Framhaldsskólanemar gagnrýna nemendaskort í starfshópi Bjarki Sigurðsson skrifar 27. apríl 2023 19:45 Í dag var greint frá mögulegri sameiningu Menntaskólans við Sund og Kvennaskólans í Reykjavík. Vísir/Vilhelm Samband íslenskra framhaldsskólanema gagnrýnir að starfshópur mennta- og barnamálaráðherra um eflingu framhaldsskóla hafi ekki innihaldið einn nemanda. Bæði er verið að skoða að sameina annars vegar Flensborgarskólann í Hafnarfirði og Tækniskólann, og hinsvegar Kvennaskólann í Reykjavík og Menntaskólann við Sund. Í dag greindi Vísir frá fundum annars vegar í Kvennaskólanum í Reykjavík og hins vegar í Menntaskólanum við Sund. Samkvæmt heimildum fréttastofu munu stjórnendur skólanna tveggja leggja fram fýsileikakönnun á næstu dögum um samruna skólanna. Mikill hiti var á báðum fundum og herma heimildir fréttastofu að starfsmenn beggja skóla séu ekki sérstaklega spenntir fyrir sameiningu. Í tilkynningu frá Samandi íslenskra framhaldsskólanema (SÍF) er það gagnrýnt að enginn nemandi úr neinum framhaldsskóla sé í stýrihópnum sem skoðar málin og að enginn nemandi við skólana hafi verið beðinn um álit. „Menntakerfið stendur á tímamótum, og er því enn nauðsynlegra en áður fyrr að hlusta á rödd nemenda til að tryggja lýðræði og velferð okkar. Við eigum ekki að þurfa að biðja um sæti við borðið. Stjórnvöld eiga að sækjast eftir skoðun okkar, því nemendur eru einu sérfræðingarnir um hvernig það er að vera nemandi í dag,“ segir í tilkynningunni. Kallar sambandið eftir því að stjórnvöld ræði við nemendur um hugsanlegar sameiningar. Án þeirra sé rödd og skoðun nemenda ekki hluti af víðamiklum breytingum á námskerfinu. „Nýskipaði stýrihópur mennta-og barnamálaráðuneytisins er birtingarmynd á sýndarleika stjórnvalda þegar það kemur að vilja þeirra að vinna með ungmennum,“ segir í tilkynningunni. Fjarðarfréttir greindu frá mögulegri sameiningu Flensborgarskólans og Tækniskólans í síðustu viku. Þar segir að ástæðan sé sú að aðsókn í starfsnám muni leiða til fækkunar nema í bóknámsskólum. Tillögur verkefnastjórnar sem ráðherra skipaði gerir ráð fyrir að byggður verði allt að þrjátíu þúsund fermetra skóli fyrir 2.400 til þrjú þúsund nemendur. Skóla - og menntamál Framhaldsskólar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
Í dag greindi Vísir frá fundum annars vegar í Kvennaskólanum í Reykjavík og hins vegar í Menntaskólanum við Sund. Samkvæmt heimildum fréttastofu munu stjórnendur skólanna tveggja leggja fram fýsileikakönnun á næstu dögum um samruna skólanna. Mikill hiti var á báðum fundum og herma heimildir fréttastofu að starfsmenn beggja skóla séu ekki sérstaklega spenntir fyrir sameiningu. Í tilkynningu frá Samandi íslenskra framhaldsskólanema (SÍF) er það gagnrýnt að enginn nemandi úr neinum framhaldsskóla sé í stýrihópnum sem skoðar málin og að enginn nemandi við skólana hafi verið beðinn um álit. „Menntakerfið stendur á tímamótum, og er því enn nauðsynlegra en áður fyrr að hlusta á rödd nemenda til að tryggja lýðræði og velferð okkar. Við eigum ekki að þurfa að biðja um sæti við borðið. Stjórnvöld eiga að sækjast eftir skoðun okkar, því nemendur eru einu sérfræðingarnir um hvernig það er að vera nemandi í dag,“ segir í tilkynningunni. Kallar sambandið eftir því að stjórnvöld ræði við nemendur um hugsanlegar sameiningar. Án þeirra sé rödd og skoðun nemenda ekki hluti af víðamiklum breytingum á námskerfinu. „Nýskipaði stýrihópur mennta-og barnamálaráðuneytisins er birtingarmynd á sýndarleika stjórnvalda þegar það kemur að vilja þeirra að vinna með ungmennum,“ segir í tilkynningunni. Fjarðarfréttir greindu frá mögulegri sameiningu Flensborgarskólans og Tækniskólans í síðustu viku. Þar segir að ástæðan sé sú að aðsókn í starfsnám muni leiða til fækkunar nema í bóknámsskólum. Tillögur verkefnastjórnar sem ráðherra skipaði gerir ráð fyrir að byggður verði allt að þrjátíu þúsund fermetra skóli fyrir 2.400 til þrjú þúsund nemendur.
Skóla - og menntamál Framhaldsskólar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent