Akureyrarveikin og Covid-19 Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 6. maí 2023 12:03 Með málþinginu er annars vegar fjallað um sögulegan viðburð, en hins vegar er verið að efla Akureyri og Sjúkrahúsið til að verða vettvangur fyrir viðburði á sviði heilbrigðismála. Málþingið er ætlað almenningi og fer fram á Amtsbókasafninu. Boðið verður upp á tónlistaratriði og veitingar. Aðsend Það stendur mikið til á Amtsbókasafninu á Akureyri í dag því þar á að fjalla um “Akureyrarveikina” á málþingi en nú eru 75 ár síðan að “Akureyrarveikin” geisaði hér á landi. Sérfræðingar lýsa veikinni svipað og Covid–19. Enn er fólk á lífi sem veiktist af Akureyrarveikinni og sumir þeirra áttu við langtímaeftirköst að stríða. Það er Akureyrarbær og Sjúkrahúsið á Akureyri, sem standa að málþinginu í dag, sem hefst klukkan 13:00 og stendur til klukkan 16:00 og er ætlað öllum áhugasömum. Hólmkell Hreinsson, amtsbókavörður hjá Amtsbókasafnið á Akureyri er fróður um Akureyrarveikina. „Þessi veiki var náttúrulega í rauninni mjög mögnuð og hafði áhrif á marga en hefur á vissan þátt legið í ákveðnu þagnargildi. Svo hafa fræðimenn verið að skoða það núna og komist að því að það er margt líkt með eftirköstum Covid og eftirköstum Akureyrarveikinnar. Það gerir það enn þá áhugaverðara,“ segir Hólmkell og bætir við. „Þetta var veirusýking, sem gekk hér og olli lömun og síþreytu. Þetta voru ýmis eftirköst, sem fólk fékk eftir þetta.“ Hólmkell segir að mjög margir séu enn að berjast við eftirköst af Akureyrarveikinni frá því að hún kom fyrst upp 1948. Skólum var lokað, samkomuhald var stoppað og bærinn settur í hálfgerða einangrun. En Akureyrarveikin var ekki bara á Akureyri. Hólmkell Hreinsson, amtsbókavörður hjá Amtsbókasafnið á Akureyri, sem er fróður um Akureyrarveikina og mjög spenntur fyrir málþingi dagsins.Aðsend „Það tókst í rauninni að einangra veikina býsna vel en hún stakk sér samt niður að mig minnir á Sauðárkróki, Ísafirði, Patreksfirði en náði aldrei verulegri útbreiðslu,“ segir Hólmkell. Meðal frummælenda á málþingi dagsins er Friðrik Sigurðsson, læknir, Sigurveig Þóra Sigurðardóttir, yfirlæknir ónæmisfræðideildar Landspítalans og Alma Möller Landlæknir, sem flytur ávarp. Og þú ert spenntur fyrir deginum? “Já, ég er mjög spenntur og ég held að þetta verða bara mjög áhugavert og skemmtilegt. Svo verður þessu líka streymt því það verður hægt að sjá tengil á heimasíðu Amtsbókasafnsins, Akureyrarbæjar og Facebook síðu safnsins og víðar. Þannig að þó að þú komist ekki Magnús þá getur þú fylgst með,“ segir Hólmkell að lokum. Hér má sjá dagskrá málþingsins Sjúkrahúsið á Akureyri Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Enn er fólk á lífi sem veiktist af Akureyrarveikinni og sumir þeirra áttu við langtímaeftirköst að stríða. Það er Akureyrarbær og Sjúkrahúsið á Akureyri, sem standa að málþinginu í dag, sem hefst klukkan 13:00 og stendur til klukkan 16:00 og er ætlað öllum áhugasömum. Hólmkell Hreinsson, amtsbókavörður hjá Amtsbókasafnið á Akureyri er fróður um Akureyrarveikina. „Þessi veiki var náttúrulega í rauninni mjög mögnuð og hafði áhrif á marga en hefur á vissan þátt legið í ákveðnu þagnargildi. Svo hafa fræðimenn verið að skoða það núna og komist að því að það er margt líkt með eftirköstum Covid og eftirköstum Akureyrarveikinnar. Það gerir það enn þá áhugaverðara,“ segir Hólmkell og bætir við. „Þetta var veirusýking, sem gekk hér og olli lömun og síþreytu. Þetta voru ýmis eftirköst, sem fólk fékk eftir þetta.“ Hólmkell segir að mjög margir séu enn að berjast við eftirköst af Akureyrarveikinni frá því að hún kom fyrst upp 1948. Skólum var lokað, samkomuhald var stoppað og bærinn settur í hálfgerða einangrun. En Akureyrarveikin var ekki bara á Akureyri. Hólmkell Hreinsson, amtsbókavörður hjá Amtsbókasafnið á Akureyri, sem er fróður um Akureyrarveikina og mjög spenntur fyrir málþingi dagsins.Aðsend „Það tókst í rauninni að einangra veikina býsna vel en hún stakk sér samt niður að mig minnir á Sauðárkróki, Ísafirði, Patreksfirði en náði aldrei verulegri útbreiðslu,“ segir Hólmkell. Meðal frummælenda á málþingi dagsins er Friðrik Sigurðsson, læknir, Sigurveig Þóra Sigurðardóttir, yfirlæknir ónæmisfræðideildar Landspítalans og Alma Möller Landlæknir, sem flytur ávarp. Og þú ert spenntur fyrir deginum? “Já, ég er mjög spenntur og ég held að þetta verða bara mjög áhugavert og skemmtilegt. Svo verður þessu líka streymt því það verður hægt að sjá tengil á heimasíðu Amtsbókasafnsins, Akureyrarbæjar og Facebook síðu safnsins og víðar. Þannig að þó að þú komist ekki Magnús þá getur þú fylgst með,“ segir Hólmkell að lokum. Hér má sjá dagskrá málþingsins
Sjúkrahúsið á Akureyri Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira