoss vann sinn fyrsta sigur á tímabilinu er liðið tók á móti nýliðum Tindastóls í fjórðu umferð Bestu-deildar kvenna í knattspyrnu í kvöld, 3-1. 16. maí 2023 21:56 Mest lesið „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Handbolti Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Handbolti Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Fótbolti Vann þrátt fyrir að vera búin að gera í brækurnar Sport Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Handbolti Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Sport Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Formúla 1 Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja Fótbolti Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Handbolti Fleiri fréttir Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Systur sömdu á sama tíma Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Svíar tapa á því að Rúmenum var dæmdur sigur á móti Kósóvó Messi kominn í frí fram í febrúar Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Katrín áfram í Kópavogi Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Þjálfari Messi hættir Tók fram úr Haaland og varð markahæstur Bjarni áfram hjá KA Genoa ljáð Vieira Gekk út eftir afar vandræðalegan tuttugu sekúndna blaðamannafund Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Selfoss-Tindastóll 3-1 | Fyrsti sigur Selfyssinga Selfoss vann sinn fyrsta sigur á tímabilinu er liðið tók á móti nýliðum Tindastóls í fjórðu umferð Bestu-deildar kvenna í knattspyrnu í kvöld, 3-1. 16. maí 2023 21:56