„Það er eiginlega ólýsanlegt hvað þetta er gaman“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 12. maí 2023 12:00 Pétur Rúnar segir það forréttindi að spila leiki sem þessa. Vísir/Bára Dröfn „Bara vel held ég, við mættum ekki alveg nógu klárir í leik tvö og held að menn séu spenntir að mæta í fulla Origo-höll og jafnvel sýna betri leik heldur en síðast,“ sagði Pétur Rúnar Birgisson, leikmaður Tindastóls, um leikinn gegn Val í úrslitum Subway-deildar karla í körfubolta í kvöld. Valur tekur á móti Tindastól í leik þrjú í úrslitaeinvíginu. Staðan er 1-1 eftir tvo hörkuleiki og ljóst er að færri komast að en vilja. Pétur Rúnar hefur verið frábær í einvíginu og tók Vísir púlsinn á honum fyrir stórleik kvöldsins. „Þetta er gjörsamlega geggjað. Heima, ég er að mæta einum og hálfum tíma fyrir leik en þá er fólk þegar mætt að syngja. Það er eiginlega ólýsanlegt hvað þetta er gaman. Svo í Origo-höllinni er röð langt út á götu. Þetta er ólýsanleg tilfinning og mikil forréttindi að fá að taka þátt í þessu,“ sagði Pétur Rúnar um stemninguna í úrslitaeinvíginu. Hann býst við svipaðri stemningu í kvöld og hrósaði stuðningsfólki Tindastóls í hástert. „Eru búin að vera gjörsamlega geggjuð. Ég býst við engu öðru í kvöld en þau haldi því áfram. Syngi, tralli og hafi gaman, og Valsarar líka.“ Hvað má betur fara „Helst hvað við vorum langt frá þeim eiginlega allan tímann. Þurfum að vera töluvert betri varnarlega og ekki leyfa þeim að hafa þetta svona þægilegt eins og þeir höfðu það lungann úr leik tvö,“ sagði Pétur Rúnar aðspurður hvað mætti betur fara. „Við vorum betri í leik eitt, þeir voru betri í leik tvö. Við viljum gera svipaða hluti og í leik eitt aftur og þeir svipaða hluti og í leik tvö. Þetta verður fróðlegur leikur og spennandi að sjá hverjir verða yfir.“ Liðin eingöngu unnið á útivelli Valur og Tindastóll hafa mæst tvívegis í deildarkeppni og nú tvisvar í úrslitakeppni. Bæði lið hafa unnið tvo leiki og það sem meira er, bæði lið hafa unnið sína sigra á útivelli. „Við ætlum okkur að reyna halda því munstri á lofti. Erum klárir í hörkuleik í kvöld.“ Leikur kvöldsins hefst kl. 19.15 og er sýndur beint á Stöð 2 Sport. Upphitun hefst 18.30 og Körfuboltakvöld er á sínum stað að leik loknum. Körfubolti Subway-deild karla Tindastóll Tengdar fréttir Olnbogarnir sem hafa komið Drungilas í kast við körfuboltalögin Allra augu í Síkinu í kvöld verða eflaust á Adomas Drungilas þegar Tindastóll tekur á móti Val í öðrum leik liðanna í úrslitum um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta. 9. maí 2023 13:56 „Drungilas er gríðarlega heppinn“ Teitur Örlygsson, sérfræðingur Subway Körfuboltakvölds, segir að Adomas Drungilas, leikmaður Tindastóls, geti prísað sig sælan að sleppa við leikbann fyrir að slá Kristófer Acox, leikmann Vals, í fyrsta leik liðanna í úrslitum um Íslandsmeistaratitilinn. 9. maí 2023 11:30 Ítalskur níðsöngur á Hlíðarenda Það er alþekkt að stuðningsfólk íþróttaliða syngi söngva til að styðja lið sitt og jafnvel til að ögra andstæðingnum. Það er þekkt að sama laglínan fari landanna á milli en það er þó sjaldan sem það er fréttnæmt, fyrr en nú. 9. maí 2023 09:02 Mest lesið Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Sjá meira
Valur tekur á móti Tindastól í leik þrjú í úrslitaeinvíginu. Staðan er 1-1 eftir tvo hörkuleiki og ljóst er að færri komast að en vilja. Pétur Rúnar hefur verið frábær í einvíginu og tók Vísir púlsinn á honum fyrir stórleik kvöldsins. „Þetta er gjörsamlega geggjað. Heima, ég er að mæta einum og hálfum tíma fyrir leik en þá er fólk þegar mætt að syngja. Það er eiginlega ólýsanlegt hvað þetta er gaman. Svo í Origo-höllinni er röð langt út á götu. Þetta er ólýsanleg tilfinning og mikil forréttindi að fá að taka þátt í þessu,“ sagði Pétur Rúnar um stemninguna í úrslitaeinvíginu. Hann býst við svipaðri stemningu í kvöld og hrósaði stuðningsfólki Tindastóls í hástert. „Eru búin að vera gjörsamlega geggjuð. Ég býst við engu öðru í kvöld en þau haldi því áfram. Syngi, tralli og hafi gaman, og Valsarar líka.“ Hvað má betur fara „Helst hvað við vorum langt frá þeim eiginlega allan tímann. Þurfum að vera töluvert betri varnarlega og ekki leyfa þeim að hafa þetta svona þægilegt eins og þeir höfðu það lungann úr leik tvö,“ sagði Pétur Rúnar aðspurður hvað mætti betur fara. „Við vorum betri í leik eitt, þeir voru betri í leik tvö. Við viljum gera svipaða hluti og í leik eitt aftur og þeir svipaða hluti og í leik tvö. Þetta verður fróðlegur leikur og spennandi að sjá hverjir verða yfir.“ Liðin eingöngu unnið á útivelli Valur og Tindastóll hafa mæst tvívegis í deildarkeppni og nú tvisvar í úrslitakeppni. Bæði lið hafa unnið tvo leiki og það sem meira er, bæði lið hafa unnið sína sigra á útivelli. „Við ætlum okkur að reyna halda því munstri á lofti. Erum klárir í hörkuleik í kvöld.“ Leikur kvöldsins hefst kl. 19.15 og er sýndur beint á Stöð 2 Sport. Upphitun hefst 18.30 og Körfuboltakvöld er á sínum stað að leik loknum.
Körfubolti Subway-deild karla Tindastóll Tengdar fréttir Olnbogarnir sem hafa komið Drungilas í kast við körfuboltalögin Allra augu í Síkinu í kvöld verða eflaust á Adomas Drungilas þegar Tindastóll tekur á móti Val í öðrum leik liðanna í úrslitum um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta. 9. maí 2023 13:56 „Drungilas er gríðarlega heppinn“ Teitur Örlygsson, sérfræðingur Subway Körfuboltakvölds, segir að Adomas Drungilas, leikmaður Tindastóls, geti prísað sig sælan að sleppa við leikbann fyrir að slá Kristófer Acox, leikmann Vals, í fyrsta leik liðanna í úrslitum um Íslandsmeistaratitilinn. 9. maí 2023 11:30 Ítalskur níðsöngur á Hlíðarenda Það er alþekkt að stuðningsfólk íþróttaliða syngi söngva til að styðja lið sitt og jafnvel til að ögra andstæðingnum. Það er þekkt að sama laglínan fari landanna á milli en það er þó sjaldan sem það er fréttnæmt, fyrr en nú. 9. maí 2023 09:02 Mest lesið Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Sjá meira
Olnbogarnir sem hafa komið Drungilas í kast við körfuboltalögin Allra augu í Síkinu í kvöld verða eflaust á Adomas Drungilas þegar Tindastóll tekur á móti Val í öðrum leik liðanna í úrslitum um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta. 9. maí 2023 13:56
„Drungilas er gríðarlega heppinn“ Teitur Örlygsson, sérfræðingur Subway Körfuboltakvölds, segir að Adomas Drungilas, leikmaður Tindastóls, geti prísað sig sælan að sleppa við leikbann fyrir að slá Kristófer Acox, leikmann Vals, í fyrsta leik liðanna í úrslitum um Íslandsmeistaratitilinn. 9. maí 2023 11:30
Ítalskur níðsöngur á Hlíðarenda Það er alþekkt að stuðningsfólk íþróttaliða syngi söngva til að styðja lið sitt og jafnvel til að ögra andstæðingnum. Það er þekkt að sama laglínan fari landanna á milli en það er þó sjaldan sem það er fréttnæmt, fyrr en nú. 9. maí 2023 09:02