„Líkaminn er að hafna handleggnum“ Kristinn Haukur Guðnason skrifar 27. apríl 2023 13:10 Guðmundur Felix er þessa dagana á spítala að berjast við höfnunina. Steralyfjagjöf hefur verið aukin verulega að því er fram kemur í máli hans á Facebook. Vísir/Vilhelm Guðmundur Felix Grétarsson greinir í dag frá bakslagi eftir ígræðsluna á handleggjunum fyrir rúmum tveimur árum. Líkaminn er byrjaður að hafna handleggjunum og möguleiki er á að hann missi þá. „Það er smá bakslag hjá mér,“ segir Guðmundur í myndbandsupptöku sem hann birti á Facebook í dag. Guðmundur var þá staddur á spítala í steralyfjameðferð til að reyna snúa höfnun við.„Fyrir um tveimur eða þremur vikum síðan byrjaði ég að bólgna í kringum neglurnar. Þetta var heilmikil bólga og neglurnar byrjuðu að detta af,“ segir Guðmundur. „Þetta leit ekki vel út þannig að það var ákveðið að taka vefjasýni.“ Sögðu læknarnir að það væri möguleiki á að þetta væri höfnun, en gæti líka verið eitthvað annað. Uppruninn virtist vera í fingrunum, þar sem neglurnar verða til. Fékk hann í kjölfarið sterasprautur. Sá rauða díla Einkennin byrjuðu hins vegar að ágerast. „Um helgina byrjaði ég að sjá rauða díla. Í upphafi hafði ég ekki miklar áhyggjur en svo á mánudag og þriðjudag ágerðist þetta,“ segir Guðmundur. Ákvað hann því að senda læknateymi sínu myndir af handleggjunum, sem voru með útbrotum og roða. Höfnunin byrjaði í nöglunum. „Líkaminn er að hafna handleggnum,“ segir Guðmundur. Þetta sé ekki í fyrsta skipti sem höfnunareinkenni komi upp hjá honum. Hjá sjúklingum sem hafa farið í ígræðslu komi höfnun yfirleitt upp á fyrstu vikunum eða mánuðunum eftir aðgerð. Sjaldgæfara sé að þetta gerist eftir meira en tvö ár, eins og hjá Guðmundi nú. Napalmsprengja á ónæmiskerfið Guðmundur segir að það sé möguleiki að hann missi handleggina. Læknarnir hafi ákveðið að auka steraskammtinn verulega, úr fimm milligrömmum á dag í fimm hundruð. „Þetta er eins og napalmsprengja sem tekur út ónæmiskerfið mitt algerlega,“ segir Guðmundur. „Ég vona að þetta dugi og að ég komist aftur á rétta leið.“ Handleggir græddir á Guðmund Felix Heilbrigðismál Tengdar fréttir Guðmundur Felix hjólaði í fyrsta sinn í 25 ár Guðmundur Felix Grétarsson hjólaði nýverið í fyrsta sinn eftir að hafa misst báða handleggi sína í slysi árið 1998. Hann stefnir á að geta hjólað til og frá spítala í Frakklandi þar sem hann býr. 20. apríl 2023 08:44 Guðmundur Felix með aðra hönd á stýri Guðmundur Felix Grétarsson er byrjaður að æfa sig að keyra með hægri hendinni. Síðan um aldamótin hefur hann eingöngu getað keyrt með fótstýri. Nú sér hann fram á að geta loksins keypt sér nýrri bíl. 19. febrúar 2023 12:51 Guðmundur Felix fagnar tveggja ára afmæli Guðmundur Felix Grétarsson fagnar því að tvö ár séu liðin frá því að hann fékk ágræddar hendur. Frönsk sjónvarpsstöð tók hús á honum í dag. 13. janúar 2023 21:36 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Sjá meira
„Það er smá bakslag hjá mér,“ segir Guðmundur í myndbandsupptöku sem hann birti á Facebook í dag. Guðmundur var þá staddur á spítala í steralyfjameðferð til að reyna snúa höfnun við.„Fyrir um tveimur eða þremur vikum síðan byrjaði ég að bólgna í kringum neglurnar. Þetta var heilmikil bólga og neglurnar byrjuðu að detta af,“ segir Guðmundur. „Þetta leit ekki vel út þannig að það var ákveðið að taka vefjasýni.“ Sögðu læknarnir að það væri möguleiki á að þetta væri höfnun, en gæti líka verið eitthvað annað. Uppruninn virtist vera í fingrunum, þar sem neglurnar verða til. Fékk hann í kjölfarið sterasprautur. Sá rauða díla Einkennin byrjuðu hins vegar að ágerast. „Um helgina byrjaði ég að sjá rauða díla. Í upphafi hafði ég ekki miklar áhyggjur en svo á mánudag og þriðjudag ágerðist þetta,“ segir Guðmundur. Ákvað hann því að senda læknateymi sínu myndir af handleggjunum, sem voru með útbrotum og roða. Höfnunin byrjaði í nöglunum. „Líkaminn er að hafna handleggnum,“ segir Guðmundur. Þetta sé ekki í fyrsta skipti sem höfnunareinkenni komi upp hjá honum. Hjá sjúklingum sem hafa farið í ígræðslu komi höfnun yfirleitt upp á fyrstu vikunum eða mánuðunum eftir aðgerð. Sjaldgæfara sé að þetta gerist eftir meira en tvö ár, eins og hjá Guðmundi nú. Napalmsprengja á ónæmiskerfið Guðmundur segir að það sé möguleiki að hann missi handleggina. Læknarnir hafi ákveðið að auka steraskammtinn verulega, úr fimm milligrömmum á dag í fimm hundruð. „Þetta er eins og napalmsprengja sem tekur út ónæmiskerfið mitt algerlega,“ segir Guðmundur. „Ég vona að þetta dugi og að ég komist aftur á rétta leið.“
Handleggir græddir á Guðmund Felix Heilbrigðismál Tengdar fréttir Guðmundur Felix hjólaði í fyrsta sinn í 25 ár Guðmundur Felix Grétarsson hjólaði nýverið í fyrsta sinn eftir að hafa misst báða handleggi sína í slysi árið 1998. Hann stefnir á að geta hjólað til og frá spítala í Frakklandi þar sem hann býr. 20. apríl 2023 08:44 Guðmundur Felix með aðra hönd á stýri Guðmundur Felix Grétarsson er byrjaður að æfa sig að keyra með hægri hendinni. Síðan um aldamótin hefur hann eingöngu getað keyrt með fótstýri. Nú sér hann fram á að geta loksins keypt sér nýrri bíl. 19. febrúar 2023 12:51 Guðmundur Felix fagnar tveggja ára afmæli Guðmundur Felix Grétarsson fagnar því að tvö ár séu liðin frá því að hann fékk ágræddar hendur. Frönsk sjónvarpsstöð tók hús á honum í dag. 13. janúar 2023 21:36 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Sjá meira
Guðmundur Felix hjólaði í fyrsta sinn í 25 ár Guðmundur Felix Grétarsson hjólaði nýverið í fyrsta sinn eftir að hafa misst báða handleggi sína í slysi árið 1998. Hann stefnir á að geta hjólað til og frá spítala í Frakklandi þar sem hann býr. 20. apríl 2023 08:44
Guðmundur Felix með aðra hönd á stýri Guðmundur Felix Grétarsson er byrjaður að æfa sig að keyra með hægri hendinni. Síðan um aldamótin hefur hann eingöngu getað keyrt með fótstýri. Nú sér hann fram á að geta loksins keypt sér nýrri bíl. 19. febrúar 2023 12:51
Guðmundur Felix fagnar tveggja ára afmæli Guðmundur Felix Grétarsson fagnar því að tvö ár séu liðin frá því að hann fékk ágræddar hendur. Frönsk sjónvarpsstöð tók hús á honum í dag. 13. janúar 2023 21:36