Samið um vopnahlé sem er þó frekar í orði en á borði Árni Sæberg og Fanndís Birna Logadóttir skrifa 30. apríl 2023 23:41 Stríðsátök geisa enn í Kartúm þrátt fyrir að samið hafi verið um vopnahlé. Omer Erdem/Getty Alþjóðadeild Rauða krossins tókst að senda hjálpargögn til Súdan í dag en áframhaldandi átök gera mannúðarstarfi erfitt fyrir. Samið hefur verið um vopnahlé en loftárásir á Kartúm, höfuðborg landsins, hafa samt sem áður haldið áfram linnulaust. Þörf sé á tafarlausu vopnahléi sem báðar fylkingar þurfi að virða Átökin brutust út þann fyrir rúmum tveimur vikum milli stríðandi fylkinga stjórnarhers Súdan og uppreisnasveita RSF, meðal annars í höfuðborginni Khartoum. Tilraunir til að koma á vopnahléi hafa ekki borið tilætlaðan árangur en stríðandi fylkingar hafa þó gefið út að slíkt muni gilda næstu þrjá daga, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins. Á fimmta hundruð almennra borgara hafa látist síðustu tvær vikur og þúsundir særst en tveir þriðju spítala á svæðum þar sem átökin eiga sér stað eru ekki í notkun vegna skorts. Alþjóðadeild Rauða krossins náði í dag að flytja sjúkragögn til Súdan með vél frá Jórdaníu og eru þau tilbúin til að flytja meira. „Frá 14. apríl hafa sjúkragögn ekki borist til landsins en brýn þörf er á slíku. Sjúkragögn berast vonandi fljótt frá Port Súdan og komast til sjúkrahúsanna sem eru í mestri þörf á þeim. Það krefst í raun vopnahlés sem báðir aðilar þurfa að virða,“ segir Patrick Youssef, svæðisstjóri alþjóðadeildar Rauða krossins í Súdan. Aðstæðurnar hættulegar hjálparstarfsfólki Enn sem komið er hefur ekki tekist að koma á fót öflugu mannúðarstarfi á svæðinu. „Hjálparstarfsfólk býr við loftárásir, stríðsástand og óöryggi við störf sín við að afla birgða og hlúa að fólki. Hjálparstarfsfólk sætir árásum og sumir hafa látið lífið. Aðstæðurnar eru afskaplega hættulegar,“ segir Jill Lawler, yfirmaður svæðisaðgerða UNICEF í Súdan. Líður eins og hann sé svikari fyrir að flýja Tugir þúsunda hafa flúið til nágrannalanda en margir eru enn fastir á átakasvæðum. Ýmsar þjóðir hafa reynt að flytja ríkisborgara frá landinu en margir bíða enn. „Mér finnst ég vera svikari við land mitt þegar ég yfirgef það. Ég skil fólk eftir í sársauka meðan ég upplifi gleði. Mér líður stundum eins og svikara. Ég veit ekki af hverju það er,“ segir Abdullah Ahmed, ungur súdanskur og bandarískur ríkisborgari Súdan Hernaður Tengdar fréttir Vopnahlé brotið í Súdan Átök í Súdan hófust aftur snemma í morgun eftir nokkurra daga vopnahlé. Heyra mátti sprengingar í höfuðborginni Khartoum og nærliggjandi borgum. 29. apríl 2023 10:00 Súdanski herinn sagður hafa rofið vopnahlé Vígasveitir RSF segja súdanska stjórnarherinn hafa rofið vopnahlé sem samþykkt var seint í gærkvöldi. Skothvellir hafa heyrst í höfuðborginni Khartoum og í Omdurman í dag. Bresk stjórnvöld hafa biðlað til ríkisborgara sinna að halda þegar í stað á flugvöll norður af höfuðborginni þaðan sem þeim verður flogið beinustu leið til Kýpur og svo Bretlands. 25. apríl 2023 14:43 Vopnahlé í Súdan Stríðandi fylkingar í Súdan féllust í dag á málamiðlun Bandaríkjanna um 72 tíma vopnahlé til að hægt sé að koma almennum borgurum í Súdan til aðstoðar. Vopnahléð hófst á miðnætti að staðartíma. 24. apríl 2023 23:40 Flytja bandaríska erindreka frá Khartoum í skugga átaka Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur skipað nokkrum tugum bandarískra erindreka og fjölskyldum þeirra að yfirgefa Khartoum, höfuðborg Súdan, þar sem blóðug átök geisa á milli stríðandi fylkinga. Bandarískir hermenn sóttu fólkið á þremur herþyrlum við sendiráðið snemma í morgun. 23. apríl 2023 07:38 Bandaríkjamenn vara stríðandi fylkingar við eftir árás á diplómata Bílalest bandarískra diplómata varð fyrir árás í Súdan í gær en hörð átök geysa nú í landinu á milli stríðandi fylkinga. Enginn mun þó hafa særst í árásinni að sögn Antony Blinken utanríkisráðherra Bandaríkjanna. 18. apríl 2023 07:45 Mest lesið Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Innlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Átökin brutust út þann fyrir rúmum tveimur vikum milli stríðandi fylkinga stjórnarhers Súdan og uppreisnasveita RSF, meðal annars í höfuðborginni Khartoum. Tilraunir til að koma á vopnahléi hafa ekki borið tilætlaðan árangur en stríðandi fylkingar hafa þó gefið út að slíkt muni gilda næstu þrjá daga, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins. Á fimmta hundruð almennra borgara hafa látist síðustu tvær vikur og þúsundir særst en tveir þriðju spítala á svæðum þar sem átökin eiga sér stað eru ekki í notkun vegna skorts. Alþjóðadeild Rauða krossins náði í dag að flytja sjúkragögn til Súdan með vél frá Jórdaníu og eru þau tilbúin til að flytja meira. „Frá 14. apríl hafa sjúkragögn ekki borist til landsins en brýn þörf er á slíku. Sjúkragögn berast vonandi fljótt frá Port Súdan og komast til sjúkrahúsanna sem eru í mestri þörf á þeim. Það krefst í raun vopnahlés sem báðir aðilar þurfa að virða,“ segir Patrick Youssef, svæðisstjóri alþjóðadeildar Rauða krossins í Súdan. Aðstæðurnar hættulegar hjálparstarfsfólki Enn sem komið er hefur ekki tekist að koma á fót öflugu mannúðarstarfi á svæðinu. „Hjálparstarfsfólk býr við loftárásir, stríðsástand og óöryggi við störf sín við að afla birgða og hlúa að fólki. Hjálparstarfsfólk sætir árásum og sumir hafa látið lífið. Aðstæðurnar eru afskaplega hættulegar,“ segir Jill Lawler, yfirmaður svæðisaðgerða UNICEF í Súdan. Líður eins og hann sé svikari fyrir að flýja Tugir þúsunda hafa flúið til nágrannalanda en margir eru enn fastir á átakasvæðum. Ýmsar þjóðir hafa reynt að flytja ríkisborgara frá landinu en margir bíða enn. „Mér finnst ég vera svikari við land mitt þegar ég yfirgef það. Ég skil fólk eftir í sársauka meðan ég upplifi gleði. Mér líður stundum eins og svikara. Ég veit ekki af hverju það er,“ segir Abdullah Ahmed, ungur súdanskur og bandarískur ríkisborgari
Súdan Hernaður Tengdar fréttir Vopnahlé brotið í Súdan Átök í Súdan hófust aftur snemma í morgun eftir nokkurra daga vopnahlé. Heyra mátti sprengingar í höfuðborginni Khartoum og nærliggjandi borgum. 29. apríl 2023 10:00 Súdanski herinn sagður hafa rofið vopnahlé Vígasveitir RSF segja súdanska stjórnarherinn hafa rofið vopnahlé sem samþykkt var seint í gærkvöldi. Skothvellir hafa heyrst í höfuðborginni Khartoum og í Omdurman í dag. Bresk stjórnvöld hafa biðlað til ríkisborgara sinna að halda þegar í stað á flugvöll norður af höfuðborginni þaðan sem þeim verður flogið beinustu leið til Kýpur og svo Bretlands. 25. apríl 2023 14:43 Vopnahlé í Súdan Stríðandi fylkingar í Súdan féllust í dag á málamiðlun Bandaríkjanna um 72 tíma vopnahlé til að hægt sé að koma almennum borgurum í Súdan til aðstoðar. Vopnahléð hófst á miðnætti að staðartíma. 24. apríl 2023 23:40 Flytja bandaríska erindreka frá Khartoum í skugga átaka Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur skipað nokkrum tugum bandarískra erindreka og fjölskyldum þeirra að yfirgefa Khartoum, höfuðborg Súdan, þar sem blóðug átök geisa á milli stríðandi fylkinga. Bandarískir hermenn sóttu fólkið á þremur herþyrlum við sendiráðið snemma í morgun. 23. apríl 2023 07:38 Bandaríkjamenn vara stríðandi fylkingar við eftir árás á diplómata Bílalest bandarískra diplómata varð fyrir árás í Súdan í gær en hörð átök geysa nú í landinu á milli stríðandi fylkinga. Enginn mun þó hafa særst í árásinni að sögn Antony Blinken utanríkisráðherra Bandaríkjanna. 18. apríl 2023 07:45 Mest lesið Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Innlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Vopnahlé brotið í Súdan Átök í Súdan hófust aftur snemma í morgun eftir nokkurra daga vopnahlé. Heyra mátti sprengingar í höfuðborginni Khartoum og nærliggjandi borgum. 29. apríl 2023 10:00
Súdanski herinn sagður hafa rofið vopnahlé Vígasveitir RSF segja súdanska stjórnarherinn hafa rofið vopnahlé sem samþykkt var seint í gærkvöldi. Skothvellir hafa heyrst í höfuðborginni Khartoum og í Omdurman í dag. Bresk stjórnvöld hafa biðlað til ríkisborgara sinna að halda þegar í stað á flugvöll norður af höfuðborginni þaðan sem þeim verður flogið beinustu leið til Kýpur og svo Bretlands. 25. apríl 2023 14:43
Vopnahlé í Súdan Stríðandi fylkingar í Súdan féllust í dag á málamiðlun Bandaríkjanna um 72 tíma vopnahlé til að hægt sé að koma almennum borgurum í Súdan til aðstoðar. Vopnahléð hófst á miðnætti að staðartíma. 24. apríl 2023 23:40
Flytja bandaríska erindreka frá Khartoum í skugga átaka Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur skipað nokkrum tugum bandarískra erindreka og fjölskyldum þeirra að yfirgefa Khartoum, höfuðborg Súdan, þar sem blóðug átök geisa á milli stríðandi fylkinga. Bandarískir hermenn sóttu fólkið á þremur herþyrlum við sendiráðið snemma í morgun. 23. apríl 2023 07:38
Bandaríkjamenn vara stríðandi fylkingar við eftir árás á diplómata Bílalest bandarískra diplómata varð fyrir árás í Súdan í gær en hörð átök geysa nú í landinu á milli stríðandi fylkinga. Enginn mun þó hafa særst í árásinni að sögn Antony Blinken utanríkisráðherra Bandaríkjanna. 18. apríl 2023 07:45