Dæmdir úr leik tveimur dögum fyrir úrslitaleikinn: „Einstaklega ósmekklegt af hálfu KKÍ“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 12. maí 2023 23:50 11. flokkur Vestra fær ekki að taka þátt í úrslitaleik 2. deildar á sunnudaginn þar sem liðið notaði ólöglegan leikmann í undanúrslitum. Vestri Eftir sigur gegn Stjörnunni í undanúrslitaviðureign 2. deildar 11. flokks drengja í körfubolta þann 30. apríl síðastliðinn áttu liðsmenn Vestra að mæta Ármanni í úrslitum á sunnudaginn. Í dag kom hins vegar í ljós að Vestra hafi verið dæmdur ósigur í undanúrslitunum þar sem liðið tefldi fram ólöglegum leikmanni. Fjallað var um það hér á Vísi í seinasta mánuði þegar liði Vestra í 11. flokki var dæmdur ósigur í tveimur leikjum á tímabilinu fyrir sama brot. Formaður unglinga- og barnaráðs félagsins, Þórir Guðmundsson, sagði þá frá því að liðið hefði gert „heiðursmannasamkomulag“ við öll liðin í deildinni um að fá að nota einn leikmann sem var orðinn of gamall til að spila með flokknum. Umræddur leikmaður var orðinn einn eftir í sínum árgangi og stóð því utan hóps, og því hafi verið farin sú leið að óska eftir því að hann fengi að spila með yngri strákum á tímabilinu. Eftir að liði Vestra var dæmdur ósigur í þessum tveimur leikjum féll liðið niður um eitt sæti í deildinni og missti þar með af sæti í úrslitakeppninni. Kvörtun hafði borist frá Tindastóli til KKÍ og Tindastóll fékk sæti í úrslitakeppninni. Í kjölfarið dró Tindastóll lið sitt hins vegar úr keppni vegna samskiptaleysis innan félagsins og Vestri fékk sætið aftur. „Reglugerð KKÍ um körfuknattleiksmót gildi ekki um alla leiki“ Lið Vestra mætti því til leiks í úrslitakeppni 2. deildar 11. flokks og mætti liði Stjörnunnar í undanúrslitum þann 30. apríl síðastliðinn. Vestri vann leikinn með 15 stiga mun og því var úrslitaleikur gegn Ármanni fram undan. Leikur Vestra og Ármanns átti að fara fram á sunnudaginn, en aðeins sólarhring áður en lið Vestra ætlaði sér að leggja af stað frá Ísafirði suður til Reykjavíkur barst hins vegar tilkynning frá KKÍ þess efnis að Vestra hafi verið dæmdur ósigur í undanúrslitaleiknum vegna þess að félagið hafi notað ólöglegan leikmann í leiknum og liðið því úr leik. Vestri greindi frá þessu á Facebook-síðu sinni í dag þar sem kemur fram að félagið hafi haft samband við forsvarsmenn Stjörnunnar fyrir úrslitaleikinn og þeir ekki gert athugasemd við það að Ísafjarðarliðið myndi nota einn eldri leikmann. Sömuleiðis kemur fram að mótastjórn KKÍ hafi verið látin vita að Vestri ætlaði sér að nota ólöglegan leikmann og að starfsmaður mótastjórnar hafi sagt að KKÍ myndi ekki aðhafast nema til kæmi kæra eða ábending vegna þessa. Forráðamenn Vestra hafi svo sent inn svipaða fyrirspurn til KKÍ fyrir úrslitaleikinn sem liðið átti að spila á sunnudaginn, en í þetta sinn hafi svörin verið önnur. „Sami háttur var hafður á fyrir úrslitaleikinn eins og með undanúrslitaleikinn. Andstæðingar voru beðnir um leyfi til að umræddur leikmaður fengi að spila úrslitaleikinn og var það samþykkt fúslega. Aftur var haft samband við mótastjórn KKÍ og spurt hvort þeir myndu gera athugasemdir við að umræddur leikmaður spilaði leikinn. En nú bar við annan tón og KKÍ sagði það ekki leyfilegt skv. reglugerð um körfuknattleiksmót. Við höfum ítrekað óskað eftir svörum hver sé munurinn á undanúrslitaleiknum og úrslitaleiknum en ekki fengið svör. Í dag, 48 klukkustundum fyrir fyrirhugaðan úrslitaleik, fengum við síðan upplýsingar um að Vestra hefði verið dæmt 20-0 tap í undanúrslitaleiknum og væri því ekki í úrslitum,“ segir í yfirlýsingu Vestra. „Fyrir okkur í Vestra horfir þetta þannig við að reglugerð KKÍ um körfuknattleiksmót gildi ekki um alla leiki og það er okkur óskiljanlegt. Það var ekkert því til fyrirstöðu að Vestri myndi mæta í úrslitaleikinn með sama lið og í alla aðra leiki vetrarins, nema KKÍ.“ „Við í kkd. Vestra erum sár og svekkt vegna þessara málaloka. Sárast í þessu öllu er að vegna ósamræmis í vinnubrögðum KKÍ fá strákarnir okkar sem voru búnir að vinna sér inn sæti í úrslitum ekki að spila úrslitaleikinn á sunnudaginn!“ segir að lokum í yfirlýsingunni. „Ég er mjög hugsi og bálreið yfir tíðindum dagsins í dag“ Sigrún Pálmadóttir, móðir umrædds ólöglega leikmanns, tjáði sig einnig um málið á Facebook-síðu sinni í dag. Þar segist hún bálreið yfir þessari ákvörðun KKÍ og furðar sig á því að fyrst að hún var á annað borð tekin, af hverju hún hafi ekki verið tekin fyrr. „Ég er mjög hugsi og bálreið yfir tíðindum dagsins í dag,“ eru upphafsorð færslu Sigrúnar. „Hvernig má það vera að KKÍ tilkynni það einum sólarhring áður en 11. flokkur Vestra kk leggur af stað til Reykjavíkur til að spila úrslitaleik í sínum riðli, að þeir dæmi Vestra ósigur í sigruðum leik sem fór fram 30. apríl! Var ekki hægt að gera þetta strax eða sleppa þessu, vera mannlegur og bera hag unga fólksins okkar í brjósti, hver er ástæða þess að leggja þurfi þennan tilfinningarússíbana á ungmennin korter í leik? EINSTAKLEGA ÓSMEKKLEGT AF HÁLFU KKÍ sem á að standa vörð um iðkendur sína. Vestri kom hreint fram frá upphafi, er það í alvöru málið að það sé betra að villa á sér heimildir og koma fram undir fölsku flaggi?“ Í samtali við Vísi sagði Sigrún einnig frá því að henni þyki tímasetningin af hálfu KKÍ í besta falli afleit og að ákvörðunin hafi ekki komið í kjölfar þess að Stjarnan, eða annað félag, hafi sent kvörtun inn til sambandsins. „Þetta virðist vera bara eitthvað sem KKÍ er að taka upp hjá sjálfu sér. Þetta lítur að minnsta kosti þannig út, en okkur finnst tímasetningin vera afleit,“ sagði Sigrún. „Ef að þetta var málið, að það ætti ekki að leyfa þetta, af hverju var þá ekki hægt að gefa það strax út í enda apríl þegar þeir unnu undanúrslitaleikinn? Af hverju er það gert sólarhring áður en þeir ætla að leggja af stað í leikinn? Búnir að vera að æfa í tvær vikur. Þetta er svo ljótt að gera ungu fólki þetta. Það er hægt að gera þetta á mun faglegri og betri hátt.“ KKÍ þurfi að fara að hysja upp um sig buxurnar Þá segir Sigrún einnig að margir í kringum liðið hafi nú þegar verið búnir að leggja út mikinn kostnað fyrir leikinn. „Það er búið að bóka hótel og borga bíla og ýmislegt annað. Það eru einhverjir foreldrar þessara drengja sem eru nú þegar komnir til Reykjavíkur. Þannig að fólk er að leggja út ýmsan kostnað.“ „Það að vera að koma með þessa niðurstöðu á þessum tímapunkti. Það hefði verið hægt að koma með þetta mikið fyrr og á mikið faglegri og betri hátt. Það er það sem við erum að gagnrýna. Að það sé verið að láta þessa drengi fara í gegnum svona fáránlega spennu og tilfinningarússíbana sem var algjör óþarfi.“ „Nú þarf bara KKÍ að fara að hysja upp um sig og koma með eitthvað regluverk eins og er til annars staðar í heiminum. Að þú getir bara sótt um leyfi hjá þeim því þetta er ekkert að fara að breytast úti á landi,“ sagði Sigrún og á þá við að mörg lið í minni bæjarfélögum eigi oft erfitt með að manna lið sín með börnum sem eru öll jafnaldrar. Veikindi leikmannsins ekki aðalatriðið Í færslu sinni segir Sigrún einnig frá því að sonur hennar, sem er þessi umræddi ólöglegi leikmaður, hafi hægt og örugglega verið að vinna sig upp úr lífshættulegum veikindum. „Ekki var verið að sækjast eftir því að fá vorkunn eða sérmeðferð út á veikindin heldur bara að benda á að þetta eru slæm vinnubrögð og að aðgát skal höfð í nærveru sálar, sér í lagi þegar ungir óharðnaðir einstaklingar eiga í hlut og mikilvægi þess að börn og unglingar fái að stunda sína tómstund hvar sem þau eiga heima,“ sagði Sigrún að lokum. Vestri Tengdar fréttir „Veit að strákarnir í flokknum hjá Tindastóli eru miður sín yfir þessu“ „Ég var eiginlega bara í sjokki og átti bara síst von á þessu, að það væri einhver sem færi og gengi á bak orða sinna,“ segir Þórir Guðmundsson, formaður barna- og unglingaráðs körfuknattleiksdeildar Vestra, eftir að Tindastóll sendi formlega kvörtun inn til KKÍ vegna þess að Vestri hafði notað ólöglegan leikmann í leikjum liðanna í 11. flokki karla. 26. apríl 2023 10:31 Tindastóll dregur 11. flokk úr úrslitakeppni vegna samskiptaleysis Körfuknattleiksdeild Tindastóls hefur ákveðið að draga lið sitt úr úrslitakeppni Íslandsmótsins í 11. flokki karla í körfubolta vegna samskiptaleysis milli aðila innan félagsins. 25. apríl 2023 22:35 „Velti fyrir mér virði heiðursmannasamkomulags“ Vestra verður að öllum líkindum dæmdur ósigur í tveimur leikjum félagsins í 11. flokki karla í körfubolta eftir að liðið notaði leikmann sem var of gamall til að spila í flokknum. Félagið hafði hins vegar fengið samþykki allra annarra liða í deildinni fyrir því að nota leikmanninn. 25. apríl 2023 20:58 Mest lesið Danir óstöðvandi Handbolti „Hjá þessu félagi þarftu að vinna alla leiki“ Fótbolti Orri Steinn kom ekki við sögu í tapi Sociedad Fótbolti „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ Körfubolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti „Þeir voru pottþétt að spara“ Handbolti „Erum í þessu til þess að vinna“ Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Körfubolti Loks vann Tottenham Fótbolti Bruno til bjargar Fótbolti Fleiri fréttir „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ „Erum í þessu til þess að vinna“ Uppgjörið: Álftanes - KR 111-100 | Langþráður heimasigur hjá Álftanesi Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 99-75 | Stjarnan aftur á sigurbraut Uppgjörið: Njarðvík - Höttur 110-101 | Grænir unnið fjóra í röð Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 72-80 | Mikilvægur sigur gestanna Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Bragi heim frá Bandaríkjunum Ætla þeir þá að segjast hafa verið að grínast? Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Sjá meira
