„Nú er maður bara allt í einu orðinn heimsmeistari“ Atli Ísleifsson skrifar 7. maí 2023 23:03 Katrín Pálsdóttir starfar sem fjármálastjóri Bolungarvíkur. Hún vann heimsmeistaratitil í tvíþraut á Ibiza fyrr í dag. Facebook Katrín Pálsdóttir, hjólreiðakona og fjármálastjóri Bolungarvíkur, varð heimsmeistari í tvíþraut, sund- og hjólreiðakeppni (long distance aquabike), á móti á vegum World Triathlon á spænsku eyjunni Ibiza fyrr í dag. Fréttastofa náði tali af Katrínu fyrr í kvöld og var hún skiljanlega mjög ánægð með árangurinn. „Þarna var allt besta fólkið í heiminum í þessari grein og nú er maður bara allt í einu orðinn heimsmeistari. Ég er bara ekkert smá hissa.“ Keppendur byrjuðu á því að synda þrjá kílómetra og þurftu svo að hjóla 116 kílómetra leið. Katrín var tæpar 50 mínútur að klára sundið og svo tæpa þrjá tíma og 24 mínútur á klára hjólreiðarnar. Heildartíminn var því rúmlega fjórir tímar og átján mínútur. Konan sem hafnaði í öðru sæti í keppninni, hin bandaríska Amber Smolik, var um 45 sekúndum á eftir Katrínu. „Ég hef alltaf keppt í þríþraut, verið að keppa í Ironman, hálfum og heilum. Þetta var í fyrsta skipti sem ég prófa svona tvíþraut og þetta kom því skemmtilega á óvart,“ segir Katrín. Hún lýsir framvindu keppninnar þannig að það hafi verið mikil þvaga í sundinu þar sem bæði karlar og konur syntu saman. „Eftir sundið fór ég svo á hjólið og ég tók eftir því að ég tók aldrei fram úr neinni konu í keppninni. Nema eftir sjötíu kílómetra, þá tók ég fram úr þessari bandarísku og þá fór ég að spá hvort það gæti staðist að ég væri fremst. Ég ákvað því að gefa enn meira í. Og svo fór það bara þannig að ég vann keppnina. Þvílíkt geggjaður dagur,“ segir Katrín glöð í bragði. Keppnin byrjaði um níuleytið í morgun að staðartíma og lauk því um 13:30 hjá Katrínu. „Þetta var bara frábært. Eftir keppnina fór ég að pakka hjólinu. Ég fékk mér svo pítsu og mætti svo á verðlaunaafhendinguna. Núna er ég svo að pakka saman og á bókað flug heim á morgun,“ segir Katrín. Íslendingar erlendis Sund Hjólreiðar Bolungarvík Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Leik lokið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Fyrsti dans í Stapaskóla Körfubolti Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Körfubolti Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Fleiri fréttir „Mæti honum með bros á vör“ „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Barcelona fagnaði sigri innan og utan vallar í vikunni Hamar/Þór og KR byrja vel í úrslitakeppninni um laust sæti í Bónus Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle Leik lokið: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Leik lokið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í Stapaskóla Stórkostlegur fyrri hálfleikur breyttist í algjöra martröð í þeim seinni Málinu vísað frá og SA og SR spila um Íslandsmeistaratitilinn Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu „Það er algjört kjaftæði“ Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Lífsferill íþróttamannsins: Eldur kviknar „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Sjá meira
Fréttastofa náði tali af Katrínu fyrr í kvöld og var hún skiljanlega mjög ánægð með árangurinn. „Þarna var allt besta fólkið í heiminum í þessari grein og nú er maður bara allt í einu orðinn heimsmeistari. Ég er bara ekkert smá hissa.“ Keppendur byrjuðu á því að synda þrjá kílómetra og þurftu svo að hjóla 116 kílómetra leið. Katrín var tæpar 50 mínútur að klára sundið og svo tæpa þrjá tíma og 24 mínútur á klára hjólreiðarnar. Heildartíminn var því rúmlega fjórir tímar og átján mínútur. Konan sem hafnaði í öðru sæti í keppninni, hin bandaríska Amber Smolik, var um 45 sekúndum á eftir Katrínu. „Ég hef alltaf keppt í þríþraut, verið að keppa í Ironman, hálfum og heilum. Þetta var í fyrsta skipti sem ég prófa svona tvíþraut og þetta kom því skemmtilega á óvart,“ segir Katrín. Hún lýsir framvindu keppninnar þannig að það hafi verið mikil þvaga í sundinu þar sem bæði karlar og konur syntu saman. „Eftir sundið fór ég svo á hjólið og ég tók eftir því að ég tók aldrei fram úr neinni konu í keppninni. Nema eftir sjötíu kílómetra, þá tók ég fram úr þessari bandarísku og þá fór ég að spá hvort það gæti staðist að ég væri fremst. Ég ákvað því að gefa enn meira í. Og svo fór það bara þannig að ég vann keppnina. Þvílíkt geggjaður dagur,“ segir Katrín glöð í bragði. Keppnin byrjaði um níuleytið í morgun að staðartíma og lauk því um 13:30 hjá Katrínu. „Þetta var bara frábært. Eftir keppnina fór ég að pakka hjólinu. Ég fékk mér svo pítsu og mætti svo á verðlaunaafhendinguna. Núna er ég svo að pakka saman og á bókað flug heim á morgun,“ segir Katrín.
Íslendingar erlendis Sund Hjólreiðar Bolungarvík Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Leik lokið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Fyrsti dans í Stapaskóla Körfubolti Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Körfubolti Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Fleiri fréttir „Mæti honum með bros á vör“ „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Barcelona fagnaði sigri innan og utan vallar í vikunni Hamar/Þór og KR byrja vel í úrslitakeppninni um laust sæti í Bónus Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle Leik lokið: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Leik lokið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í Stapaskóla Stórkostlegur fyrri hálfleikur breyttist í algjöra martröð í þeim seinni Málinu vísað frá og SA og SR spila um Íslandsmeistaratitilinn Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu „Það er algjört kjaftæði“ Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Lífsferill íþróttamannsins: Eldur kviknar „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Sjá meira