Innlent

Fær bætur vegna ein­angrunar í máli tengdu am­feta­mín­fram­leiðslu

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Einar Jökull Einarsson sætti einangrunarvistunar vegna gruns um framleiðslu fíkniefna á meðan hann beið aðalmeðferðar í öðru máli, vegna amfetamínframleiðslu í Borgarfirði. Hann, Alvar Óskarsson og Margeir Pétur voru vegna hennar sakfelldir og dæmdir í fimm og sex ára fangelsi.
Einar Jökull Einarsson sætti einangrunarvistunar vegna gruns um framleiðslu fíkniefna á meðan hann beið aðalmeðferðar í öðru máli, vegna amfetamínframleiðslu í Borgarfirði. Hann, Alvar Óskarsson og Margeir Pétur voru vegna hennar sakfelldir og dæmdir í fimm og sex ára fangelsi. Vísir/Vilhelm

Íslenska ríkið hefur verið dæmt til að greiða Einari Jökli Einarssyni, sem var sakfelldur fyrir framleiðslu á amfetamíni í Borgarfirði, 750 þúsund krónur í miskabætur vegna gæsluvarðhalds sem hann sætti í tengslum við rannsókn á öðru fíknefnamáli. Hann hafði farið fram á 3,4 milljónir króna í bætur.

Einar er einn þriggja sem var sakfelldur vegna amfetamínframleiðslu í Borgarfirði í júní 2020. Hann hlaut sex ára fangelsisdóm í Héraðsdómi Reykjavíkur sem Landsréttur mildaði svo í fimm ár. Hann, auk Alvars Óskarssonar og Margeiri Pétri Jóhannssyni, var sakfelldur fyrir framleiðslu á átta kílóum af amfetamíni í sumarbústað í Borgarfirði.

Einar sætti gæsluvarðhalds frá júní 2019 til júní 2020 vegna amfetamínframleiðslunnar. Í janúar 2020 var hann færður úr lausagæslu á Litla-Hrauni í fangaklefa á lögreglustöðinni við Hverfisgötu í þágu rannsóknar annars máls, sem varðar samkvæmt heimildum fréttastofu amfetamínframleiðslu annars staðar. 

Í janúar 2020 féllst Héraðsdómur Reykjavíkur á, og Landsréttur staðfesti, að Einar sætti einangrunarvist vegna málsins. Einangruninni var eftir skýrslutökur af Einari í febrúar 2020 aflétt. Einangrunin stóð yfir í sautján daga, samkvæmt dómi Héraðsdóms Reykjavíkur frá 3. maí síðastliðnum. 

Rannsóknargögn málanna voru send héraðssaksóknara að lokinni rannsókn í janúar 2021. Í nóvember 2021 krafðist Einar skaðabóta frá íslenska ríkinu vegna einangrunarinnar sem hann sætti. Ríkið féllst á, í svarbréfi í febrúar 2022, bótaskyldu en mótmælti fjárhæðinni. 

Ólafur Valur Guðjónsson, lögmaður Einars, segir í samtali við fréttastofu að Einar hafi ekki fengið dóm í málinu sem hann sætti einangrunar vegna.


Tengdar fréttir

Mótmæltu gæsluvarðhaldskröfu með vísan í faraldurinn

Þrír karlmenn sem hlutu þunga fangelsisdóma fyrir amfetamínframleiðslu í Borgarfirði vísuðu til kórónuveirufaraldursins þegar þeir mótmælu kröfu saksóknara um að þær sæti gæsluvarðhaldi á meðan þeir bíða þess að áfrýjun þeirra verði tekin fyrir. Landsréttur staðfesti gæsluvarðhald yfir þeim öllum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×