Viðskipti innlent

Bein út­sending: Staða launa­fólks á Ís­landi

Atli Ísleifsson skrifar
Markmið könnunarinnar er að meta fjárhagsstöðu, húsnæðisöryggi, líkamlega og andlega heilsu sem og algengi réttindabrota meðal launafólks innan aðildarfélaga ASÍ og BSRB.
Markmið könnunarinnar er að meta fjárhagsstöðu, húsnæðisöryggi, líkamlega og andlega heilsu sem og algengi réttindabrota meðal launafólks innan aðildarfélaga ASÍ og BSRB. Getty

Fulltrúar Vörðu – Rannsóknastofnunar vinnumarkaðarins, ASÍ og BSRB munu kynna niðurstöður úr spurningakönnun Vörðu um stöðu launafólks á Íslandi á fundi klukkan 10:30.

Í tilkynningu frá BSRB segir að markmið könnunarinnar sé að meta fjárhagsstöðu, húsnæðisöryggi, líkamlega og andlega heilsu sem og algengi réttindabrota meðal launafólks innan aðildarfélaga ASÍ og BSRB.

Hægt verður að fylgjast með útsendingu frá fundinum í spilara að neðan.

Dagskrá:

  • 10:30 -10:50. Kristín Heba Gísladóttir, framkvæmdastjóri Vörðu kynnir helstu niðurstöður.
  • 10:50 -10:55. Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, setur niðurstöðurnar í samhengi við stöðu félagsfólks BSRB.
  • 10:55 -11:00. Finnbjörn A. Hermannsson, forseti ASÍ, setur niðurstöðurnar í samhengi við stöðu félagsfólks ASÍ.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×