„Hér eru bara menn sem dreymir um að spila á Ólympíuleikum“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 29. apríl 2023 22:46 Gunnar Magnússon er bráðabirgðalandsliðsþjálfari Íslands. Vísir/Vilhelm „Ég var ánægður með frammistöðuna. Þetta var góður fyrri hálfleikur og við tókum frumkvæðið strax í leiknum og hleyptum þeim ekkert inn í leikinn,“ sagði Gunnar Magnússon, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta um leik liðsins gegn Ísrael í vikunni eftir æfingu liðsins í dag. Íslensku strákarnir unnu öruggan sigur gegn Ísrael á útivelli síðastliðinn fimmtudag og um leið gulltryggði liðið sér sæti á EM. „Við höfðum stjórn á leiknum í sextíu mínútur þannig að ég var bara mjög ánægður með frammistöðuna í síðasta leik,“ bætti Gunnar við. „Strákarnir eru einbeittir“ Eftir mikla, og oft á tíðum frekar neikvæða, umræðu um íslenska karlalandsliðið í handbolta undanfarnar vikur svöruðu strákarnir fyrir sig með fagmannlegri frammistöðu í síðasta leik. „Menn sýndu fyrst og fremst bara fagmennsku fannst mér. Menn voru virkilega einbeittir og við undirbjuggum okkur náttúrulega bara vel og einbeittum okkur mikið að okkur sjálfum og handboltanum auðvitað.“ „Mér fannst bara strákarnir virkilega einbeittir í þessu og það er mikið undir í þessum leikjum. Þó þetta séu þessi lið þá þurfum við að vinna báða þessa leiki til að vinna riðilinn. Það er bara mikið undir á morgun líka og strákarnir eru einbeittir og við ætlum okkur bara að klára þetta verkefni,“ sagði Gunnar, en íslenska liðið tekur á móti Eistlandi á morgun í lokaleik undankeppni EM sem fram fer í Þýskalandi í janúar á næsta ári. Klippa: Gunnar Magnússon fyrir leik Íslands og Eistlands Leikur morgundagsins mikilvægur fyrir tvö stórmót á næsta ári Þá segir Gunnar að umræðan um þjálfaramál íslenska landsliðsins hafi ekki haft áhrif á strákana í liðinu. „Nei við auðvitað reynum að fókusa bara á þetta verkefni. Það er það mikið undir og leikurinn á morgun snýst um að loka þessu almennilega. Það eru tvö stórmót á næsta ári og það er himinn og haf á milli þess hvort við séum í fyrsta eða þriðja styrkleikaflokki á EM. Bæði upp á EM og svo erum við að tala um Ólympíuleika líka.“ „Hér eru bara menn sem dreymir um að spila á Ólympíuleikum og við erum bara fókuseraðir á þetta verkefni og komum vel undirbúnir í leikinn á morgun og einbeittir að loka þessu.“ Landslið karla í handbolta Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Haukur og félagar unnu baráttuna um Búkarest Úrslitin í leik HK og Stjörnunnar standa Sjá meira
Íslensku strákarnir unnu öruggan sigur gegn Ísrael á útivelli síðastliðinn fimmtudag og um leið gulltryggði liðið sér sæti á EM. „Við höfðum stjórn á leiknum í sextíu mínútur þannig að ég var bara mjög ánægður með frammistöðuna í síðasta leik,“ bætti Gunnar við. „Strákarnir eru einbeittir“ Eftir mikla, og oft á tíðum frekar neikvæða, umræðu um íslenska karlalandsliðið í handbolta undanfarnar vikur svöruðu strákarnir fyrir sig með fagmannlegri frammistöðu í síðasta leik. „Menn sýndu fyrst og fremst bara fagmennsku fannst mér. Menn voru virkilega einbeittir og við undirbjuggum okkur náttúrulega bara vel og einbeittum okkur mikið að okkur sjálfum og handboltanum auðvitað.“ „Mér fannst bara strákarnir virkilega einbeittir í þessu og það er mikið undir í þessum leikjum. Þó þetta séu þessi lið þá þurfum við að vinna báða þessa leiki til að vinna riðilinn. Það er bara mikið undir á morgun líka og strákarnir eru einbeittir og við ætlum okkur bara að klára þetta verkefni,“ sagði Gunnar, en íslenska liðið tekur á móti Eistlandi á morgun í lokaleik undankeppni EM sem fram fer í Þýskalandi í janúar á næsta ári. Klippa: Gunnar Magnússon fyrir leik Íslands og Eistlands Leikur morgundagsins mikilvægur fyrir tvö stórmót á næsta ári Þá segir Gunnar að umræðan um þjálfaramál íslenska landsliðsins hafi ekki haft áhrif á strákana í liðinu. „Nei við auðvitað reynum að fókusa bara á þetta verkefni. Það er það mikið undir og leikurinn á morgun snýst um að loka þessu almennilega. Það eru tvö stórmót á næsta ári og það er himinn og haf á milli þess hvort við séum í fyrsta eða þriðja styrkleikaflokki á EM. Bæði upp á EM og svo erum við að tala um Ólympíuleika líka.“ „Hér eru bara menn sem dreymir um að spila á Ólympíuleikum og við erum bara fókuseraðir á þetta verkefni og komum vel undirbúnir í leikinn á morgun og einbeittir að loka þessu.“
Landslið karla í handbolta Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Haukur og félagar unnu baráttuna um Búkarest Úrslitin í leik HK og Stjörnunnar standa Sjá meira