Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Þór/KA 0-1 | Gestirnir jarðtengdu Stjörnuna Jón Már Ferro skrifar 26. apríl 2023 19:55 Þór/KA fagnar marki sínu. Vísir/Vilhelm Þór/KA gerði sér lítið fyrir og vann Stjörnuna í 1. umferð Bestu deildar kvenna í knattspyrnu. Stjörnukonum er spáð fyrsta sætinu af íþróttadeild Vísis en það skipti norðankonur ekki neinu máli í kvöld. Sigurmarkið skoraði Sandra Marín Jessen á 33. mínútu leiksins. Strax frá fyrstu mínútu var ljóst að Stjarnan myndi stjórna leiknum með boltann og Þór/KA myndi verjast þétt fyrir aftan miðju. Snemma leiks kom fyrsta skiptingin þegar Steingerður Snorradóttir snéri á sér ökklan eftir að hafa komist fyrir skot Jasmínar Erlu Ingadóttur. Jasmín Erla Ingadóttir reyndi hvað hún gat til að skora í kvöld.vísir/Vilhelm Nokkrum mínútum síðar átti Jasmín aftur skot en nú í slánna úr góðu færi. Í aðdragandanum gerði Hulda Björg Hannesdóttir, varnarmaður Þórs/KA, sig seka um slæm mistök. Í stað þess að hreinsa boltann í burtu þá dempaði hún hann fyrir fætur Jasmínar. Ísfold Marý Sigtryggsdóttir tók hornspyrnu á 16. mínútu. Henni datt að sjálfsögðu ekkert annað í hug en að þruma boltanum í fallegum sveig á markið. Erin Mcleod í marki Stjörnunnar rétt svo náði að slá boltann í burtu áður en hann fór yfir línuna. Stjarnan hélt þó áfram að sækja meira og fékk tvö hættuleg færi áður en Sandra María sló heimakonur alveg út af laginu með frábæru skallamarki eftir undirbúning Ísfoldar Marý Sigtryggsdóttur. Ísfold geistist upp hægri kantinn og gaf fallega sendingu beint á kollinn á Söndru sem gerði engin misstök. Eftir markið hægðist á leiknum og Stjarnan gerði ekki nóg til að jafna leikinn. Spil þeirra var ekki nógu hratt til að brjóta andstæðingin á bak aftur. Allan seinni hálfleikinn var það sama uppi á teningnum. Stjarnan reyndi að nýta sér það að vera meira með boltann en voru of hugmyndasnauðar til að valda Þór/KA nógu miklum vandræðum. Aníta Ýr Þorvaldsdóttir kom inn á sem varamaður á 63. mínútu og átti nokkra fína spretti á upp vinstri kantinn. Eftir einn slíkan sendi hún boltann inn á teiginn á Andreu Mist Pálsdóttur sem var nálægt því að snúa varnarmenn, Þórs/KA, af sér sem lokuðu enn og aftur því sem Stjarnan reyndi að gera. Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir átti annað fínt færi innan teigs á 78. mínútu en enn og aftur komust varnarmenn Þórs/KA fyrir. Það var mjög tákngrænt fyrir leikinn og því fara gestirnir með þrjú stór stig norður á Akureyri. Af hverju vann Þór/KA? Stjarnan var mun meira með boltann, komst oft í fínar stöður í og við teig Þór/KA en norðankonur vörðust öllum sóknum Stjörnunnar af mikilli snilld. Þrátt fyrir að Stjarnan hafi átt skot í slá þá voru dauðafærin af skornum skammti og því fór sem fór. Það var hart barist í kvöld.vísir/Vilhelm Hverjir stóðu upp úr? Sandra Marín Jessen skoraði sigurmarkið í lokuðum leik og því er ómögulegt að horfa framhjá henni þegar bestu leikmenn vallarins eru skoðaðir. Ekki nóg með markið þá var varnarleikur Söndru til fyrirmyndar líkt og annarra leikmanna Þórs/KA. Oftar en ekki var hún komin neðarlega á völlinn til að hjálpa varnarlínunni og miðjunni. Hulda Björg Hannesdóttir fór fyrir sínu liði varnarlega og varðist oft óaðfinnanlega. Hún gerði í raun bara ein misstök í leiknum en bjargaði þess utan nokkrum sinnum á elleftu stundu. Erin Mcleod, markmaður Stjörnunnar, grípur inn í.vísir/Vilhelm Hvað gekk illa? Stjörnunni gekk illa að nýta boltann í kvöld. Þór/KA komst oftast nær fyrir þær sóknaraðgerðir sem Garðbæingar ætluðu sér. Þór/KA varðist vel hvort sem það var inni í teig, úti á kanti eða inni á miðjunni. Það orsakaðist af því að leikmenn liðsins voru nálægt hvorum öðrum þegar Stjarnan spilaði boltanum. Heimakonur hefðu þurft að spila mikið hraðar til að særa gestina. Hvað gerist næst? Stjarnan fær ÍBV í heimsókn þriðjudaginn 2. maí klukkan 18:00. Þór/KA fær Keflavík í heimsókn 1. maí klukkan 16:00. „Við áttum mjög dapran leik“ Kristján Guðmundsson, þjálfari Stjörnunnar, hafði litla sem enga ástæðu til að brosa í kvöld.vísir/vilhelm „Við áttum mjög dapran leik, sérstaklega í byrjun leiksins og gáfum færi á okkur og gáfum andstæðingnum ákveðið sjálfstraust í sinn leik en heilt yfir var frammistaðan ekki góð,“ sagði Kristján Guðmundsson, þjálfari Stjörnunnar, sem var eðlilega óhress eftir leik. Oftar en ekki var Stjarnan að láta boltann ganga of hægt á milli manna til að opna lið Þórs/KA. Jafnframt sagði Kristján að hans lið hafi ekki farið nægilega vel eftir fyrirmælum. „Örugglega. Það eru alveg nokkur skipti, sérstaklega í fyrri hálfleik sem ég man eftir sem við erum að gefa boltann í stað þess að skjóta bara á markið. Svo voru þetta bara einhver hálffæri, það er ekki sama og að komast í alvöru færi,“ sagði Kristján sem hefði viljað fá fleiri skot í og við teig Þórs/KA. „Viljum bæta það að halda í boltann“ Jóhann Kristinn Gunnarsson, þjálfar Þórs/KA, gat verið stoltur af sínu liði eftir leik.vísir/Vilhelm „Að verjast vel er okkar markmið, alveg eins og að sækja vel. Við erum ekki að æfa varnarleikinn sérstaklega. Við bara verjumst þegar við töpum boltanum og viljum vinna hann aftur. Við viljum bæta það að halda í boltann,“ sagði Jóhann Kristinn Gunnarsson, þjálfari Þórs/KA. „Í dag vörðust stelpurnar mjög vel og þetta voru alveg snúnar aðstæður, svolítið kalt og við sáum alveg á báðum liðum að það var kominn kuldi ofan í þreytuna í seinni hálfleiknum. Þannig ég hugsa að bæði lið vilji spila betri fótbolta en ég ætla ekki að kvarta á meðan þetta endar svona.“ Þrátt fyrir þéttan varnarleik fyrir aftan miðju ætlar Jóhann ekki að skipuleggja leik síns liðs svona í allt sumar. „Við viljum getað pressað þegar við sjáum möguleika á að pressa. Þá pressum við hátt og förum hátt á völlin. Við viljum getað droppað hratt til baka og varið svæðin fyrir aftan okkur líka þannig við viljum getað gert fleiri en einhvern einn hlut. Hraðinn og formið á stelpunum hjálpar mikið til,“ sagði Jóhann. Besta deild kvenna Stjarnan Þór Akureyri KA Fótbolti Íslenski boltinn
Þór/KA gerði sér lítið fyrir og vann Stjörnuna í 1. umferð Bestu deildar kvenna í knattspyrnu. Stjörnukonum er spáð fyrsta sætinu af íþróttadeild Vísis en það skipti norðankonur ekki neinu máli í kvöld. Sigurmarkið skoraði Sandra Marín Jessen á 33. mínútu leiksins. Strax frá fyrstu mínútu var ljóst að Stjarnan myndi stjórna leiknum með boltann og Þór/KA myndi verjast þétt fyrir aftan miðju. Snemma leiks kom fyrsta skiptingin þegar Steingerður Snorradóttir snéri á sér ökklan eftir að hafa komist fyrir skot Jasmínar Erlu Ingadóttur. Jasmín Erla Ingadóttir reyndi hvað hún gat til að skora í kvöld.vísir/Vilhelm Nokkrum mínútum síðar átti Jasmín aftur skot en nú í slánna úr góðu færi. Í aðdragandanum gerði Hulda Björg Hannesdóttir, varnarmaður Þórs/KA, sig seka um slæm mistök. Í stað þess að hreinsa boltann í burtu þá dempaði hún hann fyrir fætur Jasmínar. Ísfold Marý Sigtryggsdóttir tók hornspyrnu á 16. mínútu. Henni datt að sjálfsögðu ekkert annað í hug en að þruma boltanum í fallegum sveig á markið. Erin Mcleod í marki Stjörnunnar rétt svo náði að slá boltann í burtu áður en hann fór yfir línuna. Stjarnan hélt þó áfram að sækja meira og fékk tvö hættuleg færi áður en Sandra María sló heimakonur alveg út af laginu með frábæru skallamarki eftir undirbúning Ísfoldar Marý Sigtryggsdóttur. Ísfold geistist upp hægri kantinn og gaf fallega sendingu beint á kollinn á Söndru sem gerði engin misstök. Eftir markið hægðist á leiknum og Stjarnan gerði ekki nóg til að jafna leikinn. Spil þeirra var ekki nógu hratt til að brjóta andstæðingin á bak aftur. Allan seinni hálfleikinn var það sama uppi á teningnum. Stjarnan reyndi að nýta sér það að vera meira með boltann en voru of hugmyndasnauðar til að valda Þór/KA nógu miklum vandræðum. Aníta Ýr Þorvaldsdóttir kom inn á sem varamaður á 63. mínútu og átti nokkra fína spretti á upp vinstri kantinn. Eftir einn slíkan sendi hún boltann inn á teiginn á Andreu Mist Pálsdóttur sem var nálægt því að snúa varnarmenn, Þórs/KA, af sér sem lokuðu enn og aftur því sem Stjarnan reyndi að gera. Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir átti annað fínt færi innan teigs á 78. mínútu en enn og aftur komust varnarmenn Þórs/KA fyrir. Það var mjög tákngrænt fyrir leikinn og því fara gestirnir með þrjú stór stig norður á Akureyri. Af hverju vann Þór/KA? Stjarnan var mun meira með boltann, komst oft í fínar stöður í og við teig Þór/KA en norðankonur vörðust öllum sóknum Stjörnunnar af mikilli snilld. Þrátt fyrir að Stjarnan hafi átt skot í slá þá voru dauðafærin af skornum skammti og því fór sem fór. Það var hart barist í kvöld.vísir/Vilhelm Hverjir stóðu upp úr? Sandra Marín Jessen skoraði sigurmarkið í lokuðum leik og því er ómögulegt að horfa framhjá henni þegar bestu leikmenn vallarins eru skoðaðir. Ekki nóg með markið þá var varnarleikur Söndru til fyrirmyndar líkt og annarra leikmanna Þórs/KA. Oftar en ekki var hún komin neðarlega á völlinn til að hjálpa varnarlínunni og miðjunni. Hulda Björg Hannesdóttir fór fyrir sínu liði varnarlega og varðist oft óaðfinnanlega. Hún gerði í raun bara ein misstök í leiknum en bjargaði þess utan nokkrum sinnum á elleftu stundu. Erin Mcleod, markmaður Stjörnunnar, grípur inn í.vísir/Vilhelm Hvað gekk illa? Stjörnunni gekk illa að nýta boltann í kvöld. Þór/KA komst oftast nær fyrir þær sóknaraðgerðir sem Garðbæingar ætluðu sér. Þór/KA varðist vel hvort sem það var inni í teig, úti á kanti eða inni á miðjunni. Það orsakaðist af því að leikmenn liðsins voru nálægt hvorum öðrum þegar Stjarnan spilaði boltanum. Heimakonur hefðu þurft að spila mikið hraðar til að særa gestina. Hvað gerist næst? Stjarnan fær ÍBV í heimsókn þriðjudaginn 2. maí klukkan 18:00. Þór/KA fær Keflavík í heimsókn 1. maí klukkan 16:00. „Við áttum mjög dapran leik“ Kristján Guðmundsson, þjálfari Stjörnunnar, hafði litla sem enga ástæðu til að brosa í kvöld.vísir/vilhelm „Við áttum mjög dapran leik, sérstaklega í byrjun leiksins og gáfum færi á okkur og gáfum andstæðingnum ákveðið sjálfstraust í sinn leik en heilt yfir var frammistaðan ekki góð,“ sagði Kristján Guðmundsson, þjálfari Stjörnunnar, sem var eðlilega óhress eftir leik. Oftar en ekki var Stjarnan að láta boltann ganga of hægt á milli manna til að opna lið Þórs/KA. Jafnframt sagði Kristján að hans lið hafi ekki farið nægilega vel eftir fyrirmælum. „Örugglega. Það eru alveg nokkur skipti, sérstaklega í fyrri hálfleik sem ég man eftir sem við erum að gefa boltann í stað þess að skjóta bara á markið. Svo voru þetta bara einhver hálffæri, það er ekki sama og að komast í alvöru færi,“ sagði Kristján sem hefði viljað fá fleiri skot í og við teig Þórs/KA. „Viljum bæta það að halda í boltann“ Jóhann Kristinn Gunnarsson, þjálfar Þórs/KA, gat verið stoltur af sínu liði eftir leik.vísir/Vilhelm „Að verjast vel er okkar markmið, alveg eins og að sækja vel. Við erum ekki að æfa varnarleikinn sérstaklega. Við bara verjumst þegar við töpum boltanum og viljum vinna hann aftur. Við viljum bæta það að halda í boltann,“ sagði Jóhann Kristinn Gunnarsson, þjálfari Þórs/KA. „Í dag vörðust stelpurnar mjög vel og þetta voru alveg snúnar aðstæður, svolítið kalt og við sáum alveg á báðum liðum að það var kominn kuldi ofan í þreytuna í seinni hálfleiknum. Þannig ég hugsa að bæði lið vilji spila betri fótbolta en ég ætla ekki að kvarta á meðan þetta endar svona.“ Þrátt fyrir þéttan varnarleik fyrir aftan miðju ætlar Jóhann ekki að skipuleggja leik síns liðs svona í allt sumar. „Við viljum getað pressað þegar við sjáum möguleika á að pressa. Þá pressum við hátt og förum hátt á völlin. Við viljum getað droppað hratt til baka og varið svæðin fyrir aftan okkur líka þannig við viljum getað gert fleiri en einhvern einn hlut. Hraðinn og formið á stelpunum hjálpar mikið til,“ sagði Jóhann.
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti