Musk meðal þeirra sem dreifðu samsæriskenningum Samúel Karl Ólason skrifar 10. maí 2023 10:07 Nýnasistinn sem skaut átta manns til bana í þessari verslunarmiðstöð hafði skoðað upplýsingar á netinu um hvenær flestir viðskiptavinir voru í verslunarmiðstöðinni. AP/Tony Gutierrez Lögreglan í Allen í Texas hefur staðfest að Mauricio Garcia, sem skaut átta til bana og særði sjö í verslunarmiðstöð í bænum um helgina, var skreyttur nasista húðflúrum. Sömuleiðis hafði hann lýst yfir aðdáun sinni á nasistum á netinu. Fjölmargir vinsælir hægri sinnaðir áhrifavaldar höfðu í kjölfar árásarinnar reynt að grafa undan staðhæfingum um að Garcia hefði verið hægri sinnaður öfgamaður og haldið því þess í stað fram að um einhverskonar samsæri fjölmiðla og yfirvalda væri að ræða. Árásin hefði annað hvort verið sviðsett eða einhverskonar leyniaðgerð ætlað að gera yfirvöldum auðveldar að leggja hald á skotvopn Bandaríkjamanna, eins og samsæringar eins og Alex Jones hafa lengi haldið fram um mannskæðar skotárásir í Bandaríkjunum. Eins og farið er yfir í grein BBC hafa færslur þess eðlis farið sérstaklega víða í kjölfar árásarinnar í Allen og þá sérstaklega á Twitter, þar sem auðjöfurinn Elon Musk hefur tekið undir þær og dreift til sinna fylgjenda. Didn t the story come from @bellingcat, which literally specializes in psychological operations?I don t want to hurt their feelings, but this is either the weirdest story ever or a very bad psyop!— Elon Musk (@elonmusk) May 9, 2023 Tilefni árásarinnar liggur ekki fyrir enn og er Garcia sagður hafa valið fórnarlömb sín af handahófi. Hann notaðist við hálfsjálfvirkan riffil, eins og gjarnan eru notaðir við árásir sem þessar í Bandaríkjunum. Garcia var með þrjár byssur á sér er hann framdi árásina og fimm til viðbótar út í bíl. Allar byssurnar hafði hann keypt með löglegum hætti. Meðal fórnarlamba Garcia eru tvær systur á grunnskólaaldri, par og þriggja ára sonur þeirra auk öryggisvarðar sem sagður er hafa hjálpað öðrum að flýja. Hér að neðan má sjá hluta af blaðamannafundi lögreglunnar í Allen í gærkvöldi. Hank Sibley, frá almannavörnum Texas, sagði á fundinum að Garcia væri nýnasisti. Það væri staðfest. Markmið rannsóknarinnar væri að finna tilefni árásarinnar. Notuðu mynd af öðrum manni með sama nafn Áður hefur komið fram að Garcia, sem var 33 ára gamall, hafi notast við rússneskan samfélagsmiðil sem kallast Odnoklassniki eða OK.ru. Lögregluþjónar fundu þá síðu í tækjum Garcia og var sagt frá því í fjölmiðlum. Í kjölfarið voru blaðamenn fljótir að finna síðu Garcia, sem hefur nú verið eytt. Hægt er að finna vistaðar útgáfur af síðunni hér. Sjá einnig: Byssumaðurinn sagður hafa aðhyllst hvíta öfgahyggju Mynd af öðrum manni sem heitir Mauricio Garcia og er nokkrum árum eldri en árásarmaðurinn í Allen hefur verið notuð af þessu fólki til að halda því fram að myndir sem árásarmaðurinn birti á OK hafi verið sviðsettar eða að hann hafi tilheyrt mexíkósku glæpagengi. Garcia er sagður hafa notað síðuna sem nokkurs konar dagbók og birti hann myndir sem hann tók af bókstaflegri dagbók sinni. Hann tilheyrði engum hópum á samfélagsmiðlinum og átti enga vini. Ritskoðun þar er þó nánast