Stúlkunni sleppt úr haldi og einn búinn að játa Magnús Jochum Pálsson skrifar 24. apríl 2023 19:20 Vihjálmur H. Vilhjálmsson, verjandi sautján ára stúlku, segir að búið sé að láta hana lausa úr gæsluvarðhaldi. Vísir/Vilhelm Sautján ára stúlka sem var handtekin í tengslum við manndráp á tæplega þrítugum karlmanni í Hafnarfirði í síðustu viku hefur verið látin laus úr gæsluvarðhaldi. Verjandi stúlkunnar kærði gæsluvarðhaldsúrskurð Héraðsdóms og Landsréttur felldi hann úr gildi um sexleytið. Nítján ára sakborningur hefur játað að hafa orðið manninum að bana. Öll fjögur ungmennanna sem tengdust málinu voru látin laus úr einangrun í gærkvöldi eftir yfirheyrslu. Hins vegar sætu þau enn gæsluvarðhaldi í tengslum við rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á morði á 27 ára pólskum karlmanni á bílastæði við Fjarðarkaup í Hafnarfirði fimmtudagskvöldið 20. apríl. Sautján ára stúlka hefur nú verið látin laus úr haldi en samkvæmt heimildum fréttastofu hefur nítján ára piltur játað sekt sína í glæpnum. Hann játaði fljótlega eftir að hann var handtekinn. Vilhjálmur H. Vilhjálmsson er verjandi stúlkunnar en hann ræddi við fréttastofu Stöðvar 2 um málið. Þar sagði hann að stúlkan væri vitni í málinu en ekki sakborningur og hefði því ekki átt að sæta gæsluvarðhald. Upptökur hafi sýnt að hún átti ekki aðild að morðinu og var það kjarninn í rökstuðningi Landsréttar sem felldi úrskurð Héraðsdóms úr gildi um sexleytið. Hér fyrir neðan má sjá viðtalið við Vilhjálm en það hefst á fjórðu mínútu myndbandsins. Þar á undan er viðtal við Gerard Pokruszynski, sendiherra Póllands á Íslandi. Vitni en ekki sakborningur Í viðtali við fréttastofu sagði Vilhjálmur lögregluna hafa verið með „sönnunargögn frá umbjóðanda mínum, myndband af atburðarásinni, sem beinlínis sannaði það að hún var vitni í málinu en ekki sakborningur.“ „Og vitni eiga ekki að sæta gæsluvarðhaldi.“ Aðspurður út í hlut stelpunnar í málinu sagði Vilhjálmur: „Hún var rangt barn á röngum stað á röngum tíma. Hún var þarna á staðnum. Og foreldrar hennar höfðu uppálagt henni það að ef hún lenti í ótryggum aðstæðum að taka það upp á símann sinn, sem hún gerði. Síðan þegar hún var handtekin og tekin af henni skýrsla framvísað hún þessum upptökum og leyfði lögreglu að skoða símann sinn.“ „Þessar upptökur sýna það svart á hvítu að hún átti enga aðild að þessu, var alltaf í fimm til átta metra fjarlægð frá atburðarásinni og veitti hvorki liðsinni að árásinni í orði eða verki.“ „Þetta er kjarninn í rökstuðningi Landsréttar sem felldi úrskurð Héraðsdóms úr gildi bara rétt í þessu. Að myndbandið styddi framburð stúlkunnar og af myndbandinu væri ljóst að hún ætti enga aðild að málinu og þess vegna væru ekki skilyrði til þess að halda henni í gæsluvarðhaldi,“ sagði Vilhjálmur. Komin heim til foreldra sinna Vilhjálmur sagði að það hefði verið búið að benda lögreglunni á þetta og að það væri „í raun óskiljanlegt að lögreglan hafi ekki sleppt henni í gær eftir síðari skýrslutökuna heldur látið úrskurða sig til þess.“ „Hún er laus, komin heim til foreldra sinna. Sem betur fer. Auðvitað getur hver maður sett sig í þau spor að þurfa að upplifa slíkt sem barn og það mun örugglega taka hana einhvern tíma að vinna úr því,“ sagði Vilhjálmur um stöðu stúlkunnar núna. „Hún var allan tímann lykilvitni í þessu máli sem lagði sig alla fram við að upplýsa málið, afhenti lögreglunni mikilvæg sönnunargögn og í raun og veru upplýsti málið fyrir lögreglu. Þess vegna átti hún aldrei að sæta gæsluvarðhaldi og ef hún átti að sæta gæsluvarðhaldi þá átti að láta hana lausa miklu fyrr,“ sagði hann jafnframt. Manndráp á bílastæði í Hafnarfirði Lögreglumál Hafnarfjörður Tengdar fréttir „Hún var rangt barn, á röngum stað á röngum tíma“ Verjandi sautján ára stúlku sem var handtekin í tengslum við manndráp á tæplega þrítugum karlmanni í Hafnarfirði í síðustu viku telur óeðlilegt að stúlkan sem sé lykilvitni og upplýsti máli í raun og veru sæti enn gæsluvarðhaldi. Hann hefur kært gæsluvarðhaldsúrskurð yfir stúlkunni til Landsréttar. Stúlkan sé barn sem hafi verið á röngum stað á röngum tíma. 24. apríl 2023 17:10 „Ég er með djúpt sár í hjartanu“ Móðir mannsins sem lést eftir hnífstunguárás á bílastæði við Fjarðarkaup á fimmtudag segist vera að bugast af sorg. Hún segist ekki dæma foreldra árásarmannanna, þeir væru krakkar að byrja lífið. 22. apríl 2023 17:46 Telja myndband af árásinni mögulega í dreifingu Lögregla er nú með til skoðunar hvort myndband af árásinni í Hafnarfirði, sem leiddi til dauða manns á þrítugsaldri, sé í dreifingu. Lögregla telur sig vera með hnífinn sem notaður var við árásina undir höndum. 22. apríl 2023 14:07 Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Innlent Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Innlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir í biðlaun Innlent Fleiri fréttir VR greiddi Ragnari Þór hátt í tíu milljónir í biðlaun „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Sjá meira
Öll fjögur ungmennanna sem tengdust málinu voru látin laus úr einangrun í gærkvöldi eftir yfirheyrslu. Hins vegar sætu þau enn gæsluvarðhaldi í tengslum við rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á morði á 27 ára pólskum karlmanni á bílastæði við Fjarðarkaup í Hafnarfirði fimmtudagskvöldið 20. apríl. Sautján ára stúlka hefur nú verið látin laus úr haldi en samkvæmt heimildum fréttastofu hefur nítján ára piltur játað sekt sína í glæpnum. Hann játaði fljótlega eftir að hann var handtekinn. Vilhjálmur H. Vilhjálmsson er verjandi stúlkunnar en hann ræddi við fréttastofu Stöðvar 2 um málið. Þar sagði hann að stúlkan væri vitni í málinu en ekki sakborningur og hefði því ekki átt að sæta gæsluvarðhald. Upptökur hafi sýnt að hún átti ekki aðild að morðinu og var það kjarninn í rökstuðningi Landsréttar sem felldi úrskurð Héraðsdóms úr gildi um sexleytið. Hér fyrir neðan má sjá viðtalið við Vilhjálm en það hefst á fjórðu mínútu myndbandsins. Þar á undan er viðtal við Gerard Pokruszynski, sendiherra Póllands á Íslandi. Vitni en ekki sakborningur Í viðtali við fréttastofu sagði Vilhjálmur lögregluna hafa verið með „sönnunargögn frá umbjóðanda mínum, myndband af atburðarásinni, sem beinlínis sannaði það að hún var vitni í málinu en ekki sakborningur.“ „Og vitni eiga ekki að sæta gæsluvarðhaldi.“ Aðspurður út í hlut stelpunnar í málinu sagði Vilhjálmur: „Hún var rangt barn á röngum stað á röngum tíma. Hún var þarna á staðnum. Og foreldrar hennar höfðu uppálagt henni það að ef hún lenti í ótryggum aðstæðum að taka það upp á símann sinn, sem hún gerði. Síðan þegar hún var handtekin og tekin af henni skýrsla framvísað hún þessum upptökum og leyfði lögreglu að skoða símann sinn.“ „Þessar upptökur sýna það svart á hvítu að hún átti enga aðild að þessu, var alltaf í fimm til átta metra fjarlægð frá atburðarásinni og veitti hvorki liðsinni að árásinni í orði eða verki.“ „Þetta er kjarninn í rökstuðningi Landsréttar sem felldi úrskurð Héraðsdóms úr gildi bara rétt í þessu. Að myndbandið styddi framburð stúlkunnar og af myndbandinu væri ljóst að hún ætti enga aðild að málinu og þess vegna væru ekki skilyrði til þess að halda henni í gæsluvarðhaldi,“ sagði Vilhjálmur. Komin heim til foreldra sinna Vilhjálmur sagði að það hefði verið búið að benda lögreglunni á þetta og að það væri „í raun óskiljanlegt að lögreglan hafi ekki sleppt henni í gær eftir síðari skýrslutökuna heldur látið úrskurða sig til þess.“ „Hún er laus, komin heim til foreldra sinna. Sem betur fer. Auðvitað getur hver maður sett sig í þau spor að þurfa að upplifa slíkt sem barn og það mun örugglega taka hana einhvern tíma að vinna úr því,“ sagði Vilhjálmur um stöðu stúlkunnar núna. „Hún var allan tímann lykilvitni í þessu máli sem lagði sig alla fram við að upplýsa málið, afhenti lögreglunni mikilvæg sönnunargögn og í raun og veru upplýsti málið fyrir lögreglu. Þess vegna átti hún aldrei að sæta gæsluvarðhaldi og ef hún átti að sæta gæsluvarðhaldi þá átti að láta hana lausa miklu fyrr,“ sagði hann jafnframt.
Manndráp á bílastæði í Hafnarfirði Lögreglumál Hafnarfjörður Tengdar fréttir „Hún var rangt barn, á röngum stað á röngum tíma“ Verjandi sautján ára stúlku sem var handtekin í tengslum við manndráp á tæplega þrítugum karlmanni í Hafnarfirði í síðustu viku telur óeðlilegt að stúlkan sem sé lykilvitni og upplýsti máli í raun og veru sæti enn gæsluvarðhaldi. Hann hefur kært gæsluvarðhaldsúrskurð yfir stúlkunni til Landsréttar. Stúlkan sé barn sem hafi verið á röngum stað á röngum tíma. 24. apríl 2023 17:10 „Ég er með djúpt sár í hjartanu“ Móðir mannsins sem lést eftir hnífstunguárás á bílastæði við Fjarðarkaup á fimmtudag segist vera að bugast af sorg. Hún segist ekki dæma foreldra árásarmannanna, þeir væru krakkar að byrja lífið. 22. apríl 2023 17:46 Telja myndband af árásinni mögulega í dreifingu Lögregla er nú með til skoðunar hvort myndband af árásinni í Hafnarfirði, sem leiddi til dauða manns á þrítugsaldri, sé í dreifingu. Lögregla telur sig vera með hnífinn sem notaður var við árásina undir höndum. 22. apríl 2023 14:07 Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Innlent Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Innlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir í biðlaun Innlent Fleiri fréttir VR greiddi Ragnari Þór hátt í tíu milljónir í biðlaun „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Sjá meira
„Hún var rangt barn, á röngum stað á röngum tíma“ Verjandi sautján ára stúlku sem var handtekin í tengslum við manndráp á tæplega þrítugum karlmanni í Hafnarfirði í síðustu viku telur óeðlilegt að stúlkan sem sé lykilvitni og upplýsti máli í raun og veru sæti enn gæsluvarðhaldi. Hann hefur kært gæsluvarðhaldsúrskurð yfir stúlkunni til Landsréttar. Stúlkan sé barn sem hafi verið á röngum stað á röngum tíma. 24. apríl 2023 17:10
„Ég er með djúpt sár í hjartanu“ Móðir mannsins sem lést eftir hnífstunguárás á bílastæði við Fjarðarkaup á fimmtudag segist vera að bugast af sorg. Hún segist ekki dæma foreldra árásarmannanna, þeir væru krakkar að byrja lífið. 22. apríl 2023 17:46
Telja myndband af árásinni mögulega í dreifingu Lögregla er nú með til skoðunar hvort myndband af árásinni í Hafnarfirði, sem leiddi til dauða manns á þrítugsaldri, sé í dreifingu. Lögregla telur sig vera með hnífinn sem notaður var við árásina undir höndum. 22. apríl 2023 14:07