Við getum dúxað í loftslagsmálum Jóna Bjarnadóttir og Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifa 14. maí 2023 10:01 Framtíðarsýn Landsvirkjunar er sjálfbær heimur, knúinn endurnýjanlegri orku. Við vitum öll að við verðum að hætta að brenna bensíni og olíum og knýja heiminn þess í stað áfram með grænni orku. Það er eina leiðin til að snúa við geigvænlegri þróun loftslagsmála. Landsvirkjun hefur þegar náð þeim árangri að vera með eitt lægsta kolefnisspor allra orkufyrirtækja heims en við ætlum samt að gera enn betur. Leiðina fram undan og árangurinn þarf að vera unnt að mæla. Á undanförnum árum höfum við náð sífellt betri tökum á því viðfangsefni og nú er orkufyrirtæki þjóðarinnar leiðandi á heimsvísu í loftslagsmálum, með hæstu einkunn alþjóðlegu samtakanna Carbon Disclosure Project (CDP), sem eru óhagnaðardrifin umhverfissamtök. Réttu verkfærin Við hjá Landsvirkjun höfum starfað með CDP frá 2016. Á þeim tíma hefur okkur lærst sífellt betur hvernig best er að mæla, stýra og upplýsa um þau áhrif sem starfsemi okkar hefur á umhverfið. Upplýsingar eru til alls fyrstar. Ef við ætlum að ráðast að rót vandans verður að vera alveg skýrt hver hann er og hversu stór. Með því að gerast aðili að CDP fékk Landsvirkjun þau verkfæri og þá kvarða í hendur, sem hjálpa okkur daglega í baráttunni gegn loftslagsbreytingum. Okkur liggur beinlínis lífið á að snúa við blaðinu í loftslagsmálum. Við megum hins vegar ekki rasa um ráð fram, heldur verðum við að nýta bestu fáanlegu þekkingu á hverjum tíma til að okkur miði örugglega í rétta átt. Aðgerðir í umhverfis- og loftslagsmálum eru engin nýlunda fyrir Landsvirkjun, þótt áherslur í þeim málaflokkum verði sífellt þyngri. Orkufyrirtæki þjóðarinnar er treyst fyrir auðlindum vatnsfalla, jarðvarma og vinds og hefur ávallt leitast við að ná sem allra bestu jafnvægi við náttúruna í allri sinni starfsemi og vakta lífríkið með ítarlegum mælingum og rannsóknum. Brösugleg byrjun Fyrsta einkunn okkar hjá CDP árið 2016 var ekkert til að hrópa húrra fyrir. Við fengum C og vorum ekki sátt. C þýddi einfaldlega að við gerðum okkur grein fyrir þeim áhrifum sem starfsemi Landsvirkjunar hafði á loftslagið og þau áhrif sem loftslagsbreytingar og aðgerðir gegn þeim höfðu á starfsemina. Við höfðum hins vegar ekki náð fullum tökum á að stýra þeim áhrifum og afleiðingum þeirra. Við töldum þetta reyndar misskilning og ári síðar vönduðum við okkur enn meira við að fylla út öll nauðsynleg skjöl. Aftur fengum við C og það þrátt fyrir að vart væri hægt að finna orkufyrirtæki í heiminum með lægra kolefnisspor. Við gáfumst ekki upp og áttuðum okkur fljótt á því að við yrðum að fara enn dýpra en áður í mælingum og pælingum. Einkunn CDP er brotin upp í 12 þætti og við fórum ítarlega yfir hvern og einn. Þeir ná yfir stjórnarhætti og ábyrgð á loftslagsmálum innan fyrirtækja, hvernig brugðist er við loftslagstengdum áhættum og tækifærum og hvernig þær endurspeglast í viðskiptamódeli fyrirtækisins og samskiptum við hagaðila. Þá ná þeir einnig yfir upplýsingar um losun vegna starfseminnar, markmið og aðgerðir um samdrátt í losun, eftirfylgni og árangur. Ábyrgir starfshættir þegar kemur að loftslagsmálum snúast nefnilega ekki bara um að losa lítið heldur líka hvernig starfsemin styður markvisst við aðgerðir gegn loftslagsbreytingum og að sjálfbærri þróun. Við þurftum því að skoða alla virðiskeðju fyrirtækisins, hvað við gerum og hvernig við gerum það. Átta árum síðar státum við af einkunninni A, en aðeins 1,5% þeirra tugþúsunda fyrirtækja sem skila upplýsingum til CDP árlega ná þeim árangri. Einbeiting og ástundun Þegar Landsvirkjun hóf fyrst CDP vegferð sína töldum við okkur standa ágætlega að vígi. Við höfðum gert margt gott, töldum okkur hafa nákvæma yfirsýn yfir starfsemi okkar og áhrif hennar og vorum reiðubúin að halda góðu starfi áfram. CDP færði okkur hins vegar þau verkfæri sem við höfðum ekki áttað okkur á að skorti. Starf okkar er enn markvissara og markmiðin enn skýrari. Við hvetjum önnur íslensk fyrirtæki til að feta sömu slóð. Kannski verður fyrsta einkunnin nálægt falli. En það er eins með einkunnir CDP og þær sem allir þekkja úr skólastarfi: Einbeiting og ástundun tryggir sífellt betri einkunn. Eftir því sem fleiri fyrirtæki setjast á þann skólabekk þeim mun hraðar sækist okkur leiðin til lausna í loftslagsmálum. Jóna er framkvæmdastjóri Samfélags og umhverfis hjá Landsvirkjun og Jóhanna Hlín er forstöðumaður Loftslags og grænna lausna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsmál Landsvirkjun Jóna Bjarnadóttir Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Skoðun Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Minni kvenna - lofræða