Alveg ljóst að kennt verði í MS í haust Sigurður Orri Kristjánsson skrifar 10. maí 2023 20:01 Kennarar í skólanum voru ósáttir við að heyra af mögulegum lokunum í fjölmiðlum. Vísir/Vilhelm Byggingar Menntaskólans við Sund þarfnast mikils viðhalds og loka gæti þurft skólanum í þrjú ár á framkvæmdatímanum. Formaður kennarafélags MS segir þó alveg ljóst að kennt verði við skólann í haust. Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra var gestur á fundi fjárlaganefndar í morgun þar sem menntamál voru til umræðu. Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata og fulltrúi í fjárlaganefnd, upplýsti að fram hefði komið að loka þyrfti byggingum skólans í þrjú ár. Björn sagði í samtali við fréttastofu í dag að kostnaðurinn við lagfæringarnar gæti verið á bilinu þrír til fimm milljarðar króna og vísaði til fundarins með ráðherra. Björn setti inn þessa stöðuuppfærslu í dag. Menntaskólinn við Sund hefur verið töluvert á milli tannana á fólki að undanförnu. Greint var frá því í febrúar að skólinn hafi orðið fyrir rakaskemmdum og að loka þurfi hluta af húsnæðinu vegna þeirra. Þá hefur möguleg sameining skólans við Kvennaskólann í Reykjavík vakið athygli. Björn Leví sagði við fréttastofu að það væri mikilvægt að upplýsingar um langa lokun lægju fyrir ef þær væru notaðar sem rök í umdeildum sameiningaráformum. Solveig Þórðardóttir, formaður Kennarafélags skólans segir fréttirnar hafa komið flatt upp á starfsfólk skólans. Á heimasíðu MS var birt tilkynning nú síðdegis þar sem tekinn er af allur vafi um að kennt verði í skólanum á næsta skólaári. „Við höfum allavega ekki fengið upplýsingarnar sem eru í þessari frétt. Við erum mjög ósátt. Við vitum öll að það þarf að fara í framkvæmdir á húsnæðinu. Það er enginn felurleikur með það. Það hefur komið fram og við höfum vitað það lengi. Það var farið í framkvæmdir síðasta sumar og það verður farið í framkvæmdir núna í sumar.“ Það fari fram kennsla í haust. Það liggi alveg fyrir. „Það verður svo sannarlega skólaár hér í MS og við viljum fá sem flesta til að sækja um líka.“ Mygla Skóla - og menntamál Reykjavík Framhaldsskólar Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra var gestur á fundi fjárlaganefndar í morgun þar sem menntamál voru til umræðu. Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata og fulltrúi í fjárlaganefnd, upplýsti að fram hefði komið að loka þyrfti byggingum skólans í þrjú ár. Björn sagði í samtali við fréttastofu í dag að kostnaðurinn við lagfæringarnar gæti verið á bilinu þrír til fimm milljarðar króna og vísaði til fundarins með ráðherra. Björn setti inn þessa stöðuuppfærslu í dag. Menntaskólinn við Sund hefur verið töluvert á milli tannana á fólki að undanförnu. Greint var frá því í febrúar að skólinn hafi orðið fyrir rakaskemmdum og að loka þurfi hluta af húsnæðinu vegna þeirra. Þá hefur möguleg sameining skólans við Kvennaskólann í Reykjavík vakið athygli. Björn Leví sagði við fréttastofu að það væri mikilvægt að upplýsingar um langa lokun lægju fyrir ef þær væru notaðar sem rök í umdeildum sameiningaráformum. Solveig Þórðardóttir, formaður Kennarafélags skólans segir fréttirnar hafa komið flatt upp á starfsfólk skólans. Á heimasíðu MS var birt tilkynning nú síðdegis þar sem tekinn er af allur vafi um að kennt verði í skólanum á næsta skólaári. „Við höfum allavega ekki fengið upplýsingarnar sem eru í þessari frétt. Við erum mjög ósátt. Við vitum öll að það þarf að fara í framkvæmdir á húsnæðinu. Það er enginn felurleikur með það. Það hefur komið fram og við höfum vitað það lengi. Það var farið í framkvæmdir síðasta sumar og það verður farið í framkvæmdir núna í sumar.“ Það fari fram kennsla í haust. Það liggi alveg fyrir. „Það verður svo sannarlega skólaár hér í MS og við viljum fá sem flesta til að sækja um líka.“
Mygla Skóla - og menntamál Reykjavík Framhaldsskólar Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira