„Mér finnst þetta náttúrulega alveg rosalega mikið“ Máni Snær Þorláksson skrifar 8. maí 2023 17:13 Guðrún Hafsteinsdóttir segir atvinnulífið líða fyrir fjölgun opinberra starfsmanna. Vísir/Vilhelm Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir starfsmannafjölda ráðuneytanna vera mikinn. Hún gagnrýnir að hið opinbera keppi um starfsfólk við markað og bjóði betri kjör. Ekki sé hægt að horfa fram hjá því að báknið hafi blásið út á vakt Sjálfstæðisflokksins. Um helgina greindi Vísir frá því að um sjö hundruð manns starfi nú í ráðuneytum. Erfitt er að bera fjöldann saman við fjölda síðustu ára sökum uppstokkunar í ráðuneytunum. Mesta fjölgunin og flest starfsfólk er í utanríkisráðuneytinu. „Mér finnst þetta náttúrulega alveg rosalega mikið,“ segir Guðrún Hafsteinsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, um starfsmannafjöldann í samtali við fréttastofu. Vinnandi höndum sé að fækka Guðrún hefur að undanförnu gagnrýnt útþenslu á rekstri hins opinbera. Hún segir atvinnulífið líða fyrir aukinn fjölda opinberra starfsmanna „ Á bakvið opinbera starfsmenn verður atvinnulífið að vinna af miklum þrótti til þess að geta borgað þetta, því þessi launakostnaður er greiddur með skattgreiðslum,“ segir hún. „Þetta kemur líka í framhaldi af þeirri umræðu sem hefur verið mjög áberandi í atvinnulífinu og lífeyrissjóðakerfinu. Það eru færri og færri sem eru vinnandi á bak við hvern lífeyrisþega, íslenska þjóðin er að eldast mjög hratt. Það segir okkur að þá verðum við að búa til þannig umhverfi fyrir atvinnulífið að það sé aðlagandi, auðvelt og gott fyrir fólk að stofna fyrirtæki og standa í rekstri. Því vinnandi höndum er að fækka og það mun bara stefna í óefni.“ „Hvar verða verðmætin til? Guðrún segir að í dag séu rúmlega fjórir á vinnumarkaði á móti hverjum lífeyrisþega. „En eftir tuttugu og fimm ár eða svo þá verða þeir bara tveir og hálfur,“ segir hún. „Þannig það er bara skrifað í skýin að ríkisútgjöld eiga eftir að aukast, óhjákvæmilega. Vegna þess að við erum að verða eldri og þar af leiðandi mun heilbrigðiskerfið okkar verða sérstaklega dýrara. Þá verðum við að, við eigum að sjá þessi störf og þessa aukningu verða til á almennum markaði en ekki opinberum. Eina leiðin til að mæta þessu er að örva einkaframtak og búa til fleiri störf þar.“ Hún segir landsmenn þurfi að vera vakandi fyrir því hvaðan verðmætin sem standi undir velferðinni komi. „Hvar verða verðmætin til? Það verða engin verðmæti til í skúffum embættismanna. Þar verða ekki til útflutningstekjur. Það sem þessi þjóð þarf að gera ef við ætlum að halda hér uppi velferðarkerfi er að selja meira frá landinu en við erum að draga hingað til landsins. Það þýðir að við þurfum að búa til vöru og þjónustu sem fólk í öðrum löndum er tilbúið að greiða fyrir.“ Fjölgunin sé umfram fólksfjölgun Í skýrslu sem unnin var fyrir Félag atvinnurekenda og birt var í febrúar síðastliðnum kom fram að starfsmönnum ríkis og sveitarfélaga hafi fjölgað um 11.400, eða rúm tuttugu prósent, á árunum 2015 til 2021. Á sama tími hafi fólki á almennum vinnumarkaði fjölgað um 4.200, eða um þrjú prósent. „Það sem mér þótti áhugaverðast var það að mesta fjölgunin var í opinberri stjórnsýslu, þar hafði starfsmönnum fjölgað um sextíu prósent,“ segir Guðrún í tengslum við skýrsluna. Þrátt fyrir að fólki sé að fjölga á Íslandi þá sé þessi aukning umfram fólksfjölgun. Þá segist Guðrún gera sér grein fyrir því að í þessu tímabili hafi heimsfaraldur vegna Covid verið. „Þar fjölgaði starfsfólki í heilbrigðisgeiranum en þá bendi ég á það á móti að mesta fjölgunin er í opinberri stjórnsýslu, hún er ekki í heilbrigðiskerfinu.“ Hið opinbera sé í samkeppni við fyrirtæki Guðrún gagnrýnir að fyrirtæki þurfi að keppa við hið opinbera um starfsfólk. „Það sem er ennþá alvarlegra er líka það að laun hafa hækkað meira í opinbera kerfinu en á einkamarkaðnum,“ segir hún og nefnir máli sínu til stuðnings að á gildistíma lífskjarasamningsins hafi laun á opinbera markaðnum hækkað um átján prósent en fjórtán prósent á almennum vinnumarkaði. „Almenni geirinn kvartar yfir því að hann er að keppa um starfsfólk við hið opinbera og á bara mjög erfitt með það. Yfir sjötíu prósent held ég af opinbera geiranum er búinn að innleiða styttingu vinnuvikunnar, launin eru víða hærri, vinnutíminn er styttri, starfsöryggið er meira því það er meiri ráðningarvernd hjá hinu opinbera.“ Guðrún segir þróunina vera virkilega varhugaverða. Sem dæmi nefnir hún að stjórnarráðið bjó til eigin upplýsingatæknideild, Umbra, sem á að sinna upplýsingatæknimálum fyrir stjórnarráðið. „Af hverju í ósköpunum er þetta ekki boðið út og hagstæðasta verð tekið? Í staðinn er þessi sama stofnun að keppa við fyrirtæki eins og Origo, Advania, Opin kerfi og hvað þau heita, um starfsfólk.“ Gagnrýnin á sjálfa sig og flokkinn Sjálfstæðisflokkurinn hefur alla tíð talað fyrir því að minnka báknið. Því hefur fólki þótt það skjóta skökku við að það stækki í stjórnartíð flokksins. Guðrún segir að hún geti ekki gert annað en gagnrýnt það. „Ég er mjög gagnrýnin á sjálfa mig og hef alltaf verið gagnrýnin á mín störf. Þar af leiðandi er ég líka gagnrýnin á flokkinn minn og störf mín hér á þessum nýja vettvangi. Það er ekkert hægt að horfa framhjá því að útgjöld og hið opinbera kerfi hefur stækkað mjög á síðustu árum.“ Guðrún segir að það sé alltaf hægt að benda á stjórnarsamstarfið og segja að það sé línudans: „En það breytir því ekki að Sjálfstæðisflokkurinn, við stöndum fyrir minni opinberum rekstri heldur en hitt. Við viljum að umsvif hins opinbera séu með minnstum hætti. Við eigum að skilgreina ákveðna kjarna okkar sem ríkið á að vera í en af hverju erum við að vesenast í einhverjum upplýsingatæknimálum og hlutum sem er borðleggjandi að útvista?“ Sem fyrr segir er starfsmannafjöldinn mestur í utanríkisráðuneytinu, sem er í stjórn Sjálfstæðisflokksins. Guðrún bendir á að reynt hefur meira á þann málaflokk á undanförnum árum með tilkomu stríðs í Evrópu og þar fram eftir götunum. „En ég ætla líka að minna á það að utanríkisráðuneytið er að kaupa gríðarlega dýrt húsnæði í miðbænum á sama tíma og við erum að reyna að draga saman ríkisútgjöld og hemja verðbólgu.“ Rekstur hins opinbera Sjálfstæðisflokkurinn Stjórnsýsla Mest lesið Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi Innlent Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Innlent Fleiri fréttir Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Ríkisstjórn sem þarfnist mikillar samhæfingar milli formannanna Einar baðst fyrirgefningar Sjá meira
Um helgina greindi Vísir frá því að um sjö hundruð manns starfi nú í ráðuneytum. Erfitt er að bera fjöldann saman við fjölda síðustu ára sökum uppstokkunar í ráðuneytunum. Mesta fjölgunin og flest starfsfólk er í utanríkisráðuneytinu. „Mér finnst þetta náttúrulega alveg rosalega mikið,“ segir Guðrún Hafsteinsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, um starfsmannafjöldann í samtali við fréttastofu. Vinnandi höndum sé að fækka Guðrún hefur að undanförnu gagnrýnt útþenslu á rekstri hins opinbera. Hún segir atvinnulífið líða fyrir aukinn fjölda opinberra starfsmanna „ Á bakvið opinbera starfsmenn verður atvinnulífið að vinna af miklum þrótti til þess að geta borgað þetta, því þessi launakostnaður er greiddur með skattgreiðslum,“ segir hún. „Þetta kemur líka í framhaldi af þeirri umræðu sem hefur verið mjög áberandi í atvinnulífinu og lífeyrissjóðakerfinu. Það eru færri og færri sem eru vinnandi á bak við hvern lífeyrisþega, íslenska þjóðin er að eldast mjög hratt. Það segir okkur að þá verðum við að búa til þannig umhverfi fyrir atvinnulífið að það sé aðlagandi, auðvelt og gott fyrir fólk að stofna fyrirtæki og standa í rekstri. Því vinnandi höndum er að fækka og það mun bara stefna í óefni.“ „Hvar verða verðmætin til? Guðrún segir að í dag séu rúmlega fjórir á vinnumarkaði á móti hverjum lífeyrisþega. „En eftir tuttugu og fimm ár eða svo þá verða þeir bara tveir og hálfur,“ segir hún. „Þannig það er bara skrifað í skýin að ríkisútgjöld eiga eftir að aukast, óhjákvæmilega. Vegna þess að við erum að verða eldri og þar af leiðandi mun heilbrigðiskerfið okkar verða sérstaklega dýrara. Þá verðum við að, við eigum að sjá þessi störf og þessa aukningu verða til á almennum markaði en ekki opinberum. Eina leiðin til að mæta þessu er að örva einkaframtak og búa til fleiri störf þar.“ Hún segir landsmenn þurfi að vera vakandi fyrir því hvaðan verðmætin sem standi undir velferðinni komi. „Hvar verða verðmætin til? Það verða engin verðmæti til í skúffum embættismanna. Þar verða ekki til útflutningstekjur. Það sem þessi þjóð þarf að gera ef við ætlum að halda hér uppi velferðarkerfi er að selja meira frá landinu en við erum að draga hingað til landsins. Það þýðir að við þurfum að búa til vöru og þjónustu sem fólk í öðrum löndum er tilbúið að greiða fyrir.“ Fjölgunin sé umfram fólksfjölgun Í skýrslu sem unnin var fyrir Félag atvinnurekenda og birt var í febrúar síðastliðnum kom fram að starfsmönnum ríkis og sveitarfélaga hafi fjölgað um 11.400, eða rúm tuttugu prósent, á árunum 2015 til 2021. Á sama tími hafi fólki á almennum vinnumarkaði fjölgað um 4.200, eða um þrjú prósent. „Það sem mér þótti áhugaverðast var það að mesta fjölgunin var í opinberri stjórnsýslu, þar hafði starfsmönnum fjölgað um sextíu prósent,“ segir Guðrún í tengslum við skýrsluna. Þrátt fyrir að fólki sé að fjölga á Íslandi þá sé þessi aukning umfram fólksfjölgun. Þá segist Guðrún gera sér grein fyrir því að í þessu tímabili hafi heimsfaraldur vegna Covid verið. „Þar fjölgaði starfsfólki í heilbrigðisgeiranum en þá bendi ég á það á móti að mesta fjölgunin er í opinberri stjórnsýslu, hún er ekki í heilbrigðiskerfinu.“ Hið opinbera sé í samkeppni við fyrirtæki Guðrún gagnrýnir að fyrirtæki þurfi að keppa við hið opinbera um starfsfólk. „Það sem er ennþá alvarlegra er líka það að laun hafa hækkað meira í opinbera kerfinu en á einkamarkaðnum,“ segir hún og nefnir máli sínu til stuðnings að á gildistíma lífskjarasamningsins hafi laun á opinbera markaðnum hækkað um átján prósent en fjórtán prósent á almennum vinnumarkaði. „Almenni geirinn kvartar yfir því að hann er að keppa um starfsfólk við hið opinbera og á bara mjög erfitt með það. Yfir sjötíu prósent held ég af opinbera geiranum er búinn að innleiða styttingu vinnuvikunnar, launin eru víða hærri, vinnutíminn er styttri, starfsöryggið er meira því það er meiri ráðningarvernd hjá hinu opinbera.“ Guðrún segir þróunina vera virkilega varhugaverða. Sem dæmi nefnir hún að stjórnarráðið bjó til eigin upplýsingatæknideild, Umbra, sem á að sinna upplýsingatæknimálum fyrir stjórnarráðið. „Af hverju í ósköpunum er þetta ekki boðið út og hagstæðasta verð tekið? Í staðinn er þessi sama stofnun að keppa við fyrirtæki eins og Origo, Advania, Opin kerfi og hvað þau heita, um starfsfólk.“ Gagnrýnin á sjálfa sig og flokkinn Sjálfstæðisflokkurinn hefur alla tíð talað fyrir því að minnka báknið. Því hefur fólki þótt það skjóta skökku við að það stækki í stjórnartíð flokksins. Guðrún segir að hún geti ekki gert annað en gagnrýnt það. „Ég er mjög gagnrýnin á sjálfa mig og hef alltaf verið gagnrýnin á mín störf. Þar af leiðandi er ég líka gagnrýnin á flokkinn minn og störf mín hér á þessum nýja vettvangi. Það er ekkert hægt að horfa framhjá því að útgjöld og hið opinbera kerfi hefur stækkað mjög á síðustu árum.“ Guðrún segir að það sé alltaf hægt að benda á stjórnarsamstarfið og segja að það sé línudans: „En það breytir því ekki að Sjálfstæðisflokkurinn, við stöndum fyrir minni opinberum rekstri heldur en hitt. Við viljum að umsvif hins opinbera séu með minnstum hætti. Við eigum að skilgreina ákveðna kjarna okkar sem ríkið á að vera í en af hverju erum við að vesenast í einhverjum upplýsingatæknimálum og hlutum sem er borðleggjandi að útvista?“ Sem fyrr segir er starfsmannafjöldinn mestur í utanríkisráðuneytinu, sem er í stjórn Sjálfstæðisflokksins. Guðrún bendir á að reynt hefur meira á þann málaflokk á undanförnum árum með tilkomu stríðs í Evrópu og þar fram eftir götunum. „En ég ætla líka að minna á það að utanríkisráðuneytið er að kaupa gríðarlega dýrt húsnæði í miðbænum á sama tíma og við erum að reyna að draga saman ríkisútgjöld og hemja verðbólgu.“
Rekstur hins opinbera Sjálfstæðisflokkurinn Stjórnsýsla Mest lesið Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi Innlent Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Innlent Fleiri fréttir Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Ríkisstjórn sem þarfnist mikillar samhæfingar milli formannanna Einar baðst fyrirgefningar Sjá meira