gervigreindar til hinnar íslensku konu Steinar Birgisson skrifar Skoðun Forvarnarsamtök óska skýringa á seinagangi Árni Einarsson skrifar Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson skrifar Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Framtíðarsýn Landsvirkjunar er sjálfbær heimur, knúinn endurnýjanlegri orku. Við vitum öll að við verðum að hætta að brenna bensíni og olíum og knýja heiminn þess í stað áfram með grænni orku. Það er eina leiðin til að snúa við geigvænlegri þróun loftslagsmála. Landsvirkjun hefur þegar náð þeim árangri að vera með eitt lægsta kolefnisspor allra orkufyrirtækja heims en við ætlum samt að gera enn betur. Leiðina fram undan og árangurinn þarf að vera unnt að mæla. Á undanförnum árum höfum við náð sífellt betri tökum á því viðfangsefni og nú er orkufyrirtæki þjóðarinnar leiðandi á heimsvísu í loftslagsmálum, með hæstu einkunn alþjóðlegu samtakanna Carbon Disclosure Project (CDP), sem eru óhagnaðardrifin umhverfissamtök. Réttu verkfærin Við hjá Landsvirkjun höfum starfað með CDP frá 2016. Á þeim tíma hefur okkur lærst sífellt betur hvernig best er að mæla, stýra og upplýsa um þau áhrif sem starfsemi okkar hefur á umhverfið. Upplýsingar eru til alls fyrstar. Ef við ætlum að ráðast að rót vandans verður að vera alveg skýrt hver hann er og hversu stór. Með því að gerast aðili að CDP fékk Landsvirkjun þau verkfæri og þá kvarða í hendur, sem hjálpa okkur daglega í baráttunni gegn loftslagsbreytingum. Okkur liggur beinlínis lífið á að snúa við blaðinu í loftslagsmálum. Við megum hins vegar ekki rasa um ráð fram, heldur verðum við að nýta bestu fáanlegu þekkingu á hverjum tíma til að okkur miði örugglega í rétta átt. Aðgerðir í umhverfis- og loftslagsmálum eru engin nýlunda fyrir Landsvirkjun, þótt áherslur í þeim málaflokkum verði sífellt þyngri. Orkufyrirtæki þjóðarinnar er treyst fyrir auðlindum vatnsfalla, jarðvarma og vinds og hefur ávallt leitast við að ná sem allra bestu jafnvægi við náttúruna í allri sinni starfsemi og vakta lífríkið með ítarlegum mælingum og rannsóknum. Brösugleg byrjun Fyrsta einkunn okkar hjá CDP árið 2016 var ekkert til að hrópa húrra fyrir. Við fengum C og vorum ekki sátt. C þýddi einfaldlega að við gerðum okkur grein fyrir þeim áhrifum sem starfsemi Landsvirkjunar hafði á loftslagið og þau áhrif sem loftslagsbreytingar og aðgerðir gegn þeim höfðu á starfsemina. Við höfðum hins vegar ekki náð fullum tökum á að stýra þeim áhrifum og afleiðingum þeirra. Við töldum þetta reyndar misskilning og ári síðar vönduðum við okkur enn meira við að fylla út öll nauðsynleg skjöl. Aftur fengum við C og það þrátt fyrir að vart væri hægt að finna orkufyrirtæki í heiminum með lægra kolefnisspor. Við gáfumst ekki upp og áttuðum okkur fljótt á því að við yrðum að fara enn dýpra en áður í mælingum og pælingum. Einkunn CDP er brotin upp í 12 þætti og við fórum ítarlega yfir hvern og einn. Þeir ná yfir stjórnarhætti og ábyrgð á loftslagsmálum innan fyrirtækja, hvernig brugðist er við loftslagstengdum áhættum og tækifærum og hvernig þær endurspeglast í viðskiptamódeli fyrirtækisins og samskiptum við hagaðila. Þá ná þeir einnig yfir upplýsingar um losun vegna starfseminnar, markmið og aðgerðir um samdrátt í losun, eftirfylgni og árangur. Ábyrgir starfshættir þegar kemur að loftslagsmálum snúast nefnilega ekki bara um að losa lítið heldur líka hvernig starfsemin styður markvisst við aðgerðir gegn loftslagsbreytingum og að sjálfbærri þróun. Við þurftum því að skoða alla virðiskeðju fyrirtækisins, hvað við gerum og hvernig við gerum það. Átta árum síðar státum við af einkunninni A, en aðeins 1,5% þeirra tugþúsunda fyrirtækja sem skila upplýsingum til CDP árlega ná þeim árangri. Einbeiting og ástundun Þegar Landsvirkjun hóf fyrst CDP vegferð sína töldum við okkur standa ágætlega að vígi. Við höfðum gert margt gott, töldum okkur hafa nákvæma yfirsýn yfir starfsemi okkar og áhrif hennar og vorum reiðubúin að halda góðu starfi áfram. CDP færði okkur hins vegar þau verkfæri sem við höfðum ekki áttað okkur á að skorti. Starf okkar er enn markvissara og markmiðin enn skýrari. Við hvetjum önnur íslensk fyrirtæki til að feta sömu slóð. Kannski verður fyrsta einkunnin nálægt falli. En það er eins með einkunnir CDP og þær sem allir þekkja úr skólastarfi: Einbeiting og ástundun tryggir sífellt betri einkunn. Eftir því sem fleiri fyrirtæki setjast á þann skólabekk þeim mun hraðar sækist okkur leiðin til lausna í loftslagsmálum. Jóna er framkvæmdastjóri Samfélags og umhverfis hjá Landsvirkjun og Jóhanna Hlín er forstöðumaður Loftslags og grænna lausna.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun
Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun