Erlent

Einn látinn og 23 saknað eftir flóðhestaárás

Ólafur Björn Sverrisson skrifar
Flóðhestar eiga það til að vera árásargjarnir, sérstaklega kvendýr sem vernda kálfa sína.
Flóðhestar eiga það til að vera árásargjarnir, sérstaklega kvendýr sem vernda kálfa sína. Getty

Eins árs drengur er látinn og 23 er saknað eftir að flóðhestur réðst á bát í Malaví í gær og hvolfdi honum. Björgunarsveitir leita að fólkinu en litlar líkur eru taldar á því að nokkur finnist á lífi.

Í bátnum, sem hélt yfir stærstu á landsins, var fólk á leið til vinnu á kornökrum. Á miðri leið réðst flóðhesturinn á bátinn en ekki er vitað hvers vegna. 14 farþegum tókst að synda í land eða var bjargað af öðrum þorbsbúum. Ekki tókst að bjarga eina barninu sem var innanborðs, eins árs dreng.

Slysið átti sér stað í hinu afskekkta héraði Nsanje í suðurhluta Malaví. Þingmenn þar í landi hafa ítrekað kallað eftir byggingu brúar yfir ána, þannig að fólk þurfi ekki að sigla þessa, að því er virðist, hættulegu leið. 

Nokkuð sjaldgæft er að flóðhestar ráðist á báta á svæðinu en slíkar árásir hafa átt sér stað á fiskibáta í öðrum landshlutum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×