Google kynnti langlokusíma, gervigreind og fleira Samúel Karl Ólason skrifar 11. maí 2023 16:02 Pixel Fold is er fyrsti langlokusími Google. AP/Jeff Chiu Forsvarsmenn Google kynntu í gær fyrsta langlokusíma fyrirtækisins, nýjan Pixel síma og sömuleiðis nýja spjaldtölvu. Þá var kynnt nýtt Android stýrikerfi sem notað er í fjölmörgum snjallsímum og spjaldtölvum í heiminum. Kynning fyrirtækisins í gær snerist þar að auki að miklu leyti um gervigreind og spjallþjarka eins og Bard. Hér að neðan er stiklað á stóru yfir hvað kynnt var í gær. Áhugasamir geta fundið frekari upplýsingar á vef Google. Pixel Fold er nýr sími frá Google sem er samanbrjótanlegur, svokallaður langlokusími. Ytri skjár símans er 5,8 tommur en ef hann er opnaður er þar 7,6 tommu skjár. Þetta er fyrsti langlokusími Google en samkvæmt netverslun fyrirtækisins kostar hann 1.799 dali. Það samsvarar um 250 þúsund krónum. Google kynnti einnig Pixel 7A sem er ódýrari útgáfa af Pixel 7. Hann kostar 499 dali, sem samsvarar um sjötíu þúsund krónum. Pixel Tablet byggir á nýrri hönnun og er sérstaklega þróuð til að stýra snjallvæddum heimilum. Skjár spjaldtölvunnar er ellefu tommur og rafhlaða hennar dugir í allt að tólf klukkustundir. Hún kostar 499 dali en það samsvarar um sjötíu þúsund krónum. Auk nýrra tækja fengu áhorfendur á kynningunni að sjá nýjar vendingar í þróun gervigreindar og svokallaðra mállíkana. Google er í mikilli samkeppni við Microsoft um þróun gervigreinda og hvernig innleiða megi þær í leitarvélar fyrirtækjanna. Sjá einnig: Óðagot hjá Google þar sem unnið er að nýrri leitarvél Þá var kynnt hvernig starfsmenn Google hafa unnið að því að tengja gervigreind við myndvinnslu fyrirtækisins, sem á meðal annars að gera notendum kleift að breyta myndum með lítilli fyrirhöfn. Hér að neðan má svo sjá samantekt Google yfir það helsta sem kynnt var á kynningunni í gær. Google Tækni Gervigreind Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
Hér að neðan er stiklað á stóru yfir hvað kynnt var í gær. Áhugasamir geta fundið frekari upplýsingar á vef Google. Pixel Fold er nýr sími frá Google sem er samanbrjótanlegur, svokallaður langlokusími. Ytri skjár símans er 5,8 tommur en ef hann er opnaður er þar 7,6 tommu skjár. Þetta er fyrsti langlokusími Google en samkvæmt netverslun fyrirtækisins kostar hann 1.799 dali. Það samsvarar um 250 þúsund krónum. Google kynnti einnig Pixel 7A sem er ódýrari útgáfa af Pixel 7. Hann kostar 499 dali, sem samsvarar um sjötíu þúsund krónum. Pixel Tablet byggir á nýrri hönnun og er sérstaklega þróuð til að stýra snjallvæddum heimilum. Skjár spjaldtölvunnar er ellefu tommur og rafhlaða hennar dugir í allt að tólf klukkustundir. Hún kostar 499 dali en það samsvarar um sjötíu þúsund krónum. Auk nýrra tækja fengu áhorfendur á kynningunni að sjá nýjar vendingar í þróun gervigreindar og svokallaðra mállíkana. Google er í mikilli samkeppni við Microsoft um þróun gervigreinda og hvernig innleiða megi þær í leitarvélar fyrirtækjanna. Sjá einnig: Óðagot hjá Google þar sem unnið er að nýrri leitarvél Þá var kynnt hvernig starfsmenn Google hafa unnið að því að tengja gervigreind við myndvinnslu fyrirtækisins, sem á meðal annars að gera notendum kleift að breyta myndum með lítilli fyrirhöfn. Hér að neðan má svo sjá samantekt Google yfir það helsta sem kynnt var á kynningunni í gær.
Google Tækni Gervigreind Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira