Íslandi fái áfram fríar flugheimildir til 2026 Kjartan Kjartansson skrifar 16. maí 2023 15:52 Frá Keflavíkurflugvelli þar sem mörg þúsund farþega fara í gegn á hverjum degi. Vísir/Vilhelm Lausn sem Evrópusambandið og íslensk stjórnvöld hafa náð bráðabirgðasamkomulagi um felur í sér að Ísland fær áfram fríar losunarheimildir til og með árinu 2026. Þetta kom fram á blaðamannafundi Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra, og Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar ESB, í dag. Íslensk stórnvöld hafa sóst eftir undanþágum frá nýjum og hertum Evrópureglum sem eiga að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda frá flugsamgöngum. Þau telja reglurnar skaða samkeppnisstöðu íslenskra flugfélaga og taki ekki tillit til landfræðilegrar legu Íslands sem geri landsmenn háða flugsamgöngum umfram aðra íbúa álfunnar. Reglurnar fela meðal annars í sér breytingar á viðskiptakerfi Evrópu með losunarheimildir. Flugfélögum yrði nú gert að greiða fyrir losunarheimildir í stigvaxandi mæli en þau hafa fram að þessu fengið þær að mestu ókeypis. Ætlun ESB er að fríum losunarheimildir til flugfélaga fækki um fjórðung fyrir 2024 og helming fyrir 2025. Þeim verði alfarið útrýmt eftir 2026. Þær Katrín og von der Leyen funduðu fyrir leiðtogafund Evrópuráðsins í dag. Eftir hann sögðu þær báðar að lausn hefði fundist sem samrýmist markmiðum ESB fyrir flugeirann. Von der Leyen sagði að íslenskum stjórnvöldum yrði boðið að fá ókeypis losunarheimildir sem þau geti útdeilt til flugfélaga bæði árið 2025 og 2026. Mikilvægt sé að þau geti gefið öllum flugfélögum heimildirnar til þess að sanngirni sé gætt. Samkomulagið er þó háð samþykki aðildarríkja Evrópusambandsins auk íslenskra stjórnvalda og Alþingis. Fréttir af flugi Loftslagsmál Evrópusambandið Leiðtogafundur Evrópuráðsins í Reykjavík 2023 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Rússar hafi framið 1830.000 stríðsglæpi „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sjá meira
Íslensk stórnvöld hafa sóst eftir undanþágum frá nýjum og hertum Evrópureglum sem eiga að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda frá flugsamgöngum. Þau telja reglurnar skaða samkeppnisstöðu íslenskra flugfélaga og taki ekki tillit til landfræðilegrar legu Íslands sem geri landsmenn háða flugsamgöngum umfram aðra íbúa álfunnar. Reglurnar fela meðal annars í sér breytingar á viðskiptakerfi Evrópu með losunarheimildir. Flugfélögum yrði nú gert að greiða fyrir losunarheimildir í stigvaxandi mæli en þau hafa fram að þessu fengið þær að mestu ókeypis. Ætlun ESB er að fríum losunarheimildir til flugfélaga fækki um fjórðung fyrir 2024 og helming fyrir 2025. Þeim verði alfarið útrýmt eftir 2026. Þær Katrín og von der Leyen funduðu fyrir leiðtogafund Evrópuráðsins í dag. Eftir hann sögðu þær báðar að lausn hefði fundist sem samrýmist markmiðum ESB fyrir flugeirann. Von der Leyen sagði að íslenskum stjórnvöldum yrði boðið að fá ókeypis losunarheimildir sem þau geti útdeilt til flugfélaga bæði árið 2025 og 2026. Mikilvægt sé að þau geti gefið öllum flugfélögum heimildirnar til þess að sanngirni sé gætt. Samkomulagið er þó háð samþykki aðildarríkja Evrópusambandsins auk íslenskra stjórnvalda og Alþingis.
Fréttir af flugi Loftslagsmál Evrópusambandið Leiðtogafundur Evrópuráðsins í Reykjavík 2023 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Rússar hafi framið 1830.000 stríðsglæpi „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sjá meira