Freyja orðin fósturmamma: „Ég elska hann mjög mikið“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 10. maí 2023 00:18 Freyja Haraldsdóttir, eða mamma eins og fóstursonur hennar Steve kallar hana. Vísir/Bjarni Einars Freyja Haraldsdóttir, baráttukona og réttindagæslumaður fatlaðs fólks, er orðin fósturforeldri eftir margra ára baráttu við kerfið. Hún segir biðina hafa verið langa og stranga en það hafi verið þess virði og það sé magnað að vera móðir unglingsins Steve. Árið 2014 sótti Freyja fyrst um að verða fósturforeldri. Hún var samþykkt af heimilisumdæmi 2015 en var hafnað af Barnaverndarstofu sama ár og fékk ekki að ljúka við hefðbundið matsferli. Freyja áfrýjaði til úrskurðarnefndar velferðarmála 2016 sem staðfesti niðurstöðu Barnaverndarstofu árið 2017. Þá ákvað Freyja að málið skyldi fara fyrir dómstóla, málið var tekið fyrir 2018 og fór alla leið upp í Landsrétt þar sem Freyja vann málið. Sindri Sindrason talaði við Freyju um móðurhlutverkið og fósturkerfið fyrir Ísland í dag. „Þetta var löng og ströng bið en baráttan var þess virði“ „Ég er unglingafósturmamma, tók á móti unglingsdreng í fóstur í lok sumars 2021,“ segir Freyja um það þegar hún fékk hinn fimmtán ára Steve í fóstur. „Ég er búin að vera ein af mömmum hans í tæp tvö ár. Það er magnað.“ „Þetta var löng og ströng bið en baráttan var þess virði,“ segir Freyja Haraldsdóttir sem er loksins orðin fósturmamma eftir margra ára baráttu við kerfið. Hún segist alltaf hafa reynt að halda í vonina en það hafi komið stundir þar sem hún var vonlítil. „Kannski sérstaklega eftir að ég fór loksins á Fóstur-Pride-námskeið sem dómsmálið snerist um, að ég fengi raunverulegt mat. Fyrsta daginn sem ég mætti á námskeiðið voru nánast allir á námskeiðinu orðnir fósturforeldrar. Það var annar skellur fyrir mig,“ segir Freyja um biðina eftir því að fá tækifæri til að verða fósturforeldri og óttinn við að fá það ekki. „En svo kom hann. Og innst inni hafði ég alltaf trú á að hann myndi koma,“ segir Freyja um Steve sinn. Fékk örlagaríkt símtal í Toyota-umboðinu „Ég var í Toyota-umboðinu með vinkonu minni sem var að kaupa sér bíl. Ég fæ símtal frá Barnavernd og mér var sagt frá því að það væri fimmtán ára drengur af erlendum uppruna sem væri búinn að vera í fósturkerfinu og þurfti nýtt fósturheimili,“ segir Freyja um símtalið örlagaríka. Freyja segir það hafa verið nokkuð skondið eftir á að hyggja af því það var svo mikið skvaldur inni í umboðinu að hún fékk hvergi næði til að tala í símann. Hún hafi farið út á bílastæði en þar var ekkert betra næði svo hún heyrði ekki nema helming þess sem var sagt. Auk þess var hún sjálf í hálfgerðu sjokki að fá fréttirnar. Í kjölfarið þurfti Freyja að taka sér tíma til að átta sig á stöðunni. Hún tók hins vegar ekki langan tíma og vissi strax innst inni að svarið yrði já. „Hjartað var mjög opið fyrir þessu“ Hvernig voru ykkar fyrstu kynni? „Þau voru fyrir mig bæði yndisleg og stressandi en pínu vandræðaleg. Fyrir hann var það flóknara, það er alltaf áfall og erfitt að þurfa að rífa sig upp með rótum og skipta um heimili, fjölskyldu, skóla og umhverfi. Það var erfitt að setja sig í þau spor en hann bar sig rosalega vel, hann var mjög tilbúinn að koma,“ segir Freyja. „Hann átti mig bara einhvern veginn strax,“ bætir hún við. Freyja og Steve á góðri stundu. Fannstu strax tilfinninguna? „Já, það var kannski fordómafullt af mér en ég átti ekki von á því. Af því hann var unglingur og ég hélt kannski að það tæki langan tíma að finna þessar tilfinningar.