Íslenski boltinn

Sjáðu stórkostlega stoðsendingu Kötlu og öll mörkin úr 1. umferðinni

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Sandra María Jessen tryggði Þór/KA sigur á meistarakandítötum Stjörnunnar í Garðabænum.
Sandra María Jessen tryggði Þór/KA sigur á meistarakandítötum Stjörnunnar í Garðabænum. vísir/vilhelm

Aðeins átta mörk voru skoruð í 1. umferð Bestu deildar kvenna í fótbolta. Fimm þeirra komu í Laugardalnum þar sem Þróttur vann nýliða FH, 4-1.

Katla Tryggvadóttir var í miklu stuði í leiknum á Avis vellinum í Laugardalnum í gær. Hún skoraði fyrstu tvö mörk leiksins úr vítaspyrnum. Shaina Ashouri minnkaði muninn í 2-1 fyrir FH, einnig úr vítaspyrnu, eftir klukkutíma leik.

Átta mínútum seinna tók Katla til sinna ráða og átti stórkostlega utanfótarsendingu inn fyrir vörn FH-inga á Freyju Karín Þorvarðardóttur sem kláraði færið af yfirvegun. Hún skoraði svo aftur í uppbótartíma og gulltryggði sigur Þróttara sem eru á toppi deildarinnar.

Klippa: Þróttur 4-1 FH

Þór/KA gerði góða ferð í Garðabæinn og vann Stjörnuna, 0-1, með skallamarki Söndru Maríu Jessen. Úrslitin þóttu nokkuð óvænt enda var Stjörnukonum víða spáð Íslandsmeistaratitlinum.

Klippa: Stjarnan 0-1 Þór/KA

Valur vann stórleik umferðarinnar gegn Breiðabliki með einu marki gegn engu. Það gerði Anna Rakel Pétursdóttir á 73. mínútu.

Klippa: Valur 1-0 Breiðablik

Eitt núll urðu líka lokatölur í leik ÍBV og Selfoss á Hásteinsvelli. Holly O'Neill skoraði eina mark leiksins eftir tæpan hálftíma.

Klippa: ÍBV 1-0 Selfoss

Þá gerðu nýliðar Tindastóls og Keflavík markalaust jafntefli á Sauðárkróki.

Öll mörkin úr leikjum 1. umferðar Bestu deildar kvenna má sjá í hér fyrir ofan.


Tengdar fréttir

Nik: Við gerðum nóg

Nik Chamberlain, Þjálfari Þróttar í Bestu deild kvenna, var að vonum sáttur eftir að hafa stýrt liði sínu til sigurs gegn FH í fyrsta deildarleik tímabilsins í sumarsnjóveðri í Laugardalnum á miðvikudagskvöldið. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×