Skrefi nær leyndardómi risasvartholsstróka Kjartan Kjartansson skrifar 26. apríl 2023 15:13 Mynd GMVA-sjónaukanetsins af risasvartholinu í miðju M87. Innfellda myndin sýnir skugga svartholsins á efnisskífu sem umlykur það og upptök stróks sem stendur frá því. R.-S. Lu (SHAO), E. Ros (MPIfR), S. Dagnello (NRAO/AUI/NSF) Skuggi risasvarthols í nágrannavetrarbraut okkar og kröftugur strókur efns sem stafar frá því sjást í fyrsta skipti saman á einni mynd sem alþjóðlegum hópi stjörnufræðinga tókst að ná. Myndin hjálpar vísindamönnum að skilja hvernig svarthol þeyta burtu efni í slíkum strókum. Risasvartholið í miðju vetrarbrautarinnar Messier 87 (M87) er það fyrsta sem stjörnufræðingar náðu ljósmynd af árið 2017. Það er eitt þeirra risasvarthola sem sendir frá sér öfluga efnisstróka. Stjarneðlisfræðingar vita ekki með hversu vegna vegna sum risasvarthol hafa slíka stróka en önnur ekki, þar á meðal Saggitarius A* í miðju Vetrarbrautarinnar okkar. „Við'vitum að strókarnir standa út frá svæðinu í kringum svartholin en við skiljum ekki til fulls ennþá hvernig þetta gerist í raun og veru,“ segir Ru-Sen Lu frá Stjörnufræðiathuganastöðinni í Sjanghæ í Kína. Til þess að skilja strókana betur þurfa vísindamenn að fá sem skýrasta mynd af upptökum þeirra og sem næst svartholinu. Þar til nýlega hafði aðeins tekist að mynda umhverfi svarthols annars vegar og strók hins vegar. Nýja myndin af risasvartholinu í miðju M87 er sú fyrsta sem fangar bæði skugga svartholsins og strók sem stafar frá því. Á henni sést hvernig neðsti hluti stróksins tengist skífu efnis sem glóir þegar það gengur í kringum svartholið. „Þessi nýja mynd fyllir inn í eyðurnar með því að sýna svæðið í kringum svartholið og strókinn á sama tíma,“ segir Jae-Young Kim frá Kyungpook-þjóðarháskólanum í Suður-Kóreu og útvarpsbylgjustofnun Max Planck í Þýskalandi. Messier 87 er risavaxin sporvöluþoka í um 55 milljón ljósára fjarlægð frá jörðinni. Massi risasvartholsins í miðju hennar er á við sex og hálfan milljarð sóla. Á myndinni sést strókur frá risasvartholinu þeysast út úr vetrarbrautinni á nærri því ljóshraða.ESO Mun efnismeiri skífa en sýndist á fyrri mynd Myndin náðist með því að sameina krafta fjórtán útvarpssjónauka víðsvegar um jörðina sem saman mynda svonnefnda GMVA-sjónaukaröð árið 2018. Á meðal sjónaukanna voru Grænlandssjónaukinn í Thule-herstöðinni í norðvestur Grænlandi og ALMA-útvarpssjónauki Evrópsku stjörnustöðvarinnar á suðurhveli (ESO). Sjónaukanetið gerir vísindamönnunum kleift að sjá meiri smáatriði í nágrenni svartholsins en á fyrri myndum sem teknar hafa verið af því. Eduardo Ros frá útvarpsbylgjustofnun Max Planck segir að til standi að kanna frekar umhverfi svartholsins í M87 á öðrum útvarpsbylgjulengdum til þess að varpa frekara ljósi á strókinn. „Næstu ár verða spennandi þar sem okkur tekst að læra meira um það sem á sér stað í grennd við eitt af dularfyllstu svæðum alheimsins,“ er haft eftir Ros í tilkynningu ESO. Mynd GMVA bendir einnig til þess að efnisskífan í kringum svartholið sé mun stærri en Sjóndeildarsjónaukinn (EHT) nam þegar hann tók mynd af því árið 2017. GMVA nam útvarpsbylgjur á lengri bylgjulengdum en EHT og sá fyrir vikið um helmingi stærri efnisskífu. Geimurinn Vísindi Mest lesið Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Innlent Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Erlent Selinskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Erlent Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala Innlent Tvö ung börn í bíl ölvaðs ökumanns Innlent Banaslys varð í Vík í Mýrdal Innlent Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Erlent Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Erlent Hvernig skiptast fylkingarnar? Innlent Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Innlent Fleiri fréttir Heilsu páfans hrakar skyndilega Selinskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Sjá meira
Risasvartholið í miðju vetrarbrautarinnar Messier 87 (M87) er það fyrsta sem stjörnufræðingar náðu ljósmynd af árið 2017. Það er eitt þeirra risasvarthola sem sendir frá sér öfluga efnisstróka. Stjarneðlisfræðingar vita ekki með hversu vegna vegna sum risasvarthol hafa slíka stróka en önnur ekki, þar á meðal Saggitarius A* í miðju Vetrarbrautarinnar okkar. „Við'vitum að strókarnir standa út frá svæðinu í kringum svartholin en við skiljum ekki til fulls ennþá hvernig þetta gerist í raun og veru,“ segir Ru-Sen Lu frá Stjörnufræðiathuganastöðinni í Sjanghæ í Kína. Til þess að skilja strókana betur þurfa vísindamenn að fá sem skýrasta mynd af upptökum þeirra og sem næst svartholinu. Þar til nýlega hafði aðeins tekist að mynda umhverfi svarthols annars vegar og strók hins vegar. Nýja myndin af risasvartholinu í miðju M87 er sú fyrsta sem fangar bæði skugga svartholsins og strók sem stafar frá því. Á henni sést hvernig neðsti hluti stróksins tengist skífu efnis sem glóir þegar það gengur í kringum svartholið. „Þessi nýja mynd fyllir inn í eyðurnar með því að sýna svæðið í kringum svartholið og strókinn á sama tíma,“ segir Jae-Young Kim frá Kyungpook-þjóðarháskólanum í Suður-Kóreu og útvarpsbylgjustofnun Max Planck í Þýskalandi. Messier 87 er risavaxin sporvöluþoka í um 55 milljón ljósára fjarlægð frá jörðinni. Massi risasvartholsins í miðju hennar er á við sex og hálfan milljarð sóla. Á myndinni sést strókur frá risasvartholinu þeysast út úr vetrarbrautinni á nærri því ljóshraða.ESO Mun efnismeiri skífa en sýndist á fyrri mynd Myndin náðist með því að sameina krafta fjórtán útvarpssjónauka víðsvegar um jörðina sem saman mynda svonnefnda GMVA-sjónaukaröð árið 2018. Á meðal sjónaukanna voru Grænlandssjónaukinn í Thule-herstöðinni í norðvestur Grænlandi og ALMA-útvarpssjónauki Evrópsku stjörnustöðvarinnar á suðurhveli (ESO). Sjónaukanetið gerir vísindamönnunum kleift að sjá meiri smáatriði í nágrenni svartholsins en á fyrri myndum sem teknar hafa verið af því. Eduardo Ros frá útvarpsbylgjustofnun Max Planck segir að til standi að kanna frekar umhverfi svartholsins í M87 á öðrum útvarpsbylgjulengdum til þess að varpa frekara ljósi á strókinn. „Næstu ár verða spennandi þar sem okkur tekst að læra meira um það sem á sér stað í grennd við eitt af dularfyllstu svæðum alheimsins,“ er haft eftir Ros í tilkynningu ESO. Mynd GMVA bendir einnig til þess að efnisskífan í kringum svartholið sé mun stærri en Sjóndeildarsjónaukinn (EHT) nam þegar hann tók mynd af því árið 2017. GMVA nam útvarpsbylgjur á lengri bylgjulengdum en EHT og sá fyrir vikið um helmingi stærri efnisskífu.
Geimurinn Vísindi Mest lesið Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Innlent Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Erlent Selinskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Erlent Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala Innlent Tvö ung börn í bíl ölvaðs ökumanns Innlent Banaslys varð í Vík í Mýrdal Innlent Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Erlent Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Erlent Hvernig skiptast fylkingarnar? Innlent Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Innlent Fleiri fréttir Heilsu páfans hrakar skyndilega Selinskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Sjá meira