“ Hins vegar hafi hún fundið þær þegar hún heyrði fólk tala um hann og „þegar ég hitti hann var ekki aftur snúið.“ Freyja segist hafa haft svo langan tíma til að hugsa um það að verða mamma og bíða eftir því að „hjartað var mjög opið fyrir þessu“. Steve sé sömuleiðis „ótrúlega opinn og líflegur strákur og kemur til dyranna eins og hann er klæddur.“ Hún sá því fljótt hvernig týpa og karakter hann væri. Vill verða hárgreiðslumaður og elskar tónlist Saga Steve er ekki áfallalaus, ekki frekar en margra annarra í fósturkerfinu. Freyju finnst mikilvægt að hann segi sína sögu sjálfur. Hún fékk þó leyfi til að segja sögu hans í stuttu máli í Ísland í dag. Steve fæddist á Ítalíu og ólst að mestu leyti upp í Gana. Hann á móður á lífi en faðir hans er látinn. Steve kom til Íslands sem barn í hælisleit og fór fljótlega inn í fósturkerfið, þar sem hann fór á nokkur heimili áður en hann kom til Freyju fyrir tveimur árum. Hann er í framhaldsskóla og vill að sögn Freyju verða hárgreiðslumaður. Þá á tónlistina hug hans allan og segir hún hann syngja mjög fallega. „Hann er unglingur, tölvukall og elskar að hanga með vinum. Hann er mikið í Nexus, finnst gaman að spila Yu-Gi-Oh og hefur sín áhugamál,“ segir Freyja. Elskarðu hann? „Ég elska hann mjög mikið. Meira en hægt er að elska nokkra manneskju. Ég vona fyrst og fremst að hann viti það. Hann er með mjög stórt hjarta og er næmur á fólkið í kringum sig. Það er mjög auðvelt að elska hann,“ segir Freyja. Finnur stundum fyrir „tengslaþreytu“ Að sögn Freyju hefur aðlögunin gengið vel að mestu. Það sé flókið fyrir barn að fara ítrekað inn í nýjar fjölskyldur eins og hann hefur þurft að upplifa. Hann finni fyrir ákveðinni „tengslaþreytu“ að kynnast nýju og nýju fólki og honum hafi oft fundist erfitt að opna á sjálfan sig. Hann sé hins vegar mikill fjölskyldumaður og afakall, kallar foreldra Freyju ömmu og afa og hana mömmu. Steve kallar föður og móður Freyju, afa og ömmu. „Margir mínir vinir eiga blessunarlega unglinga líka. ÞAð hefur hjálpað mér líka mjög mikið. Umhverfið er líka þannig að það eru krakkar á hans aldri,“ segir Freyja sem segir að þau hafi líka stundum þurft að taka tengslamynduninni á hans hraða sem sé líka allt í lagi. Freyja hefur þurft að mæta miklum fordómum vegna fötlunar sinnar, sérstaklega í tengslum við ferli hennar í átt að því að verða móðir og segir að flestir sjái aðeins neikvæðu kostina við fatlað fólk. Hún upplifir hins vegar að það sé fullt af jákvæðum kostum við það að vera fatlað foreldri. „Mín reynsla af því er að tilheyra jaðarsettum hópi, upplifa fordóma og upplifa að kerfið hafi rosalega stjórn á mínu lífi og vera valdalaus. Það eru tilfinningar sem hann hefur líka upplifað á ákveðinn hátt, þetta er mjög ólíkt en mér finnst það hjálpa mér mjög mikið að skilja hvaðan hann er að koma og hvers vegna hann bregst við ákveðnum hlutum með ákveðnum hætti. Og gefur mér tækifæri að byggja brú á milli okkar, við ræðum okkar reynslu,“ segir Freyja. „Það er eitthvað sem ég hefði ekki ef ég væri ekki fötluð mamma.“ Erfitt að vera stutt á hverjum stað Aðspurð út í tungumálakunnáttu Steve segir Freyja að hann tali íslensku þó hann grípi stundum í ensku eins og unglingar gera almennt. Þá tali hann einnig ítölsku og twi-mál sem er talað í Gana. „Það sem hefur verið flókið fyrir hann er að hann hefur verið svo stutt á hverjum stað að hann vantar móðurmál. Þegar þú hefur ekki móðurmál er erfitt að byggja önnur tungumál ofan á þau en mér finnst alveg magnað hvað hann hefur náð góðum tökum á málinu,“ segir Freyja. Langar þig að ættleiða hann? „Það er kannski ekki spurning fyrir mig. Hann á sína lífmóður og systkini og á Íslandi eru bara lokaðar ættleiðingar og þá þarf að rjúfa á lagaleg tengsl við líffjölskylduna. Það er ekki eitthvað sem ég ákveð,“ segir Freyja sem myndi þó ættleiða Steve ef hann bæði um það. Freyja og Steve á góðri stundu á Akureyri. Freyja segist alltaf hafa verið frekar hamingjusöm manneskja en hún upplifi mikla gleði og þakklæti að fá að vera fósturforeldri Steve. Það sé magnað að fá að vera treyst til að vera foreldri fósturbarns og hún segir mikilvægt að öll fósturbörn fái að eiga heimili. „Fósturbörn koma úr öðrum fjölskyldum og það er ekkert sjálfsagt eða sjálfgefið að taka við uppeldishlutverki þannig það er ótrúlega mikill heiður,“ segir Freyja sem er ánægð að fá að hugsa um einhvern annan en bara sjálfa sig. „Unglingar eru enn þá börn og þó við verðum unglingar þurfum við öll foreldra og fjölskyldu. Ég held að allir geta hugsað til baka og sett sig í þau spor. Það er ótrúlega mikilvægt að við hlúum vel að þessu fólki og að þau fái tækifæri til að alast upp á heimilum en ekki þjónustuúrræðum.“ „Það er ekki það sama að vera á heimili og að vera á einhvers konar stofnun,“ segir hún. Málefni fatlaðs fólks Ísland í dag Fjölskyldumál Ástin og lífið Tengdar fréttir Andúð og reiði fólks erfiðari en dómsmálið sjálft „Þetta var ótrúlega góð tilfinning og ótrúlega mikill léttir. Þetta er búið að vera sjö ár og þau eru búin að vera löng og erfið,“ segir Freyja Haraldsdóttir um baráttu sína fyrir því að fá að gerast fósturforeldri. 11. maí 2021 14:37 Árás á Freyju árás á alla fatlaða foreldra Úrskurður Barnaverndarstofu um að Freyja Haraldsdóttir sé hæf til að taka að sér fósturbarn, hefur vakið umræðu sem er í mörgum tilvikum fordómafull, að mati Ingu Bjarkar fötlunaraktívista. Hún segir nauðsynlegt að fólk hætti að ákveða fyrir fólk með fötlun hvað það er fært um og hvað ekki. 16. apríl 2021 12:28 Ekkert „plan b“ að taka barn í fóstur Freyja Haraldsdóttir, baráttukona fyrir réttindum fólks með fötlun og fyrrverandi varaþingmaður, upplifir mikinn létti og gleði yfir því að Barnaverndarstofa hafi metið hana hæfa til að taka að sér fósturbarn – og það eftir sjö ára þrautagöngu í kerfinu. 13. apríl 2021 15:18 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Fleiri fréttir Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Sjá meira
Árið 2014 sótti Freyja fyrst um að verða fósturforeldri. Hún var samþykkt af heimilisumdæmi 2015 en var hafnað af Barnaverndarstofu sama ár og fékk ekki að ljúka við hefðbundið matsferli. Freyja áfrýjaði til úrskurðarnefndar velferðarmála 2016 sem staðfesti niðurstöðu Barnaverndarstofu árið 2017. Þá ákvað Freyja að málið skyldi fara fyrir dómstóla, málið var tekið fyrir 2018 og fór alla leið upp í Landsrétt þar sem Freyja vann málið. Sindri Sindrason talaði við Freyju um móðurhlutverkið og fósturkerfið fyrir Ísland í dag. „Þetta var löng og ströng bið en baráttan var þess virði“ „Ég er unglingafósturmamma, tók á móti unglingsdreng í fóstur í lok sumars 2021,“ segir Freyja um það þegar hún fékk hinn fimmtán ára Steve í fóstur. „Ég er búin að vera ein af mömmum hans í tæp tvö ár. Það er magnað.“ „Þetta var löng og ströng bið en baráttan var þess virði,“ segir Freyja Haraldsdóttir sem er loksins orðin fósturmamma eftir margra ára baráttu við kerfið. Hún segist alltaf hafa reynt að halda í vonina en það hafi komið stundir þar sem hún var vonlítil. „Kannski sérstaklega eftir að ég fór loksins á Fóstur-Pride-námskeið sem dómsmálið snerist um, að ég fengi raunverulegt mat. Fyrsta daginn sem ég mætti á námskeiðið voru nánast allir á námskeiðinu orðnir fósturforeldrar. Það var annar skellur fyrir mig,“ segir Freyja um biðina eftir því að fá tækifæri til að verða fósturforeldri og óttinn við að fá það ekki. „En svo kom hann. Og innst inni hafði ég alltaf trú á að hann myndi koma,“ segir Freyja um Steve sinn. Fékk örlagaríkt símtal í Toyota-umboðinu „Ég var í Toyota-umboðinu með vinkonu minni sem var að kaupa sér bíl. Ég fæ símtal frá Barnavernd og mér var sagt frá því að það væri fimmtán ára drengur af erlendum uppruna sem væri búinn að vera í fósturkerfinu og þurfti nýtt fósturheimili,“ segir Freyja um símtalið örlagaríka. Freyja segir það hafa verið nokkuð skondið eftir á að hyggja af því það var svo mikið skvaldur inni í umboðinu að hún fékk hvergi næði til að tala í símann. Hún hafi farið út á bílastæði en þar var ekkert betra næði svo hún heyrði ekki nema helming þess sem var sagt. Auk þess var hún sjálf í hálfgerðu sjokki að fá fréttirnar. Í kjölfarið þurfti Freyja að taka sér tíma til að átta sig á stöðunni. Hún tók hins vegar ekki langan tíma og vissi strax innst inni að svarið yrði já. „Hjartað var mjög opið fyrir þessu“ Hvernig voru ykkar fyrstu kynni? „Þau voru fyrir mig bæði yndisleg og stressandi en pínu vandræðaleg. Fyrir hann var það flóknara, það er alltaf áfall og erfitt að þurfa að rífa sig upp með rótum og skipta um heimili, fjölskyldu, skóla og umhverfi. Það var erfitt að setja sig í þau spor en hann bar sig rosalega vel, hann var mjög tilbúinn að koma,“ segir Freyja. „Hann átti mig bara einhvern veginn strax,“ bætir hún við. Freyja og Steve á góðri stundu. Fannstu strax tilfinninguna? „Já, það var kannski fordómafullt af mér en ég átti ekki von á því. Af því hann var unglingur og ég hélt kannski að það tæki langan tíma að finna þessar tilfinningar.“ Hins vegar hafi hún fundið þær þegar hún heyrði fólk tala um hann og „þegar ég hitti hann var ekki aftur snúið.“ Freyja segist hafa haft svo langan tíma til að hugsa um það að verða mamma og bíða eftir því að „hjartað var mjög opið fyrir þessu“. Steve sé sömuleiðis „ótrúlega opinn og líflegur strákur og kemur til dyranna eins og hann er klæddur.