Þrjú þúsund evrur fyrir að yfirgefa landið áður en frestur er liðinn Gunnar Reynir Valþórsson skrifar 26. apríl 2023 08:35 Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra. Vísir/Vilhelm Dómsmálaráðuneytið hefur lagt fram drög að reglugerð um fjárhagsaðstoð við sjálfviljuga heimför en drögin hafa nú verið birt í samráðsgátt stjórnvalda. Um er að ræða breytingar á þeirri fjárhagsaðstoð sem hælisleitendur sem hafa fengið synjun hér á landi eiga rétt á en slík fjárhagsaðstoð hefur staðið fólki til boða um árabil. Breytingunum er ætlað að skapa aukinn fjárhagslegan hvata til að útlendingar hlíti endanlegri niðurstöðu stjórnvalda um að yfirgefa landið enda teljist viðkomandi vera á landinu í ólöglegri dvöl, eins og segir í skýringum með reglugerðinni í samráðsgátt. Þá er í nýju reglugerðinni sú klausa, að ef útlendingur ákveður að yfirgefa landið áður en frestur til sjálfviljugrar heimfarar er liðinn, hækkar umræddur styrkur. Þannig getur fullorðinn einstaklingur fengið allt að 3000 evrur, eða um 450 þúsund íslenskar ef hann ákveður að fara frá landinu áður en búið er að úrskurða í máli hans. „Nýrri reglugerð er ætlað að stuðla að aukinni samvinnu milli stjórnvalda og þeirra útlendinga sem ber að yfirgefa landið,“ segir meðal annars í skýringum ráðuneytisins. „Þannig muni flutningum í fylgd lögreglu fækka og þeim fjölga sem kjósa sjálfviljuga heimför. Gert er ráð fyrir að slíkt leiði af sér töluverðan sparnað fyrir ríkissjóð enda eru flutningar í fylgd lögreglu kostnaðarsamir,“ segir ennfremur. Frestur til að skila umsögnum um reglugerðina er til 9. maí næstkomandi. Uppfært klukkan 09:42: Dómsmálaráðuneytið sendi í morgun frá sér tilkynningu þar sem segir að fyrir mistök hafi eldri drög að umræddri reglugerð verið birt í samráðsgátt í gær. Þau mistök hafa nú verið leiðrétt og hefur fréttinni verið breytt til samræmis við það. Helsti munurinn liggur í því að þær fjárhæðir sem hælisleitendum standa til boða eru nokkuð lægri en í upphaflegu fréttinni. Hælisleitendur Jón Gunnarsson Rekstur hins opinbera Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Fleiri fréttir Veðmálasíður „heillandi heimur“ fyrir börnin Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Sjá meira
Um er að ræða breytingar á þeirri fjárhagsaðstoð sem hælisleitendur sem hafa fengið synjun hér á landi eiga rétt á en slík fjárhagsaðstoð hefur staðið fólki til boða um árabil. Breytingunum er ætlað að skapa aukinn fjárhagslegan hvata til að útlendingar hlíti endanlegri niðurstöðu stjórnvalda um að yfirgefa landið enda teljist viðkomandi vera á landinu í ólöglegri dvöl, eins og segir í skýringum með reglugerðinni í samráðsgátt. Þá er í nýju reglugerðinni sú klausa, að ef útlendingur ákveður að yfirgefa landið áður en frestur til sjálfviljugrar heimfarar er liðinn, hækkar umræddur styrkur. Þannig getur fullorðinn einstaklingur fengið allt að 3000 evrur, eða um 450 þúsund íslenskar ef hann ákveður að fara frá landinu áður en búið er að úrskurða í máli hans. „Nýrri reglugerð er ætlað að stuðla að aukinni samvinnu milli stjórnvalda og þeirra útlendinga sem ber að yfirgefa landið,“ segir meðal annars í skýringum ráðuneytisins. „Þannig muni flutningum í fylgd lögreglu fækka og þeim fjölga sem kjósa sjálfviljuga heimför. Gert er ráð fyrir að slíkt leiði af sér töluverðan sparnað fyrir ríkissjóð enda eru flutningar í fylgd lögreglu kostnaðarsamir,“ segir ennfremur. Frestur til að skila umsögnum um reglugerðina er til 9. maí næstkomandi. Uppfært klukkan 09:42: Dómsmálaráðuneytið sendi í morgun frá sér tilkynningu þar sem segir að fyrir mistök hafi eldri drög að umræddri reglugerð verið birt í samráðsgátt í gær. Þau mistök hafa nú verið leiðrétt og hefur fréttinni verið breytt til samræmis við það. Helsti munurinn liggur í því að þær fjárhæðir sem hælisleitendum standa til boða eru nokkuð lægri en í upphaflegu fréttinni.
Hælisleitendur Jón Gunnarsson Rekstur hins opinbera Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Fleiri fréttir Veðmálasíður „heillandi heimur“ fyrir börnin Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Sjá meira