engin og í færslum á síðunni, sem spanna um þrjú ár, kvartaði hann yfir því að síðum hans á öðrum samfélagsmiðlum hefði verið lokað vegna þess efnis sem hann birti þar. Meðal þess sem Garcia birti á OK voru myndir af fólki í nasistabúningum, sem hann sagði að væri fólk eftir hans höfði. Hann birti einnig myndir af húðflúrum sínum eins og hakakrossinum og merki SS-sveitanna. Birti yfirlit yfir fjölda gesta Þann 15. apríl birti Garcia myndir af Google sem sýndu yfirlit yfir það hvenær flestir voru í verslunarmiðstöðinni þar sem hann gerði árásina. Þá birti hann einnig mynd af verslunarmiðstöðinni. Nokkrum dögum síðar birti hann svo mynd af skotheldu vesti sem hann var klæddur við árásina en það var merkt skammstöfuninni „RWDS“ sem stendur fyrir „hægrisinnuð dauðasveit“ (e. Right Wing Death Squad) á ensku. Hugtakið er sagt vinsælt á meðal hægriöfgamanna og hvítra þjóðernissinna. Það vísar til dauðasveita herforingjastjórnar Augusto Pinochet í Síle á 8. og 9. áratug síðustu aldar. Táningar með mótmælaskilti við minningarathöfn í Allen í Texas.AP/LM Otero Nokkrum klukkustundum fyrir árásina birti hann safn tilvísana í kvikmyndir, tölvuleiki og sjónvarpsþætti. Sú færsla endaði á tilvísun í South Park þar sem stóð: „Ef það er eitt sem ég hef lært þá er það að besta leiðin til að berjast gegn hatri er með meira hatri.“ Garcia er af latneskum uppruna og grínaðist hann sjálfur með það á OK, samkvæmt BBC, og birti mynd um það að börn af latneskum uppruna hefðu tvo valkosti. Annar væri að haga sér eins og þeldökkt fólk eða orðið „hvítir þjóðernissinnar“. The guy got an SS and Swastika tattoo, posted multiple photos of people in Nazi get up under "my kind of people" and posted this meme and Cheong seems to think he shouldn't be labelled far right. Why? Because it'll make Cheong and his fellow travellers look bad. https://t.co/j3V9EFuuWm pic.twitter.com/OxIgL6bjOZ— Eliot Higgins (@EliotHiggins) May 9, 2023 Með lög um byssukaup til skoðunar Ríkisþingmenn Texas þóttu líklegir fyrr í vikunni til að samþykkja lagafrumvarp um að hækka lágmarksaldur þeirra sem mega kaupa hálfsjálfvirka riffla í ríkinu. Umrætt frumvarp hefur verið til umræðu í Texas um nokkuð skeið en Texas Tribune segir það samið af þingmönnum Demókrataflokksins en með aðkomu foreldra barna sem dóu í skotárásinni í skóla í Uvalde í Texas í fyrra. Sjá einnig: Biðu á ganginum í meira en klukkustund þrátt fyrir skothljóð úr kennslustofunni Áðurnefndir foreldrar voru vongóðir um að frumvarpið yrði samþykkt í ríkisþinginu eftir að því var hleypt úr nefnd á mánudaginn, eftir árásina í Allen, þar sem tveir Repúblikanar greiddu atkvæði með frumvarpinu. Leiðtogar þingsins settu frumvarpið þó ekki á dagskrá þingsins í gær og segir í frétt Tribune að ólíklegt sé að það verði tekið til umræðu og samþykkt að svo stöddu. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Fjórtán ára stúlka í feluleik skotin í höfuðið Fjórtán ára stúlka var skotin í höfuðið þegar hún var í feluleik á landareign manns í bænum Starks í Louisiana. Maðurinn sem skaut stúlkuna hefur verið handtekinn og ákærður en stúlkan er ekki talin vera í lífshættu. 10. maí 2023 01:51 Ökumaður sem ók inn í hóp fólks ákærður fyrir manndráp Yfirvöld í Texas í Bandaríkjunum ákærðu karlmann á fertugsaldri sem ók bíl sínum inn í hóp fólks við skýli fyrir flóttafólk fyrir átta manndráp í dag. Maðurinn er sagður eiga langan sakaferil að baki og lögregla hefur ekki útilokað að hann hafi ekið viljandi á fólkið. 8. maí 2023 22:01 Maður handtekinn vegna fjöldamorðsins í Texas Lögregla í Texas í Bandaríkjunum hefur handtekið 38 ára karlmann vegna gruns um að hafa skotið fimm nágranna sína til bana norður af Houston, á föstudaginn. 3. maí 2023 07:47 Leituðu tveggja stúlkna en fundu sjö lík Lögregluþjónar í Oklahoma í Bandaríkjunum fundu sjö lík er þeir voru að leita tveggja táningsstúlkna sem talið er að séu meðal hinna látnu. Leitin að stúlkunum, Ivy Webster (14) og Brittany Brewer (16) hófst í gærmorgun en þær höfðu síðast sést í Henryetta í Oklahoma með Jesse L. McFadden, dæmdum kynferðisbrotamanni. 2. maí 2023 22:38 Mest lesið Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Innlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent „Hann kom víða við og snerti marga“ Innlent Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis Innlent Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Sjá meira
Fjölmargir vinsælir hægri sinnaðir áhrifavaldar höfðu í kjölfar árásarinnar reynt að grafa undan staðhæfingum um að Garcia hefði verið hægri sinnaður öfgamaður og haldið því þess í stað fram að um einhverskonar samsæri fjölmiðla og yfirvalda væri að ræða. Árásin hefði annað hvort verið sviðsett eða einhverskonar leyniaðgerð ætlað að gera yfirvöldum auðveldar að leggja hald á skotvopn Bandaríkjamanna, eins og samsæringar eins og Alex Jones hafa lengi haldið fram um mannskæðar skotárásir í Bandaríkjunum. Eins og farið er yfir í grein BBC hafa færslur þess eðlis farið sérstaklega víða í kjölfar árásarinnar í Allen og þá sérstaklega á Twitter, þar sem auðjöfurinn Elon Musk hefur tekið undir þær og dreift til sinna fylgjenda. Didn t the story come from @bellingcat, which literally specializes in psychological operations?I don t want to hurt their feelings, but this is either the weirdest story ever or a very bad psyop!— Elon Musk (@elonmusk) May 9, 2023 Tilefni árásarinnar liggur ekki fyrir enn og er Garcia sagður hafa valið fórnarlömb sín af handahófi. Hann notaðist við hálfsjálfvirkan riffil, eins og gjarnan eru notaðir við árásir sem þessar í Bandaríkjunum. Garcia var með þrjár byssur á sér er hann framdi árásina og fimm til viðbótar út í bíl. Allar byssurnar hafði hann keypt með löglegum hætti. Meðal fórnarlamba Garcia eru tvær systur á grunnskólaaldri, par og þriggja ára sonur þeirra auk öryggisvarðar sem sagður er hafa hjálpað öðrum að flýja. Hér að neðan má sjá hluta af blaðamannafundi lögreglunnar í Allen í gærkvöldi. Hank Sibley, frá almannavörnum Texas, sagði á fundinum að Garcia væri nýnasisti. Það væri staðfest. Markmið rannsóknarinnar væri að finna tilefni árásarinnar. Notuðu mynd af öðrum manni með sama nafn Áður hefur komið fram að Garcia, sem var 33 ára gamall, hafi notast við rússneskan samfélagsmiðil sem kallast Odnoklassniki eða OK.ru. Lögregluþjónar fundu þá síðu í tækjum Garcia og var sagt frá því í fjölmiðlum. Í kjölfarið voru blaðamenn fljótir að finna síðu Garcia, sem hefur nú verið eytt. Hægt er að finna vistaðar útgáfur af síðunni hér. Sjá einnig: Byssumaðurinn sagður hafa aðhyllst hvíta öfgahyggju Mynd af öðrum manni sem heitir Mauricio Garcia og er nokkrum árum eldri en árásarmaðurinn í Allen hefur verið notuð af þessu fólki til að halda því fram að myndir sem árásarmaðurinn birti á OK hafi verið sviðsettar eða að hann hafi tilheyrt mexíkósku glæpagengi. Garcia er sagður hafa notað síðuna sem nokkurs konar dagbók og birti hann myndir sem hann tók af bókstaflegri dagbók sinni. Hann tilheyrði engum hópum á samfélagsmiðlinum og átti enga vini. Ritskoðun þar er þó nánast engin og í færslum á síðunni, sem spanna um þrjú ár, kvartaði hann yfir því að síðum hans á öðrum samfélagsmiðlum hefði verið lokað vegna þess efnis sem hann birti þar. Meðal þess sem Garcia birti á OK voru myndir af fólki í nasistabúningum, sem hann sagði að væri fólk eftir hans höfði. Hann birti einnig myndir af húðflúrum sínum eins og hakakrossinum og merki SS-sveitanna. Birti yfirlit yfir fjölda gesta Þann 15. apríl birti Garcia myndir af Google sem sýndu yfirlit yfir það hvenær flestir voru í verslunarmiðstöðinni þar sem hann gerði árásina. Þá birti hann einnig mynd af verslunarmiðstöðinni. Nokkrum dögum síðar birti hann svo mynd af skotheldu vesti sem hann var klæddur við árásina en það var merkt skammstöfuninni „RWDS“ sem stendur fyrir „hægrisinnuð dauðasveit“ (e. Right Wing Death Squad) á ensku. Hugtakið er sagt vinsælt á meðal hægriöfgamanna og hvítra þjóðernissinna. Það vísar til dauðasveita herforingjastjórnar Augusto Pinochet í Síle á 8. og 9. áratug síðustu aldar. Táningar með mótmælaskilti við minningarathöfn í Allen í Texas.AP/LM Otero Nokkrum klukkustundum fyrir árásina birti hann safn tilvísana í kvikmyndir, tölvuleiki og sjónvarpsþætti. Sú færsla endaði á tilvísun í South Park þar sem stóð: „Ef það er eitt sem ég hef lært þá er það að besta leiðin til að berjast gegn hatri er með meira hatri.“ Garcia er af latneskum uppruna og grínaðist hann sjálfur með það á OK, samkvæmt BBC, og birti mynd um það að börn af latneskum uppruna hefðu tvo valkosti. Annar væri að haga sér eins og þeldökkt fólk eða orðið „hvítir þjóðernissinnar“. The guy got an SS and Swastika tattoo, posted multiple photos of people in Nazi get up under "my kind of people" and posted this meme and Cheong seems to think he shouldn't be labelled far right. Why? Because it'll make Cheong and his fellow travellers look bad. https://t.co/j3V9EFuuWm pic.twitter.com/OxIgL6bjOZ— Eliot Higgins (@EliotHiggins) May 9, 2023 Með lög um byssukaup til skoðunar Ríkisþingmenn Texas þóttu líklegir fyrr í vikunni til að samþykkja lagafrumvarp um að hækka lágmarksaldur þeirra sem mega kaupa hálfsjálfvirka riffla í ríkinu. Umrætt frumvarp hefur verið til umræðu í Texas um nokkuð skeið en Texas Tribune segir það samið af þingmönnum Demókrataflokksins en með aðkomu foreldra barna sem dóu í skotárásinni í skóla í Uvalde í Texas í fyrra. Sjá einnig: Biðu á ganginum í meira en klukkustund þrátt fyrir skothljóð úr kennslustofunni Áðurnefndir foreldrar voru vongóðir um að frumvarpið yrði samþykkt í ríkisþinginu eftir að því var hleypt úr nefnd á mánudaginn, eftir árásina í Allen, þar sem tveir Repúblikanar greiddu atkvæði með frumvarpinu. Leiðtogar þingsins settu frumvarpið þó ekki á dagskrá þingsins í gær og segir í frétt Tribune að ólíklegt sé að það verði tekið til umræðu og samþykkt að svo stöddu.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Fjórtán ára stúlka í feluleik skotin í höfuðið Fjórtán ára stúlka var skotin í höfuðið þegar hún var í feluleik á landareign manns í bænum Starks í Louisiana. Maðurinn sem skaut stúlkuna hefur verið handtekinn og ákærður en stúlkan er ekki talin vera í lífshættu. 10. maí 2023 01:51 Ökumaður sem ók inn í hóp fólks ákærður fyrir manndráp Yfirvöld í Texas í Bandaríkjunum ákærðu karlmann á fertugsaldri sem ók bíl sínum inn í hóp fólks við skýli fyrir flóttafólk fyrir átta manndráp í dag. Maðurinn er sagður eiga langan sakaferil að baki og lögregla hefur ekki útilokað að hann hafi ekið viljandi á fólkið. 8. maí 2023 22:01 Maður handtekinn vegna fjöldamorðsins í Texas Lögregla í Texas í Bandaríkjunum hefur handtekið 38 ára karlmann vegna gruns um að hafa skotið fimm nágranna sína til bana norður af Houston, á föstudaginn. 3. maí 2023 07:47 Leituðu tveggja stúlkna en fundu sjö lík Lögregluþjónar í Oklahoma í Bandaríkjunum fundu sjö lík er þeir voru að leita tveggja táningsstúlkna sem talið er að séu meðal hinna látnu. Leitin að stúlkunum, Ivy Webster (14) og Brittany Brewer (16) hófst í gærmorgun en þær höfðu síðast sést í Henryetta í Oklahoma með Jesse L. McFadden, dæmdum kynferðisbrotamanni. 2. maí 2023 22:38 Mest lesið Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Innlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent „Hann kom víða við og snerti marga“ Innlent Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis Innlent Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Sjá meira
Fjórtán ára stúlka í feluleik skotin í höfuðið Fjórtán ára stúlka var skotin í höfuðið þegar hún var í feluleik á landareign manns í bænum Starks í Louisiana. Maðurinn sem skaut stúlkuna hefur verið handtekinn og ákærður en stúlkan er ekki talin vera í lífshættu. 10. maí 2023 01:51
Ökumaður sem ók inn í hóp fólks ákærður fyrir manndráp Yfirvöld í Texas í Bandaríkjunum ákærðu karlmann á fertugsaldri sem ók bíl sínum inn í hóp fólks við skýli fyrir flóttafólk fyrir átta manndráp í dag. Maðurinn er sagður eiga langan sakaferil að baki og lögregla hefur ekki útilokað að hann hafi ekið viljandi á fólkið. 8. maí 2023 22:01
Maður handtekinn vegna fjöldamorðsins í Texas Lögregla í Texas í Bandaríkjunum hefur handtekið 38 ára karlmann vegna gruns um að hafa skotið fimm nágranna sína til bana norður af Houston, á föstudaginn. 3. maí 2023 07:47
Leituðu tveggja stúlkna en fundu sjö lík Lögregluþjónar í Oklahoma í Bandaríkjunum fundu sjö lík er þeir voru að leita tveggja táningsstúlkna sem talið er að séu meðal hinna látnu. Leitin að stúlkunum, Ivy Webster (14) og Brittany Brewer (16) hófst í gærmorgun en þær höfðu síðast sést í Henryetta í Oklahoma með Jesse L. McFadden, dæmdum kynferðisbrotamanni. 2. maí 2023 22:38