“ Hún sá því fljótt hvernig týpa og karakter hann væri. Vill verða hárgreiðslumaður og elskar tónlist Saga Steve er ekki áfallalaus, ekki frekar en margra annarra í fósturkerfinu. Freyju finnst mikilvægt að hann segi sína sögu sjálfur. Hún fékk þó leyfi til að segja sögu hans í stuttu máli í Ísland í dag. Steve fæddist á Ítalíu og ólst að mestu leyti upp í Gana. Hann á móður á lífi en faðir hans er látinn. Steve kom til Íslands sem barn í hælisleit og fór fljótlega inn í fósturkerfið, þar sem hann fór á nokkur heimili áður en hann kom til Freyju fyrir tveimur árum. Hann er í framhaldsskóla og vill að sögn Freyju verða hárgreiðslumaður. Þá á tónlistina hug hans allan og segir hún hann syngja mjög fallega. „Hann er unglingur, tölvukall og elskar að hanga með vinum. Hann er mikið í Nexus, finnst gaman að spila Yu-Gi-Oh og hefur sín áhugamál,“ segir Freyja. Elskarðu hann? „Ég elska hann mjög mikið. Meira en hægt er að elska nokkra manneskju. Ég vona fyrst og fremst að hann viti það. Hann er með mjög stórt hjarta og er næmur á fólkið í kringum sig. Það er mjög auðvelt að elska hann,“ segir Freyja. Finnur stundum fyrir „tengslaþreytu“ Að sögn Freyju hefur aðlögunin gengið vel að mestu. Það sé flókið fyrir barn að fara ítrekað inn í nýjar fjölskyldur eins og hann hefur þurft að upplifa. Hann finni fyrir ákveðinni „tengslaþreytu“ að kynnast nýju og nýju fólki og honum hafi oft fundist erfitt að opna á sjálfan sig. Hann sé hins vegar mikill fjölskyldumaður og afakall, kallar foreldra Freyju ömmu og afa og hana mömmu. Steve kallar föður og móður Freyju, afa og ömmu. „Margir mínir vinir eiga blessunarlega unglinga líka. ÞAð hefur hjálpað mér líka mjög mikið. Umhverfið er líka þannig að það eru krakkar á hans aldri,“ segir Freyja sem segir að þau hafi líka stundum þurft að taka tengslamynduninni á hans hraða sem sé líka allt í lagi. Freyja hefur þurft að mæta miklum fordómum vegna fötlunar sinnar, sérstaklega í tengslum við ferli hennar í átt að því að verða móðir og segir að flestir sjái aðeins neikvæðu kostina við fatlað fólk. Hún upplifir hins vegar að það sé fullt af jákvæðum kostum við það að vera fatlað foreldri. „Mín reynsla af því er að tilheyra jaðarsettum hópi, upplifa fordóma og upplifa að kerfið hafi rosalega stjórn á mínu lífi og vera valdalaus. Það eru tilfinningar sem hann hefur líka upplifað á ákveðinn hátt, þetta er mjög ólíkt en mér finnst það hjálpa mér mjög mikið að skilja hvaðan hann er að koma og hvers vegna hann bregst við ákveðnum hlutum með ákveðnum hætti. Og gefur mér tækifæri að byggja brú á milli okkar, við ræðum okkar reynslu,“ segir Freyja. „Það er eitthvað sem ég hefði ekki ef ég væri ekki fötluð mamma.“ Erfitt að vera stutt á hverjum stað Aðspurð út í tungumálakunnáttu Steve segir Freyja að hann tali íslensku þó hann grípi stundum í ensku eins og unglingar gera almennt. Þá tali hann einnig ítölsku og twi-mál sem er talað í Gana. „Það sem hefur verið flókið fyrir hann er að hann hefur verið svo stutt á hverjum stað að hann vantar móðurmál. Þegar þú hefur ekki móðurmál er erfitt að byggja önnur tungumál ofan á þau en mér finnst alveg magnað hvað hann hefur náð góðum tökum á málinu,“ segir Freyja. Langar þig að ættleiða hann? „Það er kannski ekki spurning fyrir mig. Hann á sína lífmóður og systkini og á Íslandi eru bara lokaðar ættleiðingar og þá þarf að rjúfa á lagaleg tengsl við líffjölskylduna. Það er ekki eitthvað sem ég ákveð,“ segir Freyja sem myndi þó ættleiða Steve ef hann bæði um það. Freyja og Steve á góðri stundu á Akureyri. Freyja segist alltaf hafa verið frekar hamingjusöm manneskja en hún upplifi mikla gleði og þakklæti að fá að vera fósturforeldri Steve. Það sé magnað að fá að vera treyst til að vera foreldri fósturbarns og hún segir mikilvægt að öll fósturbörn fái að eiga heimili. „Fósturbörn koma úr öðrum fjölskyldum og það er ekkert sjálfsagt eða sjálfgefið að taka við uppeldishlutverki þannig það er ótrúlega mikill heiður,“ segir Freyja sem er ánægð að fá að hugsa um einhvern annan en bara sjálfa sig. „Unglingar eru enn þá börn og þó við verðum unglingar þurfum við öll foreldra og fjölskyldu. Ég held að allir geta hugsað til baka og sett sig í þau spor. Það er ótrúlega mikilvægt að við hlúum vel að þessu fólki og að þau fái tækifæri til að alast upp á heimilum en ekki þjónustuúrræðum.“ „Það er ekki það sama að vera á heimili og að vera á einhvers konar stofnun,“ segir hún.
Málefni fatlaðs fólks Ísland í dag Fjölskyldumál Ástin og lífið Tengdar fréttir Andúð og reiði fólks erfiðari en dómsmálið sjálft „Þetta var ótrúlega góð tilfinning og ótrúlega mikill léttir. Þetta er búið að vera sjö ár og þau eru búin að vera löng og erfið,“ segir Freyja Haraldsdóttir um baráttu sína fyrir því að fá að gerast fósturforeldri. 11. maí 2021 14:37 Árás á Freyju árás á alla fatlaða foreldra Úrskurður Barnaverndarstofu um að Freyja Haraldsdóttir sé hæf til að taka að sér fósturbarn, hefur vakið umræðu sem er í mörgum tilvikum fordómafull, að mati Ingu Bjarkar fötlunaraktívista. Hún segir nauðsynlegt að fólk hætti að ákveða fyrir fólk með fötlun hvað það er fært um og hvað ekki. 16. apríl 2021 12:28 Ekkert „plan b“ að taka barn í fóstur Freyja Haraldsdóttir, baráttukona fyrir réttindum fólks með fötlun og fyrrverandi varaþingmaður, upplifir mikinn létti og gleði yfir því að Barnaverndarstofa hafi metið hana hæfa til að taka að sér fósturbarn – og það eftir sjö ára þrautagöngu í kerfinu. 13. apríl 2021 15:18 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Fleiri fréttir Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Sjá meira
Andúð og reiði fólks erfiðari en dómsmálið sjálft „Þetta var ótrúlega góð tilfinning og ótrúlega mikill léttir. Þetta er búið að vera sjö ár og þau eru búin að vera löng og erfið,“ segir Freyja Haraldsdóttir um baráttu sína fyrir því að fá að gerast fósturforeldri. 11. maí 2021 14:37
Árás á Freyju árás á alla fatlaða foreldra Úrskurður Barnaverndarstofu um að Freyja Haraldsdóttir sé hæf til að taka að sér fósturbarn, hefur vakið umræðu sem er í mörgum tilvikum fordómafull, að mati Ingu Bjarkar fötlunaraktívista. Hún segir nauðsynlegt að fólk hætti að ákveða fyrir fólk með fötlun hvað það er fært um og hvað ekki. 16. apríl 2021 12:28
Ekkert „plan b“ að taka barn í fóstur Freyja Haraldsdóttir, baráttukona fyrir réttindum fólks með fötlun og fyrrverandi varaþingmaður, upplifir mikinn létti og gleði yfir því að Barnaverndarstofa hafi metið hana hæfa til að taka að sér fósturbarn – og það eftir sjö ára þrautagöngu í kerfinu. 13. apríl 2021 15:18