Framkvæmdastjóri Ölmu segir útburð allra síðasta úrræði leigusala Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 6. maí 2023 12:27 Ingólfur Árni Gunnarsson, framkvæmdastjóri Ölmu, segir að félagið leiti allra leiða annarra en að bera fólk út. Framkvæmdastjóri Ölmu leigufélags segir útburðarferli allra síðasta úrræðið sem leigusalar leiti til. Félagið geri allt sem í sínu valdi stendur til að koma til móts við leigutaka í greiðsluvanda. Af og frá sé að tveggja mánaða skuld verði til þess að fólk sé borið út. Umboðsmaður skuldara segir rétt kröfuhafa mikinn. Tilefnið er viðtal Vísis við áttræðan mann sem borinn var út úr íbúð sinni í Hátúni síðastliðinn þriðjudag. Þar bjó hann ásamt hreyfihömluðum syni sínum en þeir eru nú á götunni að eigin sögn og vita ekki hvað tekur við. Sagði Ólafur Snævar Ögmundsson í samtali við fréttastofu í gær að fyrir ári síðan hafi hann veikst alvarlega á Spáni. Hann hafi því ekki greitt leigu í tvo mánuði en að öðru leyti staðið við allar sínar skuldbindingar. Mál sín hafi verið hjá Umboðsmanni skuldara og því hafi það komið honum og syni hans verulega á óvart að hafa verið beittir slíkri hörku af leigufélaginu. Þungt ferli Ingólfur Árni Gunnarsson, framkvæmdastjóri Ölmu, tekur fram í svari við fyrirspurn Vísis, að hann tjái sig ekki um einstaka mál viðskiptavina. Útburðarferlið sé lögbundið ferli sem framkvæmt sé í samráði við sýslumann eftir staðfestingu dómsstóla. „Þetta ferli er þungt og erfitt fyrir alla aðila sem koma að málinu og því allra síðasta úrræði sem leigusalar leita til.“ Útburður í mjög fáum tilvikum Ingólfur segir að Alma geri allt sem í sínu valdi stendur til þess að koma til móts við leigutaka okkar þegar þeir lendi í greiðsluvanda. „Það er þá í formi greiðslufrests eða samkomulags milli beggja aðila um niðurgreiðslu skuldar yfir langt tímabil. Hins vegar ef þau úrræði ganga ekki eftir hvort sem leigutakar sjá sér ekki fært eða kjósa að standa ekki við umsamið greiðslusamkomulag er útburðarferli síðasta úrræðið sem hægt er að grípa til, sem er í mjög fáum tilvikum.“ Tveggja mánaða skuld kalli ekki á útburð Ingólfur bætir því við að þegar útburðarbeiðni liggi fyrir sé oftar en ekki gefinn frekari frestur þar sem leigutökum gefist kostur á að sýna fram á greiðslugetu með innborgunum eða öðru slíku. „Það má einnig taka fram að þegar svona mál eru komin í útburðarferli þá er af og frá að upphæð skuldar nemi aðeins tveggja mánaða leigu. Svona ferli teygir sig yfir margra mánaða tímabil og kostnaður og ógreiddar skuldir eftir því.“ Réttur kröfuhafa mikill Ásta Sigrún Helgadóttir, umboðsmaður skuldara, segist í samtali við Vísi ekki geta tjáð sig um einstaka mál, líkt og mál feðganna. Hún segir að réttur kröfuhafa sé almennt mikill í slíkum málum, þar sé um að ræða frjálsa samninga. „Stundum enda málin þannig að kröfuhafar samþykkja ekki tillögu sem umsjónarmaður viðkomandi leggur fram og þá þarf að fara í nauðungarsamninga. Hvert mál er einstakt og mismunandi í hvaða ferli málið er komið, þannig ég get ekki tjáð mig um þetta einstaka mál.“ Umboðsmaður skuldara segir rétt kröfuhafa mikinn í slíkum málum. Vísir/Hanna Leigumarkaður Húsnæðismál Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Fleiri fréttir „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varið í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Sjá meira
Tilefnið er viðtal Vísis við áttræðan mann sem borinn var út úr íbúð sinni í Hátúni síðastliðinn þriðjudag. Þar bjó hann ásamt hreyfihömluðum syni sínum en þeir eru nú á götunni að eigin sögn og vita ekki hvað tekur við. Sagði Ólafur Snævar Ögmundsson í samtali við fréttastofu í gær að fyrir ári síðan hafi hann veikst alvarlega á Spáni. Hann hafi því ekki greitt leigu í tvo mánuði en að öðru leyti staðið við allar sínar skuldbindingar. Mál sín hafi verið hjá Umboðsmanni skuldara og því hafi það komið honum og syni hans verulega á óvart að hafa verið beittir slíkri hörku af leigufélaginu. Þungt ferli Ingólfur Árni Gunnarsson, framkvæmdastjóri Ölmu, tekur fram í svari við fyrirspurn Vísis, að hann tjái sig ekki um einstaka mál viðskiptavina. Útburðarferlið sé lögbundið ferli sem framkvæmt sé í samráði við sýslumann eftir staðfestingu dómsstóla. „Þetta ferli er þungt og erfitt fyrir alla aðila sem koma að málinu og því allra síðasta úrræði sem leigusalar leita til.“ Útburður í mjög fáum tilvikum Ingólfur segir að Alma geri allt sem í sínu valdi stendur til þess að koma til móts við leigutaka okkar þegar þeir lendi í greiðsluvanda. „Það er þá í formi greiðslufrests eða samkomulags milli beggja aðila um niðurgreiðslu skuldar yfir langt tímabil. Hins vegar ef þau úrræði ganga ekki eftir hvort sem leigutakar sjá sér ekki fært eða kjósa að standa ekki við umsamið greiðslusamkomulag er útburðarferli síðasta úrræðið sem hægt er að grípa til, sem er í mjög fáum tilvikum.“ Tveggja mánaða skuld kalli ekki á útburð Ingólfur bætir því við að þegar útburðarbeiðni liggi fyrir sé oftar en ekki gefinn frekari frestur þar sem leigutökum gefist kostur á að sýna fram á greiðslugetu með innborgunum eða öðru slíku. „Það má einnig taka fram að þegar svona mál eru komin í útburðarferli þá er af og frá að upphæð skuldar nemi aðeins tveggja mánaða leigu. Svona ferli teygir sig yfir margra mánaða tímabil og kostnaður og ógreiddar skuldir eftir því.“ Réttur kröfuhafa mikill Ásta Sigrún Helgadóttir, umboðsmaður skuldara, segist í samtali við Vísi ekki geta tjáð sig um einstaka mál, líkt og mál feðganna. Hún segir að réttur kröfuhafa sé almennt mikill í slíkum málum, þar sé um að ræða frjálsa samninga. „Stundum enda málin þannig að kröfuhafar samþykkja ekki tillögu sem umsjónarmaður viðkomandi leggur fram og þá þarf að fara í nauðungarsamninga. Hvert mál er einstakt og mismunandi í hvaða ferli málið er komið, þannig ég get ekki tjáð mig um þetta einstaka mál.“ Umboðsmaður skuldara segir rétt kröfuhafa mikinn í slíkum málum. Vísir/Hanna
Leigumarkaður Húsnæðismál Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Fleiri fréttir „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varið í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Sjá meira