Fagna sigrinum með því að bjóða leikmönnum Wrexham til Syndaborgarinnar Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 1. maí 2023 23:01 Þessir tveir eru að njóta þess að eiga knattspyrnulið. Matthew Ashton/Getty Images Hollywood-stjörnurnar og eigendur knattspyrnuliðsins Wrexham, Rob McElhenney og Ryan Reynolds, hafa ákveðið að bjóða leikmönnum liðsins til Las Vegas eftir að liðið sigraði ensku E-deildina. Ævintýrið í Wrexham hefur verið vel skjalfest enda keyptu þeir Rob og Ryan félagið með það að leiðarljósi að gera heimildarþætti um félagið. Það verður þó seint hægt að saka þá félaga um að hafa ekki lagt hjarta, sál og haug af peningum í félagið. Liðið komst upp um deild á dögunum eftir hreint út sagt magnað tímabil. Wrexham endaði með 111 stig að loknum 46 leikjum sem er met. Þá skoraði liðið 116 mörk og fékk aðeins á 43 á sig. Þeir Rob og Ryan ætla aldeilis að verðlauna leikmenn liðsins en til að byrja með voru gríðarleg fagnaðarlæti eftir að liðið tryggðis sér sæti í D-deildinni þegar enn var ein umferð eftir. Aftur var fagnað gríðarlega þegar síðasta leik tímabilsins var lokið og nú stefnir í að það verði fagnað duglega í Vegas. Wrexham owners Ryan Reynolds and Rob McElhenney are sending the club s players to Las Vegas as a reward for winning promotion to the English Football League, sources have told ESPN pic.twitter.com/NH5l1Atfco— ESPN FC (@ESPNFC) May 1, 2023 ESPN greinir frá því að eigendurnir ætli að bjóða leikmönnum til Vegas til að fagna sigrinum almennilega. Þeir leikmenn sem verða áfram á mála hjá félaginu munu svo halda til Bandaríkjanna í aðdraganda næsta tímabils þar sem liðið mun hefja undirbúning sinn fyrir D-deildina með leikjum gegn liðum á borð við Los Angeles Galaxy og Manchester United. Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Hollywood-stjörnurnar vonast til að Bale dusti rykið af takkaskónum Ryan Reynolds og Rob McElhenney, eigendur knattspyrnuliðsins Wrexham, vonast til að Gareth Bale endurhugsi ákvörðun sína um að hætta í knattspyrnu og taki slaginn með liðinu í D-deildinni á Englandi næsta haust. 26. apríl 2023 19:31 Tróð sér inn á blaðamannafund eftir frækinn sigur og heimtaði treyjur leikmanna Wrexham, eitt frægasta fótboltalið veraldar um þessar mundir, fór upp um deild um liðna helgi. Er liðið loks komið upp í ensku D-deildina og er það að mestu Hollywood-eigendum liðsins að þakka. Virðast þeir komast upp með hvað sem er í Wrexham en annar þeirra mætti á blaðamannafund að leik loknum og heimtaði treyjur tveggja leikmanna liðsins. 24. apríl 2023 10:31 Mest lesið „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn Ætla að stoppa Sveindísi og keyra yfir Ísland Fótbolti Fleiri fréttir Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Sjá meira
Ævintýrið í Wrexham hefur verið vel skjalfest enda keyptu þeir Rob og Ryan félagið með það að leiðarljósi að gera heimildarþætti um félagið. Það verður þó seint hægt að saka þá félaga um að hafa ekki lagt hjarta, sál og haug af peningum í félagið. Liðið komst upp um deild á dögunum eftir hreint út sagt magnað tímabil. Wrexham endaði með 111 stig að loknum 46 leikjum sem er met. Þá skoraði liðið 116 mörk og fékk aðeins á 43 á sig. Þeir Rob og Ryan ætla aldeilis að verðlauna leikmenn liðsins en til að byrja með voru gríðarleg fagnaðarlæti eftir að liðið tryggðis sér sæti í D-deildinni þegar enn var ein umferð eftir. Aftur var fagnað gríðarlega þegar síðasta leik tímabilsins var lokið og nú stefnir í að það verði fagnað duglega í Vegas. Wrexham owners Ryan Reynolds and Rob McElhenney are sending the club s players to Las Vegas as a reward for winning promotion to the English Football League, sources have told ESPN pic.twitter.com/NH5l1Atfco— ESPN FC (@ESPNFC) May 1, 2023 ESPN greinir frá því að eigendurnir ætli að bjóða leikmönnum til Vegas til að fagna sigrinum almennilega. Þeir leikmenn sem verða áfram á mála hjá félaginu munu svo halda til Bandaríkjanna í aðdraganda næsta tímabils þar sem liðið mun hefja undirbúning sinn fyrir D-deildina með leikjum gegn liðum á borð við Los Angeles Galaxy og Manchester United.
Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Hollywood-stjörnurnar vonast til að Bale dusti rykið af takkaskónum Ryan Reynolds og Rob McElhenney, eigendur knattspyrnuliðsins Wrexham, vonast til að Gareth Bale endurhugsi ákvörðun sína um að hætta í knattspyrnu og taki slaginn með liðinu í D-deildinni á Englandi næsta haust. 26. apríl 2023 19:31 Tróð sér inn á blaðamannafund eftir frækinn sigur og heimtaði treyjur leikmanna Wrexham, eitt frægasta fótboltalið veraldar um þessar mundir, fór upp um deild um liðna helgi. Er liðið loks komið upp í ensku D-deildina og er það að mestu Hollywood-eigendum liðsins að þakka. Virðast þeir komast upp með hvað sem er í Wrexham en annar þeirra mætti á blaðamannafund að leik loknum og heimtaði treyjur tveggja leikmanna liðsins. 24. apríl 2023 10:31 Mest lesið „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn Ætla að stoppa Sveindísi og keyra yfir Ísland Fótbolti Fleiri fréttir Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Sjá meira
Hollywood-stjörnurnar vonast til að Bale dusti rykið af takkaskónum Ryan Reynolds og Rob McElhenney, eigendur knattspyrnuliðsins Wrexham, vonast til að Gareth Bale endurhugsi ákvörðun sína um að hætta í knattspyrnu og taki slaginn með liðinu í D-deildinni á Englandi næsta haust. 26. apríl 2023 19:31
Tróð sér inn á blaðamannafund eftir frækinn sigur og heimtaði treyjur leikmanna Wrexham, eitt frægasta fótboltalið veraldar um þessar mundir, fór upp um deild um liðna helgi. Er liðið loks komið upp í ensku D-deildina og er það að mestu Hollywood-eigendum liðsins að þakka. Virðast þeir komast upp með hvað sem er í Wrexham en annar þeirra mætti á blaðamannafund að leik loknum og heimtaði treyjur tveggja leikmanna liðsins. 24. apríl 2023 10:31