Fjallað var um það hér á Vísi í seinasta mánuði þegar liði Vestra í 11. flokki var dæmdur ósigur í tveimur leikjum á tímabilinu fyrir sama brot. Formaður unglinga- og barnaráðs félagsins, Þórir Guðmundsson, sagði þá frá því að liðið hefði gert „heiðursmannasamkomulag“ við öll liðin í deildinni um að fá að nota einn leikmann sem var orðinn of gamall til að spila með flokknum. Umræddur leikmaður var orðinn einn eftir í sínum árgangi og stóð því utan hóps, og því hafi verið farin sú leið að óska eftir því að hann fengi að spila með yngri strákum á tímabilinu. Eftir að liði Vestra var dæmdur ósigur í þessum tveimur leikjum féll liðið niður um eitt sæti í deildinni og missti þar með af sæti í úrslitakeppninni. Kvörtun hafði borist frá Tindastóli til KKÍ og Tindastóll fékk sæti í úrslitakeppninni. Í kjölfarið dró Tindastóll lið sitt hins vegar úr keppni vegna samskiptaleysis innan félagsins og Vestri fékk sætið aftur. „Reglugerð KKÍ um körfuknattleiksmót gildi ekki um alla leiki“ Lið Vestra mætti því til leiks í úrslitakeppni 2. deildar 11. flokks og mætti liði Stjörnunnar í undanúrslitum þann 30. apríl síðastliðinn. Vestri vann leikinn með 15 stiga mun og því var úrslitaleikur gegn Ármanni fram undan. Leikur Vestra og Ármanns átti að fara fram á sunnudaginn, en aðeins sólarhring áður en lið Vestra ætlaði sér að leggja af stað frá Ísafirði suður til Reykjavíkur barst hins vegar tilkynning frá KKÍ þess efnis að Vestra hafi verið dæmdur ósigur í undanúrslitaleiknum vegna þess að félagið hafi notað ólöglegan leikmann í leiknum og liðið því úr leik. Vestri greindi frá þessu á Facebook-síðu sinni í dag þar sem kemur fram að félagið hafi haft samband við forsvarsmenn Stjörnunnar fyrir úrslitaleikinn og þeir ekki gert athugasemd við það að Ísafjarðarliðið myndi nota einn eldri leikmann. Sömuleiðis kemur fram að mótastjórn KKÍ hafi verið látin vita að Vestri ætlaði sér að nota ólöglegan leikmann og að starfsmaður mótastjórnar hafi sagt að KKÍ myndi ekki aðhafast nema til kæmi kæra eða ábending vegna þessa. Forráðamenn Vestra hafi svo sent inn svipaða fyrirspurn til KKÍ fyrir úrslitaleikinn sem liðið átti að spila á sunnudaginn, en í þetta sinn hafi svörin verið önnur. „Sami háttur var hafður á fyrir úrslitaleikinn eins og með undanúrslitaleikinn. Andstæðingar voru beðnir um leyfi til að umræddur leikmaður fengi að spila úrslitaleikinn og var það samþykkt fúslega. Aftur var haft samband við mótastjórn KKÍ og spurt hvort þeir myndu gera athugasemdir við að umræddur leikmaður spilaði leikinn. En nú bar við annan tón og KKÍ sagði það ekki leyfilegt skv. reglugerð um körfuknattleiksmót. Við höfum ítrekað óskað eftir svörum hver sé munurinn á undanúrslitaleiknum og úrslitaleiknum en ekki fengið svör. Í dag, 48 klukkustundum fyrir fyrirhugaðan úrslitaleik, fengum við síðan upplýsingar um að Vestra hefði verið dæmt 20-0 tap í undanúrslitaleiknum og væri því ekki í úrslitum,“ segir í yfirlýsingu Vestra. „Fyrir okkur í Vestra horfir þetta þannig við að reglugerð KKÍ um körfuknattleiksmót gildi ekki um alla leiki og það er okkur óskiljanlegt. Það var ekkert því til fyrirstöðu að Vestri myndi mæta í úrslitaleikinn með sama lið og í alla aðra leiki vetrarins, nema KKÍ.“ „Við í kkd. Vestra erum sár og svekkt vegna þessara málaloka. Sárast í þessu öllu er að vegna ósamræmis í vinnubrögðum KKÍ fá strákarnir okkar sem voru búnir að vinna sér inn sæti í úrslitum ekki að spila úrslitaleikinn á sunnudaginn!“ segir að lokum í yfirlýsingunni. „Ég er mjög hugsi og bálreið yfir tíðindum dagsins í dag“ Sigrún Pálmadóttir, móðir umrædds ólöglega leikmanns, tjáði sig einnig um málið á Facebook-síðu sinni í dag. Þar segist hún bálreið yfir þessari ákvörðun KKÍ og furðar sig á því að fyrst að hún var á annað borð tekin, af hverju hún hafi ekki verið tekin fyrr. „Ég er mjög hugsi og bálreið yfir tíðindum dagsins í dag,“ eru upphafsorð færslu Sigrúnar. „Hvernig má það vera að KKÍ tilkynni það einum sólarhring áður en 11. flokkur Vestra kk leggur af stað til Reykjavíkur til að spila úrslitaleik í sínum riðli, að þeir dæmi Vestra ósigur í sigruðum leik sem fór fram 30. apríl! Var ekki hægt að gera þetta strax eða sleppa þessu, vera mannlegur og bera hag unga fólksins okkar í brjósti, hver er ástæða þess að leggja þurfi þennan tilfinningarússíbana á ungmennin korter í leik? EINSTAKLEGA ÓSMEKKLEGT AF HÁLFU KKÍ sem á að standa vörð um iðkendur sína. Vestri kom hreint fram frá upphafi, er það í alvöru málið að það sé betra að villa á sér heimildir og koma fram undir fölsku flaggi?“ Í samtali við Vísi sagði Sigrún einnig frá því að henni þyki tímasetningin af hálfu KKÍ í besta falli afleit og að ákvörðunin hafi ekki komið í kjölfar þess að Stjarnan, eða annað félag, hafi sent kvörtun inn til sambandsins. „Þetta virðist vera bara eitthvað sem KKÍ er að taka upp hjá sjálfu sér. Þetta lítur að minnsta kosti þannig út, en okkur finnst tímasetningin vera afleit,“ sagði Sigrún. „Ef að þetta var málið, að það ætti ekki að leyfa þetta, af hverju var þá ekki hægt að gefa það strax út í enda apríl þegar þeir unnu undanúrslitaleikinn? Af hverju er það gert sólarhring áður en þeir ætla að leggja af stað í leikinn? Búnir að vera að æfa í tvær vikur. Þetta er svo ljótt að gera ungu fólki þetta. Það er hægt að gera þetta á mun faglegri og betri hátt.“ KKÍ þurfi að fara að hysja upp um sig buxurnar Þá segir Sigrún einnig að margir í kringum liðið hafi nú þegar verið búnir að leggja út mikinn kostnað fyrir leikinn. „Það er búið að bóka hótel og borga bíla og ýmislegt annað. Það eru einhverjir foreldrar þessara drengja sem eru nú þegar komnir til Reykjavíkur. Þannig að fólk er að leggja út ýmsan kostnað.“ „Það að vera að koma með þessa niðurstöðu á þessum tímapunkti. Það hefði verið hægt að koma með þetta mikið fyrr og á mikið faglegri og betri hátt. Það er það sem við erum að gagnrýna. Að það sé verið að láta þessa drengi fara í gegnum svona fáránlega spennu og tilfinningarússíbana sem var algjör óþarfi.“ „Nú þarf bara KKÍ að fara að hysja upp um sig og koma með eitthvað regluverk eins og er til annars staðar í heiminum. Að þú getir bara sótt um leyfi hjá þeim því þetta er ekkert að fara að breytast úti á landi,“ sagði Sigrún og á þá við að mörg lið í minni bæjarfélögum eigi oft erfitt með að manna lið sín með börnum sem eru öll jafnaldrar. Veikindi leikmannsins ekki aðalatriðið Í færslu sinni segir Sigrún einnig frá því að sonur hennar, sem er þessi umræddi ólöglegi leikmaður, hafi hægt og örugglega verið að vinna sig upp úr lífshættulegum veikindum. „Ekki var verið að sækjast eftir því að fá vorkunn eða sérmeðferð út á veikindin heldur bara að benda á að þetta eru slæm vinnubrögð og að aðgát skal höfð í nærveru sálar, sér í lagi þegar ungir óharðnaðir einstaklingar eiga í hlut og mikilvægi þess að börn og unglingar fái að stunda sína tómstund hvar sem þau eiga heima,“ sagði Sigrún að lokum.
Vestri Tengdar fréttir „Veit að strákarnir í flokknum hjá Tindastóli eru miður sín yfir þessu“ „Ég var eiginlega bara í sjokki og átti bara síst von á þessu, að það væri einhver sem færi og gengi á bak orða sinna,“ segir Þórir Guðmundsson, formaður barna- og unglingaráðs körfuknattleiksdeildar Vestra, eftir að Tindastóll sendi formlega kvörtun inn til KKÍ vegna þess að Vestri hafði notað ólöglegan leikmann í leikjum liðanna í 11. flokki karla. 26. apríl 2023 10:31 Tindastóll dregur 11. flokk úr úrslitakeppni vegna samskiptaleysis Körfuknattleiksdeild Tindastóls hefur ákveðið að draga lið sitt úr úrslitakeppni Íslandsmótsins í 11. flokki karla í körfubolta vegna samskiptaleysis milli aðila innan félagsins. 25. apríl 2023 22:35 „Velti fyrir mér virði heiðursmannasamkomulags“ Vestra verður að öllum líkindum dæmdur ósigur í tveimur leikjum félagsins í 11. flokki karla í körfubolta eftir að liðið notaði leikmann sem var of gamall til að spila í flokknum. Félagið hafði hins vegar fengið samþykki allra annarra liða í deildinni fyrir því að nota leikmanninn. 25. apríl 2023 20:58 Mest lesið Danir óstöðvandi Handbolti „Hjá þessu félagi þarftu að vinna alla leiki“ Fótbolti Orri Steinn kom ekki við sögu í tapi Sociedad Fótbolti „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ Körfubolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti „Þeir voru pottþétt að spara“ Handbolti „Erum í þessu til þess að vinna“ Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Körfubolti Loks vann Tottenham Fótbolti Bruno til bjargar Fótbolti Fleiri fréttir „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ „Erum í þessu til þess að vinna“ Uppgjörið: Álftanes - KR 111-100 | Langþráður heimasigur hjá Álftanesi Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 99-75 | Stjarnan aftur á sigurbraut Uppgjörið: Njarðvík - Höttur 110-101 | Grænir unnið fjóra í röð Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 72-80 | Mikilvægur sigur gestanna Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Bragi heim frá Bandaríkjunum Ætla þeir þá að segjast hafa verið að grínast? Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Sjá meira
„Veit að strákarnir í flokknum hjá Tindastóli eru miður sín yfir þessu“ „Ég var eiginlega bara í sjokki og átti bara síst von á þessu, að það væri einhver sem færi og gengi á bak orða sinna,“ segir Þórir Guðmundsson, formaður barna- og unglingaráðs körfuknattleiksdeildar Vestra, eftir að Tindastóll sendi formlega kvörtun inn til KKÍ vegna þess að Vestri hafði notað ólöglegan leikmann í leikjum liðanna í 11. flokki karla. 26. apríl 2023 10:31
Tindastóll dregur 11. flokk úr úrslitakeppni vegna samskiptaleysis Körfuknattleiksdeild Tindastóls hefur ákveðið að draga lið sitt úr úrslitakeppni Íslandsmótsins í 11. flokki karla í körfubolta vegna samskiptaleysis milli aðila innan félagsins. 25. apríl 2023 22:35
„Velti fyrir mér virði heiðursmannasamkomulags“ Vestra verður að öllum líkindum dæmdur ósigur í tveimur leikjum félagsins í 11. flokki karla í körfubolta eftir að liðið notaði leikmann sem var of gamall til að spila í flokknum. Félagið hafði hins vegar fengið samþykki allra annarra liða í deildinni fyrir því að nota leikmanninn. 25. apríl 2023 20:58