Brotið á dýri sem háði tveggja tíma dauðastríð Sunna Sæmundsdóttir skrifar 12. maí 2023 19:26 Hér hefur kýrin þegar verið hæfð tvisvar sinnum með skutul. Hún var hæfð fjórum sinnum á tveimur klukkustundum. Vísi/Skjáskot Á eftirlitsmyndbandi Matvælastofnunar sést tveggja klukkustunda langt dauðastríð langreyðar sem hæfa þurfti fjórum sinnum með skutlum. Formaður Dýralæknafélags Íslands telur ljóst að lög um dýravelferð hafi verið brotin og vandséð að hægt verði að komast hjá því við veiðarnar. Myndbandið var tekið upp af eftirlitsmanni á vegum Matvælastofnunar og birti Heimildin fyrst hluta þeirra í dag. Kýrin sem sést í þessu tiltekna myndbandi er ein tveggja sem þurfti að skjóta með fjórum sprengiskutlum til þess að aflífa. Á tímastimplum sést að dauðastríðið stóð yfir í tvær klukkustundir og í skýrslu Matvælastofnunar segir að dýrið hafi líklega upplifað miklar þjáningar á þeim tíma. Í myndbandinu sem sést í meðfylgjandi frétt sést blóðpollur myndast í kringum dýrið sem kemur reglulega upp og blæs og er skotið. Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra, ítrekaði í dag að ekki stæði til að afturkalla veiðileyfi Hvals hf. fyrir vertíðina sem nú er fram undan. Bára Eyfjörð Heimisdóttir, formaður Dýralæknafélags Íslands fordæmir það og telur ljóst að brotið sé gegn lögum um dýravelferð „Mér finnst mjög sérstakt að það hafi engar afleiðingar. Þeir skulu bara fara aftur út og veiða og ég skil ekki alveg hvernig það getur gengið ef við hugsum um velferð dýranna,“ segir Bára. Hún segir ljóst að dýrið hafi upplifað mikinn sárauka og mikla streitu að þetta fyrirkomulag yrði ekki liðið við aflífun annarra spendýra. Bára segir vandséð að veiðin geti yfir höfuð uppfyllt lagakröfur. Undarlegt sé að fara inn í vertíðina með þessi gögn fyrirliggjandi. „Ef við gerum þetta eins, og með þessum hætti, og það eru um þrjátíu prósent dýranna að líða miklar þjáningar er enginn vafi á því að við erum að brjóta gegn velferð dýra.“ Hvalveiðar Hvalir Dýraheilbrigði Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin Innlent Fleiri fréttir „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Sjá meira
Myndbandið var tekið upp af eftirlitsmanni á vegum Matvælastofnunar og birti Heimildin fyrst hluta þeirra í dag. Kýrin sem sést í þessu tiltekna myndbandi er ein tveggja sem þurfti að skjóta með fjórum sprengiskutlum til þess að aflífa. Á tímastimplum sést að dauðastríðið stóð yfir í tvær klukkustundir og í skýrslu Matvælastofnunar segir að dýrið hafi líklega upplifað miklar þjáningar á þeim tíma. Í myndbandinu sem sést í meðfylgjandi frétt sést blóðpollur myndast í kringum dýrið sem kemur reglulega upp og blæs og er skotið. Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra, ítrekaði í dag að ekki stæði til að afturkalla veiðileyfi Hvals hf. fyrir vertíðina sem nú er fram undan. Bára Eyfjörð Heimisdóttir, formaður Dýralæknafélags Íslands fordæmir það og telur ljóst að brotið sé gegn lögum um dýravelferð „Mér finnst mjög sérstakt að það hafi engar afleiðingar. Þeir skulu bara fara aftur út og veiða og ég skil ekki alveg hvernig það getur gengið ef við hugsum um velferð dýranna,“ segir Bára. Hún segir ljóst að dýrið hafi upplifað mikinn sárauka og mikla streitu að þetta fyrirkomulag yrði ekki liðið við aflífun annarra spendýra. Bára segir vandséð að veiðin geti yfir höfuð uppfyllt lagakröfur. Undarlegt sé að fara inn í vertíðina með þessi gögn fyrirliggjandi. „Ef við gerum þetta eins, og með þessum hætti, og það eru um þrjátíu prósent dýranna að líða miklar þjáningar er enginn vafi á því að við erum að brjóta gegn velferð dýra.“
Hvalveiðar Hvalir Dýraheilbrigði Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin Innlent Fleiri fréttir „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Sjá meira