Til hamingju með Evrópudaginn Jón Steindór Valdimarsson skrifar 9. maí 2023 08:02 Níundi maí er merkisdagur. Þá fagnar gjörvöll Evrópa friði og einingu í álfunni í áratugi. Dimmur skuggi árásarstríðs Rússa á Úkraínu hvílir þó yfir og er harkaleg áminning um að friðurinn er brothættur og alls ekki sjálfgefinn. Einmitt þennan dag árið 1950 kynnti franski utanríkisráðherrann Robert Schuman yfirlýsingu sem síðan er kennd við hann. Þar er lagður grunnur að náinni samvinnu Evrópuþjóða, sem er nú orðinn að Evrópusambandinu. Óhætt er að fullyrða að með þessum hætti hafi þjóðirnar bundist böndum sem hafa mótað Evrópu friðar og aukinnar hagsældar sem erfitt er að sjá fyrir sér að ella hefði orðið. Friður, eining, mannréttindi og stöðugleiki, ásamt sjálfbærni, umhverfis- og loftslagsmálum eru meðal margra viðfangsefna sem verður að vinna í sameiningu ef alvöru árangur á að nást. Ekki er hægt að ætlast til þess að aðrir sjái um að varðveita sameiginleg gildi og réttindi eða halda uppi kerfi sem kemur öllum til góða. Það verða allir að leggja sitt af mörkum. Þau grundvallarsannindi kennir sagan af litlu gulu hænunni, en stundum virðast þau sannindi gleymd og grafin. Ísland er sjálfstætt og fullvalda ríki og á að vera ófeimið við að taka þátt í nánu samstarfi með öðrum ríkjum sem líka eru sjálfstæð og fullvalda. Aðild að Evrópusambandinu er sjálfsagt og eðlilegt skref fyrir Ísland að taka. Það á að treysta þjóðinni til þess að taka þá ákvörðun, en ekki láta stjórnmálaflokkana um að ráða þeirri för. Það verður best gert með tvöfaldri þjóðaratkvæðagreiðslu, fyrst um að taka upp aðildarviðræður og síðan um aðildarsamning. Kannanir sýna glöggt vaxandi áhuga almennings á að Ísland gangi í Evrópusambandið og mikill meirihluti styður að haldin verði þjóðaratkvæðagreiðsla um næsta skref. Evrópuhreyfingin var stofnuð fyrir réttu ári til þess að vinna að þeim markmiðum sem að framan er lýst. Hún fagnar því í senn Evrópudeginum og árs afmæli sínu. Evrópuhreyfingin óskar öllum til hamingju með Evrópudaginn og hvetur fólk til að ganga í Evrópuhreyfinguna og skrá sig á www.evropa.is Höfundur er formaður Evrópuhreyfingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Steindór Valdimarsson Evrópusambandið Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heimur hins sterka og óvissan framundan Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Viðhorf Leifur Helgi Konráðsson skrifar Sjá meira
Níundi maí er merkisdagur. Þá fagnar gjörvöll Evrópa friði og einingu í álfunni í áratugi. Dimmur skuggi árásarstríðs Rússa á Úkraínu hvílir þó yfir og er harkaleg áminning um að friðurinn er brothættur og alls ekki sjálfgefinn. Einmitt þennan dag árið 1950 kynnti franski utanríkisráðherrann Robert Schuman yfirlýsingu sem síðan er kennd við hann. Þar er lagður grunnur að náinni samvinnu Evrópuþjóða, sem er nú orðinn að Evrópusambandinu. Óhætt er að fullyrða að með þessum hætti hafi þjóðirnar bundist böndum sem hafa mótað Evrópu friðar og aukinnar hagsældar sem erfitt er að sjá fyrir sér að ella hefði orðið. Friður, eining, mannréttindi og stöðugleiki, ásamt sjálfbærni, umhverfis- og loftslagsmálum eru meðal margra viðfangsefna sem verður að vinna í sameiningu ef alvöru árangur á að nást. Ekki er hægt að ætlast til þess að aðrir sjái um að varðveita sameiginleg gildi og réttindi eða halda uppi kerfi sem kemur öllum til góða. Það verða allir að leggja sitt af mörkum. Þau grundvallarsannindi kennir sagan af litlu gulu hænunni, en stundum virðast þau sannindi gleymd og grafin. Ísland er sjálfstætt og fullvalda ríki og á að vera ófeimið við að taka þátt í nánu samstarfi með öðrum ríkjum sem líka eru sjálfstæð og fullvalda. Aðild að Evrópusambandinu er sjálfsagt og eðlilegt skref fyrir Ísland að taka. Það á að treysta þjóðinni til þess að taka þá ákvörðun, en ekki láta stjórnmálaflokkana um að ráða þeirri för. Það verður best gert með tvöfaldri þjóðaratkvæðagreiðslu, fyrst um að taka upp aðildarviðræður og síðan um aðildarsamning. Kannanir sýna glöggt vaxandi áhuga almennings á að Ísland gangi í Evrópusambandið og mikill meirihluti styður að haldin verði þjóðaratkvæðagreiðsla um næsta skref. Evrópuhreyfingin var stofnuð fyrir réttu ári til þess að vinna að þeim markmiðum sem að framan er lýst. Hún fagnar því í senn Evrópudeginum og árs afmæli sínu. Evrópuhreyfingin óskar öllum til hamingju með Evrópudaginn og hvetur fólk til að ganga í Evrópuhreyfinguna og skrá sig á www.evropa.is Höfundur er formaður Evrópuhreyfingarinnar.
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar
Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar
Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun