Landsvirkjun perlar Snæbjörn Guðmundsson skrifar 26. apríl 2023 08:02 Í fréttaskýringaþættinum Kveik var í liðinni viku fjallað um fyrirhugaða Hvammsvirkjun, sem Landsvirkjun vill reisa í neðri hluta Þjórsár. Fjallað var um áhrif virkjunarinnar á samfélag, landslag og umhverfi en einnig stuttlega minnst á laxastofn Þjórsár. Sá er með allra stærstu laxastofnum Atlantshafslaxins, sem áður var útbreidd tegund um alla Norður-Evrópu. Eins og allir vita gengur villtur lax víða upp íslenskar ár, þar sem hann hrygnir á haustin. Að vori klekjast út seiði sem dvelja í ánni næstu árin áður en þau fljóta til sjávar þar sem þau vaxa og eflast. Að nokkrum árum liðnum ganga fiskarnir aftur upp fyrrum klaká sína til að hrygna og þannig gengur æviferill laxins í sömu á, kynslóð eftir kynslóð. Til marks um einstakan líffræðilegan fjölbreytileika laxfiska, fóstrar því hver laxá sinn eigin stofn – hann er aðlagaður henni og því einstakur. Laxastofnar í hættu Mannvirkjagerð hefur í flestum löndum sem liggja að Norður-Atlantshafi gengið að stofnum Atlantshafslaxins nánast dauðum. Stíflur og virkjanir hafa áhrif bæði á uppgöngu hrygnandi laxa úr sjó, sem og niðurgöngu seiða til sjávar, en þau þurfa að komast hratt og örugglega niður árnar. Allar hindranir á vegferð fisks upp eða niður skerða lífslíkur hans stórlega og jafnvel hreinar vatnsforðastíflur án virkjana eru mjög skaðlegar. Í Evrópu eru nú flest stórfljót margstífluð enda lífríki næstum alls staðar afar illa farið. Nýjar vatnsaflsvirkjanir eru hér um bil einvörðungu leyfðar þar sem stíflur hafa þegar verið reistar. Þótt Landsvirkjun sé ekki þekkt fyrir að bera hag lífríkis landsins sérstaklega fyrir brjósti, hefur hún vegna mótstöðu heimafólks við Þjórsá neyðst til að hugleiða afdrif laxastofnsins í ánni. Eins og fram kemur í umhverfismati frá 2003 gerðu upprunalegar hugmyndir um virkjanir í neðri hluta Þjórsár ráð fyrir að laxaseiðum yrði einfaldlega dembt yfir stíflur á yfirfalli (!) en þær lögðust illa í vísindamenn og stjórnvöld. Um 2012 setti Landsvirkjun því fram „mótvægisaðgerð“: hugmynd um „seiðafleytu“ sem skyldi passa upp á að seiðin færu hratt og örugglega framhjá stíflum og út í farveg Þjórsár neðan þeirra (reyndar hálfþurran farveg, en það var ekki talið stórmál). Hófst þá hönnun þeirrar útfærslu. Perlað Til að kanna ætlaða hegðun laxaseiðanna og hvernig þau gætu komist niður um seiðafleytu virkjana í neðri Þjórsá smíðaði rannsóknarhópur Landsvirkjunar, með þátttöku verkfræðistofa og tveggja íslenskra háskóla stórt líkan af Urriðafossvirkjun í neðri hluta Þjórsár, með stíflum, inntaki og sérstakri seiðafleytu. Í þetta módel hellti svo hópurinn hrúgum af gulu „perli“, hinum sívinsælu litlu plastsívalningum sem leikskólabörn þekkja svo vel. Landsvirkjun og samrannsakendur gáfu sér sem sagt þá grunnforsendu við líkanagerð og útreikninga að laxaseiði höguðu sér líkt og perl. Ef lesendur trúa þessu ekki má skoða myndband Landsvirkjunar af „rannsókninni“ á hegðun laxaseiða við seiðafleytu Urriðafossvirkjunar hér: Straumfræðilegt líkan af Urriðafossvirkjun. Hið augljósa vandamál við þessa nálgun er að laxaseiði eru ekki viljalausar fisléttar plastagnir fljótandi í tilgangsleysi á vatnsyfirborðinu, lausar við öll skynfæri og áttun í straumvatninu þar sem þau klekjast út og alast upp. Þau eru ekki lítil gul leikskólaperl, sama hversu mikið það auðveldar tilraunir Landsvirkjunar og skilar heppilegum niðurstöðum. Rannsakendur virðast reyndar átta sig á þessu því skýrslur, rannsóknir og ritgerðir tengdar hönnuninni eru fullar af orðum eins og „vonandi“, „lagt er til“, „reiknum með að“, „séu seiði við yfirborð“, „talið er“ og svo má lengi halda áfram. Með öðrum orðum eru hugmyndir Landsvirkjunar um virkni seiðafleytunnar byggðar á óskhyggju, vonum um að hönnunarforsendur standist, og að seiðin láti einhvern veginn að stjórn og fari eftir leiðbeiningum. Já, ef þau nú bara halda sig við yfirborðið og haga sér eins og litla gula perlið í líkaninu fer allt vel. Neyðaráætlanir? En munu þau gera það? Hvað gerist ef hönnunarforsendur Landsvirkjunar standast ekki og seiðin rata til dæmis ekki niður seiðafleytuna, sogast niður í túrbínurnar, laskast illa á niðurleiðinni, tefjast of lengi í lóninu, eða verða afætum að bráð í hálfþurrum farveginum neðan stíflunnar? Jah, þá er einfaldlega engin lausn til. Tíminn til viðbragða er skammur og ef allt fer á versta veg er ekkert hægt að gera. Landsvirkjun hefur neitað að láta stofnunum í té neyðaráætlanir, svo hægt sé að leggja mat á raunhæfni þeirra. Laxastofn deyr Í minnisblaði sem Hafrannsóknunarstofnun og Veðurstofa Íslands unnu fyrir Landsvirkjun í lok árs 2022 kemur fram að „ef svo færi að mótvægisaðgerðir virka alls ekki, og ekkert væri að gert, yrði ekki lax ofan stíflu Hvammsvirkjunar, stofn laxa ofan Búða myndi minnka um sem nemur 64% og heildarstofn laxa í Þjórsá myndi dragast saman um 31%.“ Þetta er í samræmi við nýlegar greinar Elvars Arnar Friðrikssonar og Gísla Sigurðssonar um skelfileg áhrif áætlaðrar Hvammsvirkjunar á laxinn. Út frá minnisblaði Hafró og Veðurstofunnar og þeirri staðreynd að Landsvirkjun hefur enga leið til að bregðast við ef perl hegða sér ekki eins og lifandi laxaseiði, er Hvammsvirkjun ekkert annað en glæfraspil með lífríki Þjórsár, tilraun dæmd til að mistakast með hörmulegum afleiðingum. Þriðjungur laxastofnsins í ánni allri gæti þurrkast út á einu bretti og hrun myndi blasa við stofninum án þess að nokkuð yrði að gert. Þetta er áhættan sem Landsvirkjun væri að taka með stærsta laxastofn Íslands ef hún fengi að reisa Hvammsvirkjun. Þetta taldi Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, í Kveik að væri „mjög ábyrg nýting á auðlindum.“ Höfundur er jarðfræðingur og formaður Náttúrugriða. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umhverfismál Vatnsaflsvirkjanir Orkumál Snæbjörn Guðmundsson Landsvirkjun Rangárþing ytra Stangveiði Mest lesið Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir Skoðun Ólögleg meðvirkni lækna Teitur Ari Theodórsson Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir Skoðun Afleiðingar verkfallsaðgerða á minnstu börnin - krafa um svör Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Hvert er „útlendingavandamálið“? Karen Kjartansdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Fólk, fjárfestingar og framfarir Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Húsnæðis- og skipulagsmál Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Skattlögð þegar við þénum, eigum og eyðum Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson skrifar Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist skrifar Skoðun Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Kyrrstöðuna verður að rjúfa! Lausn fyrir verðandi innviðaráðherra Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Íslenskan og menningararfurinn Sólveig Dagmar Þórisdóttir skrifar Skoðun Mannúðlegri úrræði Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Læknar á landsbyggðinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íslensk verðtrygging á mannamáli! Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Varðhundar kerfisins Lára Herborg Ólafsdóttir skrifar Skoðun Mótum stefnu um iðn- og tæknimenntun á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Stýrir gervigreind málflutningi stjórnmálamanna og semur stefnur stjórnmálaflokkanna? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Kolkrabbinn og fjármálafjötrar Íslands Ágústa Árnadóttir skrifar Sjá meira
Í fréttaskýringaþættinum Kveik var í liðinni viku fjallað um fyrirhugaða Hvammsvirkjun, sem Landsvirkjun vill reisa í neðri hluta Þjórsár. Fjallað var um áhrif virkjunarinnar á samfélag, landslag og umhverfi en einnig stuttlega minnst á laxastofn Þjórsár. Sá er með allra stærstu laxastofnum Atlantshafslaxins, sem áður var útbreidd tegund um alla Norður-Evrópu. Eins og allir vita gengur villtur lax víða upp íslenskar ár, þar sem hann hrygnir á haustin. Að vori klekjast út seiði sem dvelja í ánni næstu árin áður en þau fljóta til sjávar þar sem þau vaxa og eflast. Að nokkrum árum liðnum ganga fiskarnir aftur upp fyrrum klaká sína til að hrygna og þannig gengur æviferill laxins í sömu á, kynslóð eftir kynslóð. Til marks um einstakan líffræðilegan fjölbreytileika laxfiska, fóstrar því hver laxá sinn eigin stofn – hann er aðlagaður henni og því einstakur. Laxastofnar í hættu Mannvirkjagerð hefur í flestum löndum sem liggja að Norður-Atlantshafi gengið að stofnum Atlantshafslaxins nánast dauðum. Stíflur og virkjanir hafa áhrif bæði á uppgöngu hrygnandi laxa úr sjó, sem og niðurgöngu seiða til sjávar, en þau þurfa að komast hratt og örugglega niður árnar. Allar hindranir á vegferð fisks upp eða niður skerða lífslíkur hans stórlega og jafnvel hreinar vatnsforðastíflur án virkjana eru mjög skaðlegar. Í Evrópu eru nú flest stórfljót margstífluð enda lífríki næstum alls staðar afar illa farið. Nýjar vatnsaflsvirkjanir eru hér um bil einvörðungu leyfðar þar sem stíflur hafa þegar verið reistar. Þótt Landsvirkjun sé ekki þekkt fyrir að bera hag lífríkis landsins sérstaklega fyrir brjósti, hefur hún vegna mótstöðu heimafólks við Þjórsá neyðst til að hugleiða afdrif laxastofnsins í ánni. Eins og fram kemur í umhverfismati frá 2003 gerðu upprunalegar hugmyndir um virkjanir í neðri hluta Þjórsár ráð fyrir að laxaseiðum yrði einfaldlega dembt yfir stíflur á yfirfalli (!) en þær lögðust illa í vísindamenn og stjórnvöld. Um 2012 setti Landsvirkjun því fram „mótvægisaðgerð“: hugmynd um „seiðafleytu“ sem skyldi passa upp á að seiðin færu hratt og örugglega framhjá stíflum og út í farveg Þjórsár neðan þeirra (reyndar hálfþurran farveg, en það var ekki talið stórmál). Hófst þá hönnun þeirrar útfærslu. Perlað Til að kanna ætlaða hegðun laxaseiðanna og hvernig þau gætu komist niður um seiðafleytu virkjana í neðri Þjórsá smíðaði rannsóknarhópur Landsvirkjunar, með þátttöku verkfræðistofa og tveggja íslenskra háskóla stórt líkan af Urriðafossvirkjun í neðri hluta Þjórsár, með stíflum, inntaki og sérstakri seiðafleytu. Í þetta módel hellti svo hópurinn hrúgum af gulu „perli“, hinum sívinsælu litlu plastsívalningum sem leikskólabörn þekkja svo vel. Landsvirkjun og samrannsakendur gáfu sér sem sagt þá grunnforsendu við líkanagerð og útreikninga að laxaseiði höguðu sér líkt og perl. Ef lesendur trúa þessu ekki má skoða myndband Landsvirkjunar af „rannsókninni“ á hegðun laxaseiða við seiðafleytu Urriðafossvirkjunar hér: Straumfræðilegt líkan af Urriðafossvirkjun. Hið augljósa vandamál við þessa nálgun er að laxaseiði eru ekki viljalausar fisléttar plastagnir fljótandi í tilgangsleysi á vatnsyfirborðinu, lausar við öll skynfæri og áttun í straumvatninu þar sem þau klekjast út og alast upp. Þau eru ekki lítil gul leikskólaperl, sama hversu mikið það auðveldar tilraunir Landsvirkjunar og skilar heppilegum niðurstöðum. Rannsakendur virðast reyndar átta sig á þessu því skýrslur, rannsóknir og ritgerðir tengdar hönnuninni eru fullar af orðum eins og „vonandi“, „lagt er til“, „reiknum með að“, „séu seiði við yfirborð“, „talið er“ og svo má lengi halda áfram. Með öðrum orðum eru hugmyndir Landsvirkjunar um virkni seiðafleytunnar byggðar á óskhyggju, vonum um að hönnunarforsendur standist, og að seiðin láti einhvern veginn að stjórn og fari eftir leiðbeiningum. Já, ef þau nú bara halda sig við yfirborðið og haga sér eins og litla gula perlið í líkaninu fer allt vel. Neyðaráætlanir? En munu þau gera það? Hvað gerist ef hönnunarforsendur Landsvirkjunar standast ekki og seiðin rata til dæmis ekki niður seiðafleytuna, sogast niður í túrbínurnar, laskast illa á niðurleiðinni, tefjast of lengi í lóninu, eða verða afætum að bráð í hálfþurrum farveginum neðan stíflunnar? Jah, þá er einfaldlega engin lausn til. Tíminn til viðbragða er skammur og ef allt fer á versta veg er ekkert hægt að gera. Landsvirkjun hefur neitað að láta stofnunum í té neyðaráætlanir, svo hægt sé að leggja mat á raunhæfni þeirra. Laxastofn deyr Í minnisblaði sem Hafrannsóknunarstofnun og Veðurstofa Íslands unnu fyrir Landsvirkjun í lok árs 2022 kemur fram að „ef svo færi að mótvægisaðgerðir virka alls ekki, og ekkert væri að gert, yrði ekki lax ofan stíflu Hvammsvirkjunar, stofn laxa ofan Búða myndi minnka um sem nemur 64% og heildarstofn laxa í Þjórsá myndi dragast saman um 31%.“ Þetta er í samræmi við nýlegar greinar Elvars Arnar Friðrikssonar og Gísla Sigurðssonar um skelfileg áhrif áætlaðrar Hvammsvirkjunar á laxinn. Út frá minnisblaði Hafró og Veðurstofunnar og þeirri staðreynd að Landsvirkjun hefur enga leið til að bregðast við ef perl hegða sér ekki eins og lifandi laxaseiði, er Hvammsvirkjun ekkert annað en glæfraspil með lífríki Þjórsár, tilraun dæmd til að mistakast með hörmulegum afleiðingum. Þriðjungur laxastofnsins í ánni allri gæti þurrkast út á einu bretti og hrun myndi blasa við stofninum án þess að nokkuð yrði að gert. Þetta er áhættan sem Landsvirkjun væri að taka með stærsta laxastofn Íslands ef hún fengi að reisa Hvammsvirkjun. Þetta taldi Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, í Kveik að væri „mjög ábyrg nýting á auðlindum.“ Höfundur er jarðfræðingur og formaður Náttúrugriða.
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Stýrir gervigreind málflutningi stjórnmálamanna og semur stefnur stjórnmálaflokkanna? Tómas Ellert Tómasson skrifar