Ummæli DeSantis um Disney líkleg til að koma niður á honum Samúel Karl Ólason skrifar 28. apríl 2023 15:21 Ron DeSantis, ríkisstjóri Flórída. AP/Alex Brandon Ron DeSantis, ríkisstjóri Flórída, sagði í gær að lögsókn Disney gegn sér og Flórída væri pólitísks eðlis. Forsvarsmenn fyrirtækisins væru reiðir yfir því að hann væri að binda enda á sérkjör Disney í Flórída. Hann segir Disney hafa verið á sérkjörum í Flórída og nú væri sá tími liðinn. DeSantis er að reyna að fella niður nokkurs konar sjálfstjórnarsvæði sem Disney stjórnar við skemmtigarð fyrirtækisins í Flórída. Þá viðleitni hóf hann eftir að forsvarsmenn fyrirtækisins lýstu yfir andstöðu við lög ríkisstjórans um að banna kennslu um kynhneigð og kynvitund í skólum í Flórída. Ríkisstjórinn skipaði nýja stjórn yfir áðurnefndu svæði en Disney gat nýtt gamalt ákvæði samnings um að draga verulega úr völdum stjórnarinnar. Nú hefur fyrirtækið höfðað mál og sakar DeSantis um pólitískar hefndir. Lögmenn fyrirtækisins vilja að alríkisdómari felli yfirtöku DeSantis úr gildi og aðgerðir nýrrar stjórnar. Það vilja þeir á grundvelli þess að DeSantis hafi brotið á málfrelsisrétti fyrirtækisins. „Þeir eru reiðir yfir því að þurfa að lifa eftir sömu reglum og allir aðrir. Þeir vilja ekki borga sömu skatta og allir aðrir og þeir vilja stjórna hlutum án nokkurs eftirlits,“ sagði DeSantis í gær, samkvæmt AP fréttaveitunni. Sérfræðingar segja þó að fyrri ummæli ríkisstjórans um Disney gætu komið niður á honum. Í samtali við Reuters segja sérfræðingar að DeSantis hafi mögulega góða ástæðu til að fella niður sjálfstjórnarsvæði Disney, en takist lögmönnum fyrirtækisins að sýna fram á að hann sé að hefna sín, hafi þeir sterkt mál í höndunum. Kviðdómendur þyrftu þá að sjá tilefni til að telja DeSantis hafa verið að hefna sín á Disney með aðgerðum sínum. Hæstiréttur Bandaríkjanna úrskurðaði árið 2010, í máli sem nefnist Citizens United, að fyrirtæki hafi mörg af sömu réttindum og fólk. Þar á meðal væri málfrelsi, sem byggir á fyrsta viðauka stjórnarskrár Bandaríkjanna. Hefur lengi verið gagnrýninn á „Woke“ Disney Lögsókn Disney inniheldur meðal annars mikið af ummælum DeSantis um fyrirtækið frá því forsvarsmenn þess lýstu yfir andstöðu við áðurnefnd lög. Meðal þess sem DeSantis hefur sagt er að Disney hafi „farið yfir strikið“ með því að skipta sér af pólitíkinni í Flórída og þörf sé á að koma hömlum á fyrirtækið. Lagaprófessor segir í samtali við Reuters að DeSantis eigi líklega eftir að sjá eftir þeim orðum. Hann hefur einnig grínast með að byggja mögulega nýtt fangelsi við hlið skemmtigarðs Disney í Flórída. Í lögsókn Disney er einnig vísað til átján skipta þar sem DeSantis hefur kallað fyrirtækið „Woke“ eða „meðvitað“. „Woke“ var upphaflega orð sem svartir Bandaríkjamenn notuðu um að vera meðvitaðir um kynþáttamismunun og fordóma. Það hefur á undanförnum misserum orðið að almennu skammaryrði íhaldsmanna yfir frjálslynd viðhorf sem oft tengjast fjölmenningu og kynhneigð. Þá vísa lögmenn Disney einnig til greinar sem DeSantis skrifaði og birt var af Wall Street Journal, þar sem hann sagði fyrirtæki eins og Disney nota vald þeirra til að miðla „Woke stefnumálum“ og pólitískir leiðtogar þyrftu að berjast gegn því. „Sagan og samhengi skiptir máli,“ sagði Leslie Kendrick, sem stýrir málfrelsisdeild lagaskóla Virginíu, við Reuters. „Ef það eru vísbendingar um að þetta hafi verið gert af ástæðum sem tengjast fyrsta viðaukanum, til að refsa þeim sem tjáði sig, þá erum við með vandamál á höndum.“ Bandaríkin Disney Mest lesið „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Innlent Skaut sig áður en bíllinn sprakk Erlent Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Innlent Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Innlent Metfjöldi sparnaðarráða til nýrrar ríkisstjórnar Innlent Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Innlent Með Loga þegar hann skreið inn á þing og núna í ráðuneytinu Innlent Fálkaorðuhafi um ferilinn: „Ég er bara ekki stolt af neinu“ Innlent Fleiri fréttir Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Ellefu særðir eftir skotárás við skemmtistað í New York Tala látinna hækkar í fimmtán Einn lést er Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel Tvö börn meðal látinna eftir skotárás á veitingastað Tvær heimagerðar sprengjur fundust á svæðinu Árásarmaðurinn skotinn til bana Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Íslenski fjárhundurinn viðurkenndur af Kennel samtökunum Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Handtökuheimild á hendur forsetanum samþykkt Heiðrar lækna sína í miðri krabbameinsmeðferð Hóta Hútum sömu „aumu örlögum“ og Hamas og Hezbollah Trump kemur Johnson til bjargar Vöruðu við fuglum rétt fyrir slysið Skiptast á 300 föngum Fimm ákærðir í tengslum við andlát Liam Payne Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Þetta orsakaði kuldabola sem herjaði á íbúa Nuuk Rannsaka flugflotann í kjölfar slyssins Uppskerubrestur og þungar horfur vegna veðurofsans Sjá meira
DeSantis er að reyna að fella niður nokkurs konar sjálfstjórnarsvæði sem Disney stjórnar við skemmtigarð fyrirtækisins í Flórída. Þá viðleitni hóf hann eftir að forsvarsmenn fyrirtækisins lýstu yfir andstöðu við lög ríkisstjórans um að banna kennslu um kynhneigð og kynvitund í skólum í Flórída. Ríkisstjórinn skipaði nýja stjórn yfir áðurnefndu svæði en Disney gat nýtt gamalt ákvæði samnings um að draga verulega úr völdum stjórnarinnar. Nú hefur fyrirtækið höfðað mál og sakar DeSantis um pólitískar hefndir. Lögmenn fyrirtækisins vilja að alríkisdómari felli yfirtöku DeSantis úr gildi og aðgerðir nýrrar stjórnar. Það vilja þeir á grundvelli þess að DeSantis hafi brotið á málfrelsisrétti fyrirtækisins. „Þeir eru reiðir yfir því að þurfa að lifa eftir sömu reglum og allir aðrir. Þeir vilja ekki borga sömu skatta og allir aðrir og þeir vilja stjórna hlutum án nokkurs eftirlits,“ sagði DeSantis í gær, samkvæmt AP fréttaveitunni. Sérfræðingar segja þó að fyrri ummæli ríkisstjórans um Disney gætu komið niður á honum. Í samtali við Reuters segja sérfræðingar að DeSantis hafi mögulega góða ástæðu til að fella niður sjálfstjórnarsvæði Disney, en takist lögmönnum fyrirtækisins að sýna fram á að hann sé að hefna sín, hafi þeir sterkt mál í höndunum. Kviðdómendur þyrftu þá að sjá tilefni til að telja DeSantis hafa verið að hefna sín á Disney með aðgerðum sínum. Hæstiréttur Bandaríkjanna úrskurðaði árið 2010, í máli sem nefnist Citizens United, að fyrirtæki hafi mörg af sömu réttindum og fólk. Þar á meðal væri málfrelsi, sem byggir á fyrsta viðauka stjórnarskrár Bandaríkjanna. Hefur lengi verið gagnrýninn á „Woke“ Disney Lögsókn Disney inniheldur meðal annars mikið af ummælum DeSantis um fyrirtækið frá því forsvarsmenn þess lýstu yfir andstöðu við áðurnefnd lög. Meðal þess sem DeSantis hefur sagt er að Disney hafi „farið yfir strikið“ með því að skipta sér af pólitíkinni í Flórída og þörf sé á að koma hömlum á fyrirtækið. Lagaprófessor segir í samtali við Reuters að DeSantis eigi líklega eftir að sjá eftir þeim orðum. Hann hefur einnig grínast með að byggja mögulega nýtt fangelsi við hlið skemmtigarðs Disney í Flórída. Í lögsókn Disney er einnig vísað til átján skipta þar sem DeSantis hefur kallað fyrirtækið „Woke“ eða „meðvitað“. „Woke“ var upphaflega orð sem svartir Bandaríkjamenn notuðu um að vera meðvitaðir um kynþáttamismunun og fordóma. Það hefur á undanförnum misserum orðið að almennu skammaryrði íhaldsmanna yfir frjálslynd viðhorf sem oft tengjast fjölmenningu og kynhneigð. Þá vísa lögmenn Disney einnig til greinar sem DeSantis skrifaði og birt var af Wall Street Journal, þar sem hann sagði fyrirtæki eins og Disney nota vald þeirra til að miðla „Woke stefnumálum“ og pólitískir leiðtogar þyrftu að berjast gegn því. „Sagan og samhengi skiptir máli,“ sagði Leslie Kendrick, sem stýrir málfrelsisdeild lagaskóla Virginíu, við Reuters. „Ef það eru vísbendingar um að þetta hafi verið gert af ástæðum sem tengjast fyrsta viðaukanum, til að refsa þeim sem tjáði sig, þá erum við með vandamál á höndum.“
Bandaríkin Disney Mest lesið „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Innlent Skaut sig áður en bíllinn sprakk Erlent Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Innlent Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Innlent Metfjöldi sparnaðarráða til nýrrar ríkisstjórnar Innlent Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Innlent Með Loga þegar hann skreið inn á þing og núna í ráðuneytinu Innlent Fálkaorðuhafi um ferilinn: „Ég er bara ekki stolt af neinu“ Innlent Fleiri fréttir Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Ellefu særðir eftir skotárás við skemmtistað í New York Tala látinna hækkar í fimmtán Einn lést er Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel Tvö börn meðal látinna eftir skotárás á veitingastað Tvær heimagerðar sprengjur fundust á svæðinu Árásarmaðurinn skotinn til bana Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Íslenski fjárhundurinn viðurkenndur af Kennel samtökunum Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Handtökuheimild á hendur forsetanum samþykkt Heiðrar lækna sína í miðri krabbameinsmeðferð Hóta Hútum sömu „aumu örlögum“ og Hamas og Hezbollah Trump kemur Johnson til bjargar Vöruðu við fuglum rétt fyrir slysið Skiptast á 300 föngum Fimm ákærðir í tengslum við andlát Liam Payne Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Þetta orsakaði kuldabola sem herjaði á íbúa Nuuk Rannsaka flugflotann í kjölfar slyssins Uppskerubrestur og þungar horfur vegna veðurofsans Sjá meira