Rísum upp! Ragnar Þór Ingólfsson skrifar 1. maí 2023 07:31 Í dag er alþjóðlegur baráttudagur verkalýðsins og er óhætt að segja að launafólk og almenningur standi á tímamótum. Stjórnvöld og Seðlabankinn hafa tekið sér stöðu. Stöðu gegn fólkinu í landinu og stöðu með sérhagsmunaöflunum og fjármálakerfinu. Um það verður ekki deilt. Stjórnmálin og peningastefna Seðlabankans hafa brugðist skyldum sínum og hlutverki. Að verja almenning í landinu gagnvart þeirri lífskjarakreppu sem nú stendur yfir. Ekki nóg með að bregðast þessum grundvallarskyldum sínum hafa stjórnvöld og Seðlabankinn bætt um betur og gert illt verra. Miklu verra! Það sorglega í þessu er að þessi staða þarf alls ekki að vera svona. Hún er að stórum hluta heimatilbúin og afleiðing upplýstra ákvarðana. Alls staðar í kringum okkur hafa ríki sem við berum okkur gjarnan saman við farið í fjölþættar aðgerðir til að bregðast við afkomukreppu fólks, hvort sem um er að ræða hóflegar vaxtahækkanir, leigubremsu og launahækkanir, eða ýmsar mikilvægar mótvægisaðgerðir eins og hvalrekaskatt á ofur hagnað fyrirtækja. Þessu er ekki fyrir að fara á litla Íslandi. Hér verður frelsið til að græða vera í algjörum forgangi. Árum saman hefur þessi staða verið og árum saman hefur hún fengið að versna þrátt fyrir fögur fyrirheit í aðdraganda kosninga. Það er allt svikið jafn óðum. Á meðan innviðir og grunnþjónustan grotnar niður eiga sér stað stórkostlegir flutningar fjármagns og eigna frá skuldugum heimilum, á meðan heilbrigðiskerfið er að þrotum komið, í skelfingarástandi á leigumarkaði, í viðvarandi húsnæðisskorti, á meðan svik og vanefndir eru algjör gagnvart samningum við verkalýðshreyfinguna og kjósendur, á meðan unga fólkinu er úthýst af húsnæðismarkaði fyrir lífstíð, á meðan barnafjölskyldur fá ekki dagvistun fyrir börnin, á meðan eldri borgarar, öryrkjar og láglaunafólk búa við sára fátækt og skort, á meðan opinberu starfsfólki sem sinnir mikilvægri grunnþjónustu er sagt upp störfum, á meðan gamla fólkið deyr frá biðlistum eftir úrræðum, á meðan unga fólkið okkar og fjölskyldur þeirra mæta algjöru úrræðaleysi í geðheilbrigðismálum, á meðan biðtími á bráðamóttöku og læknavöktum mælist í 6 til 8 klukkustundum og lengist, vikum og mánuðum saman bíður fólk eftir viðtali við lækni, og enn lengur eftir lífsnauðsynlegum skurðaðgerðum eða greiningum, á meðan þjónustan fer fram innan um örmagna heilbrigðisstarfsfólk á göngum sjúkrahúsa, á meðan ríkisstjórnin neitar að upplýsa almenning um sölu ríkiseigna, á meðan opinber gjöld eru aukin á almenning en auðstéttinni hlíft. Á meðan Seðlabankinn hefur hækkað stýrivexti oftar og meira en nokkur staðar þekkist í samanburðarlöndum? Á meðan samanburðarlöndum gengur betur að vinna gegn verðbólgu og lífskjaraskerðingu en okkur, eru settir milljarðar í að halda þjóðarleiðtogasýningu. Á meðan staðan versnar og versnar! Á meðan græða fyrirtækin sem aldrei fyrr og fjármálakerfið slær um sig með steinprýddum glerhöllum fyrir ofurgróða síðustu ára, gróða sem eykst bara og eykst á kostnað almennings, á meðan bankarnir skerða þjónustu, loka útibúum og hækka gjaldskrár, á meðan tryggingafélögin hagnast ævintýralega og nota bótasjóðina í að braska, á meðan olíufélögin raka inn á gengismun og sveiflum á heimsmarkaðsverði, á meðan útgerðarelítan mokveiðir fjármagn af auðlindum okkar allra, á meðan þjóðþekktir útrásarvíkingar hafa náð fyrri styrk og völdum, á meðan lífeyrissjóðirnir okkar sitja hjá og leyfa þeim það, á meðan byggingaverktakar mata krókinn á ástandinu, rétt eins og auðstéttin sem sölsað hefur undir sig leigumarkaðinn, á meðan sama auðstétt hefur tekið milljarða tugi af braski með fiskeldi og öðru náttúruníði, á meðan innviðir eru einkavæddir og komið á vildarkjörum til útvalinna, á meðan taumlaus græðgin og dekur stjórnvalda við sérhagsmunaöflin eru allt að drepa. Á meðan milljörðum er varið í breytingar á Seðlabankanum, sem kallar eftir aðhaldi á aðra. Á meðan skuldsettum heimilum er smalað inn í eitraða sjálfheldu verðtryggðra lána að kröfu Seðlabankans og bankanna. Staðan mun versna! Og hún mun versna þangað til við rísum upp og segjum stopp og segjum, er ekki komið nóg? Hingað og ekki lengra! Verkalýðshreyfingin hefur átt betri daga hugsa margir með sér. Það er rangt! Verkalýðshreyfingin hefur sjaldan verið í betra formi. Sú kjaralota sem við stöndum í nú verður sú mikilvægasta í áratugi. Í eftirmálum hrunsins var verkalýðshreyfingin samofin valdablokk stjórnmálanna. Eftir áralöng teboð og vinaleg samtöl með sérhagsmunaöflum og stjórnmálunum gat hreyfingin sig hvergi hreyft án þess að stíga á tærnar á sjálfri sér. Hún lokaði sig af! Á meðan þáverandi ríkisstjórn gerði, eins og sú sem nú stjórnar, allt sem í hennar valdi stóð til að þóknast fjármagninu og kröfuhöfum á kostnað almennings, sem endaði með skelfilegum afleiðingum. Hræðslan var slík að enga mótstöðu var að finna innan veggja verkalýðshreyfingarinnar. Fólkið reis upp, í nauðvörn, og greip potta og pönnur og skundaði á Austurvöll því málsvarinn hvarf. Ef einhver saknar þess tíma þegar duglaus og meðvirk verkalýðshreyfingin hjakkaði með tebolla í hönd í hjólfari meðvirkni og hræðslu þá mun það ekki gerast á okkar vakt. Í eftirmálum hrunsin gat verkalýshreyfingin ekki gengið upp lágreistan stiga án þess að mæðast og gefast upp. Í dag höfum við úthald og kjark, áræðni og dug til að taka slaginn fyrir alvöru. Og við munum gera það! Við höfum sjaldan eða aldrei verið í betra formi til þess. Við verðum í framlínunni og þið þurfið ekki að bíða eftir okkur. Við erum hér og munum rísa upp og leiða baráttuna sem framundan er. Við munum mótmæla og láta í okkur heyra og við munum fara í verkföll og nota allan okkar styrk, tæki og tól til að knýja á um breytingar. Breytingar sem miða að þörfum okkar allra. Réttlátara og betra samfélagi þar sem mælikvarðinn verður staða okkar veikustu bræðra og systra en ekki hvað við eigum marga á lista yfir ríkasta fólkið. Við munum láta til skarar skríða fljótlega. Við munum mótmæla á Austurvelli og við munum mótmæla fyrir framan Seðlabankann og við munum mótmæla hvar og hvenær sem þurfa þykir. Við munum leggja niður störf og við munum gera það sem þarf til að snúa þessari ríkisstjórn og Seðlabankanum af braut eyðileggingar og kúgunar. Okkur mun takast þetta með samtakamætti okkar allra. Við tókum fyrsta skrefið á nýafstöðnu Alþýðusambandsþingi og nú þurfum við ykkur með. Við byrjum á kröfugöngu 1.maí, Alþjóðlegum baráttudegi verkalýðshreyfingarinnar, og höldum svo áfram. Spillingin er sjálfnærandi og hefur hreiðrað um sig alls staðar í stjórnsýslunni. Það er aðeins ein leið til að vinna bug á henni. Rísum upp! Höfundur er formaður VR. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Verkalýðsdagurinn Stéttarfélög Efnahagsmál Ragnar Þór Ingólfsson Mest lesið Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Sjá meira
Í dag er alþjóðlegur baráttudagur verkalýðsins og er óhætt að segja að launafólk og almenningur standi á tímamótum. Stjórnvöld og Seðlabankinn hafa tekið sér stöðu. Stöðu gegn fólkinu í landinu og stöðu með sérhagsmunaöflunum og fjármálakerfinu. Um það verður ekki deilt. Stjórnmálin og peningastefna Seðlabankans hafa brugðist skyldum sínum og hlutverki. Að verja almenning í landinu gagnvart þeirri lífskjarakreppu sem nú stendur yfir. Ekki nóg með að bregðast þessum grundvallarskyldum sínum hafa stjórnvöld og Seðlabankinn bætt um betur og gert illt verra. Miklu verra! Það sorglega í þessu er að þessi staða þarf alls ekki að vera svona. Hún er að stórum hluta heimatilbúin og afleiðing upplýstra ákvarðana. Alls staðar í kringum okkur hafa ríki sem við berum okkur gjarnan saman við farið í fjölþættar aðgerðir til að bregðast við afkomukreppu fólks, hvort sem um er að ræða hóflegar vaxtahækkanir, leigubremsu og launahækkanir, eða ýmsar mikilvægar mótvægisaðgerðir eins og hvalrekaskatt á ofur hagnað fyrirtækja. Þessu er ekki fyrir að fara á litla Íslandi. Hér verður frelsið til að græða vera í algjörum forgangi. Árum saman hefur þessi staða verið og árum saman hefur hún fengið að versna þrátt fyrir fögur fyrirheit í aðdraganda kosninga. Það er allt svikið jafn óðum. Á meðan innviðir og grunnþjónustan grotnar niður eiga sér stað stórkostlegir flutningar fjármagns og eigna frá skuldugum heimilum, á meðan heilbrigðiskerfið er að þrotum komið, í skelfingarástandi á leigumarkaði, í viðvarandi húsnæðisskorti, á meðan svik og vanefndir eru algjör gagnvart samningum við verkalýðshreyfinguna og kjósendur, á meðan unga fólkinu er úthýst af húsnæðismarkaði fyrir lífstíð, á meðan barnafjölskyldur fá ekki dagvistun fyrir börnin, á meðan eldri borgarar, öryrkjar og láglaunafólk búa við sára fátækt og skort, á meðan opinberu starfsfólki sem sinnir mikilvægri grunnþjónustu er sagt upp störfum, á meðan gamla fólkið deyr frá biðlistum eftir úrræðum, á meðan unga fólkið okkar og fjölskyldur þeirra mæta algjöru úrræðaleysi í geðheilbrigðismálum, á meðan biðtími á bráðamóttöku og læknavöktum mælist í 6 til 8 klukkustundum og lengist, vikum og mánuðum saman bíður fólk eftir viðtali við lækni, og enn lengur eftir lífsnauðsynlegum skurðaðgerðum eða greiningum, á meðan þjónustan fer fram innan um örmagna heilbrigðisstarfsfólk á göngum sjúkrahúsa, á meðan ríkisstjórnin neitar að upplýsa almenning um sölu ríkiseigna, á meðan opinber gjöld eru aukin á almenning en auðstéttinni hlíft. Á meðan Seðlabankinn hefur hækkað stýrivexti oftar og meira en nokkur staðar þekkist í samanburðarlöndum? Á meðan samanburðarlöndum gengur betur að vinna gegn verðbólgu og lífskjaraskerðingu en okkur, eru settir milljarðar í að halda þjóðarleiðtogasýningu. Á meðan staðan versnar og versnar! Á meðan græða fyrirtækin sem aldrei fyrr og fjármálakerfið slær um sig með steinprýddum glerhöllum fyrir ofurgróða síðustu ára, gróða sem eykst bara og eykst á kostnað almennings, á meðan bankarnir skerða þjónustu, loka útibúum og hækka gjaldskrár, á meðan tryggingafélögin hagnast ævintýralega og nota bótasjóðina í að braska, á meðan olíufélögin raka inn á gengismun og sveiflum á heimsmarkaðsverði, á meðan útgerðarelítan mokveiðir fjármagn af auðlindum okkar allra, á meðan