Umferð hleypt á nýja veginn um Ölfus á næstu dögum Kristján Már Unnarsson skrifar 10. maí 2023 21:41 Ágúst Jakob Ólafsson er yfirverkstjóri ÍAV í Suðurlandsvegi um Ölfus. Sigurjón Ólason Nýr kafli hringvegarins milli Hveragerðis og Selfoss er að verða tilbúinn, nærri þremur mánuðum á undan áætlun, og er stefnt að því að önnur akrein síðasta áfangans verði opnuð umferð í lok vikunnar og hin akreinin í næstu viku. Í fréttum Stöðvar 2 var greint frá stöðu verksins. Íslenskir aðalverktakar hófu þennan verkáfanga fyrir þremur árum og var síðasti kaflinn malbikaður í byrjun vikunnar. Lengst af unnu um fimmtíu manns í verkinu en starfsmönnum hefur núna fækkað niður í fimmtán á lokametrunum. Horft í átt til Selfoss og Ölfusár. Kögunarhóll efst til vinstri.Sigurjón Ólason „Þetta hefur gengið vel. Við erum svona aðeins á undan áætlun,“ segir Ágúst Jakob Ólafsson, yfirverkstjóri hjá ÍAV. Þannig stóð ekki til að hleypa umferð á vegarkaflann fyrr en í ágúst. Núna er séð að það gerist tveimur til þremur mánuðum fyrr. Örfá viðvik eru eftir áður en hægt verður að opna, eins og að ganga frá víravegriðum, setja upp síðustu umferðarskiltin og mála yfirborðsmerkingar á akbrautina. Við Kotströnd verða akstursgöng undir veginn.Sigurjón Ólason „Væntanlega opnum við akgreinina hérna til Reykjavíkur, frá Selfossi til Reykjavíkur, vonandi seinni partinn í vikunni, föstudag – laugardag, eitthvað svoleiðis.“ Í næstu viku verður svo opnað í hina áttina. „Seinni partinn í næstu viku, það ætti að vera hægt,“ segir yfirverkstjórinn. Útskot með ljósastaurum skammt austan Kotstrandar verða fyrir umferðareftirlit.Sigurjón Ólason Og síðar í mánuðum er svo stefnt á formlega borðaklippingu. Nýir vegir eru samtals 12,4 kílómetra langir. Af þeim eru þó aðeins 7,2 kílómetrar á hringveginum, 5,2 kílómetrar eru nýir sveitavegir og þangað fer traktorsumferðin. „Nú er kominn sérvegur sem heitir Ölfusvegur, frá Hveragerði og inn á Selfoss, fyrir hægari umferð. Og líka fyrir gangandi og hjólandi. Það eru sérakreinar fyrir gangandi og hjólandi.“ Nýr sveitavegur, Ölfusvegur, ásamt nýrri brú yfir Gljúfurá hjá Gljúfurárholti.Sigurjón Ólason Gatnamótum inn á hringveginn mun snarfækka. Lykilatriðið er bætt umferðaröryggi. „Stóreykur öryggið. Nú eru orðnar aðskildar leiðir hérna, aðskildar akreinar. Nú eru komnar hérna bæði brýr og undirgöng, bæði fyrir menn og dýr. Tvenn reiðgöng og fimm brýr, þar af eru tvær vegbrýr sem eru fyrir mislæg gatnamót. Þannig að þetta stóreykur öryggi,“ segir Ágúst Jakob Ólafsson, yfirverkstjóri ÍAV. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Vegagerð Samgöngur Umferðaröryggi Ölfus Hveragerði Árborg Ný Ölfusárbrú Tengdar fréttir Verktakar frá Þýskalandi, Japan og Spáni vilja smíða Ölfusárbrú Verktakar frá Þýskalandi, Japan og Spáni eru í hópi þeirra sem óskuðu formlega eftir því í dag að fá að smíða nýja Ölfusárbrú við Selfoss. Vegagerðin stefnir að því að klára verksamning fyrir loks árs. 18. apríl 2023 22:00 Nýtt hringtorg við Biskupstungnabraut tekið í notkun Nýr kafli Suðurlandsvegar og hringtorg við Biskupstungnabraut verða tekin í notkun á morgun. Framkvæmdir hófust í apríl árið 2020 og er verkefnið annar áfangi breikkunar Suðurlandsvegar. 7. september 2022 12:05 Íslenskir aðalverktakar buðu lægst í breikkun hringvegarins um Ölfus Íslenskir aðalverktakar áttu lægsta boð í breikkun sjö kílómetra kafla Suðurlandsvegar milli Selfoss og Hveragerðis. Tilboðsfrestur í þetta stærsta útboðsverk Vegagerðarinnar á þessu ári rann út í dag. 3. mars 2020 20:20 Öryggi eykst í Ölfusi þegar fyrsta áfanga lýkur í haust Breikkun Suðurlandsvegar milli Hveragerðis og Selfoss er komin vel á veg og stefnt að því að fyrsta áfanga ljúki í haust. Umferð á hringveginum er beint tímabundið um nýjan innansveitarveg. 29. maí 2019 21:27 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 var greint frá stöðu verksins. Íslenskir aðalverktakar hófu þennan verkáfanga fyrir þremur árum og var síðasti kaflinn malbikaður í byrjun vikunnar. Lengst af unnu um fimmtíu manns í verkinu en starfsmönnum hefur núna fækkað niður í fimmtán á lokametrunum. Horft í átt til Selfoss og Ölfusár. Kögunarhóll efst til vinstri.Sigurjón Ólason „Þetta hefur gengið vel. Við erum svona aðeins á undan áætlun,“ segir Ágúst Jakob Ólafsson, yfirverkstjóri hjá ÍAV. Þannig stóð ekki til að hleypa umferð á vegarkaflann fyrr en í ágúst. Núna er séð að það gerist tveimur til þremur mánuðum fyrr. Örfá viðvik eru eftir áður en hægt verður að opna, eins og að ganga frá víravegriðum, setja upp síðustu umferðarskiltin og mála yfirborðsmerkingar á akbrautina. Við Kotströnd verða akstursgöng undir veginn.Sigurjón Ólason „Væntanlega opnum við akgreinina hérna til Reykjavíkur, frá Selfossi til Reykjavíkur, vonandi seinni partinn í vikunni, föstudag – laugardag, eitthvað svoleiðis.“ Í næstu viku verður svo opnað í hina áttina. „Seinni partinn í næstu viku, það ætti að vera hægt,“ segir yfirverkstjórinn. Útskot með ljósastaurum skammt austan Kotstrandar verða fyrir umferðareftirlit.Sigurjón Ólason Og síðar í mánuðum er svo stefnt á formlega borðaklippingu. Nýir vegir eru samtals 12,4 kílómetra langir. Af þeim eru þó aðeins 7,2 kílómetrar á hringveginum, 5,2 kílómetrar eru nýir sveitavegir og þangað fer traktorsumferðin. „Nú er kominn sérvegur sem heitir Ölfusvegur, frá Hveragerði og inn á Selfoss, fyrir hægari umferð. Og líka fyrir gangandi og hjólandi. Það eru sérakreinar fyrir gangandi og hjólandi.“ Nýr sveitavegur, Ölfusvegur, ásamt nýrri brú yfir Gljúfurá hjá Gljúfurárholti.Sigurjón Ólason Gatnamótum inn á hringveginn mun snarfækka. Lykilatriðið er bætt umferðaröryggi. „Stóreykur öryggið. Nú eru orðnar aðskildar leiðir hérna, aðskildar akreinar. Nú eru komnar hérna bæði brýr og undirgöng, bæði fyrir menn og dýr. Tvenn reiðgöng og fimm brýr, þar af eru tvær vegbrýr sem eru fyrir mislæg gatnamót. Þannig að þetta stóreykur öryggi,“ segir Ágúst Jakob Ólafsson, yfirverkstjóri ÍAV. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Vegagerð Samgöngur Umferðaröryggi Ölfus Hveragerði Árborg Ný Ölfusárbrú Tengdar fréttir Verktakar frá Þýskalandi, Japan og Spáni vilja smíða Ölfusárbrú Verktakar frá Þýskalandi, Japan og Spáni eru í hópi þeirra sem óskuðu formlega eftir því í dag að fá að smíða nýja Ölfusárbrú við Selfoss. Vegagerðin stefnir að því að klára verksamning fyrir loks árs. 18. apríl 2023 22:00 Nýtt hringtorg við Biskupstungnabraut tekið í notkun Nýr kafli Suðurlandsvegar og hringtorg við Biskupstungnabraut verða tekin í notkun á morgun. Framkvæmdir hófust í apríl árið 2020 og er verkefnið annar áfangi breikkunar Suðurlandsvegar. 7. september 2022 12:05 Íslenskir aðalverktakar buðu lægst í breikkun hringvegarins um Ölfus Íslenskir aðalverktakar áttu lægsta boð í breikkun sjö kílómetra kafla Suðurlandsvegar milli Selfoss og Hveragerðis. Tilboðsfrestur í þetta stærsta útboðsverk Vegagerðarinnar á þessu ári rann út í dag. 3. mars 2020 20:20 Öryggi eykst í Ölfusi þegar fyrsta áfanga lýkur í haust Breikkun Suðurlandsvegar milli Hveragerðis og Selfoss er komin vel á veg og stefnt að því að fyrsta áfanga ljúki í haust. Umferð á hringveginum er beint tímabundið um nýjan innansveitarveg. 29. maí 2019 21:27 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Verktakar frá Þýskalandi, Japan og Spáni vilja smíða Ölfusárbrú Verktakar frá Þýskalandi, Japan og Spáni eru í hópi þeirra sem óskuðu formlega eftir því í dag að fá að smíða nýja Ölfusárbrú við Selfoss. Vegagerðin stefnir að því að klára verksamning fyrir loks árs. 18. apríl 2023 22:00
Nýtt hringtorg við Biskupstungnabraut tekið í notkun Nýr kafli Suðurlandsvegar og hringtorg við Biskupstungnabraut verða tekin í notkun á morgun. Framkvæmdir hófust í apríl árið 2020 og er verkefnið annar áfangi breikkunar Suðurlandsvegar. 7. september 2022 12:05
Íslenskir aðalverktakar buðu lægst í breikkun hringvegarins um Ölfus Íslenskir aðalverktakar áttu lægsta boð í breikkun sjö kílómetra kafla Suðurlandsvegar milli Selfoss og Hveragerðis. Tilboðsfrestur í þetta stærsta útboðsverk Vegagerðarinnar á þessu ári rann út í dag. 3. mars 2020 20:20
Öryggi eykst í Ölfusi þegar fyrsta áfanga lýkur í haust Breikkun Suðurlandsvegar milli Hveragerðis og Selfoss er komin vel á veg og stefnt að því að fyrsta áfanga ljúki í haust. Umferð á hringveginum er beint tímabundið um nýjan innansveitarveg. 29. maí 2019 21:27