Innlent

Leigu­fé­lög, upp­runa­vott­orð og hatur­s­orð­ræða á Sprengi­sandi

Ritstjórn skrifar
Sprengisandur hefst klukkan 10. Kristján Kristjánsson stýrir þættinum að venju.
Sprengisandur hefst klukkan 10. Kristján Kristjánsson stýrir þættinum að venju.

Þjóðmálaþátturinn Sprengisandur er á dagskrá Bylgjunnar frá klukkan tíu til klukkan tólf alla sunnudaga. Í þættinum fær Kristján Kristjánsson til sín góða gesti og fer yfir þau málefni sem efst eru á baugi í samfélaginu hverju sinni.

Gunnar Þór Gíslason, stjórnarformaður Ölmu leigufélags, mætir fyrstur og svarar gagnrýni sem beinst hefur að félaginu undanfarna marga mánuði, óhætt að segja að félaginu hafi verið flest til foráttu fundið og það talið leiða leiguverðshækkanir á markaði.

Þeir Ketill Sigurjónsson lögfræðingur og sérfræðingur um orkumál og Geir Guðmundsson, verkfræðingur, ætla að skiptast á skoðunum um upprunaábyrgðir sem ganga kaupum og sölum á orkumarkaði, m.a. frá Íslandi til útlanda þrátt fyrir að orkan sjálf sé eingöngu nýtt innanlands.

Þau Eva Hauksdóttir lögmaður og Orri Páll Jóhannsson alþingismaður ætla að ræða hatursorðræðu í garð minnihlutahópa, málfrelsi og tengd efni sem mjög eru í deiglunni

Í lok þáttar mætir til mín Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra. Umræðuefnið er leiðtogafundur Evrópuráðsins eins og að líkum lætur og einhver almenn pólitík fær að fljóta með.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×