þjóðþekktir útrásarvíkingar hafa náð fyrri styrk og völdum, á meðan lífeyrissjóðirnir okkar sitja hjá og leyfa þeim það, á meðan byggingaverktakar mata krókinn á ástandinu, rétt eins og auðstéttin sem sölsað hefur undir sig leigumarkaðinn, á meðan sama auðstétt hefur tekið milljarða tugi af braski með fiskeldi og öðru náttúruníði, á meðan innviðir eru einkavæddir og komið á vildarkjörum til útvalinna, á meðan taumlaus græðgin og dekur stjórnvalda við sérhagsmunaöflin eru allt að drepa. Á meðan milljörðum er varið í breytingar á Seðlabankanum, sem kallar eftir aðhaldi á aðra. Á meðan skuldsettum heimilum er smalað inn í eitraða sjálfheldu verðtryggðra lána að kröfu Seðlabankans og bankanna. Staðan mun versna! Og hún mun versna þangað til við rísum upp og segjum stopp og segjum, er ekki komið nóg? Hingað og ekki lengra! Verkalýðshreyfingin hefur átt betri daga hugsa margir með sér. Það er rangt! Verkalýðshreyfingin hefur sjaldan verið í betra formi. Sú kjaralota sem við stöndum í nú verður sú mikilvægasta í áratugi. Í eftirmálum hrunsins var verkalýðshreyfingin samofin valdablokk stjórnmálanna. Eftir áralöng teboð og vinaleg samtöl með sérhagsmunaöflum og stjórnmálunum gat hreyfingin sig hvergi hreyft án þess að stíga á tærnar á sjálfri sér. Hún lokaði sig af! Á meðan þáverandi ríkisstjórn gerði, eins og sú sem nú stjórnar, allt sem í hennar valdi stóð til að þóknast fjármagninu og kröfuhöfum á kostnað almennings, sem endaði með skelfilegum afleiðingum. Hræðslan var slík að enga mótstöðu var að finna innan veggja verkalýðshreyfingarinnar. Fólkið reis upp, í nauðvörn, og greip potta og pönnur og skundaði á Austurvöll því málsvarinn hvarf. Ef einhver saknar þess tíma þegar duglaus og meðvirk verkalýðshreyfingin hjakkaði með tebolla í hönd í hjólfari meðvirkni og hræðslu þá mun það ekki gerast á okkar vakt. Í eftirmálum hrunsin gat verkalýshreyfingin ekki gengið upp lágreistan stiga án þess að mæðast og gefast upp. Í dag höfum við úthald og kjark, áræðni og dug til að taka slaginn fyrir alvöru. Og við munum gera það! Við höfum sjaldan eða aldrei verið í betra formi til þess. Við verðum í framlínunni og þið þurfið ekki að bíða eftir okkur. Við erum hér og munum rísa upp og leiða baráttuna sem framundan er. Við munum mótmæla og láta í okkur heyra og við munum fara í verkföll og nota allan okkar styrk, tæki og tól til að knýja á um breytingar. Breytingar sem miða að þörfum okkar allra. Réttlátara og betra samfélagi þar sem mælikvarðinn verður staða okkar veikustu bræðra og systra en ekki hvað við eigum marga á lista yfir ríkasta fólkið. Við munum láta til skarar skríða fljótlega. Við munum mótmæla á Austurvelli og við munum mótmæla fyrir framan Seðlabankann og við munum mótmæla hvar og hvenær sem þurfa þykir. Við munum leggja niður störf og við munum gera það sem þarf til að snúa þessari ríkisstjórn og Seðlabankanum af braut eyðileggingar og kúgunar. Okkur mun takast þetta með samtakamætti okkar allra. Við tókum fyrsta skrefið á nýafstöðnu Alþýðusambandsþingi og nú þurfum við ykkur með. Við byrjum á kröfugöngu 1.maí, Alþjóðlegum baráttudegi verkalýðshreyfingarinnar, og höldum svo áfram. Spillingin er sjálfnærandi og hefur hreiðrað um sig alls staðar í stjórnsýslunni. Það er aðeins ein leið til að vinna bug á henni. Rísum upp! Höfundur er formaður VR.
Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun