Sara Sigmunds hættir óvænt hjá WIT og opnar nýjan kafla Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. apríl 2023 08:31 Sara Sigmundsdóttir hefur hætt samstarfi sínu við WIT Fitnes en á ennþá hlut í fyrirtækinu. Instagram/@sarasigmunds WIT Fitness sendi í gær frá sér óvænta tilkynningu þar sem fyrirtækið þakkaði íslensku CrossFit konunni Söru Sigmundsdóttur fyrir tíma þeirra saman. Sara er þannig hætt samstarfi sínu við WIT en hún gekk til liðs við íþróttavöruframleiðandann í nóvember 2020. Sara hefur upplifað erfiða og krefjandi tíma á samningstímanum inn á keppnisgólfinu og missti alveg af fyrsta tímabilinu vegna hnémeiðsla. Utan keppnisgólfsins hafa hæfileikar Söru hins vegar fengið að njóta sín. Sara og WIT hafa sent frá sér átta fatalínur í hennar nafni og héldu meðal annars tískusýningu þar sem okkar kona fór að sjálfsögðu á kostum. Sérstaka athygli vakti þegar Sara fékk að hanna vörurnar sínar sjálf og en hún virtist njóta sín í því hlutverki. Útkoman vakti líka lukku hjá mörgum. Þrátt fyrir að Sara sé hætt hjá WIT þá mun hún áfram eiga hlut í fyrirtækinu. Það er því ekki alveg klippt á tengslin þrátt fyrir þessa ákvörðun. „WIT leyfði mér svo sannarlega að láta ástríðu mína fyrir fatahönnun verða að veruleika með því að gefa út nokkrar fatalínur þar sem sköpunargáfa mín fékk að njóta sín betur en ég hefði getað ímyndað mér. Ég er svo þakklát fyrir þetta tækifæri og fyrir allt sem ég hef lært á þessum tíma,“ sagði Sara við Morning Chalk Up. „Þó að leiðir okkar skilji núna og að ég sé á leiðinni að hefja nýjan kafla á mínum ferli þá get ég sagt það af heilum hug að WIT mun alltaf eiga stað í hjarta mínu. Einu sinni í liði WIT, alltaf hluti af WIT,“ sagði Sara. View this post on Instagram A post shared by WIT (@wit.fitness) CrossFit Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Íslenski boltinn Fleiri fréttir Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Sektaður fyrir að vera í sitthvorum skónum Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Luke Littler grét eftir leik Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Michael Schumacher verður afi Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Versta frumraun í úrvalsdeild? Sjá meira
Sara er þannig hætt samstarfi sínu við WIT en hún gekk til liðs við íþróttavöruframleiðandann í nóvember 2020. Sara hefur upplifað erfiða og krefjandi tíma á samningstímanum inn á keppnisgólfinu og missti alveg af fyrsta tímabilinu vegna hnémeiðsla. Utan keppnisgólfsins hafa hæfileikar Söru hins vegar fengið að njóta sín. Sara og WIT hafa sent frá sér átta fatalínur í hennar nafni og héldu meðal annars tískusýningu þar sem okkar kona fór að sjálfsögðu á kostum. Sérstaka athygli vakti þegar Sara fékk að hanna vörurnar sínar sjálf og en hún virtist njóta sín í því hlutverki. Útkoman vakti líka lukku hjá mörgum. Þrátt fyrir að Sara sé hætt hjá WIT þá mun hún áfram eiga hlut í fyrirtækinu. Það er því ekki alveg klippt á tengslin þrátt fyrir þessa ákvörðun. „WIT leyfði mér svo sannarlega að láta ástríðu mína fyrir fatahönnun verða að veruleika með því að gefa út nokkrar fatalínur þar sem sköpunargáfa mín fékk að njóta sín betur en ég hefði getað ímyndað mér. Ég er svo þakklát fyrir þetta tækifæri og fyrir allt sem ég hef lært á þessum tíma,“ sagði Sara við Morning Chalk Up. „Þó að leiðir okkar skilji núna og að ég sé á leiðinni að hefja nýjan kafla á mínum ferli þá get ég sagt það af heilum hug að WIT mun alltaf eiga stað í hjarta mínu. Einu sinni í liði WIT, alltaf hluti af WIT,“ sagði Sara. View this post on Instagram A post shared by WIT (@wit.fitness)
CrossFit Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Íslenski boltinn Fleiri fréttir Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Sektaður fyrir að vera í sitthvorum skónum Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Luke Littler grét eftir leik Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Michael Schumacher verður afi Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Versta frumraun í úrvalsdeild? Sjá meira